Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988
Minning’:
Eyþór Omar Þór-
hallsson tannlæknir
Fæddur 28. janúar 1935
Dáinn 23. nóvember 1988
„Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði kiökkur gígjustrengur brostið.“
(Tómas Guðmundsson)
Kær vinur er skyndilega kallaðut'
brott í blóma lífsins aðeins 53 ára
að aldri.
Það er erfitt að sætta sig við þá
tilhugsun að geta ekki framar setið
með honum og notið félagsskapar
hans, en fyrir nokkrum dögum hafði
Eyþór Omar, sem kvaddur er í dag
hinstu kveðju, verið á heimili okkar
kátur og hress að vanda.
Omar var drengur góður sem var
ótal margt gefið, þótt hann sjálfur
léti ávallt lítið yfir sér. Hann var
höfðingi í lund og átti auðvelt með
að koma auga á kosti samferða-
manna sinna og var ósínkur að
benda á þá með sínu yfirlætislausa
og rólega fasi. Hann hafði til að
bera skopskyn og fannst gaman af
góðlátlegu gríni. Frá honum stafaði
óvenju mikilli hlýju og manngæsku,
en samhliða var yfir honum höfð-
ingsbragur. Hann átti líka kyn tii
þess og enn í dag eru foreldrar
hans, þótt um áttræðisaldurinn séu,
glæsileg og áberandi hugguleg
'hjón.
Eyþór Ómar var fæddur í
Reykjavík, 28. janúar 1935, sonur
Þórhalls Friðfinnssonar, klæðskera-
meistara og Guðrúnar Guðlaugs-
dóttur, frá Fellskoti í Biskupstung-
um. Hann átti eina systur, Kol-
brúnu, sem er gift Erling Aspelund.
A bernsku- og æskuárum dvaldi
hann á sumrum í sveitinni hjá móð-
urbróður sínum, Þórarni bónda í
Fellskoti, þar sem hann sem dreng-
ur átti sinn eigin hest. Dvalar sinnar
þar minntist hann ætíð með gleði
og hugsaði sterkt til Biskupstungn-
anna, enda var hann ekki í rónni
nema skreppa þangað, alltaf við og
við. Þeim sem hann hafði tekið
tryggð við, brást hann ekki.
Ömar fór í menntaskóla á Laug-
arvatni og varð stúdent þaðan 1957.
Þar kynntist hann Helgu, sem var
bekkjarsystir hans og samstúdent.
Helga er norðan úr Eyjafirði, dóttir
Brynjólfs, kennara og bónda, í
Krossanesi. í mars 1959 gengu
Helga og Ómar í hjónaband og
hafði hann á orði að það hefði ver-
ið sitt mesta gæfuspor, enda leyndi
sér ekki hversu mikils hann ætíð
mat Helgu.
Arið eftir stúdentspróf innritaðist
Ómar í viðskiptafræði, en það fag
átti ekki við hann og fór hann því
næsta ár í tannlæknanám til Þýska-
lands. Hann lauk fyrrihlutaprófi í
Heidelberg, en fluttist til Kielar er
hann hafði hlotið námsstyrk, sem
borgarstjórnin þar hafði boðið til
handa Islendingi og þaðan lauk
hann síðan tannlæknaprófi. Helga
dvaldi með Ómari í Þýskalandi
bæði í Heidelberg og Kiel og þar
undu þau hag sínum vel. I þá daga
var ekki eins auðvelt að fá námslán
og nú, en þar sem þau voru komin
með böm varð Helga að vera hér
heima um nokkurt skeið og vann
sem meinatæknir á Rannsóknar-
stofu Háskólans.
Eftir heimkomuna gerðist Ómar
fljótlega skólatannlæknir og var í
hálfu stárfi lengst af í Fossvogs-
skóla, en rak sína eigin stofu í
Kópavogi samhliða. Voru þeir hlið
við hlið með stofurnar sínar og sam-
eiginlega biðstofu Úlfar Helgason,
tannlæknir og nefndi Ómar oft
hversu honum likaði Vel það sam-
starf.
Ómar var einkar samviskusamur,
flínkur og góður tannlæknir, en
auðvelt er að skilja að viðskipta-
fræðin ætti ekki við hann, því hon-
um fannst alltaf jafn erfitt að verð-
leggja þjónustu sína og maður fann
að leiðinlegast þótti honum pen-
ingaþátturinn við starfið. Það átti
betur við hann að vinna með skóla-
börnin.
