Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988
46
Minning:
Hafsteinn Baldvinsson
hæstaréttarlögmaður
Fæddur 24. apríl 1927
Dáinn 23. nóvember 1988
Þegar góðir vinir kveðja, reikar
hugurinn gjaman til gömlu dag-
anna. Það hafa margar ánægjuleg-
ar endurminningar komið upp í
huga minn, þá daga sem liðnir eru
síðan ég frétti andlát vinar míns,
Hafsteins Baldvinssonar.
Kynni okkar Hafsteins hófust
ekki fyrr en eftir að við höfðum
báðir lokið stúdentsprófi. Hann var
við laganám í Háskólanum og ég
um það bil að hefja störf við at-
vinnurekstur. Áður en við kynnt-
umst höfðum við eignast sama
mahn að einum okkar besta vini,
Eyjólf Konráð, en þeir Hafsteinn
bjuggu saman í fbúð hans í
Blönduhlíð 2. Nokkru sfðar flutt-
umst við hjónin í hús íjölskyldu
þessa sameiginlega vinar okkar.
Þannig vorum við Hafsteinn um
skeið einskonar fullorðin tökuböm
í fjölskyldu Jóns Eyjólfssonar. Sú
samvera varð okkur báðum til mik-
illar gleði og gæfu.
Á þessum árum myndaðist ákaf-
lega þéttur vinahópur 10—20
stráka á mesta umbrotaaldri, og
þóttumst við vera orðnir fullorðnir.
Kjaminn í hópnum voru skólabræð-
ur úr Verzlunarskólanum, en
nokkrir komnir úr öðrum skólum
fengu inngöngu, ef þeir töldust til
úrvalsmanna. Hafsteinn var einn
þeirra. Hópurinn hafði óteljandi
áhugamál, og ekkert undir sólinni
var okkur óviðkomandi. Það má
segja að þrennt hafí verið, sem nú
er kallað forgangsverkefni: í fyrsta
lagi pólitík, en þá bakteríu höfðum
við flestir gengið með lengi, í öðm
lagi önnur félagsmál, einkum í
Háskólanum. Síðast en ekki síst
fómm við að stofna ný fyrirtæki
og bjástra í atvinnurekstri.
Höfuðstöðvar hópsins vom í íbúð
Eykons, þangað flutti Hafsteinn
þegar foreldrar hans dóu. Þó að
hann væri með okkur í bakvarða-
sveitinni átti hann eftir að gegna
mikilvægum pólitiskum stöðum,
sem forsvarsmaður í tvennum stór-
um samtökum í atvinnulífinu og
síðar bæjarstjóri í heimabæ sínum
Hafnarfírði. Hafsteinn taldi pólitík
aldrei til helstu áhugamála, þó hafði
hann mjög margt til bmnns að bera
á því sviði. Hann var mjög virtur
málflutningsmaður og hafði því
mikla hæfíleika til að meta menn
og málefni hlutlaust og yfírvegað,
hann hafði einstaklega góða skap-
gerð, lagði gott til mála, flutti mál
sitt skipulega og af mikilli kurteisi,
en var fastur fyrir og einarður þeg-
ar á þurfti að halda.
Hafsteinn var í eldri kantinum í
vinahópnum, enda valdist hann
fyrstur til forystustarfa. Hann varð
formaður Órators, félags laganema,
og virtur sem og virkur í ýmsu fé-
lagsstarfí stúdenta. Hæfileikar
hans til félagsstarfa vom miklir,
en auk þess sló hann okkur öllum
við í menningu og listum. Ég hygg
að tónlist hafí verið honum kæmst,
hann spilaði ágætlega á píanó, en
hans söngrödd var slík að ekki
gleymist þeim sem heyrðu, þegar
hann hóf söng á stúdentasamkom-
um, sem við stunduðum allmikið á
þessum ámm, þá litu menn við í
salnum. Hafsteinn var líka mikill
leikari.
