Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Þorsteinn Pálsson: Vextir á bindiskyldu eru niðurgreiðslur ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að sú ákvörðun Seðlabankans, að greiða 2% vexti á bindiskyldu ban- kanna, sé aðeins niðurgreiðsla á almennum vöxtum og segi ekk- ert til um eiginlegt vaxtastig í landinu. Hann segir augljóst, af þegar boðuðum skattaráðstöfúnum ríkisstjórnarinnar, að verð- bólga muni aukast verulega í upphafí næsta árs. Þegar Morgunblaðið leitaði álits Þorsteins Pálssonar á vaxtalækk- uninni í gær, sagði hann að vextir hefðu verið að lækka síðan fyrri ríkisstjóm greip til efnahagsað- gerða og verðstöðvunar í lok ágústmánuðar. „Þessi breyting er eðlileg afleið- ing af þeim ráðstöfunum en það má hins vegar segja, að miðað við skráða verðbólgu, sem er nánast engin, séu 12% vextir geysiháir. En það helgast auðvitað af því, að engir hafa trú á því að sú verð- bólga sé raunveruleg, enda aug- ljóst af þegar boðuðum skattaráð- stöfunum að verðbólgan eykst verulega, þegar á næsta ári. Þetta hefur einnig valdið því að fólk hefur misst trú á ijármagnsmark- aðinn. Spamaður virðist vera að minnka, sala á spariskírteinum minnkar, sem helgast m.a. af yfír- lýsingum ríkisstjórnarinnar um breytta skattastefnu," sagði Þor- steinn. Um þá ákvörðun Seðlabankans, að greiða bönkum 2% vexti á bindi- skylduna, sagði Þorsteinn að þetta væri ekki annað en niðurgreiðsla á almennum vöxtum, og Seðla- bankinn yrði að meta þörf fyrir slíkt á hveijum tíma. „En þetta er skammtímaráðstöfun og segir ekkert um hið eiginlega vaxtastig í landinu," sagði Þorsteinn Páls- son. Iðnfyrirtæki og SIS fá að taka erlend lán IÐNFYRIRTÆKI, Sambandið og fyrirtæki þess, hafa undan- farið fengið heimildir fyrir er- lendum lántökum til Qárhags- legrar endurskipulagningar. Viðskiptaráðuneytið hefúr ekki viljað upplýsa Morgunblaðið um heildarupphæð þessara lána. Síðasta ríkistjóm samþykkti sl. vor að veita fyrirtækjum í sam- keppnis- og útflutningsgreinum heimildir til erlendrar lántöku, samanlagt 1 milljarð króna. Var Löggæsla í Árbæ Sólarhrings- vaktir liðin tíð Sólarhringsvaktir í Árbæjarstöð Reykjavíkurlögreglunnar heyra nú sögunni til. Frá mánaðarmót- um eru einungis vaktir þar frá morgni til klukkan 19 síðdegis. Að sögn Böðvars Bragasonar tengist þessi ákvörðun þröngum fjárlagaramma embættisins. Verður rekstur stöðvarinnar fyrst um sinn með sama móti á nýop- naðri stöð í Mosfellsbæ. ÁTVR hefur lagt lögreglunni til húsnæði fyrir Árbæjarstöð og hafa lögreglumenn þar komið í stað næt- urvarða og vaktmanna við lóð og birgðageymslu ÁTVR á Stuðlahálsi. Böðvar Bragason lögreglustjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að _í við- ræðum hefðu forsvarsmenn ÁTVR lýst áhuga á að taka það fyrirkomu- lag til endurskoðunar á næsta ári. lántökuheimildunum úthlutað eftir tillögum banka og komu lánin að langmestu leyti í hlut sjávarút- vegsfyrirtækja. Viðskiptaráðherra lýsti því síðan yfír að hann myndi skoða sérstaklega lántökubeiðnir iðnfyrirtækja út frá stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig. Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra sagði við Morg- unblaðið að undanfarið hefðu iðn- fyrirtæki, og önnur fyrirtæki í útflutningsstarfsemi, þar á meðal sjávarútvegsfyrirtæki, fengið lán- tökuheimildir til íjárhagslegrar endurskipulagningar. Þá hafí einnig fyrirtæki í fjölbreyttri at- vinnustarfsemi, sem skiptu miklu máli fyrir atvinnulífíð í heilum byggðarlögum, fengið lántöku- heimildir. Jón staðfesti að Sam- bandið og ýmis kaupfélagsfyrir- tæki væru með talsvert stóran hluta af heildarupphæðinni en vildi ekki nefna tölur. Jón sagði að þegar litið væri á erlendar lántökuheimildir í heild, þá væru lán til fjárhagslegrar end- urskipulagningar sennilega minni á þessu ári en þvi síðasta. „En innan þeirra lægri marka fyrir heimildir til erlendrar lántöku, sem ég hef verið að reyna að halda mér við, hef ég beint fénu. aðþessu frekar en til fjárfestingar. Eg tel það miklu skynsamlegra að búa sínu búi með eðlilegu móti, frekar en að auka við atvinnutæki sem þegar er nóg til af,“ sagði Jón Sigurðsson. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Endurvakinn var sá siður að leggja blómsveig frá stúdentum á leiði Jóns Sigurðssonar forseta í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Sveinn Andri Sveinsson, formað- ur SHÍ, lagði blómsveiginn á leið- ið, en Sigurður Lindal, lagapróf- essor og forseti Hins islenska bókmenntafélags, minntist Jóns og verka hans í þágu sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Á innfeUdu myndinni flytur Sveinn Andri setningarávarp sitt á fúllveldis- hátíðinni. Morgunblaðið/Sverrir Formaður SHÍ í fiillveldisdagsávarpi: Aðfarir stjórnvalda að flárhag Háskól- ans hans mesti vandi SVEINN Andri Sveinsson, for- maður Stúdentaráðs Háskóla Islands, sagði i ávarpi sínu við setningu fúllveldishátíðar stúd- enta, að reglulegar aðfarir stjórnvalda að fjárhag Háskóla Islands væru mesti vandi skól- ans, og skertu frelsi hans. „Ár eftir ár eru framlög til skól- ans skert og ár eftir ár er skólan- um gert að afla sér meiri eigin tekna en áður. Og ár eftir ár eru þessar sértekjur notaðar sem rök- semd til þess að minnka framlögin enn meira en áður," sagði Sveinn Andri. „Þessi lítt skemmtilega þróun er mesti vandi Háskóla íslands um þessar mundir, því frelsi hans er með þessu skert. Honum er haldið í heljargreipum fjársveltis. Hús- næðis- og aðstöðuleysi háir öllu háskólastarfí í dag, þannig að bitn- ar bæði á kennslu, námi og rann- sóknum. Stjómvöld verða að gera sér grein fyrir því að það er ekki nóg að tala vel um Háskóla ís- lands á hátíðarstundu sem þess- ari, orðum verða að fylgja athafn- ir.“ Fjármálaráðuneytið: Dráttarvextir á skattskuld- ir voru reiknaðir út eftir á Breytingin ekki auglýst sérstaklega Fjármálaráðuneytið hefúr breytt reglum um dráttarvexti af vangoldnum þinggjöldum i samræmi við það ákvæði í bráðabirgðalögum ríkisstjórn- arinnar að dráttarvextir reikn- ist sem dagvextir. Dráttarvext- irnir voru nú reiknaðir eftirá af skattskuldum nóvembermán- aðar, og þeir sem greiddu slíka skuld í gær, 1. desember, fengu dráttarvexti á alla upphæðina. Þessi breyting var ekki tilkynnt sérstaklega og kom því þessum greiðendum mjög á óvart, ög voru dæmi til þess að menn neituðu að greiða skattskuldirn- ar vegna dráttarvaxtanna. Lárus Ögmundsson deildarstjóri í fjármálaráðuneyti sagði að áður hefðu dráttarvextir verið reiknaðir fyrirfram fyrir hvern hafinn mán- uð, en vegna dagvaxtakerfisins hefðu engir dráttarvextir verið reiknaðir í byijun nóvember. í nóvemberlok hefðu dráttarvextir síðan verið reiknaðir út fyrir nóv- embermánuð. Fram að þessu hafa dráttar- vextir ekki verið reiknaðir fyrr en 3-4. hvers mánaðar, þannig þeir þeir sem greitt hafa skattskuldir 1.