Ómar var ekki aðeins vandvirkur
tannlæknir, þannig var hann í öllu
sem hann tók sér fyrir hendur.
t
Móðir okkar,
GUÐRÚN FANNEY JÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis að Framnesvegi 15,
lést á hjúkrunardeild Heilsuverndarstöðvarinnar 29. nóvember.
Jón Ólafsson,
Viktoria Ólafsdóttir,
Jóhanna Ólafsdóttir.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
BESSI B. GÍSLASON
skipstjórl,
Hringbraut 57,
Hafnarfiröi,
andaðist á Sólvangi miðvikudaginn 30. nóvember 1988.
Lilja Eyjólfsdóttir
og börn.
t
Jarðarför móður minnar,
GUÐBJARGAR JÓNU ÞORGRÍMSDÓTTUR,
Hópi, Eyrarbakka,
ferfram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00.
Gísli Sigurðsson.
Lokað
vegna útfarar HAFSTEINS BALDVINSSONAR HRL.
Fasteignamiðlun,
Húsi Verzlunarinnar.
Hann hafði mikið yndi af veiðiskap,
bæði silungs- og laxveiði. En það
var ekki síst útivistin sem heillaði
hann og helst vildi hann alltaf hafa
Helgu sina með. Þau voru líka ein-
staklega dugleg að ferðast og fara
saman í göngutúra, upp um holt
og hæðir, og hin síðari ár höfðu
þau ávallt með sér litla snotra hund-
inn, sem Ómar hafði sérstakt yndi
af og sinnti af alúð.
Fáum árum eftir heimkomuna
frá Þýskalandi festu Helga og
Ómar kaup á íbúð að Tjarnarbóli
og hafa búið þar síðan. Þau eignuð-
usf þtjú mannvænleg börn. Elstur
er Þórhallur f. 1959, nú við doktors-
nám í málvísindum við Cornell há-
skóla í Bandaríkjunum. Hann er
kvæntur Rósu Gísladóttur, mynd-
listarkonu. Þá er Guðrún f. 1963,
er hún við nám í Kennaraháskóla
íslands. Hennar sambýlismaður er
Pétur Arthúrsson og eiga þau
tveggja mánaða dóttur. Yngstur er
Ragnar f. 1965 einnig við nám í
Kennaraháskóla Islands.
Helga og Ómar voru miklir félag-
ar og vörðu helst öllum frístundum
saman, voru heimakær, kunnu að
njóta hlutanna saman og hafa það
notalegt, lifa lífinu. A heimili þeirra
ríkti mikil gestrisni, sannur og hlýr
andi og því var ávallt gott þau heim
að sækja og maður fór ánægðari
og ríkari af þeirra fundi.
Missir og söknuður okkar allra
er mikill. Við vottum öldruðum for-
eldrum hans og einkasystur inni-
lega samúð. Sárastur er söknuður
ykkar elsku Helga, Tolli, Guðrún
og Raggi, en við vitum að þið stand-
ið öll saman og getið með tímanum
styrkt hvert annað við fallegan
minningasjóð um góðan dreng, sem
var stoltur af ykkur öllum.
Áslaug og Jóhann
Það er skammt stórra högga í
milli í Fellskotsættinni þessa dag-
apa.
Með tveggja mánaða millibili
hafa fallið frá tveir af máttarstólp-
um hennar, fyrst Eiríkur Guðlaugs-
son, tengdafaðir minn, þann 20.
september sl. og nú systursonur
hans og perluvinur, Eyþór Ómar
Þórhallsson, tannlæknir.
Eyþór Ómar eða Ómar eins og
hann var jafnan kallaður innan fjöl-
skyldunnar var fæddur 28. janúar
1935 og var því tæpra 54ra ára er
hann lést úr hjartaslagi að kvöldi
fímmtudags 24. nóvember sl.
Ómar var fyrsti einstakíingurinn
sem ég kynntist, sem átti ættir að
rekja til Fellskots í Biskupstungum.