Við skemmtum okkur mikið sam-
an á þessum ámm og að sjálfsögðu
krydduðum við tilvemna með sam-
neyti við ungar og fallegar konur.
Flestir í hópnum kynntust sínum
lífsfomnautum á þessum ámm,
einnig Hafsteinn og Sigríður. Þetta
urðu allt mjög farsæl hjónabönd.
Það vill oft verða að góður vinahóp-
ur frá skóla- og æskuámm tvístrast
þegar „alvara lífsins", hjónaband
og ævistarf taka við, svo varð ekki
um þennan hóp, konumar okkar
urðu félagar og vinir sem studdu
okkur með ráðum og dáð, til að svo
megi verða verður vinátta, traust
og virðing að vera afar góð.
Hópurinn hélt saman og ráðist
var í ný verkefni. Við ákváðum að
taka þátt í heillandi atvinnugrein á
Islandi, þjónustu við ferðamenn.
Við stofnuðum Naustið 1954 og
Nausthópurinn stóð þétt saman.
Hafsteinn hafði þá hafíð störf hjá
Landssambandi íslenskra útvegs-
manna, hann hafði kynnst alvöru
atvinnurekstrar og hreifst af verk-
efnunum.
Ég Iýk þessum orðum mínum
með því að nefna hvað vinur minn
Hafsteinn mat mest. Haddi var
mikill atorkumaður, en hann mat
fjölskylduna mest.
Elsku Diddí, við höfum bæði
mætt mikilli sorg, við að missa
okkar kærustu ástvini, en við eigum
svo margar fallegar minningar um
mikla gleði. Guð blessi og styrki
þig og þina fjölskyldu.
Ágúst Hafberg
Það þarf stóra menn til að ganga
litlum drengjum í föðurstað. Haf-
steinn Baldvinsson var stór maður
og þekki ég engan stærri. í dag
kveð ég fóstra minn og bömin mín
litlu afa sinn. Og móðir mín kveður
elskaðan eiginmanninn.
Það var stór dagur í lífí okkar
mömmu þegar Hafsteinn Baldvins-
son kom á sínum tíma. Hamingju-
dagur. Glaðværð og ást og um-
hyggja. Hann eignaðist það besta
sem ég átti og sjálfur fékk ég fulla
hlutdeild í honum sjálfum. Ævi-
langt. Og seinna fæddust bömin í
faðm á glöðum afa.
Það er stór stund kveðjustundin
og að lokum ríkir söknuður ofar
gleðinni um stund. En á sjúkrabeði
herðum við upp hugann yfír tárin
og þökkum fyrir bjartan himinfrið-
inn. Því áður var sagt á öðmm stað
í okkar hópi:
Engin æðarslög tíð,
engin andvarpan stríð
þig ónáða lengur né svefninum slíta.
Og fegin kveðjum við nú fóstra
minn við djúpan himnasvefninn uns- .
sjálfur drottinn signir allan hópinn
aftur hinum megin.
Ásgeir Hannes
Hafsteinn Baldvinsson var ekki
aðeins minn uppáhaldsfrændi.
Hann var líka traustur vinur sem
kenndi mér margt. Ég man fyrst
eftir Hadda úr Blönduhlíðinni, þar
sem við bjuggum í sama húsi, hann
og Eykon á fyrstu hæðinni og við
í risinu. Það var alltaf gaman að
heímsækja þá vinina, því þar var
alltaf eitthvað um að vera og mér
var alltaf vel tekið þegar ég sem
lítill drengur heimsótti þá á leiðinni
til afa, sem var í miklu uppáhaldi.
