Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 47
væri oft í erfiðri aðstöðu. Hápunkt- ur þessara átaka var þegar það kom fram að svo gróf skekkja var á teikningum bæjarins, að §arlægja varð þrjú hús að austanverðu við Reykjavíkurveginn til að gatan hefði rúm. Eg gaf bæjarstjóranum 48 tíma til að leysa málið, annars yfirgæfum við vinnusvæðið með vélar og mannskap, þar sem um mikinn kostnað var að ræða fyrir bæinn. Viti menn, bæjarstjórinn, ásamt bæjarstjórn, gekk í málið af miklum krafti og keyptu þeir öll húsin innan tímatakmarkanna, en ég held að varla hafi fundist sá maður, sem trúði að þetta væri mögulegt, nema þá þeir sem leystu það. Eg dáðist mikið að atorku og lagni Hafsteins þegar öll spjót beindust að honum, en hann missti aldrei sjónar á því, sem skipti höfuð- máli hveiju sinni. Að öllu þessu loknu vorum við Hafsteinn orðnir góðir vinir og hélst sú vinátta alla tíð. Þegar ég tók þátt í að stofna Breiðholt hf. 1967, þá var Hafsteinn hættur sem bæjarstjóri, og fékk ég hann til að koma í stjórn félagsins. Þegar ég seldi minn hlut 1973, eft- ir að við höfðum byggt yfir 1.000 íbúðir, þá hélt Hafsteinn áfram í stjórn og tók m.a. þátt í fram- kvæmdum félagsins í Nígeríu. Það fór ekki á milli mála, að Hafsteinn var góður liðsmaður í þeirri hröðu uppbyggingu, sem þama fór fram. Um áramótin 1980—81 fórum við saman til Austurlanda fjær. Á gamlárskvöld var nýju ári fagnað í góðum gleðskap. Þannig vil ég muna Hafstein. Ég sendi Sigríði og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Megi góður vinur fá vegvísa á nýjum slóðum. Guðmundur Einarsson, verkfr. Hafsteinn Baldvinson, hæstarétt- arlögmaður, er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Með honum er genginn einn mætasti fulltrúi lög- mannastéttarinnar í landinu. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast Hafsteini all náið. Þau kynni hófust fyrir hálfum öðmm áratug, er við sátum sitt hvom megin við borðið í erfiðu deilumáli um uppgjör verksamnings. Hans hlutverk var að gæta hagsmuna verktakans, en mitt að gæta hagsmuna verkkaup- ans, ríkissjóðs. Málið er leyst með samningum. Það réði úrslitum hvort tveggja í senn, lagni og hæfni Haf- steins Baldvinssonar. Eftir þetta þurftum við oft að axla sama hlutskipti, þ.e. að gæta andstæðra hagsmuna, ýmist við samningaborð eða fyrir dómstólum. Það fór ekkert á milli mála, að Hafsteinn naut óskoraðs trausts í störfum sínum. Af þeirri ástæðu féll í hans hlut að reka mörg stærstu málin, sem fyrir dómstólana fóru, þ.á m. mál, sem höfðuð voru gegn ríkinu af hinum ólíkustu tilefnum. Á þeim vettvangi, þar sem reynir til hins ýtrasta á samstarf manna, mættumst við gjarna. Eðli málflutningsstarfa er slíkt, að orustur geta orðið harðar, áður en mál er lagt í dóm. Eftir það er hlutverki málflytjandans lokið, — hann hefur sagt sitt síðasta’ orð. í þeim vandasömu störfnm var hæfni Hafsteins óumdeild. Hann var bar- áttumaður í bestu merkingu þess orðs. Málstað umbjóðenda sinna hélt hann fast fram af mikilli rök- festu og ávallt af heiðarleika og drenglyndi. Ég