Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ PILTA U-18 Átján strákar í jólaferð til ísraels „Góður undirbúningurfyrir landsleiki sumarsins," segir Lárus Loftsson þjálfari íslenska liðsins „ÞETTA árlega mót í ísrael er sterkt og llð sækjast eftir að taka þátt. Okkur er nú boðið annað árið í röð og kemur það sór vel því mótið er góður undirbúningur fyrir landsleiki sumarsins í þess- um aldursflokki," sagði Lárus Loftsson, þjálfari landsliðs pilta í knattspyrnu U-18, að- spurður um alþjóðlegt mót, sem fram fer í ísrael um ára- mótin. i Ívikuhni var dregið í riðla í keppninni, sem fer fram 27. desembej’ til 3. janúar. Ísland er í b-riðli með Liechtenstein, Rúm- eníu, Portúgal, írlandi og b-liði heimamanna. I a-riðli eru Ung- verjaland, Sviss, Pólland, Malta, Sv$jóð og ísrael. „Flest liðin eru mjög sterk, en við erum sennilega á svipuðu róli og Liechtenstein og ísrael B. íslenska liðið stóð sig vel i fyrra, en nú teflum við fram mun yngra liði og má nefna að fimm ieikmenn í hópnum voru í drengjalandsliðinu í sumar," sagði Lárus. Liðið, sem leikur fimm leiki í EM næsta sumar, hefur æft fimm sinnum vikulega að undanförnu en vegna prófa falla æfingar að mestu niður fyrstu tvær vikurnar í desember. Þeirfara Eftirtaldir 18 piltar eru þegar í hópnum: Vilhjálmur Vilhjálms- son, Ríkharður Daðason, Vilberg Sverrisson, Þorsteinn Bender og Steinar Guðgeirsson úr Fram, Skagamennimir Sigurður Sigur- steinsson, Bjarki Gunnlaugsson, Lárus Orri Sigurðsson og Amar Gunnlaugsson, Amar Grétarsson, Halldór Kjartansson og J. Ásgeir Baldurs. frá UBK, Þórhallur Jó- hannesson, Fylki, Ólafur Péturs- son, ÍBK, Nökkvi Sveinsson, Tý Vestmannaeyjum, Ásmundur Arnarson, Völsungi, Þráinn Har- aldsson, Þrótti Neskaupstað, Axel Vatnsdal, Þór Akureyri. Nú eru komnar nýjar Búrfellsvörur á markaðinn: Álegg, beikon, bjúgu, kœfa, kjöt fars og svínahamborgarhryggur. Allt góðar vörur á góðu verði. Dœmi um verð: Búrfellsskinka 999 kr./kg. Búrfellsbeikon 829 kr./kg. Búrfellsbjúgu 348 kr./kg. KNATTSPYRNA HM á Ítalíu 1990: Úrslita- leikur- innfer framí Róm ALÞJÓÐA Knattspyrnusam- bandið lét frá sér fara í vik- unni, að þrátt fyrir fyrirsjáan- lega erfiðleika með fram- kvæmdir á meginknattspyrnu- völlum Rómarog Torínó, myndi verða leikið á þeim í loka- keppni HM í knattspyrnu árið 1990. Það var ekki nóg með að grænt ljós væri gefið á umrædda leik- vanga, heldur tilkynnti FIFA í leið- inni, að sjálfur úrslitaleikurinn yrði leikinn á Rómarleikvanginum, svo pg einn leikur í íjórðungsúrslitum. I Torinó er verið að byggja nýjan leikvang í tilefni keppninnar, en þar mun annar leikur undanúrslitanna fara fram, en hinn í Napólí. Taugatitringurinn bytjaði er verktakar vöktu athygli skipuleggj- enda mótsins á því að vinna við leikvangana gengi hægt af ýmsum orsökum. Varð það til þess að fre- stað var í nokkra mánuði að til- kynna hvar einstakir leikir færu fram. Nú er fresturinn uppurinn og eftir að fulltrúar FIFA höfðu litið á stöðuna var sýnt að verkið stæð- ist áætlun. Fyrsti leikurinn fer fram í Mílanó 8. júní 1990 og er Ijóst að annað liðanna verður ríkjandi heimsmeist- ari, Argentína. Mótherjinn verður ekki kunnur fyrr en að lokinn und- ankeppninni og riðladrætti. Heims- meistaramir leika hina leikina sína tvo í riðlakeppninni í Napólí, en þess má geta, að gestgjafarnir ít- alía leika alla leiki sína á því stigi í Róm. Auk Rómar, verða leikir í fjórðungsúrslitum í Flórens, Napólí og Mílanó, en leikurinn um bronsið fer fram í Bari. Leikir í 2. umferð fara hins vegar fram í Róm, Nap- ólí, Bari, Torínó, Genúa, Mílanó, Bolognia og Verona. Ikvöld Það verður ekki mikið að ger- ast í íþróttum í kvöld. Einn leikur verður leikinn í 1. deild- arkeppni kvenna. Þór og Víkingur leika kl. 20 á Akur- eyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.