Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 43 Margréti og það gerir öll gamla Kirkjubæjarfjölskyldan. Við vottum dóttur hennar, systk- inum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. ' Friður fylgi henni fram á veginn. Sindri Siguijónsson í dag verður til moldar borin vinnufélagi okkar til margra ára, Margrét Jónsdóttir frá Gunnhildar- gerði í Hróarstungu. Hún hóf störf í Landsbanka íslands árið 1957, en fluttist 1975 til Seðlabanka íslands, þar sem hún vann í lánadeild bank- ans alla tíð síðan, og þar kynnt- umst við henni betur. Magga, eins og hún var alltaf kölluð í okkar hópi, var ákaflega samvizkusöm og vandvirk í störfum sínum, og nutum við þess, sem með henni unnum, auk þess sem hún var alltaf boðin og búin til að leggja okkur lið í störfum okkar, ef því var að skipta. En þótt hún legði metnað sinn í dagleg störf sín, fór því fjarri, að áhugi hennar væri einskorðaður við þau. Áhugaefni hennar spönnuðu reyndar vítt svið, og má þar nefna íslenzkt mál. Hun hafði mjög næma tilfinningu og smekk fyrir málinu, og stundum enduðu umræður með símhringingu til Orðabókar Háskólans, ef eyða þurfti óvissu eða fá úrskurð um álitaefni. Einnig hafði hún mikinn áhuga á stjórnmálum, og þar fór afstaða hennar ekki á milli mála, þótt hún virti skoðanir annarra, án þess þó að gera þær að sínum. Þá hafði hún yndi af ferðalögum, ekki sízt til fjarlægra landa. Henni auðn- aðist m.a. að fara ferð til landanna fyrir botni Miðjarðarhafs, sem varð henni mjög minnisstæð og hún bjó að alla tíð síðan, enda hafði hún mikinn áhuga á sögu og fornri menningu þessara þjóða. Okkur vinnufélögum hennar verða ávallt minnisstæðir kaffitím- arnir okkar, því að ósjaldan var það hinum fjölbreytilegu áhugamálum hennar að þakka, hversu margt bar á góma og hve fjörugar og tilbreyt- ingaríkar umræðurnar gátu orðið. Nú er Margrét ekki lengur á meðal okkar. Síðla árs 1984 veikt- ist hún af sjúkdómi þeim, sem hún hefur nú orðið að lúta, langt um aldur fram. Mann sinn, Gunnar Höskuldsson, missti hún eftir skamma sambúð. Einkadóttur þeirra, Urði, svo og systkinum hennar og öðrum ætt- ingjum vottum við dýpstu samúð okkar. Vinnufélagar í lánadeild Seðlabankans. MaMfr í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁ RÁÐHÚSTORGI Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum! Kveðjuorð: Niels Gíslason Fæddur 15. apríl 1923 Dáinn 26. nóvember 1988 Nú legg ég augun aftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Afi okkar, Niels Gíslason, er dáinn. Hann sem alltaf átti bros og hlýju, þegar við komum í heim- sókn upp á spítala, og eins þegar hann var heima og sat í stólnum sínum, þá var gott að setjast í fang hans, þar lék hann sér við okkur og læddi góðgæti í munninn okkar. Falleg eru svæfilverin sem hann afí saumaði fyrir okkur, þegar við vorum lítil. Við þökkum elsku afa fyrir allt. Guð blessi minningu hans. Barnabörnin Gott nautakjöt Grillsteikur kr. 390.- kg Sirlonsteik kr. 490.- kg Roastbeef kr. 990.- kg Kjúklingará heildsöluverði aðeins kr. 473.- kg Allt úr svínakjöti Valið er þitt - reykt eða nýtt KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2 - S. 68 65 11 „Bækurfallaeinogein allarsamanholastein!" Rmm fyrstu bækur Þórarins fást nú í einu faliegu bindi og á verði einnar: Kvæði, Disneyrímur, Erindi, Ofsögum sagt og Kyrr kjör. 500 blaðsíður með skemmtilegum kvæðum og sögum. Tilvalin stúdentsgjöf! K!>sagt disneyrS® 0F^ÚmsagT KYRR Kj°K Mál IMI og menning Síðumúla 7-9. Simi 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.