kveð kollega minn með mik- illi virðingu og þakklæti fyrir sam- starf, sem aldrei bar skugga á. Pjöl- skyldu hans færi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Gunnlaugur Claessen Orð er rammi um þann raun- veruleika, sem við lifum {. Þegar maður missir orðið, þá er eins og tilveran staðni um stund og maður verður átakanlega var smæðar sinnar, „lítill". Þannig var mér inn- anbijóst, þegar mér barst andláts- fregn vinar míns og starfsfélaga, Hafsteins Baldvinssonar, hrl. Haf- steinn var heilsteyptur, sterkur, hlýr og ljúfur persónuleiki. Maður, sem aldrei leitaði ódýrra lausna MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 augnabliksins til að leysa vandamál þau, er upp komu í því starfi sem við unnum. Starfi, sem oftar fjall- aði um afkomu og aleigu fólks og stundum þurfti að taka óþægilegar ákvarðanir. Við þær aðstæður hafði Hafsteinn ávallt nægan tíma til þess, eins og hann orðaði það, „að velta yfir þessu vöngum í einn eða tvo daga“, og ávallt kom í ljós eft- ir á, að mál höfðu verið ígrunduð til enda. Hafsteinn hafði létta og fágaða kímni, fór vel með spaug og átti létt með að hrífa menn með sér til að sjá bjartari hliðar lífsins. Fyrir rúmu ári, eftir annasaman dag, er við sátum yfir kaffibolla og spjölluðum um lífið í gær, lífið í dag og lífið á morgun, sagði Hafsteinn mér frá þeirri baráttu sem væri framundan hjá honum. Ekkert æðruorð, enginn beiskleiki, engin kvörtun. Þannig er og verður mér minningin um Hafstein Baldvinsson og ég kveð hann eins og hann kvaddi mig ávallt: „Vertu sæll ljúf- ur, þig guð geymi.“ Hans indælu konu, Sigríði Ás- geirsdóttur, vini mínum Baldvini, Elínu, Ásgeiri og fjölskyldunni allri, votta ég mína dýpstu samúðar í sorg þeirra. Jósefína og Sverrir Kristjánsson. Kveðja firá Hafnarfirði Þegar vinur minn Hafsteinn Baldvinsson hrl. er kvaddur hverfur hugur minn aftur til ársins 1938. Ný fjölskylda var að flytjast til Hafnarfjarðar að Brekkugötu 22 í næsta nágrenni við hús foreldra minna. Þetta voru hjónin Helga Jónsdóttir og Baldvin Halldórsson skipstjóri sem fluttust úr Reykjavík ásamt bömum þeirra fjónim. Þrír vom synirnir, Halldór, Jón Haukur og Hafsteinn, og dóttirin Ásta. Fljótlega hófust kynni mín og systkinanna og vináttubönd tengd- ust við Hafstein þótt nokkur aldurs- munur væri en hann var fæddur 24. apríl 1927. Ég fylgdist með skólagöngu hans í Flensborgarskóla og naut leið- sagnar hans. Það kom mér að góðu gagni þegar ég kom þar nokkm síðar en þá var Hafsteinn við nám við Menntaskólann á Akureyri og varð stúdent þaðan 1948. Við urð- um svo samferða um tveggja ára skeið við lagadeild Háskóla Islands en Hafsteinn var m.a. formaður Orators, félags laganema. Embætt- ispróf í lögfræði lauk hann 1953. Það kom fljótt í ljós hve Haf- steinn Baldvinsson var vel gerður maður og bjó yfir fjölþættum hæfí- leikum. Hann var með afbrigðum vinsæll og félagslyndur. Það var sama hvar í félagsskap hann var. Alls staðar komu hæfíleikar hans í ljós. Hann var jafnvígur í ræðu, ritun eða söng, í íþróttum, á leik- sviðinu sem og í mannlegum