Alltaf var Haddi í góðu skapi og
alltaf fann hann uppá einhveiju
skernmtilegu sem gladdi okkur öll,
börn sem fullorðna. Þegar hann
kom upp til okkar tók hann stund-
um lagið á píanóið og söng með á
sinn einstæða hátt með djúpri, fag-
urri rödd. Uppáhaldslagið á þessum
tíma var Litla flugan hans Sigfús-
ar, sem hann lék og söng fyrir okk-
ur oft og mörgum sinnum. Meira
að segja kenndi hann mér, drengn-
um, að spila lagið með einum fíngri.
Þegar við Björgvin unnum saman
ásamt Gunnari Þórðarsyni við upp-
tökur á þessu fallega lagi þá rifjuð-
ust upp margar góðar og glaðar
stundir.
Ég átti því láni að fagna að eiga
með Hadda og Diddý góða stund á
ferðalagi fyrr á þessu ári, þar sem
við gátum enn rifjað upp ánægju-
stundir liðinna ára. Ekki var þá að
sjá að þar færi veikur maður, þótt
ég hafi fengið á tilfinninguna þar
að hann vissi hvert stefndi. Hann
lét ekki nokkurn mann fínna að svo
væri. Haddi var einstaklegur næm-
ur maður sem bar mikla virðingu
fyrir lífínu og tilgangi þess, enda
er vandfundinn sá maður sem ekki
naut samvista við hann.
Hafstéinn kenndi okkur öllum að
lifa lífinu lifandi, að samgleðjast
öðrum og láta gott af sér leiða. Að
bera umhyggju fyrir öllum, háum
sem lágum, og að hafa framtíðarsýn
var hans leiðarljós. Hafsteinn Bald-
vinsson hafði meiri áhrif á mig og
mitt líf en ég hef gert mér grein
fyrir. Ég á því aðeins unaðslegar
minningar um þennan elskulega
föðurbróður minn. Blessuð sé minn-
ing hans.
Elsku Sigríður og fjölskylda,
ykkur votta ég mína dýpstu samúð.
Baldvin Jónsson
Það var bjartur sólskinsdagur
þegar við nýstúdentamir í MA
kvöddum skólann okkar með hvíta
kollana 17. júní 1948. Miklum
áfanga var náð. Framundan var
lífíð með glæstum fyrirheitum, og
hafí einhveiju okkar orðið á að
hugsa til þess að lífinu gætu líka
fylgt erfíðleikar, voru þeir léttvægir
fundnir.
I þessum hópi vorum við Haf-
steinn Baldvinsson og höfðum þá
fylgst að í þeim ágæta skóla frá því
í þriðja bekk veturinn 1944—45.
Hafsteinn ólst upp í Hafnarfirði og
eftir nám þar innritaðist hann í
MA. Fyrsta veturinn leigði hann
herbergi hjá þeim hjónum Hauki
Snorrasyni, ritstjóra, og Else
frænku minni, sem nú er nýlátin.
Ég var heimagangur hjá þeirri fjöl-
skyldu og því urðu kynni okkar
Hafsteins skjótari en annars hefði
kannske orðið. Við settumst báðir
í máladeild og urðum herbergis-
félagar í heimavist MA í gamla
skólahúsinu á Suðurvistum.
I minningunni eru menntaskóla-
árin nánast óslitinn gleðitími sem
sjaldan bar skugga á. Auðvitað var
námið ekki alltaf skemmtilegt, en
skólaandinn, samveran og þau bönd
vináttu og kunningsskapar, sem þá
voru bundin, hafa stöðugt varpað
glæstum ljóma á þessi námsár. Þar
átti Hafsteinn ákaflega dijúgan
hlut að máli.
Það kom fljótt í ljós hvílíkur feng-
ur það var okkur öllum, þegar hann
bættist í hóp okkar þriðju bekk-
inga. Hann tók þegar þátt í fé-
lagslífí bekkjarins og raunar skól-
ans alls. Söngur hans og glaðværð
hljómar enn í eyrum okkar og alls
staðar var hann hrókur alls fagnað-
ar. Hann varð fremstur í hópi
þeirra, sem færðu upp leiksýningar
í skólanum og lék ýmis hlutverk.