Sá næsti var konan mín og svo
komu þeir í stórum hópum. Fundum
okkar Ómars bar saman á Laugar-
vatni árið 1956, en Þörarinn bróðir
minn og Ómar voru bekkjarbræður
í síðasta bekk menntaskólans. Eg
var þá í landsprófsbekk héraðsskól-
ans, alveg skelfilega ómerkilegur
við hliðina á menntaskólastrákun-
um. Það hafði komið pakki með
rútunni til okkar bræðra með ýmiss
konar góðgæti úr foreldrahúsum
og ég brá mér upp í menntaskóla
til að deila góðgætinu með Þórarni
bróður mínum. I einu rúmi í her-
bergi Þórarins lá maður nokkur og
svaf á maganum alveg ótrúlega
værum svefni. Þetta er Ómar svefn-
maður, sagði Þórarinn og stjakaði
við hinum sofandi manni án nokk-
urs sýnilegs árangurs. En við
Þórarinn Hjartar-
son - Minning
Fæddur4.júlí 1911
Dáinn 24. nóvember 1988
Föstudaginn 2. desember verður
Þórarinn Hjartarson, Seljahlíð 29
Reykjavík, er lést á Landakotsspít-
ala 24. nóvember sl., borinn til graf-
ar.
Þórarinn var fæddur 4. júlí 1911
á Suður-Bár í Grundarfirði. Foreldr-
ar hans voru hjónin Sigríður Páls-
dóttir, ættuð úr Miklaholtshreppi
og Hjörtur Gíslason frá Tröð í
Breiðuvík, Snæfellsnesi, er þá
bjuggu á Suður-Bár. Þau eignuðust
8 syni og eina dóttur, en er Sigríð-
ur gekk með yngsta barnið, árið
1913, varð Hjörtur bráðkvaddur.
Elsti sonurinn Gísli var þá undir
fermingu að aldri, en Þórarinn, sem
nú er kvaddur, var kominn á annað
ár ásamt tvíburabróður sínum Pétri.
Húsfreyjan varð því að treysta á
eigin mátt og elstu barna sinna að
framfleyta heimilinu, því ekki þótti
þá við hæfi að almenningur veitti
nema takmarkaða aðstoð bjargar-
litlu fólki. Ekkjan barðist við búskap
eins lengi og stætt var, en flutti
síðar suður að Hellnum undir Jökli
með barnahópinn. Strax og kraftar
leyfðu, tóku bræðumir þátt í gamal-
grónu athafnalífi af lífí og sál við
sjósókn og búskap og urðu snemma
þekktir af vaskleik í öllum störfum.
Síðan fluttist öll fjölskyldan á Hell-
issand. Þórarinn helgaði sig aðal-
lega sjósókn og starfaði allt fram
að fertugsaldri á ýnisum bátum og
fiskiskipum sunnanlands, á Vest-
fjörðum og á síld fyrir Norðurlhndi.
Um, 1940 settist Þórarinn að í
Reykjavík og hinn 12. nóvember
1943 kvæntist hann Guðleifu Jóns-
dóttur, f. 16. nóvember 1914 í
Krossadal í Tálknafirði, er nú lifír
mann sinn.
Þórarinn hafði þá hætt sjó-
mennsku og vann jafnan frá þeim
tíma hjá opinberum fyrirtækjum í
Reykjavík, Hitaveitu Reykjavíkur,
Landssmiðjunni og Vatnsveitu
Reykjavíkur.
Fyrstu árin leigðu Guðleif og
Þórarinn íbúðir við Bergþórugötu
og Laugateig, en upp úr 1950 hófu
þau byggingu á eigin húsi á Soga-
vegi 96 í Reykjavík. Þótt lítil efni
væru fyrir hendi til stórra fram-
kvæmda, fleytti einlægur vilji og
samhugur þeirra að veita bömum
sínum traust skjól áfram verkinu
og árið 1953 fluttu þau í nýbygg-
inguna. Húsið bar eigendunum gott
vitni, því allt var þar snoturlega
unnið. Síðar bætti Þórarinn við
bílskúr og græddi upp fallegan
garð.
Þórarinn var fríður sýnum, all
þrekinn en samsvaraði sér vel og
hafði stillilegt fas. Hann var félags-
lyndur og mat stéttarfélag sitt og
samhjálparfélög almennings mikið,
en mat jafnframt framtakssemi ein-
staklinga er beindist að sjálfsbjarg-
arviðleitni og almenningsheill.
Hann var hreinskiptinn og hafði
ímugust á yfirborðsmennsku og
ásælni í annars garð var honum
þyrnir í augum, enda sjálfur laus
við brigð. Hvert verk sem hann
vann, vann hann af alúð og sam-
viskusemi.
Þórarinn naut þess að hafa sam-
neyti við kunningja og vini og heim-
sótti þá jafnan reglulega. Hann var
allstaðar aufúsugestur, snyrtilegur
og oftast prúðbúinn utan starfa.
Fyndni í tali var honum eðlislæg
og þegar hann vildi það við hafa
gátu hinir alvarlegustu atburðir í
frásögn hans orðið að kímnisögum.