sam- skiptum. Hann varð því eftirsóttur til starfa. Eftir farsælt starf fyrir útvegs- menn gerðist hann bæjarstjóri í Hafnarfírði 1962—1966, þegar sjálfstæðismenn komu þar til for- ystu. Vissulega færðist Hafsteinn mikið í fang þegar hann tókst þetta starf á hendi. Eftir áratuga vinstri sjórn í Hafnarfirði og samfara mikl- um breytingum í þjóðfélaginu með tilkomu viðreisnarstjórnar var mik- ið verk að vinna. Honum fórust þau störf afar vel úr hendi og hafði af þeim mikla ánægju. Aftur hvarf Hafsteinn til Reylqavíkur og gerðist hæstarétt- arlögmaður. Rak hann þar mikils- virta málflutningsskrifstofu til ævi- loka. Hafði hann fengið til liðs við sig eiginkonu sína, Sigríði Ásgeirs- dóttur, sem einnig hafði lokið emb- ættisprófi í lögfræði, og síðar son sinn, Baldvin, sem hafði fetað í fót- spor foreldra sinna á sviði lögfræð- innar. Það var sama hvar Hafsteinn Baldvinsson kom eða hvað hann gerði, það var alltaf til að bæta. Þannig verður hans ævinlega minnst, slíkur var drengskapur hans. Þegar ég og konan mín kveðjum vin okkar, Hafstein Baldvinsson, með þakklæti, veit ég að undir þá kveðju taka fjölmargir Hafnfirðing- ar sem þakka samveruna og sam- starf. Við sendum eiginkonu hans, Sigríði Ásgeirsdóttur, og fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Matthías Á. Mathiesen Góður vinur er fallinn frá. Þótt ég vissi um veikindi Hafsteins von- aðist ég til þess að lífdagarnir yrðu miklu fleiri, enn yrðu tækifæri til að hittast og talast við. Við Haf- steinn kynntumst á árinu 1962, en þá var hann kosinn bæjarstjóri í Hafnarfirði. Ég var þá í bæjarstjórn og áttum við því mjög náið sam- starf. Þá var við mörg stór verkefni að fást. Fjárhagur bæjarsjóðs var mjög erfiður og þurfti endurskipu- lagningar með og draga þurfti úr skattbyrði til þess að hleypa auknu lífi í allsherjaruppbyggingu í bæn- um. Það tókst vonum framar. Jafn- framt var ráðist í stórframkvæmdir eins og lagningu Fjarðargötu, kaup á fasteignum til að geta breikkað bæði Reykjavíkurveg og Lækjar- götu og bætt þannig samgöngur til og frá bænum. Að ráðist var í þessi stórvirki var ekki síst að þakka framsýni Hafsteins. Hins vegar voru þau nokkuð umtöluð á þeim tíma og jafnvel af sumum taldin ijárhagsgetu bæjarins ofviða. Fleiri rhal mætti telja. En eitt af stærstu verkefnunum voru samn- ingar bæjarins um álverið í Straumsvík en Hafsteinn vann mik- ið og farsælt verk við að ganga frá þeim samningum. Hann var mjög lipur samningamaður bæði í því máli og öðrum og má segja að á þessu kjörtímabili hafi undir hans forystu tekist að leggja grunninn að mörgum þeim málum sem síðar urðu Hafnfirðingum heilladijúg. Það var mjög gott að vinna með Hafsteini. Hann var alltaf hógvær, skoðaði málin frá víðum sjónarhóli, bæði kosti oggalla, var hleypidóma- laus, rökfastur og sanngjarn. Hann kappkostaði að leysa málin eftir samkomulagsleiðum og var fundvís á þær þótt þröngar gætu verið. Hafsteinn var mikið ljúfmenni, hlýr, hreinskiptinn og einlægur. Það var gott að leita til hans. Hann sagði hiklaust það sem honum fannst rétt og