Morgunblaðið - 02.12.1988, Page 13

Morgunblaðið - 02.12.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 13 ur samtíma- og ungra skálda skuli fá aðgang í úrval ljóða handa skól- um. Samt vekja nokkur sýnishorn í Ljóðsporum efa dómarans. í rit- dómnum eru birt þrjú þeirra, eftir Gyrði Elíasson, Ásgeir Lárusson og Gunnar Runólf. Þessi ljóð eru í flokknum Leikur að orðum. I verkefninu með ljóðunum er ítrekað að í þessum þætti kenni margra grasa og að rnörgum finnist sum þessara ljóða ekki eiga það skilið að nefnast ljóð. Nemendur eru beðnir að velta fyrir sér hvaða brögðum skáldin beita við að ,tala til lesenda og koma hugsun sinni til skila. Ljóðið Til íslands sem gagnrýnandi birtir 'er samið sem klippiljóð, þ.e. með misstóru letri og nýtur sín engan veginn sett upp á hefðbundinn hátt. Að sjálfsögðu má gagnrýna þá ákvörðun að birta slík ljóð til skólánota þótt það sé í samræmi við vinnureglur sem starfshópurinn fékk í upphafi. Gagnrýnandi virðist telja að gefa eigi aftur út hin ágætu skólaljóð Kristjáns J. Gunnarssonar sem voru fyrst gefin út 1964. Á sínum tíma var sú bók eitt umfangsmesta verk- efni Ríkisútgáfu námsbóka. Krist- ján fór nokkuð troðnar slóðir í ljóðavali og vildi ekki taka neinar verulegar áhættur eins og hann segir sjálfur í viðtali í afmælisriti Námsgagnastofnunar 1987, Náms- efiii í 50 ár. Kristján telur vanta tilfinnanlega ljóð eftir ný og núlif- andi skáld í ljóðasafn grunnskóla. Til fróðleiks skal bent á að yngsta ljóðið í margnefndum Skólaljóðum Kristjáns er hálfrar aldar gamalt, samið 1938. Yngsta skáldið er fætt 1908, þ.e. Steinn Steinarr og ljóð eftir konur tæpast að finna í bók- inni. Það gefur því augaleið að slíkt úrval ljóða er afar ófullnægjandi fýrir æsku landsins á ofanverðri 20. öld og ekki í samræmi við nám- skrár grunnskóla. í námskrám er kveðið á um að nemendur eigi að kynnast menningarafli þjóðarinnar, m.a. bókmenntum fortíðar og samtíma. Auk þess er í námskrám lögð áhersla á skapandi starf nem- enda, m.a. að yrkja vísur og ljóð. Matthías Johannessen tekur undir það sjónarmið í Skímu 2. tbl. 1986 þar sem hann segir að hlutverk kennara eigi að vera að breyta 30 manna bekk í 30 ljóðskáld. Gagmýnandi telur að með verk- efnum í Ljóðsþorum felist mikið vantraust á kennurum. Eg verð að játa að ég átta mig engan veginn á þeim ummælum, ég álít að kenn- urum sé sýnt mikið traust vegna þess að kennsluleiðbeiningar eru ekki gefnar út sérstaklega. Kennar- ar hafa frelsi um efnistök og skipu- lag kennslunnar, m.a. hvaða verk- efni eru valin og hvaða heimildir aðrar eru notaðar við kennsluna. Ljóðin eru einkum ætluð til notkun- ar í 4.-6. bekk grunnskóla og kenn- urum er ætlað að raða efninu þann- ig að það henti þroska og áhuga nemenda. Hins vegar má með sanni segja að visst vantraust á kennara komi fram í Skólaljóðum Kristjáns þar sem nokkur ljóð eru stjömu- merkt og talið best að nemendur kunni a.m.k. utan að þau kvæði. Það er meira að segja leiðbeint um hvenær bömin eigi að læra þau utan að. Eg álít að þessi stjörnu- merking hafi ekki verið til góðs því vitaskuld em nemendur misjafnir og ekki em allir tilbúnir til að læra ljóð utanbókar á sama aldri. Að lokum fagna ég því að Morg- unblaðið hafi áhuga á að fjalla um námsbækur. Jafnframt óska ég þess að blaðið sýni lesendum sínum þá virðingu að um skólabækur sé fjallað af sanngimi og á ábyrgan hátt. Gagnrýnendur verða að afla sér upplýsinga um verkið sem er til umfjöllunar og leggja sig fram við að hafa það sem sannara reyn- ist. Vitaskuld er mikið álitamál hvemig úrval ljóða handa skólum á að líta út og aldrei er unnt að birta ljóð eftir alla höfunda sem kvatt hafa sér hljóðs. Til fróðleiks skal einungis bent á að Anton Helgi, Kristján Karlsson, Steinunn Sigurð- ardóttir og Þóra Jónsdóttir eiga ljóð í væntanlegu ljóðasafni handa ungl- ingum. Höfundur er námstjóri í íslensku við menntamáloráðuneytið. MACHO LJÓSKASTARAR VECNA GÆÐA, VERÐS OG ÖRYGGIS • E27 Postulíns lampahalda • Innbyggðar leiðslur - leiðandi í lýsingu - Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! Sveinn frá Elivognm Ljóðasafn Sveins frá Elivogum Bókaútgáfan Skuggsjá í Hafh- arfirði hefúr gefið út bókina Andstæður, sem hefur að geyma ljóð og vísur Sveins frá Elivogum (1889—1945). Þetta eru ljóð og vísur, sem birtust fyrst í bókun- um Andstæður og nýjar andstæð- ur, sem út komu árin 1933 og 1935. I þessari bók eru einnig ljóð og vísur, sem Sveinn skildi eftir sig í handriti og sonur hans, Auðunn Bragi, hefúr valið og tekið saman. í fréttatilkynningu Skuggsjár segir: „Þetta er einskonar úrval af ljóðum og vísum Sveins, sem gefur hvað glefggsta mynd af manninum, svo og viðhorfum hans til lífsins, listarinnar og samferðamannanna. Sveinn frá Elivogum var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. En hann var um leið eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og hann þótti mjög minna á Hjálmar skáld frá Bólu í kveðskap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi samtíðarmanna sinna. Sveinn beit frá sér eins og Hjálm- ar; eða eins og hann segir á einum stað: Ef skáldinu verður geðið gramt/ þá grípur það vopn sem næst er hendi.“ Ljóðasafnið Andstæður er 208 blaðsíður. Bókin var sett og prentuð í Prisma í Hafnarfirði og bundin í Félagsbókbandinu Bókfelli. Kápu teiknaði Auglýsingastofa Þóru Dal í Hafnarfirði. Steinunn Sigurðardóttir (y?\N á FORSETA VAKT Dagar i lífi Vigdísar Finnbogadóttur Steinunn Sigurðardóttir IN Á FORSETAVAKT Dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur IÐUNN Ein á forsetavakt er lýsing Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar á lífi og störfum Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Með næmri athygli og innsæi skáldsins bregður Steinunn upp litríkri mynd og sýnir hið flókna svið sem forseti íslands þarf að sinna. Petta er persónuleg bók, þar sem Steinunn skyggnist undir yfirborðið og veltir fyrir sér hver Vigdís Finnbogadóttir raunverulega er og hvernig forseta við höfum eignast í henni. Hér fá lesendur að skyggnast inn í hugarheim forseta síns, og fræðast um hvernig er að gegna því viðkvæma og vandasama hlutverki að vera ein á forsetavakt. ISICHSKA AUCl ÝSISCÁSTOFÁS hf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.