Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 1
120 SIÐUR B/C 277. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Prentsmiðja Morgiinblaðsins Æðsta ráð Sovétríkjanna: Stjómarskrárbreyt- ingar samþykktar Moskvu. Reuter. UMDEILDAR tillögur til breyt- inga á stjórnarskrá Sovétríkjanna voru samþykktar í Æðsta ráðinu (þjóðþinginu) i gær með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða hinna 1.500 fulltrúa. Samþykkt var sam- hljóða að breyta kosningalögum og leyfa fleiri en einum að bjóða sig fram til þings. Fimm fulltrúar frá Lettlandi greiddu atkvæði gegn mikilvægum þætti tillagn- anna, sem m.a. kveður á um tveggja deilda þing en samanlagt 27 fúlltrúar frá Eistlandi og Lithá- en sátu hjá. Andstæðingar tillagnanna qttast að hin nýja þingskipan geti orðið til að skerða enn frekar sjálfræði ein- stakra lýðvelda innan Sovétríkjanna. Það mun vera einsdæmi í sögu Æðsta ráðsins að fulltrúar greiði atkvæði gegn Kremlarstjóm í mikil- vægu máli. Fyrir atkvæðagreiðsluna voru gerðar breytingar á upphaflegum drögum að tillögunum til að koma til móts við fulltrúa Eystrasaltsland- anna og Míkafl Gorbatsjov Sovét- leiðtogi ávarpaði fulltrúana. „Allir geta treyst því að vandamál þeirra verða leyst á grundvelli gagnkvæms skilnings og virðingar," sagði Gorb- atsjov. Bandaríkin: Askorun SÞ hafiiað SÞ. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN hafiiaði í gær áskorun allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna um að Banda- ríkjamenn veittu Yasser Arafat, leiðtoga PLO, vegabréfsáritun til að hann geti ávarpað fúnd þings- ins í New York. Allsherjarþingið hafði gefið Bandaríkjamönnum frest til kl. 5 í morgun að íslenskum tfma til að breyta þeirri ákvörðun sinni að neita Arafat um áritun. Talið er að ara- baríki muni í dag leggja fram tillögu þess efnis að þingið fundi í Sviss um málefni Palestínu svo að Arafat geti sótt fund þess. T’ASS-fréttastofan sovéska skýrði frá því að Gorbatsjov hefði átt „hrein- skilnar viðræður" við forseta Arm- eníu og Azerbajdzhans að loknum fundi Æðsta ráðsins og hefðu þeir náð samkomulagi um leiðir til að lægja öldumar í deilum þjóðanna tveggja sem fréttastofan segir hafa kostað 28 mannslíf síðustu vikur. Arfastríð í Frakklandi JyUands-Posten. FRANSKUR dómstóll hefiir verið beðinn um að skera úr um hvorum beri konungdæm- ið í Frakklandi ákveði lands- menn að taka það upp af nýju, Henri prins af Orleans eða Alfonso hertoga af Bourbon. Báðir vilja þeir heita „hertog- inn af Anjou" og ekki að ástæðulausu því að Nostrada- mus spáði því fyrir 400 árum, að hertoginn af Anjou yrði konungur Frakklands skömmu fyrir aldamótin 2000. Henri er elsti sonur greifans af París, bamabamabams Lúðvíks Filippusar, síðasta kon- ungs Frakka, en faðir hans vill hann ekki sem krónprins og hef- ur tilnefnt sonarson sinn í stað- inn. Á það vill Henri þó ekki fallast og segir, að pabbi sinn hafi ekkert með að gera sig arf- lausan. Alfonso hertogi reisir kröfu sina á því, að hann til- heyri hinni svokölluðu lögmætu grein frönsku konungsættarinn- Reuter Fagnandi stuðningsmenn Benazirs Bhuttos 1 Rawaipindi mynda sigurmerkið með fíngrunum skömmu eftir að Ghulam Ishaq Khan forseti hafði útnefnt Bhutto forsætisráðherra. Kona skipuð forsætisráðherra í Pakistan: Valdatöku Benazirs Bhuttos vel fagnað Islamabad, Washlngton. Reuter. GÍFURLEGUR fögnuður braust út meðal stuðningsmanna Benaz- irs Bhuttos er Ghulam Ishaq Khan, forseti Pakistans, útnefiidi hana forsætisráðherra landsins í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í gær. Khan sagði að Bhutto væri ung, vel menntuð, heiðarleg og kynni vel til verka, hefði mikla leiðtogahæfileika og væri