reyndist farsælt að fara að ráðleggingum hans. Haf- steinn var sá maður, sem ég oftast leitaði til vildi ég fá hlutlaust mat á því sem ég var að fást við. Það brást ekki að sjóndeilarhringurinn víkkaði við slíka umræðu og fram voru dregnar hliðar á málum, sem ég hafði ekki alltaf haft í huga eða þá séð í öðru ljósi. Og ég var ein- mitt í slíkri erindagjörð er ég hitti hann síðast nokkrum dögum áður en hann lést. Góður vinur, góður drengur ev' kvaddur. Við þökkum samfylgdiría og biðjum honum blessunar á nýjum vegum. Fjölskyldu hans eru fluttar innilegar samúðarkveðjur. Páll V. Daníelsson I dag fer fram. í Reykjavík útför Hafsteins Baldvinssonar, lögfræð- ings, en hann lést 23. nóvember sl. eftir stutta legu. Hafsteinn var að- eins 61 árs að aldri er hann kvaddi þennan heim, en hafði ekki gengið heill til skógar í rúmt ár. Með Hafsteini Baldvinssyni er genginn óvenjulegur og heilsteypt- ur maður, sem átti sér fáa líka. Oft þrýtur orð við kringumstæður sem þessar, auk þess sem Hafsteini hefði ekki verið að skapi að um hann væru skrifaðar margorðar greinar eða fluttar hástemmdar ræður á þessari kveðjustund. Hafsteinn Baldvinsson var maður göfuglyndis, góðvildar og dreng- skapar. Þessir eiginleikar voru hon- um áskapaðir, sem gerði það að verkum, að Hafsteinn var það bjarg, sem samferðamenn hans gátu treyst á. í heimi hverfulleikans, þar sem ábyrgðarleysi og lausung fer vaxandi, skína menn eins og Haf- steinn eins og gimsteinar. Eru ljós á veginum, sem varpa birtu á tilver- una og gera öðrum lífsgönguna létt- ari. Þannig reyndist Hafsteinn sínum nánustu og öðrum, sem hann átti samleið með. Hafsteinn Baldvinsson fæddist í Reykjavík 24. apríl 1927. Var hann yngsta barn þeirra hjóna Baldvins Halldórssonar skipstjóra í Hafnar- firði og Helgu Jónsdóttur. Onnur börn þeirra eru: Halldór fæddur 10. maí 1921, stýrimaður í Hafnarfirði, kvæntur Sigríði Þorleifsdóttur; Jón Haukur fæddur 13. mars 1923, loft- skeytamaður í Reykjavík, kvæntur Þóru Margréti Jónsdóttur, og Gunn- hildur Ásta fædd 29. september 1925, húsfreyja, gift Hallvarði Val- geirssyni, viðskiptafræðingi. Hafsteinn ólst upp í Hafnarfirði á hinu glæsilega heimili þeirra hjóna Baldvins og Helgu. Baldvin skipstjóri var mikill athafnamaður og kom mjög við sögu togaraút- gerðar í Hafnarfirði, meðan hans naut við, en Baldvin féll frá langt um aidur fram. Helga, móðir Haf- steins, var yndisleg kona, en frá henni geislaði góðvild og fegurð, sem lifir enn í minningunni hjá þeim okkar, sem kynntust Helgu sem unglingar í Hafnarfirði. Á unglingsárum Hafsteins var Hafnarfjörður það sem nú myndi kallast lítill bær. Allir þekktust. Vesturbærinn í hrauninu var heim- ur út af fyrir sig, sérstaklega höfn- in og bryggjurnar. Miðdepill heims- ins í augum okkar strákanna voru togararnir, sem ösluðu um höfnina. Draumur flestra var að komast um borð og taka þátt í fiskveiðum á fjarlægum miðum og sigla síðan með aflann á erlendar hafnir. Hafsteinn tók snemma þátt í þessu mikla ævintýri og var m.a. til sjós á togurum föður síns, þ. á m. á fyrsta nýsköpunartogara