Morgunblaðið - 02.12.1988, Page 56

Morgunblaðið - 02.12.1988, Page 56
56 MORGUNBLAÐE) IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ PILTA U-18 Átján strákar í jólaferð til ísraels „Góður undirbúningurfyrir landsleiki sumarsins," segir Lárus Loftsson þjálfari íslenska liðsins „ÞETTA árlega mót í ísrael er sterkt og llð sækjast eftir að taka þátt. Okkur er nú boðið annað árið í röð og kemur það sór vel því mótið er góður undirbúningur fyrir landsleiki sumarsins í þess- um aldursflokki," sagði Lárus Loftsson, þjálfari landsliðs pilta í knattspyrnu U-18, að- spurður um alþjóðlegt mót, sem fram fer í ísrael um ára- mótin. i Ívikuhni var dregið í riðla í keppninni, sem fer fram 27. desembej’ til 3. janúar. Ísland er í b-riðli með Liechtenstein, Rúm- eníu, Portúgal, írlandi og b-liði heimamanna. I a-riðli eru Ung- verjaland, Sviss, Pólland, Malta, Sv$jóð og ísrael. „Flest liðin eru mjög sterk, en við erum sennilega á svipuðu róli og Liechtenstein og ísrael B. íslenska liðið stóð sig vel i fyrra, en nú teflum við fram mun yngra liði og má nefna að fimm ieikmenn í hópnum voru í drengjalandsliðinu í sumar," sagði Lárus. Liðið, sem leikur fimm leiki í EM næsta sumar, hefur æft fimm sinnum vikulega að undanförnu en vegna prófa falla æfingar að mestu niður fyrstu tvær vikurnar í desember. Þeirfara Eftirtaldir 18 piltar eru þegar í hópnum: Vilhjálmur Vilhjálms- son, Ríkharður Daðason, Vilberg Sverrisson, Þorsteinn Bender og Steinar Guðgeirsson úr Fram, Skagamennimir Sigurður Sigur- steinsson, Bjarki Gunnlaugsson, Lárus Orri Sigurðsson og Amar Gunnlaugsson, Amar Grétarsson, Halldór Kjartansson og J. Ásgeir Baldurs. frá UBK, Þórhallur Jó- hannesson, Fylki, Ólafur Péturs- son, ÍBK, Nökkvi Sveinsson, Tý Vestmannaeyjum, Ásmundur Arnarson, Völsungi, Þráinn Har- aldsson, Þrótti Neskaupstað, Axel Vatnsdal, Þór Akureyri. Nú eru komnar nýjar Búrfellsvörur á markaðinn: Álegg, beikon, bjúgu, kœfa, kjöt fars og svínahamborgarhryggur. Allt góðar vörur á góðu verði. Dœmi um verð: Búrfellsskinka 999 kr./kg. Búrfellsbeikon 829 kr./kg. Búrfellsbjúgu 348 kr./kg. KNATTSPYRNA HM á Ítalíu 1990: Úrslita- leikur- innfer framí Róm ALÞJÓÐA Knattspyrnusam- bandið lét frá sér fara í vik- unni, að þrátt fyrir fyrirsjáan- lega erfiðleika með fram- kvæmdir á meginknattspyrnu- völlum Rómarog Torínó, myndi verða leikið á þeim í loka- keppni HM í knattspyrnu árið 1990. Það var ekki nóg með að grænt ljós væri gefið á umrædda leik- vanga, heldur tilkynnti FIFA í leið- inni, að sjálfur úrslitaleikurinn yrði leikinn á Rómarleikvanginum, svo pg einn leikur í íjórðungsúrslitum. I Torinó er verið að byggja nýjan leikvang í tilefni keppninnar, en þar mun annar leikur undanúrslitanna fara fram, en hinn í Napólí. Taugatitringurinn bytjaði er verktakar vöktu athygli skipuleggj- enda mótsins á því að vinna við leikvangana gengi hægt af ýmsum orsökum. Varð það til þess að fre- stað var í nokkra mánuði að til- kynna hvar einstakir leikir færu fram. Nú er fresturinn uppurinn og eftir að fulltrúar FIFA höfðu litið á stöðuna var sýnt að verkið stæð- ist áætlun. Fyrsti leikurinn fer fram í Mílanó 8. júní 1990 og er Ijóst að annað liðanna verður ríkjandi heimsmeist- ari, Argentína. Mótherjinn verður ekki kunnur fyrr en að lokinn und- ankeppninni og riðladrætti. Heims- meistaramir leika hina leikina sína tvo í riðlakeppninni í Napólí, en þess má geta, að gestgjafarnir ít- alía leika alla leiki sína á því stigi í Róm. Auk Rómar, verða leikir í fjórðungsúrslitum í Flórens, Napólí og Mílanó, en leikurinn um bronsið fer fram í Bari. Leikir í 2. umferð fara hins vegar fram í Róm, Nap- ólí, Bari, Torínó, Genúa, Mílanó, Bolognia og Verona. Ikvöld Það verður ekki mikið að ger- ast í íþróttum í kvöld. Einn leikur verður leikinn í 1. deild- arkeppni kvenna. Þór og Víkingur leika kl. 20 á Akur- eyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.