Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 45
* K MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Guðný Þórhalla Páls- dóttir - Minning Guðný Þórhalla Pálsdóttir kvaddi þennan heim 14. nóvember sl. eftir langvinnt veikindastríð. Hún fædd- ist á Akureyri 25. október 1935, dóttir hjónanna Aðalbjargar G. Jónsdóttur og Páls Bjarnasonar símamanns. Þar ólst hún upp ásamt þremur bræðrum sínum á góðu heimili. Páll faðir hennar, kunnur hagleiksmaður, dó liðlega sextugur og var það mikið áfall fyrir fjöi- skylduna. Aðalbjörg lifði mann sinn í þrettán ár. Sýndi hún mikið þrek og dugnað og hélt heimili til hinstu stundar. Abba, en svo var Guðný kölluð, lauk gangfræðaprófi við Gagn- fræðaskóla Akureyrar og gekk vel að læra. Hefði hún eflaust getað lært meira en á þeim tíma þótti ekkert sjálfsagt að stúlkur öfluðu sér starfsmenntunar. Þær áttu að giftast og hugsa um sitt heimili. Hún giftist ung Baldri Sveinssyni húsasmið frá Sveinsstöðum í Dala- sýslu. Hann kom úr stórum hópi einkar samheldinna systkina. Börn- in urðu þijú: Aðalbjörg, f. 1956, afgreiðslustjóri, gift Gylfa Skúla- syni byggingameistara. Páll, f. 1957 dáinn 1986, húsasmiður og Þóra Björk, f. 1970, nemi í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Ég kynntist Öbbu og Baldri fyrst árið 1956 er þau höfðu flust til Reykjavíkur. Þannig stóð á því að hópur ungra karla og kvenna ákvað að eignast eigin íbúð í fjölbýlishúsi í Bogahlíð 12—18. Það tókst og vorum við nágrannakonur í u.þ.b. sjö ár. Með okkur tókst vinskapur sem hélst alla tíð. Engan gat grun- að þau grimmu örlög er biðu þessar- ar góðu og vönduðu ungu konu. Seinna byggðu þau sér raðhús við Hraunbæ í Árbæjarhverfi af miklum dugnaði. Efnin voru ekki mikil en hjónin voru samhent og hagsýni og regiusemi gætt í hvívetna. Hvorki heyrði ég kvartað yfir peningaleysi á því heimili né öfnundast fyrir efnum annarra. Abba var einstaklega snyrtileg húsmóðir, gestrisin og flink við matreiðslu. Hamingjan virtist brosa við þessari fjölskyldu. Börnin uxu úr grasi og gekk vel í námi og starfi. Enda voru foreldrarnir sívak- andi yfir velferð þeirra. Orðið lykla- barn var þá ekki til í málinu. Svo var eins og sólin hnigi til viðar um miðjan dag. Allt breyttist. Dugnaðurinn og atorkan sem ein- kenndu hana áður voru ekki lengur til staðar. Lífsviljinn þorrinn. Ég vissi seinna að hún hafði orðið fyr- ir áfalli í einkalífinu sem viðkvæmt geð hennar reis ekki undir. Harð- gerðari manneskja hefði hrist þetta af sér en hún gat það ekki. Upp frá þessu seig allt á ógæfuhlið. Hjónin slitu samvistir. Þungur harmur var kveðinn að íjölskyldunni er Páll, einkasonur- inn, lést skyndilega tæplega þrítug- ur að aldri. Hafði har.n sinnt veikri móður sinni vel. Abba reyndist vera með hina erfiðu Parkinsonsveiki og hrakaði stöðugt. Þótt bæði lærðir og leikir legðust á eitt með að hjálpa henni kom það fyrir ekki. Síðustu fjögur árin bjó hún í Hátúni 12. Naut hún þar hinnar bestu aðhlynningar og eignaðist vini. En þeir sem kynntust henni þá geta vart ímyndað sér þá miklu breytingu sem orðin var á henni. Dæturnar reyndust henni vel og gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að stytta henni stundir. Barna- börnin þijú voru henni til mikillar gleði. Nú er hún laus við þjáningar þessa heims. Ég bið algóðan Guð fyrir sál hennar og megi dætur hennar eflast og þroskast af þeim raunum er lagðar hafa verið á ung- ar herðar þeirra. S.E. minnast hinna góðu eiginleika Harðar og hans einstöku hjálpsemi til dæmis þegar einhver var að vinna í garðinum sínum og þarfnað- ist hjálpar, þá var Hörður mættur á vörubílnum sínum, flytjandi mold- arhlass og fleira. Einnig gaf ’hann sér ávallt tíma til að sinna yngri kynslóðinni. Að lokum langar okkur að minn- ast á börnin hans sem hafa ekki farið varhluta af þessum eiginleik- um föður síns, sem felast í ljúf- mennsku og góðvild. Guðrún mín, við vottum þér, bömum þínum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að veita ykk- ur styrk í sorg ykkar. Fjóla og Unnur Hörður Guðmunds- son - Kveðjuorð Fæddur 12. ágúst 1919 Dáinn 31. október 1988 Mig og systur mína langar til að minnast bróður okkar, Harðar Guð- mundssonar, í nokkrum línum og þakka fyrir ljúfar endurminningar. Bróðir okkar lést skyndilega á heimili sínu 31. október síðastliðinn. Ekki leiddi maður hugann að því, þegar Hörður kom glaður og hress á heimili mitt til að sækja systur okkar sem stödd var í bæn- um, að svo stutt væri í kveðjustund- ina; Á þeim árum, þegar við systurn- ar komum hingað suður, gátum við alltaf leitað til Harðar og fjölskyldu hans. Hún tók okkur alltaf opnum örmum. Okkur systrunum var það mikill styrkur, að geta leitað til þeirra og langar okkur að þakka kærlega fýrir allar þær ánægju- stundir sem við höfum átt á heim- ili þeirra hjóna. Okkur langar gjarnan til að 45 AFERÐ með Kópal Dýrótóni Veldu Kópal með gljáa við hæfi. Heimilistæki sem bíða ekki! ^sskápnr— iWi^ i tfil ■ iiiinirii'iM þuriíkari eldavél Iryslikisl a imúUTOK *. mwwi Nú er eljtki eftir neinu að bíða, þú verslar í Rafbúð Sambandsins fyrir 100 þúsund og getur þá keypt öll heimilistækin í einu, valið sjálfur hvert tæki af ótal gerðum í pakkann, bætt sjónvarpi, videotæki eða hrærivél við og skipt greiðslum jafnt niður á 24 mánuði. Engin útborgun og fyrstagreiðsla eftir einn mánuð. Enginn íslenskur raftækjasali hefur boðið slík kjör - hvorki fyrr né síðar. Hafðu sam- band við Rafbúð Sambandsins strax - það er ekki eftir neinu að bíða. &SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM SÍMI 68 55S0 ÁRMÚLA 3 SlMI 68 79 10-681Z66 OCTAVO/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.