Hafn- firðinga, bv. Bjarna riddara, sem kom til Hafnarfjarðar árið 1948. Með nýsköpunartogurunum varð bylting í útgerðarsögu íslendinga. Þá hófst hin mikla framfarasókn þjóðarinnar til velmegunar og auð- sældar, sem hún býr enn að. En hugur Hafsteins stóð til æðra náms. Hleypti hann heimdraganum og hóf nám við Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdents- prófi vorið 1948. Síðan hó£. hann nám í lögfræði við Háskóla Islands og lauk kandid- atsprófí vorið 1953. Á námsárunum tók Hafsteinn mjög virkan þátt í félagslífi Flens- borgarskólans í Hafnarfirði og síðar í Menntaskólanum á Akureyri. Hann hafði mikla leiklistarhæfileika og lék í mörgum leikritum við góð- an orðstír. Hafsteinn var eftirsóttur til forustustarfa m.a. á sviði stjóm- mála, en hann færðist undan slíkri opinberri þátttöku. Þótt hann ætti létt með að tjá sig í hinni göfugu leiklist, vildi Hafsteinn ekki verða virkur þátttakandi í stjórnmálum. Það var af meðfæddri hlédrægni, sem og vegna þess að hann mat það meira að geta verið heilsteyptur í iífi sínu og starfi. Sjálfum sér samkvæmur í orði og verki. Við það stóð Hafsteinn þar til yfir lauk. 4. desember 1954 var einn af mestu hamingjudögum Hafsteins Baldvinssonar, en þá gekk hann að eiga Sigríði Ásgeirsdóttur (Þor- steinssonar, verkfræðings í Reykjavík, og konu hans, Elínar Hafstein). Börn þeirra em: Baldvin fæddur 8. ágúst 1955, lögfræðingur í Reykjavík, kvæntur Björgu Vigg- ósdóttur, hjúkrunarfræðingi og eiga þau þijú böm: Helgu, Hildi og Hafstein, og Elín Jóhanna Guðrún, hjúkrunarfræðingur, gift Hauki Guðmanni Gunnarssyni, löggiltum endurskoðanda. Þeirra dóttir er Ingunn Hafdís. Þá var honum frá fyrstu tíð hjarta nær fóstursonur- inn, Ásgeir Hannes, varaþingmað- ur, og hans góða kona, Valgerður, og böm þeirra Sigríður Elín og Sig- urður Hannes. Sigríður mágkona mín og Haf- steinn bjuggu í mjög farsælu hjóna- bandi. Vom einstaklega samrýnd og unnu hin síðustu árin saman að ýmsum lögfræðistörfum, eftir að Sigríður lauk lögfræðiprófi. Hafsteinn Baldvinsson var eftir- sóttur málafærslumaður og var lífsstarf hans fyrst og fremst á því sviði. En hann kom víða við á sinni starfsævi. Árið 1953 réðst hann sem erindreki til Landssambands íslenskra útvegsmanna og varð síðar skrifstofustjóri þeirra sam- taka í janúar 1960. Hafsteinn var einkar vei látinn af samstarfsmönn- um í LÍÚ sem og af útgerðarmönn- um. Hann þekkti vel til útgerðar- mála frá æskudögum sem og vegna 47 fyrri þátttöku í útgerð föður síns. I starfi Hafsteins reyndi mjög á samningshæfileika hans sem og á útsjónarsemi um hag og velferð þessarar aðalatvinnugreinar lands- manna. í þeim efnum brást hann aldrei og átti íslenskur sjávarútveg- ur ætíð hauk í horni, þar sem Haf- steinn Baldvinsson var. Árið 1962 var Hafsteinn beðinn að taka að sér stöðu bæjarstjóra í Hafnarfirði. Að vel íhuguðu mali varð hann við þessari beiðni. Haf- steini fór bæjarstjórastarfíð farsæl- lega úr hendi, en það opinbera líf sem tilheyrir svona starfi virtist ekki hafa átt við hann. Sagði Haf- steinn því starfínu