Ofarlega er mér í minni frábær
frammistaða hans í gamanleikritinu
„Saklausi svallarinn“, þar sem hann
fór með eitt aðalhlutverkið. í íþrótt-
um skaraði hann fram úr á flestum
sviðum og þótti ómissandi í liði
skólans í handknattleik og blaki.
Námsmaður var hann ágætur, lagði
alúð við hvaðeina, sem hann tók
sér fyrir hendur og naut einstakra
vinsælda nemenda og kennara. í
okkar bekk þótti engum ráðum vel
ráðið nema Hafsteinn kæmi þar við
sögu.
Haustið 1948 skráðum við okkur
báðir í lagadeild Háskóla íslands,
fylgdumst að í því námi og lukum
prófí í september 1953. Á þeim
árum tókum við að líta lífið nokkru
alvarlegri augum en í menntaskól-
anum. Áhuginn jókst enn á félags-
málum og þátttöku í stjórnmálum.
Hafsteinn var atorkusamur í fé-
lagslífí laganema, var í stjórn Orat-
ors um nokkurt skeið og formaður
félagsins veturinn 1951—52. Hon-
um féll laganámið vel í geð og
stundaði það af áhuga.
Svo vildi til að um það leyti sem
við vorum að Ijúka laganáminu var
ný reglugerð að taka gildi um það
og tilhögun prófa í þeirri grein.
Hlutfallslega margir laganemar
luku því prófí árin 1953 og 1954
og þáverandi málflutningsmönnum
leist ekki nógu vel á, að allur þessi
fyöldi nýútskrifaðra lögfræðinga
hópaðist í stéttina á skömmum
tíma. Því reyndist afar erfítt að fá
heimild til að flytja í þeirra nafni
þau prófmál, sem þurfti til að öðl-
ast réttindi héraðsdómslögmanna.
Því fór svo að fæstir okkar, sem
útskrifuðumst úr lagadeild í sept.
1953, lögðu málflutningsstörf fyrir
sig á lífsleiðinni. Mér telst svo til
að Hafsteinn hafi verið sá eini af
okkur, sem varð hæstaréttarlög-
maður.
í október 1953 réðst Hafsteinn
til LIÚ, fyrst sem erindreki þess
og síðar skrifstofustjóri. Hann var
ráðinn bæjarstjóri í Hafnarfirði
1962 og gegndi því starfi með mikl-
um sóma. Hafsteini voru falin fjöl-
mörg önnur mikilsverð trúnaðar-
störf á ævinni. T.d. sat hann um
árabil í stjóm Sambands ísl. sveitar-
félaga og var formaður Álafoss hf.
í flölda ára. í Félagsdóm var hann
skipaður 1974 og var framkvæmda-
stjóri Sambands veitinga- og gisti-
húsaeigenda um langt skeið.
Lögfræðin og áhugi Hafsteins á
málflutningi knúði stöðugt dyra hjá
honum þrátt fyrir annasöm störf
hjá LÍÚ og meðan hann gegndi
starfí bæjarstjóra. Hann öðlaðist
málflutningsréttindi fyrir héraðs-
dómi í janúar 1958 og sinnti mál-
flutningsstörfum í hjáverkum, ef
svo má segja, þar til hann setti á
fót eigin málflutningsstofu 1966. í
október það ár ávann hann sér rétt-
indi sem hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsstofuna rak hann síðan
til dauðadags í félagi við eftirlifandi
eiginkonu sína, Sigriði Ásgeirs-
dóttur, hdl.
Hafsteinn naut mikils álits sem
traustur og góður málflutnings-
maður. Hann þótti fylginn sér og
rökfastur en jafnframt mjög sann-
gjarn og samvinnuþýður. Hann var
ekki gefínn fyrir málaþras eða
málaflækjur, en ef honum þótti ein-
hver órétti beittur reyndi hann af
fremsta megni að rétta hlut hans.