Fyrir giftingu átti Þórarinn son-
inn Hjört. Börn Þórarins og Guðieif-
ar eru Ingibjörg Kolbnin, f. 19.
desember 1943. Maki hennar er
nokkrar endurteknar stjakanir reis
Omar upp við dogg með koddafarið
á kinninni og óstýrilátt hárið klesst
upp í einhvern óskiljanlega þríhyrn-
ing. „Er þetta frerið?" spurði Ómar
og benti á mig. Meðal bekkjarsystk-
ina Þórarins gekk ég undir nafninu
„le frére“ eða bróðirinn á frönsku,
sem fljótlega var snarað yfir í „frer-
ið“. Brátt dreif að fleiri af bekkjar-
systkinum Þórarins til að skoða
„frerið" og í þeim hópi var há og
grannvaxin stúlka, sem brosti út
að eyrum og aftur til baka. Hér var
komin Helga, síðar eiginkona Óm-
ars. Saman voru þau eins og tvö
erindi í fallegu gáskafullu ljóði.
Þótt kynni okkar Ómars og
Helgu væru einkum bundin við
stopular ferðir mínar upp í mennta- ’
skóla, veturinn ’56—’57 og svo síðar
í fjölskyldusamkomum Fellskots-
ættarinnar, þá voru þau ævinlega
nálægri en flestir aðrir sem svipað
var ástatt um. Ég hygg að þar
hafí ráðið einstakur hlýleiki þeirra
beggja.
Ömar var einskonar mannlegur
miðstöðvarketill af gömlu gerðinni.
Þannig var það í fjölskylduveislun-
um, að konurnar þurftu að faðma
hann og kyssa meir en aðra menn
og var það af verðleikum.
Að loknu stúdentsprófi héldu
Ómar og Helga til Þýskalands, þar
sem Ómar stundaði nám í tann-
lækningum við Háskólann í Heidel-
berg, þessum rómantíska há-
skólabæ.
Nafnið Heidelberg dregur fram
ljúfar minningar hjá öllum þeim,
sem létu Maríó Lanza skafa innan
hlustirnar á sér í söngvamyndinni
„Alt Heidelberg" eða stúdenta-
prinsinum, sem sýnd var í Gamla
bíói á sjötta áratugnum. Borgin
stendur við bakka Neckarfljóts i
Baden-Wúrtemberg við rætur Kön-
ingstúhl-fjalls. Háskólinn er sá
þriðji elsti í Þýskalandi, stofnaður
1386. Frægasti staðurinn í Heidel-
berg er höllin Jettenbúhl og undir
einum hallarhlutanum, sem heitir
Friedrichsbau er frægasta ölker í
heimi „Das Grosse Fass“, sem rúm-
ar 221.726 lítra _af öli. Ég dreg
ekki í efa að ef Ómar hefði mátt
Þorvaldur Kjartansson, bifvélavirki.
Þau eiga 4 börn. Hrefna, f. 2. febrú-
ar 1947, áður gift Gísla Blöndal
framkvæmdastjóra frá Seyðisfirði.
Þau eiga 3 börn, og Viðar, strætis-
vagnastjóri, f. 21. apríl 1951, maki
Alda Pálmadóttir og eiga þau tvær
dætur.
Síðari hluta ævinnar var Þórar-
inn heilsutæpur, og árið 1986, á
75. aldursári hans, seldu hjónin hús
sitt á Sogavegi 96 og keyptu íbúð
tvíbýlishúsi í þjónustuíbúðunum við
Seljahlíð í Reykjavík. Þá höfðu veik-
indi Þórarins ágerst svo, að hann
þurfti annað slagið að fara á sjúkra-
hús. Hugur hans var þó jafnán við
heimili þeirra hjóna, enda var hann
þar undir verhdarvæng Guðleifar
konu sinnar. En örlögin verða ekki
umflúin og sjúkdómurinn bar alla.
von ofurliði. Meinsemd í lungum
varð honum að aldurt.ila.
Að síðustu viljum við hjónin
þakka Guðleifu og Þórarni fyrir
langa og kærleiksríka vináttu. Kona
mín, Guðlaug Einarsdóttir, fóstur-
systir Guðleifar, dvaldi á ung-
dómsárum sínum mikið hjá þeim
og naut þá góðvildar þeirra og
umhyggju sem væri hún í foreldra-
húsum. Við sendum Guðleifu, börn-
um þeirra og öðrum venslamönnum
innilegar samúðarkveðjur.
Sigurjón Davíðsson