Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Indland og Pakistan: Frakkland: Sendimenn reknir á víxl Nýju Delhi, Islamabad. Reuter. INDVERJAR vísuðu tveimur starfsmönnum pakistanska sendiráðsins í Nýju Delhi úr landi í gær fyrir að hafa verið viðriðn- ir njósnir. Pakistanar svöruðu umsvifalaust í sömu mynt. í tilkynningu indversku stjórnar- innar sagði, að Zahir-ul-Islam Ab- basi, hermálafulltrúi í pakistanska sendiráðinu, og Mohammad Ashraf Khatib, starfsmaður þess, hefðu verið teknir glóðvolgir með leynileg vamarskjöl á hóteli í Nýju Delhi eftir að hafa verið þar á fundi með indverskum vitorðsmanni. Hefði þeim verið gert að koma sér úr landi innan sólarhrings. Pakistanar biðu ekki boðanna með að gjalda líku líkt og vísuðu óðara burt tveimur indverskum sendimönnum í Isl- amabad. Pólland: Reuter Skemmtileg gleraugnasmíð Gleraugnasmiður nokkur í Munchen í Vestur-Þýskalandi efndi í gær til sýningar á mörgum þeirra gleraugnagerða, sem hann hefur látið frá sér fara um ævina en þær eru 17.000 talsins. Þær stöllumar Krístín og Úrsúla sýna hér tvö eintök og kostar annað þeirra, „Elton John“-gerðin með gítörunum, rúmar 5.000 ísl. kr. en hin, „Eldfugl- inn“, um 11.300 kr. Fólk flutt á her- bílum í vinnuna París. Frá Margéti E. Ólafsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FRANSKI herínn var kallaður til aðstoðar siðastliðinn þriðjudag, annan daginn sem samgöngur með hraðlestum til úthverfa Parísar- borgar voru algjörlega lamaðar vegna verkafalla. Á miðvikudags- morgun var íbúum úthverfanna ekið til vinnu á herbílum — þ.e.a.s. til endastöðva neðanjarðarlestanna. Það er svo sem ekkert þægilegt borgarinnar Lyon, sem þola máttu að þurfa að sitja langa leið á hörð- um bekkjum í herbíl, þar sem lítið skjól er að hafa fyrir rigningunni, sem hijáð hefur Parísarbúa undan- fama daga. En þó var það skárra en að þurfa að ganga þessa sömu- leið á tveimur jafnfljótum. Það var að minnsta kosti skoðun þeirra, sem teknir voru tali í fréttatímum sjón- varpsstöðvanna á miðvikudag. Ekki voru þó allir neitt yfír sig hrifnir af því, að gripið var til þess- arar bráðabirgðalausnar í sam- göngumálum Parísarbúa. íbúar Walesa vann sjonvarpskapp- ræður við fulltrúa stíómarinnar Varsjá. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi hinna óháðu verkalýðsfélaga í Póllandi, Sam- stöðu, bar sigurorð af Alfred Miodowicz, formanni hinna opinberu verkalýðsfélaga, er þeir mættust í sjónvarpskappræðum i lyrra- kvöld. Þegar Walesa kom til Gdansk í gær var honum fagnað sem þjóðhetju. Rigndi yfir hann blómum og einhveijum þótti úrslitum einvígisins bezt lýst með því að gefa honum hnefaleikahanska. Walesa sýndi mikið öryggi í ein- launþega," sagði Walesa þegar Mi- víginu, en þetta var í fýrsta sinn frá 1980-81 að hann kemur fram í umræðuþætti í sjónvarpi. Hvað eftir annað varð Miodowicz svara- fátt. Viðurkenndu háttsettir emb- ættismenn og áhrifamenn í pólska kommúnistaflokknum, að Walesa hefði borið sigur úr býtum. Sögðu þeir að honum hefði tekizt að sýna fram á að honum væri alvara þegar hann segðist vilja eiga samstarf við stjómvöld um umbætur. í gær sagði Tadeusz Olechowski, utanríkisráðherra, á blaðamanna- fundi í París, að kappræðumar myndu ugglaust leiða til samninga- viðræðna