Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 17 EITT ATRIÐI í KVIKMYND eftir Jakob Jónsson Mér skilst á blöðunum, að eitt- hvað sé rætt meðal almennings um kvikmyndina, „Síðustu freistingu Krists." Sjálfur hefi ég ekki tæki- færi til að sjá myndina, en mér skilst, að allur söguþráður sé annar en fram kemur í biblíunni, enda vilji sumir banna sýninguna. Við Islendingar erum alltaf treg- ir til að banna myndir, bækur eða annað, sem lýtur að tjáningarfrelsi. En spyija má, hvað helst sé athuga- vert við mynd sem þessa. Eg ætla mér ekki að dæma um myndina sem heild, en eitt atriði get ég ijallað lim af því, að því hefir verið lýst í ijölmiðlum. Hér á ég við, að sýndar eru samfarir Jesú og Maríu Magda- lenu. Það á að vísu að vera draum- ur, en á skjánum sést ekki munur á veruleikanum og ímyndun draumsins. Mér er spum: Hvar eru forsendur fyrir slíku atriði í kvik- mynd? I nýja testamentinu er þess get- ið, að Jesús hafi orðið fyrir freist- ingunni. I byrjun starfstíma síns er honum ögrað af myrkraveru á eyðimörkinni og í lokin berst hann harðri baráttu í Getsemanegarðin- um. En hinn ókunni höfundur Hebreabréfsins segir, að hans hafi verið „freistað á allan hátt, eins og vor, án syndar." (Hebr.4,15.) Þær freistingar, sem guðspjöllin geta um, standa allar í sambandi við opinbera köllun hans og starf, en hvergi er lýst þeim prófraunum, sem áttu sér stað í einkalífi hans sérstaklega. Sjálfsagt er þó heimilt að álykta, að einnig þar hafi hann orðið fyrir freistingum. Munurinn á honum og okkur, er þá sá, að hann fær ávallt og alstaðar staðist. En hvaða leið velur höfundur eða höf- undar til að lýsa freistingum Jesú? Getur ekki túlkunin sem slík falið eitthvað í sér, sem er niðurlæging fyrir hann og særir þá, sem trúa á hann? Athugum það ofurlítið nánar. Tökum dæmi úr menningarsög- unni til samanburðar. Grískir sjón- leikir gátu verið grófir, en þeir stjómuðust þó yfirleitt af glaðværð náttúrubarnsins og þó nokkurri hófsemi. En leiklistin barst yfir til Rómar og varð smám saman svæsn- ari. Það þurfti meiri og meiri spennu, uns ekki nægði minna en manndráp með óteljandi aðförum. Jafnvel prúðar hofróður gátu skemmt sér við þetta. Fólk var orð- ið leitt á leikjum, leitt á fáguðum íþróttum. Það þurfti eitthvað, sem gekk fram af mönnum. Söguna þarf ekki að segja lengra. Beinum nú athyglinni að nútím- anum. Allir vita, að börn, sem alast upp í sveit, fylgjast með því af viss- um spenningi, þegar húsdýrin eðla sig. Smám saman verður slíkt þó harla hversdagslegt og veldur ekki meiri spennu en gróðurinn og veð- urfarið. En samruni kynjanna held- ur þó oft og tíðum að vekja meira gaman, þegar mannfólkið á I hlut. Það sést t.d. af fjölda vísna, sem skáldin hafa kveðið um kynlíf, og nefndar eru klámvísur. Áður fyr var gert ráð fyrir því, að slík fræði voru fremur stunduð af takmörkuð- um hópi manna, en með tímanum efldust þau að mun og komu fram í dagsljósið. Austurrískur vísinda- maður, Sigmund Freud, gerði mikið úr gildi kynhvatarinnar fyrir and- legan vöxt og viðgang mannsins, Höföar til „fólksíöllum starfsgreinum! Dr. Jakob Jónsson og sumir fylgjendur hans virtust sjá kynhvötina í flestu ef ekki öllu, sem samið væri, ort og mótað. Til dæmis um ákefðina mætti kannske nefna allan þann fjölda sjónvarps- mynda og kvikmynda þar sem sam- farir karla og kvenna þykja ómiss- andi krydd í grautinn. Það er orðið svo mikið um kynlífsmyndir í um- ferð, að þær eru að verða hvers- dagslegar. Þær eru enginn vitnis- burður um „dirfsku", heldur stein- dauða hugsanaleti og andlega þreytu. Sama er í rauninni að segja um allan þorra glæpamynda, sem þó hljóta að kosta þjóðina dijúgan skilding. Mig grunar, að hér sé ekki um ísland eitt að ræða, heldur sé heimsmarkaðurinn senn mettað- ur af kynlífsmyndum. En þá erum við líkt staddir og Rómveijar forð- um. Það þarf að fínna eitthvað, sem gengur fram af fólki. Þeir, sem nú eru orðnir' þreyttir á samförum venjulegs fólks, verða ekki ánægðir nema þeir fái að sjá hvílubrögð manns, sem í vitund milljóna manna er gæddur guðdómleika til orðs og æðis. Hvort það á að vera draumur eða veruleiki, skiptir ekki máli. Það er undir öllum kringumstæðum sýnileg mynd á skjánum. Það var sú tíð, að skáld og mynd- snillingar gátu fundið aðrar leiðir til að láta í ljós ást heldur en hold- legar samfarir — en svo virðist nú sem ekkert annað sé tekið gilt. Vera má, að skáld og kvikmynda- menn framtíðarinnar skyggnist dýpra í mannlegt eðli. Eg hefí aðeins rætt eitt atriði hinnar umdeildu myndar, en það gefur nægilegt tilefni til að spurt sé: Hví er myndin sýnd? Höfundur er fyrrverandi sóknar- prestur og doktor í guðfræði. FANNY-Fi Litur: Svart rúskinn Stærðir: 28-34 Verð: 1.590,- HiLDA-J(C) Rúskinn Stærðir: 31-35 Verð: 1.690,- HARHGLD-J Litur: Svart lakk Stærðir: 31-36 Verð: 1.690,- RANK XEROX SÝNING dagana 12. og 3. desember aö Nýbýlavegi 16, Kópavogi. ★ Ljósritunavélar ★ Telefaxtæki ★ Teikningavélar RANK XEROX TILBOÐSVERÐ Ljósritunarvélar teg. 1012/1038 Telefaxtæki teg. 7010/7020 Teikningavél teg. 2510 Nú er tækifærió aó komast yfir góóan grip á hagstæóu verói. Opnunartími er frá kl. 10.00 til kl. 18.00 alla dagana. GÍSLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16, Kópavogi n i Sími 641222 RANK XEROX Traust samvinna Litur: Svart m/grænu Verð: 1.885,- Litur: Svart leður Verð: 2.245,- Litur: Svart lakk Stærðir: 24-32 Verð: 1.690,- ELODíE-FI Litur: Svart lakk Stærðir: 28-34 Verð: 1.590,- HONORE-J Litur: Rautt leður Stærðir: 31-35 Verð: 1.690,- JACYNTH-riíCi Litir: Svart, grænt Stærðir: 31-36 Verð: 1.885,- Barnaskór Jólaskómir em komnir. Smáskór er eina versl- unin á íslandi sem sel- ur eingöngu barnaskó. Verslunin er nýflutt Skólavörðustígsmegin smáskór Skólavörðustíg 6 sérvers/un me<t barnaskó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.