Hafsteinn Baldvinsson var ein-
stakur drengskaparmaður, vinfast-
ur og vinsæll. Hófsamur var hann
og hógvær í öllu sínu dagfari og
kunni best við sig með ijölskyldu
sinni. Hafsteinn kvæntist Sigríði
Ásgeirsdóttur í desember 1954. Þau
kynntust á háskólaárum Hafsteins
og má segja með sanni að sambúð
þeirra hafi verið hin besta. Þau
voru einkar samrýnd sem kom hvað
best fram í því að um það leyti sem
Hafsteinn setur á fót málflutnings-
stofu sína hóf Sigríður laganám,
m.a. til þess að geta unnið með
manni sínum. Hún lauk náminu á
stuttum tíma. Síðan rak hún stof-
una með honum af skörungsskap
og atorku.
En nú er Hafsteinn Baldvinsson
látinn langt um aldur fram og miss-
ir Sigríðar og barna þeirra og fjöl-
skyldunnar allrar er meiri en orð
fá lýst. Við samstúdentar Hafsteins
Baldvinssonar vottum Sigríði og
öllum ástvinum þeirra hjóna djúpa
samúð okkar og biðjum góðan Guð
að létta þeim þann mikla harm sem
að þeim er nú kveðinn.
Baldvin Tryggvason
Hafsteinn Baldvinsson, hrl., er
látinn, langt fyrir aldur fram.
Er ég tók mér penna í hönd tii
að rita nokkur kveðjuorð, þá rifjað-
ist upp fyrir mér hvernig vinátta
okkar hófst fyrir um 25 árum.
Hafsteinn var þá bæjarstjóri í
Hafnarfirði en ég var verklegur
framkvæmdastjóri íslenskra aðal-
verktaka, sem höfðu tekið að sér
framkvæmdir fyrir bæinn, m.a. að
breyta Reykjavíkurveginum.
Hafnarfjarðarbær hafði þá mjög
erfiða fjárhagsstöðu vegna bæjar-
útgerðarinnar og virtist það lita
mjög störf bæjarstjórans. Þar sem
um tilboðsverkefni var að ræða fór
ekki hjá því að við deildum um
ýmis framkvæmdaatriði. Það kom
brátt í ljós að Hafsteinn lét engan
bilbug á sér finna þó hann væri oft
í erfiðri aðstöðu. Hann vann skipu-
lega að lausn á hveiju máli þó hann
t
Útför
SÉRA JÓNS ÁRNA SIGURÐSSONAR
fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Grindavíkurkirkju og
Kirkju vogskirkju.
Jóna Sigurjónsdóttir,
Valborg Ó. Jónsdóttir, Börkur Þ. Arnljótsson,
Guðlaug R. Jónsdóttir, Margeir Á. Jónsson,
Árni Þ. Jónsson, Guðrún Halla Gunnarsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð viö andlát og jaröarför sonar
okkar og bróður,
HAFSTEINS MAGNÚSAR HAFSTEINSSONAR,
Yrsufelli 11,
Elín Haraldsdóttir,
Hafsteinn Ólafsson
og systkini.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö við fráfall og jaröarför móður
okkar, tengdamóöur og systur,
GUÐMUNDU ÞORGEIRSDÓTTUR,
Öldugötu 25a,
Reykjavík.
Þórdis Gunnarsdóttir,
Gunnar B. Gunnarsson,
Pétur Gunnarsson,
Sigrún Gunnarsdóttir,
Ásdís Gunnarsdóttir,
Þorgeir Gunnarsson,
Sigurjón Gunnarsson,
Guðrún Þorgeirsdóttir,
Sigríður Þorgeirsdóttir.
Guðriður Valgeirsdóttir,
Hrafnhildur Ragnarsdóttir,
Bjarni G. Bjarnason,
Guðlaugur Hermannsson,
Edda Kjartansdóttir,