Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Veldu Kópal með gljáa við hæfí. suuatchn Nýju Swatch úrin eru mætt - stundvíslega. Lílum á eill þeirra. „ Svarti Haukurinn “ er með swatch-Quartz úrverkið í högg- og vatnsþáttri umgerð úr IgÆÐASTÁ Stóra tölustafi SJÁLFLÝSANDt ggö' ÚRSMIÐIR Skólavörðustíg 3. Sími: 11133 vísa og úrskílu. Ólin er úr besta I KÁLFSKINNI |-------- , Svartl Haukurinn “ hefur á sér svipmót fimmta áratugarins en undir niðri leynist hátækni nútímans. Við sendum öll úr í póstkröfu, árs ábyrgð. VJterkurog KJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Úti undir vegg í smáþorpinu Salamanza á Sáo Vicente. Ekkert er við að vera fyrir þá sem ekki eru á sjó, þeir sitjá bara saman í hnapp og bíða. Löndun á túnfiski i Mindelo. Þessi fiskur er mjög stór hluti þess fisks sem fluttur er út frá eyjunum. Vertíðin er ekki nema 3 mánuðir á ári og útgerð því óhagkvæm. Á Grænhöfðaeyjum: Mikil misskiptíng á þessa heims gæðum Eyjan Sal er eins og eyðimörk þar sem örfáar hríslur beijast fyrir lífínu. Því meira sem ég ferðast um eyjar þær sem kenndar eru við hinn græna höfða á vesturströnd Afríku, því betur verður mér ljós munurinn á milli þeirra. Hann er ekki skrýtinn þar eð mörg hundruð kílómetrar eru á milli fjarlægustu eyjanna og fyrr á tímum voru samgöngur lélegar. Hann hefur haft ýmsar alvarlegar afleiðingar, fyrst og fremst ríg á milli eyja. Sérlega metast eyja- skeggjar í norðri við þá í suðri. Að mörgu leyti minnir þetta mig á ríg sem var á milli Reykjavíkur og Akureyrar þegar ég var barn, þessi er bara sínu harðari. Bærinn Mindelo, þar sem er aðal íslendinganýlenda eyjanna, var til skamms tíma ema eiginlega hafnar- borg eyjanna. I höfnina þar komu dallar frá öllum helstu siglingaþjóð- um heims á leiðinni suður fyrir Afríku. Þó að þessar heimsóknir hafi minnkað mikið með opnun Súesskurðarins eimir enn eftir af fomri frægð. Það var til dæmis tíguleg sjón á dögunum þegar inn kom bandarísk snekkja undir bresk- um fána. Kostnaðurinn við hana nemur eitthvað kringum saman- lögðum fjárlögum eyjanna héma. Það hefur einnig sett svip sinn á bæinn að undanfömu að rúmenskur togari lá í slipp og voru þurrbrjósta skipveijar iðnir við að raska næt- urró bæjarbúa. Þurr og blásin Mindelo er á eyjunni Sáo Vicente sem er ein af hinum svonefndu vind- eyjum. Þær mynda norðurhluta Grænhöfðaeyja og hafa hlotið nafn sitt af því að þar er nær alltaf rok. Sáo Vicente ber þess mikil merki. Alla daga blæs sandi og örfínu ryki fram og til baka og endar úti á hafi. Jarðvegur er nær enginn og því lítið hægt að rækta. Ekki bætir úr skák að varla hefur rignt þarna í 20 ár, þó að margar af hinum eyjunum hafi fengið ríkulega úr- komu í ár og í fyrra. Beiskir menn í Mindelo segja að rigningin fari, eins og allt annað, suður til höfuð- borgarinnar, Praia. Þar eð vonlítíð er að stunda nokk- um landbúnað á Sáo Vicente er lífið fískur, eins og víða í sjávarplássum á íslandi. í litlu þorpunum við ströndina eru bömin svöng ef illa veiðist og hinir fullorðnu stara vondaprir í gaupnir sér. Léleg veiði er ekki lítilli sókn að kenna. Róið er á hverjum degi sem guð gefur, þó að brimið sé stundum svo mikið að erfitt er að koma bátunum út og enn erfíðara fullhlöðnum inn aftur. Bátamir eru litlir og oft vél- arlausir. Veitt er á handfæri og gamlir sjómenn hafa rák í lófa sér sem færið hefur grafíð í áranna rás. Handfærarúllur eru óþekktar. Allt er undir því komið að hafa heppnina með sér og mánaðarlaun- in geta verið frá 1.500 krónum íslenskum og allt upp í 7 þúsund. Ekki mikið til að sjá fyrir stórum fjölskyldum. Konurnar eru oftast atvinnulausar, fyrir utan þær fáu sem hafa atvinnu af að ganga með fiskinn á höfðinu í upp undir hálfan annan klukkutíma til að selja hann síðan á markaðnum í Mindelo. Grænni en grænt Miðað við Sáo Vicente er eyjan Santiago eins og paradís. I ár hefur rignt mikið, og það sem meira er, rigningin hefur fallið mjúklega. Þau miklu flóð sem oft hafa orðið, með gífurlegri eyðingu jarðvegs, hafa því ekki komið. Eyjan var í sept- emberlok þegar ég heimsótti hana iðjagræn milli fjalls og fjöru. Ýkju- laust. Maisinn óx um allt, meira að segja á snarbröttum sillum utan í fjöilunum. Pálmar bærðust í hlýjum og blíðum vindinum og bognuðu af kókoshnetum, banönum, papaja og öðru