Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Þórhallur Filipusson ásamt konu sinni, Onnu Þórðardóttur, við tvö
verka sinna.
Sauðárkrókur;
Myndlistarsýning
í Safiuahúsinu
Sterkt og bragðmikið
Sauðárkróki.
ÞÓRHALLUR Filipusson mynd-
listarmaður opnaði sýningu á
verkum sínum í Safnahúsinu á
Sauðárkróki laugardaginn 26.
nóvember. Fjöldi gesta var við
opnun sýningarinnar og seldust
þegar allmörg verk.
Þórhallur Filipusson hefur verið
búsettur á Sauðárkróki í nokkur
ár og unnið þar að list sinni. Hann
stundaði nám í Handíða- og mynd-
listaskóla Islands á árunum 1949
og 1950 og sýndi þá verk sín nokkr-
um sinnum, meðal annars á Mokka-
kaffi við Skólavörðustíg. Á síðari
árum hefur hann haldið nokkrar
einkasýningar, á Sauðárkróki 1986
og 1988, í Drangey, félagsheimili
Skagfírðingafélagsins í Reykjavík
1987 og í Þrastarlundi 1987 og
1988. Sýning Þórhalls er opin frá
kl. 15.00 til 19.00 daglega fram á
sunnudag 4. desember.
- BB
LITGREINING
MEÐ
CROSFIELD__
MYNDAMÓT HF
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
„Bagdad Café“. Sýnd í Regn-
boganum.
Þýsk/bandarísk. Leiksljórn og
handrit: Percy Adlon. Framleið-
endur: Percy og Eleonore Adlon.
Kvikmyndataka: Bernd Heinl.
Tónlist: Bob Telson. Helstu hlut-
verk: Marianne Sagebrecht, Cch
Pounder, Jack Palance og Christ-
ine Kaufinann.
Kaffihúsið Bagdad er áningar-
staður í eyðilandinu einhverstaðar
á milli Las Vegas og Disneylands.
Þar býr fólk af ólíku sauðahúsi.
Eigandinn er skapstirð blökkukona,
barþjónninn er ljúfastur indjána og
fastagesturinn er Jack Palance,
virðulegur og mjúkur í ellinni. Stað-
armellan tattóerar rassana á vöru-
bílstjórunum sem stoppa við kaffi-
húsið. Nýi gesturinn, frú Jasmin
Munchgestettner, er frá Bæjara-
landi, jafn stór og mikil og hún er
blíð og indæl. Hún skildi við eigin-
manninn í sandauðninni, og á ekki
annað athvarf í eyðilandinu. Hún
vekur sannarlega furðu í litla kaffi-
húsasamfélaginu, talar naumast
ensku, ferðataskan hennar er full
af karlmannafötum og hún sest að
á Bagdad-kaffi heimamönnum til
misjafnrar ánægju í fyrstu en eilífr-
ar gleði áður en yfir lýkur.
Vestur-þýski leikstjórinn Percy
Adlon, sem gert hefur þessa sér-
kennilegu og skemmtilegu mynd,
„Bagdad Café“, sýnd í Regnbogan-
um, segist hafa fengið hugmyndina
að henni þegar hann var á ferð
með konu sinni um Bandaríkin. I
heimalandi hans var myndin köll-
uð„Out of Rosenheim" með tilvísun
í þekkta Hollywood-mynd en hún
lýsir á kostulegan hátt þeim harða
menningarárekstri sem verður þeg-
ar frúin frá Bæjaralandi sest að á
Samlyndi; úr myndinni „Bagdad
Bagdad-kaffihúsinu, nokk svipað
og þegar Karen Blixen kom til
Afríku.
En þar endar samanburðurinn.
„Bagdad Café“ er sérkennileg
mynd, sérviskuleg og skondin, létt-
lynd og launfyndin með lítt mótaðan
eða rígskorðaðan söguþráð. Hun
byggir meira á stanslausu flæði af
svipmyndum, gamansömum upp-
stillingum, fyndnum og heillandi,
furðulegum og ólfkum persónum
og kómískum mannlegum sam-
skiptum. Myndin er sterk og bragð-
mikil eins og frú Munchgestettner
(Marianne Sagebrecht) vill hafa
kaffið sitt. Aðferð Adlons minnir
nokkuð á Jim Jarmusch þegar hann
fjallar um sitt undirmálsfólk í eyði-
legu umhverfi. Vegakaffihúsið er
undir smásjá okkar í dulítinn tíma
og niðurstaða rannsóknarinnar er
Café“.
undir hverjum og einum komin.
Hver veit. Kannski er nóg að hún
sé um lukkulegt sambýli ólíkra kyn-
þátta. „Ég er farin,“ segir staðar-
mellan þegar sambýlið blómstrar
hvað mest, „hér er of mikið sam-
lyndi."
Það er ljúfur og ferskur blær
yfir myndinni allri og hinum litríku
persónum hennar. Leikararnir, með
hina góðhjörtuðu, einmanalegu og
sakleysislegu Sagebrecht í broddi
fylkingar, falla allir mjög vel að
umhverfinu og eru einstaklega vel
stilltir inná bylgjulengd Aldons. Cch
Pounder leikur kaffihúsaeigandann
af fimamiklum krafti og hörkutólið
Jack Palance, sem Aldon hefur
grafið einhverstaðar upp úr
gleymskunni, er sérlega kómískur
og mjúkmáll listamaður og fyrrum
leiktjaldamálari frá Hollywood.
WORLDTOUR
TUNGLIÐ KYNNIR
UARDCOE HIP HOP: OVERLORD X OO DJ.
BRAINSTORM 6 CESTASNÚDUR TRÁ
LONDON: DAVE DORELL (M-A-R-R-S) ö ÍS-
LENSK LlKAMSSKRETTING ú STUTTMTND-
IR 6 MTNDLIST * RTKMETTADUR JASS 1
KJALLARANUM O.IX. * LAUGARDACINN 3.
DES KL. 22:00 SEINT * AÐGANGUR KR. 1200,-
ÍIIIIQUD
Ætli
fröken
Stína
mæti?
Borgartúni 32/20 ára
Þú svalar lestrarþörf dagsins
áBÍöum Moggans!
HUÓMSVEmRNAR
STJÓRNIIM
OG KASKÓ
LEIKA FYRIR DANSI.
HAUKUR MORTHENS
»yngur fyrlr matargattl.
HúsMk opnað kl. 20
VarA aðgöngumlða
ð dansleik kr. 750,-
SNYRTILEGUR KLÆÐNAÐUR
LJÚFFENGIR SMÁRÉTTIR
Midaverðkr.750,-
Verð með kvöldverði kr.
2.800,-
Miðasala og borðapantanir
i síma 77500 frakl. 9-19
Húsið opnað kl. 20
matseöli „A La Carle“. Hljóm-
sveit Guðmundar Steingrímsson-
ar ásamt söngvurunum Einari t
Julíussyni og Shady Ovens leikur
fyrirdansi.
Veitingastjóri: Guðrún Ólafs-
dóttir
Borðapantanir í síma 687111.
CAFE
ISIAND
GIIIAK OG
GLANSPÍUR
16 söngvarar
ogdansarar
á stórsýningu
í Bi'oadwa
Opnað kl. 00.30 fyrir almenning
Lágmarksaldur 20 ár Kr. 600,-