-2. hvers mánaðar hafa sloppið við dráttarvexti. Nú voru dráttar- vextirnir hins vegar reiknaðir að kvöldi- 30. nóvember og þeir sem komu í gær til að greiða skatta nóvembermánaðar fengu á þá fulla dráttarvexti. Lárus sagði að ef reglum væri fylgt bókstaflega ætti að reikna dráttarvexti á hvern einasta dag sem dregst að greiða þinggjöldin, en Qármálaráðuneytið hefði ekki verið viðbúið breytingunni að þessu sinni, og því hefði það ekki verið gert, hvað sem síðar yrði. Engar breytingar hefðu hins vegar verið gerðar á dráttarvöxtum á söluskatti og útsvari, þar sem lagaheimildir væru fyrir að reikna þá fyrirfram. Fimmmamiaiiefiid: Vinnslu- og heildsölu- kostnaður hækkar ekki FIMMMANNANEFND haöiaði kröfú fúlltrúa sláturleyfíshafa um hækkun heildsölukostnaðar sauðfjárafúrða við verðlagning- una núna um mánaðarmótin. Nefndin heimilaði 0,8% hækkun vinnslu- og dreifíngarkostnaðar mjólkurvara en fúlltrúar samlag- anna fóru fram á 3,24% hækkun. Sexmannanefnd ákvað 2,16% hækkun kjöts og sláturs til bænda við verðlagninguna nú um mánað- armótin. Vegna breytinga á verð- lagningu í haust er þessi ákvörðun aðeins uppfærsla á pappírunum því bændur fengu verðið hækkað í haust gegn því að sleppa ársfjórð- ungslegum hækkunum. Bændur fá því ekki hærri greiðslur þó verðlags- grundvöllurinn hafi verið uppreikn- aður. Fulltrúar afurðastöðvanna í fímmmannanefnd lögðu til að slát- ur- og heildsölukostnaðurinn yrði hækkaður úr 115 í 119 krónur á kíló en tillagan var felld af fulltrú- um neytenda og verðiagsstjóra sem er oddamaður í nefndinni. Vegna ákvörðunar ríkisstjórnar- innar um að hækka niðurgreiðslur leiða þessar verðákvarðanir verð- lagsnefnda landbúnaðarins ekki til hækkunar útsöluverðs búvara. Helg-i Þór Jóns- son gjaldþrota: Skuldir um- fram eignir 200 millj. HELGI Þór Jónsson hefúr verið úrskurðaður jgald- þrota í skiptarétti Arnes- sýslu. Að sögn Sigurðar Jóns- sonar, fúlltrúa sýslumanns Arnessýslu, er ljóst að skuld- ir Helga eru meira en 200 milljónir króna umfram eignir. Að Hótel Örk frátöldu, en nauðungarsala þess til Fram- kvæmdasjóðs sætir nú kæru- meðferð til Hæstaréttar, eru helstu eignir sem Helgi Þór hefur gefíð upp: 10 milljón króna óþinglýst skuldabréf, út- gefíð af Hótel Örk h/f og með veði í lausafé Hótels Arkar; 499 þúsund króna, eða 49,9%, hlut- afjáreign í Hótel Örk h/f; óbyggð lóð, Breiðamörk lb í Hveragerði metin á 20-30 millj- ónir, en veðsett fyrir 7 milljón- ir; hlutaeign í bújörð á Suður- landi, metin á 5-600 þúsund og tveir fólksbílar, Lada og Volvo. Einnig leigusamningur við Hótel Örk h/f, þar sem kveðið er á um að leiga sé 10% af nettó hagnaði. Kröfur skipta tugum. Af al- mennum kröfum má nefna 6,5 milljóna kröfu frá Gjaldheimt- unni og 4 milljóna dómkröfu frá Iðnaðarbankanum. Einnig hefur verið lýst kröfu vegna söluskattsskuldar. Þá voru veðskuldir Hótels Arkar um 305 milljónir króna. Verði kæru Hótels Arkar h/f til Hæstaréttar hafnað, verður gengið að um 200 milljóna króna tilboði Framkvæmda- sjóðs en hæsta tilboðið, tilboð Hótels Arkar h/f, hljóðaði upp á 230 milljónir króna. Bústjóri hefur ekki verið skipaður en að sögn Sigurðar Jónssonar er þess að vænta fljótlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.