góðgæti. Erfítt var að ímynda sér að fyrir aðeins tveim árum hafí eyjan verið jafn þurr og Sáo Vic- ente og fólk flúið þaðan unnvörpum frá hungrinu. Margt af þessu fólki kemur líklega aldrei til baka. En þrátt fyrir gróðurinn á eyjan eina eign enn dýrmætari. Það er höfuðborgin Praia. Mér er sagt að við stofnun lýðveldisins árið 1975 hafi næstum ekkert verið af neinu tagi þar sem borgin er núna. Fyrir utan örfáar byggingar sem portúg- ölsku nýlenduherrarnir gátu ekki tekið með sér og urðu því að skilja eftir. Síðan hefur borgin byggst ótrúlega hratt og er að verða eins og hver önnur heimsborg, þótt ekki séu íbúamir margir á þann fræga heimsmælikvarða. Til Praia sækir margt af hinu vel menntaða unga fólki sem þjóðin er smám saman að eignast. Margt af því hefur verið í háskólum í hinu stóra útlandi og sjá ekki að það geti notað menntun sína í einhverri lítilli heimabyggð. í Praia er hins vegar beðið eftir þeim með stöðum- ar og alltaf vantar fleira fólk með menntun. Tekjurnar eru betri en það getur fengið í heimabyggðinni en hún Sonia, sem sér meðal ann- ars um samstarf við íslendinga fyr- ir hönd ráðuneytis skipulags- og samvinnu, sagði mér að kostnaður- inn við að búa í borginni væri líka mikill. Hún sagðist til dæmis borga 2/s hluta launa sinna í leigu. Hún slyppi með brot af því í heimabæ sínum, Mindelo. í Praia eru líka höfuðstöðvar flestra þekktra alþjóðasamtaka sem hér stunda annað hvort þróunar- samvinnu eða hreint góðgerðar- starf. I borginni búa um 2 þúsund útlendingar, starfsfólk þessara stofnana og fjölskyldur þeirra ásamt örfáum starfsmönnum er- lendra einkafyrirtækja sem hér reka einhveija starfsemi. Þetta fólk setur mikinn svip á bæjarlífið þar sem það gengur um alvarlegt á svip með öll vandamál heimsins á herð- um sínum og sem betur fer allar réttu lausnimar í kollinum. Heldur það að minnsta kosti sjálft. íbúam- ir em búnir að læra á þetta fólk, að vekja meðaumkun þess og sníkja sér peninga. Bömin kunna til dæm- is flest eitt orð í ensku: money. Þar sem ekkert er af neinu Eftir dvöl mina á Santiago vom það mikil viðbrigði að koma til eyj- arinnar Sal. Nafnið þýðir salt þar eð mikil framleiðsla hefur verið af því á eynni. Annars er eyjan óskap- lega dauðyflisleg. Hún er jafnvel enn þurrari en Sáo Vicente og þar vaxa ekki nema örfáar hríslur sem beijast harðri baráttu við vindinn og verða að beita miklum klókind- um við að verða sér úti um vatn. Fram að þessu hefur aðeins verið eitt til eyjarinnar að sækja, að fara í gegnum einu alþjóðlegu flug- höfnina á eyjunum. Er kaldhæðnis- legt að hún er byggð fyrir suður- afrískt fé og með þeim skilmálum að flugfélagið þaðan megi nota völlinn að vild. Hefur aðstaðan ver- ið notuð mikið eftir að aðrar Afríku- þjóðir lokuðu á Suður-Afríku. Flug- stöðin er kennd við þjóðhetjuna Amical Cabral, sem eins og Jón Sigurðsson dvaldist mikið fjarri ættjörðinni og barðist gegn erlend- um yfirráðum. Ríkisstjómin hefur verið að reyna að gera eitthvað fyrir þessa voluðu eyju. Búið er að byggja gott frysti- hús og íslenska skipið Fengur land- ar í það, ásamt öðrum skipum. Höfnin er hins vegar lítil og veldur það dijúgum erfiðleikum því stund- um þurfa skipin að bíða þess að komast að. Skilin milli ríkra og fátækra á Sal eru stór, eins og víðar á þessum eyjum. Ég hef óvíða séð fínni „vill- ur“ eða hrörlegri kofa. Mér er hulin ráðgáta hvemig stendur á velsæld ríka fólksins hér, þó að hægt sé að sjá með berum augum ótal skýring- ar á fátæktinni. Eina von er smám saman hægt að greina út úr þess- ari fátækt. Sal er smátt og smátt að byggjast upp sem ferðamanna- staður. Búið er að byggja tvö glæsi- hótel í þorpinu Santa María við langa, hvíta, hreina strönd. Lítið er hins vegar við að vera fyrir þá erlendu ferðamenn sem þangað koma, varla nokkuð annað en að fara í sjóinn, liggja í brennandi sól- inni eða taka þátt í þeim íþróttum sem hótelin bjóða. Mikinn tíma má líka nota til að borða og á því sviði þarf ríkan ferðamann ekkert að skorta af þessa heims gæðum. Kjöt frá Argentínu, epli frá Suður- Afríku og mjólk frá Hollandi er eins og hver vill. Og þótt aðrir hlutar eyjanna væru brauðlausir vikum saman skortir ekki frönsk hom eða ristað brauð á hótelunum í Santa María. TEXTI OG MYNDIR: Dóra Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.