milli Samstöðu, stjóm- valda og hinna opinberu verkalýðs- samtaka. „Við viljum semja við Walesa og samstarfsmenn hans, koma á nýju kerfi og það er verið að undirbúa ný lög um félagasam- tök,“ sagði ráðherrann. Walesa sakaði Miodowicz um að standa í vegi fyrir umbótum í verka- lýðsmálum. „Þetta er spuming um frelsi, frelsi til að bindast samtök- um. Það er skylda þín að stuðla að því að menn öðlist frelsi til að mynda með sér bandalag í stað þess að vinna gegn hagsmunum Kínverjar lofsama Thatcher Lundúnum. Daily Telegraph. DAGBLAÐ aJþýðunnar, mál- gagn kommúnistaflokksins í Kína, hefúr farið lofsamleg- um orðum um Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, meðal annars fyr- ir að selja einkaaðilum ríkis- fyrirtæki. Í grein sem birst hefur í blað- inu um níu ára valdatíð forsæt- isráðherrans - sem gæti eins hafa komið frá höfuðstöðvum íhaldsflokksins í Bretlandi - segir að „byltingin sem kennd er við Thatcher" hafi fengið menn til að „núa augun og sjá Bretland í nýju ljósi“. Hún hafi endurvakið sjálfstraust og stolt Breta. odowicz sagði að það myndi til leiða til upplausnar ef Samstaða yrði aftur lögleidd. Pólska stjómin myndaði samtök þau, sem Miodowicz veitir forystu', eftir að Samstaða var bönnuð með lögum í byijun ársins 1982. Hann sagði að hvatvfsi Pólveija gerði ein- ingu verkalýðsins að lífsnauðsyn. „Ekki troða öllu upp á fólk, leyfum því frekar að velja sjálfu. Líttu á það sem Ungveijar eru að gera, sjáðu hvað þeir ganga langt. Þeir ætla að leyfa nýja flokka, en við stöndum áfram í sömu sporum," svaraði Walesa. Tókst að sýna fram á samningsvilja Einvígið stóð í 43 mínútur og á sér ekki fordæmi. Talið er að 10 milljónir Pólvetja hafi fylgst með því. „Mér leist vel á Walesa. Hann virðist vilja semja við yfirvöld. Hann gagnrýndi heila kerfið og Mi- odowicz gat í raun engu svarað," sagði áhrifamaður í kommúnista- flokknum, sem ekki vildi láta nafn síns getið. „Walesa vann yfirburða- sigur. Einvígið fór 8-2 fyrir hann,“ sagði háttsettur embættismaður, sem einnig baðst nafnleyndar. Lög- maður í Varsjá sem lengi hefur haft Samstöðu á homum sér sagði: „Mér hafði líkað við hvorugan þeirra, en fannst Walesa góður. Miodowicz bytjaði sæmilega en Walesa gekk síðan alveg frá honum. Hann hefur greinilega sjóast með tímanum." Andófsmaðurinn Adam Michnik var í hópi manna, sem fögnuðu Walesa við sjónvarpshúsið að ein- vígi loknu. Michnik sagði að frammistaða Miodowicz ætci ugg- laust eftir að valda félögum hans í framvarðasveitum pólska komm- únistaflokksins höfuðverk. „Það sem hann raunverulega gerði var að stuðla að því að eyðileggja stjómmálaráðið innan frá,“ sagði Michnik um frammistöðu Mi- odowicz. Hægfara þróun Walesa sagði í einvíginu að yfir- völd þyrftu hvorki að óttast fjöl- ræði né pólsku þjóðina. Hann sagði að sagan myndi dæma þau hart ef þau gripu ekki tækifærið, sem byð- ist með umbótastefnu Míkhaíls Gor- batsjovs, Sovétleiðtoga, til þess að þriggja vikna verkfall strætis- vagnastjóra og stjómenda neðan- jarðarlesta í síðasta mánuði vom til dæmis allt annað en ánægðir, því að í heimaborg þeirra var ekki gripið til neinna hjálparaðgerða. Þar þurftu sumir að ganga klukku- tíma eða meira í vinnu á hveijum degi, og þeir sem enn lengra áttu, þurftu að ferðast „á puttanum“. Einn Lyon-búa, sem rætt var við á sjónvarpsstöðinni Lá cinq á mið- vikudag, sagði: „Samgönguráð- herrann býr I París og veit því líklega betur, hvað þar er að ger- ast, en hér.