lausu eftir fjög- urra ára tímabil árið 1966. í bæjar- stjóratíð hans gerði Hafnarfjarðar- bær mikilvæga samninga vegna álversins við Straumsvík. Átti Haf- steinn dijúgan þátt í jákvæðri nið- urstöðu samninga fyrir Hafnfírð- inga, sem þeir munu enn búa að. Árið 1966 hóf hann síðan rekstur eigin málaflutningsskrifstofu í Reykjavík, sem hann starfrækti til hins síðasta. Jafnframt málafærslu tók Hafsteinn að sér ýmis önnur verk: Hann var stjómarformaður Álafoss hf. um tíma og stjómar- maður í Breiðholti hf. 1970. Um miðjan áttunda áratug, þeg- ar erfiðleikar komu upp í íslenskum byggingariðnaði, átti Hafsteinn ásamt nokkrum öðmm athafna- mönnum þátt í tilraun til að nema íslenskum verktökum land með verkefni í Nígeríu. Dvöldust þau Sigríður ásamt fleiri íslendingum mánuðum saman í Lagos vegna þessara verkefna. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður skiluðu Islendingamir sínu verki, en breyttar efnahags- og stjómmálaaðstæður eyðilögðu frekari möguleika. — Lýsir það Hafsteini vel, hvem- ig hann stóð að þessu erfíða verki staddur í frumskógum Afríku, þar sem engum íslendingi hefði dottið í hug • að nema land með þessum hætti. En Hafsteinn kom víðar við sögu í íslensku atvinnulífi. Hann var framkvæmdastjóri Sambands veit- inga- og gistihúsaeigenda um árak bil og naut þar mikils trúnaðar. Hvarvetna sem Hafsteinn kom var hann vel látinn. Meðal stéttar- bræðra sinna var hann í miklu áliti, virtur og góður lögfræðingur. Það er þjóðarskaði, þegar slíkir menn falla frá langt um aldur fram. En enginn má sköpum renna. Karlmennska og hetjulund Haf- steins Baldvinssonar var einstök og gæti orðið mörgum öðmm fyrir- mynd, hvemig við skuli bregðast, þegar kallið kemur. Ffyrir rúmu ári var honum tjáð, að hann gengi með alvarlegan sjúkdóm. Þrátt fyrir það breytti hann í engu hegðan sinni. Stundaði sín lögfræðistörf ásamt Sigríði til síðasta dags. Umgekkst fjölskyldu sína, vini og aðra sem áttu samskipti við hann með ljúf- mennsku og gleðibrosi á vör. Með einstakri sálarró og trúar- vissu bjó hann sig undir að ganga á Drottins fund. Boðskapur heilagr- ar ritningar fól í sér lokaorð hans til sinna nánustu. Hughreysting við aðskilnaðinn hér á jörðu, samfara öruggri vissu um endurfundi í náð- arfaðmi almættisins. Sú vissa mun verða styrkur Sigríðar mágkonu minnar og bama hennar á þessari erfiðu stundu. Margs er að minnast og margt að þakka. Sérstök alúð og elska hans við nýlátna tengdamóður verð- ur aldrei fullþökkuð. Minningamar um góðan og göf- ugan mann munu verða styrkur í sorginni og varða braut framtíðar- innar. Ragnheiður og Guðmundur Hann elsku afí okkar, Hafsteinn, er dáinn og við afabömin kveðjum .hann í dag. Við þökkum honum fyrir allar gleðistundimar sem hann gaf okkur bæði heima á Fjölló og uppi í Húsafelli. Hann nennti alltaf að leika við okkur. Elsku amma má ekki gráta þó að afí sé nú farinn, hann var svo veikur og nú líður honum vel. Guð og englamir passa nú afa okkar á himnum og ömmu Sigríði heima á Fjölló. Afabörnin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.