staðráð- Atlantshafsbandalagið: Tillaga um evrópskt herfylki Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins, og Reuter. Varnarmálaráðherrar Atlants- hafsbandalagsins (NATO) sam- þykktu á fúndi hermálanefndar bandalagsins í gær að vinna að því öllum árum að kostnaði við vamirnar yrði skipt í samræmi við fjárhagslega getu hvers ríkis. Belgíumenn, Kanadamenn og Danir vom gagnrýndir fyrir að ná ekki þeim markmiðum sem NATO hefði sett þessum ríkjum. Jafnframt var tekið fram að sum Pressens Bild Blóðugátök íStokkhólmi Lögreglan i Stokkhólmi handtók f fyrrinótt nærri 200 manns eft- ir að til blóðugra átaka kom á mlUi svonefndra „skalla“ og and- stæðinga kynþáttamisréttis. í slagsmálunum höfðu skallarnir uppi nasísk slagorð og köstuðu táragassprengjum og púðurkerl- ingum að hinum hópnum. í Lundi sló einnig í brýnu með þessum flokkum og þar urðu 16 lögreglumenn að leita læknis- hjálpar efftir að hafa skakkað leikinn. Skallarnir vom að minn- ast þess, að 270 ár em liðin frá dauða Karls XII Svíakonungs en á honum hafa þeir hina me'stu helgi. aðildarríkjanna yrðu fyrir miklu félagslegu álagi vegna vama bandalagsins, einkum Vestur- Þjóðveijar, og sagt að erfitt væri að meta slíkt til Qár. Á fundinum lögðu Vestur-Þjóð- veijar fram tillögu um sameiginlegt, evrópskt herfylki til að styrkja varn- ir Norður-Evrópu. Líklegt er talið að Bretar, Hollendingar, Belgar og Vestur-Þjóðveijar muni standa að þessu herfylki. Jafnframt er unnið að því að koma á fót sameiginlegri herdeild til varna í Norður-Noregi. Wolfgang Altenburg, hershöfðingi og formaður hermálanefndar NATO, sagði á fréttamannafundi að sérs- takri nefnd yrði falið að meta þessar tillögur. Þær hefðu einnig verið kynntar varnarmálaráðherrum bandalagsins í gærmorgun og hefðu þeir tekið þeim vel. Altenburg sagði að líta bæri á tillöguna um evrópskt herfylki sem viljayfirlýsingu af hálfu Evrópuríkjanna um aukna ábyrgð á eigin vömum. Þorsteinn Ingólfsson, skrifstofu- stjóri vamarmálaskristofu utanríkis- ráðuneytisins, sat fund hermála- nefndarinnar. in í að þjóna alþýðunni sem hefði Iyflt henni til valda. Jafiiframt hvatti forsetinn andstæðinga Bhuttos til að starfa í anda lýðræð- is og Bhutto sjálfa til að sýna stjórnarandstöðunni virðingu. Bað hann Bhutto að ýta ekki umsvifa- laust til hliðar öllu sem fyrirrenn- ari hennar hefði gert en byggja á þvi sem vel hefði tekist. Fjöldi fólks í borginni Rawalpindi og víðar dansaði á götunum, sprengdi púðurkerlingar og barði bumbur til að láta í ljós fögnuð sinn yfir valdatöku Bhuttos sem er aðeins 35 ára gömul og því meðal yngstu þjóðarleiðtoga í heiminum. Fólkið hrópaði nafn Bhuttos og veifaði myndum af henni. Benazir Bhutto er fyrsta kona sem nær svo hátt í valdastiganum á síðari tímum í múslimaríki enda telja marg- ir strangtrúaðir úr þeirra hópi, einn- ig í Pakistan, að kona megi ekki gegna slíkri stöðu. Leita þarf aftur til 13. aldar til að finna fordæmi fyrir upphefð Bhuttos en þá náðu konur tvisvar stjómarforystu í ind- verskum ríkjum. Telja má fullvíst að andstæðingar Bhuttos muni reyna að notfæra sér reynsluleysi hennar og kynferði til hins ítrasta. Fyrirrennari Bhuttos í valdasessi í Pakistan, Zia-ul-Haq, var mikill vinur Bandaríkjanna og studdi skæruliða í Afganistan með ráðum og dáð. Bhutto hefur hins vegar ver- ið talin höll undir vinstri sjónannið en í kosningabaráttunni fyrir skemmstu bar lítið á slíku og margir stuðningsmanna hennar em hægfara miðjumenn. Ronald Reagan Banda- ríkjaforseti óskaði Bhutto í gær til hamingju með skipanina og sagði útnefninguna lofa góðu varðandi framtíð lýðræðis í Pakistan. Sjá einnig svipmynd á bls.27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.