“ I París hafa tvær af leiðum út- hverfalestanna alveg stöðvast og aðeins tvær af hveijum þremur lest- um ganga á þeirri þriðju. Einnig em tmflanir á sumum leiðum neð- anjarðarlestanna og á mesta anna- tímanum þarf fólk oft að bíða lengi eftir að geta troðið sér inn í vagn- inn. Slíkt er sjaldgæft, þegar allt er með felldu, jafnvel þótt mann- fjöldinn sé mikill. Verkföll hafa staðið yfír í Frakk- landi frá því í september og virðist ekkert lát á aðgerðum, nema síður sé. Hjúkmnarfólk og sjúkraliðar, sem vom í löngu verkfalli fyrir tæpum tveimur mánuðum, efndu til kröfugöngu á fímmtudag. Sama dag bættust starfsmenn við al- menningssamgöngur í hóp verk- fallsmanna, og starfsmenn sjúkra- trygginga boðuðu til verkfalls. Flugvirkjar hjá Air Fi-ance hafa líka verið í verkfalli og póstverkföll hafa staðið yfir í Amiens, Marseille og á nokkmm fleiri stöðum í tæpan mánuð, þar sem milljónir bréfa og böggla hafa hlaðist upp og bíða útburðar. Reuter Lech Walesa Samstöðuleiðtogi (í miðið) og Alfred Miodowics, leið- togi opinberu verkalýðsfélaganna í Póllandi (t.v.) í sjónvarpssal rétt fyrir upphaf einstæðra kappræðna, sem sýndar voru í beinni útsend- ingu pólska sjónvarpsins í fyrrakvöld. koma á eigin umbótum. „Herra Walesa, hefur þú ekki tekið eftir mikilvægum breytingum hjá okkur? Breytingum er varða skipulag og lýðræði?," spurði þá Miodowicz. „Jú,“ svaraði Walesa, „en á sama tíma og við göngum þá braut fót- gangandi, skref fyrir skref, þá fara aðrar þjóðir eftir henni í hraðlest," og klykkti út með þeim orðum. ERLENT Utanríkisráðherra Kína 1 Moskvu: Líklega þjarkað um málefiii Kambódíu Moskvu. Reuter. QIAN Qichen, fyrsti kínverski utanríkisráðherrann sem fer i opinbera heimsókn til Sovétríkjanna i rúm 30 ár, kom til Moskvu í gær til viðræðna við sovéska ráðamenn. Talið er að þeir undir- búi hugsanlegan fund leiðtoga ríkjanna á næsta ári en Qian gaf þó í skyn að þjark um málefni Kambódíu gæti sett svip sinn á viðræðumar. Qian sagði í stuttri yfírlýsingu við komuna að hann myndi halda áfram hreinskilnum skoðana- skiptum við sovéska starfsbróður- inn um málefni Kambódíu, sem lengi hafa staðið í veginum fyrir bættum samskiptum Sovétmanna og Kínveija. Þeir síðamefndu vilja að Sovétmenn þrýsti á um að bandamenn þeirra, Víetnamar, flytji hermenn sína frá Kambódíu fyrir mitt næsta ár. Þótt Qian minntist ekki á leið- togafund ríkjanna í yfírlýsingu sinni sagði hann við fréttamenn áður en hann fór frá Kína að möguleiki væri á að slíkur fundur yrði haldinn. Fréttastofan TASS var sammála þessu. „Fundur leið- toga Sovétríkjanna og Kína verð- ur eitt af helstu umræðuefnunum í viðræðunum í Moskvu,“ skýrði fréttastofan frá í gær. „Slíkur fundur yrði mikilvægasti stjóm- málaatburður ársins 1989,“ bætti hún við. Edúard Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, tók á móti Qian, en þeir munu ræðast við í þijá daga. Qian hittir einnig Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtoga að máli. Keuter Qian Qichen, utanríkisráðherra Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.