Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 Úr byggðum Breiðafiarðar Békmenntir ErlendurJónsson Bergsveinn Skúlason: BÁRU- SOG. Sögur og sagnir úr Breiðafirði. 303 bls. Bókaútg. Hildur. 1988. »Svo langt er nú síðan að ég leit fyrst dagsins ljós,« segir höf- undur þessarar bókar, »að vel minnist ég þeirra atburða er einna mest umtal og athygli vöktu heima í minni sveit um 1910.« Eins og heitið bendir til eru sagnimar í bók þessari tengdar sjónum mestanpart. Og sögusviðið er Breiðafjörður á 19. öld og lítið eitt fram á þá 20. Þá var óvíða meira athafnalíf en í Breiðafjarða- reyjum. Fiskveiðar voru stundaðar þar af kappi. Og önnur hlunnindi til sjós og lands voru nýtt sem verða mátti, selveiði og dúntekja svo dæmi séu tekin. Allt skapaði þetta auðsæld á síns tíma mæli- kvarða. En sjósókn á opnum ára- skipum var ekki heiglum hent. Og sjórinn heimti sinn skatt í manns- lífum. Efni í mannrauna- og hrakn- ingasögur voru því sífellt að skap- ast. En það eru einmitt þess háttar sögur sem sagðar eru í þessari bók. Eins og fræðimennsku af þessu tagi tilheyrir er svo skotið inn í þetta ættfræði og ýmiss kon- ar fróðleiksmolum um menn og málefni fyrri tíðar. Má í raun ætla að það séu einmitt viðburðir, sem mest umtal og athygli hafa vakið á hverjum tíma, sem Bergsveinn bjargar hér frá gleymsku. Margt af þessu má hann hafa heyrt í bemsku af munni fólks sem þá var komið á efra aldur. Milliliðir munu því ekki vera margir. Að því skapi hlýtur heimildargildi sagnanna að vera traustara. Það eykur enn gildi frásagnanna að höfundur er þaul- kunnugur staðháttum, og þá líka atvinnuháttum eins og þeim sem frá greinir í sögunum. Að sjálf- sögðu eru undanskildar hreinar þjóðsögur sem einnig er að finna í þessari bók. Upp úr aldamótum tók eyjabú- skap að hraka, meðal annars vegna ágengni breskra togara uppi við landsteina og þar með þverrandi fiskgengdar. Fræg er sagan af því er sýslumaður ætlaði að taka tog- ara en togaramenn sigldu með yfirvaldið og fylgdarmanninn, Snæbjöm i Hergilsey, til Bret- lands. Birtir Bergsveinn hér kvæði- skom sem maður nokkur orti um atburðinn. Ekki er það mikill skáld- Aldnir hafa orðið 17. bindi komið út SKJALDBORG hf. hefúr gefið út Aldnir hafa orðið 17. bindi eftir Erling Davíðsson. í fréttatilkynningu Skjaldborgar segir m.a.: „Bókaflokkurinn „Aldn- ir hafa orðið" varðveitir hinar merkilegustu frásagnir eldra fólks af atburðum löngu liðinna ára og um það sjálft, atvinnuhættina, sið- venjumar og bregður upp myndum af þjóðlífínu, örum breytingum og stórstígum framförum, þótt ekki sé um samfelldar ævisögur að ræða. Með hinum öldnu, sem kveðja, hverfur jafnan mikill fróðleikur og lífsviska, sem betur er geymdur. en gleymdur. Fólk það.sem segir frá í þessari bók og fyrri bókum í þessum bókaflokki, er úr ólíkum jarðvegi sprottið og starfsvett- vangur þess fjölbreyttur, svo og lífsreynsla þess. Frásagnir spegla þá liðnu tíma, sem á öld hraðans og breytinganna virðast nú þegar orðnir fjarlægir. En allar hafa þær sögulegt gildi þótt þær eigi fyrst og fremst að þjóna hlutverki góðs sögumanns, sem á fyrri tíð voru aufúsugestir. Þeir sem segja frá eru Angantýr Hjálmarsson, Ami Jónsson, Erl- ingur Davíðsson, Gestur Ólafsson, Gróa Jóhannsdóttir, Gustav Be- hrent og Hinrik A. Þórðarson. Bergsveinn Skúlason skapur en sýnir hvað mönnum var þá tamt að fella í stuðla það sem þeir vildu festa sér í minni. Er raunar meira af þess háttar kveð- skap í bókinni. Bergsveinn getur þess réttilega að »fljótt fymist. yfir orð og ör- nefni, sem tengd vom atvinnuhátt- um, þegar þeir falla úr sögunni og fáir minnast þeirra lengur.« Þau hafa orðið örlög Breiðafjarðareyja, sem og heilla hreppa norðanvert við Breiðaijörð, að byggð hefur eyðst þar með breyttum lífshátt- um. Hlunnindin kröfðust margra handa. Hlunnindabúskapurinn byggðist því á miklu fólkshaldi, ódýra vinnuafli. Þótt til séu ærnar heimildir um búskaparhætti þá, sem frá er greint í bók þessari, má segja að aldrei sé góð vísa of oft kveðin. Þess háttar kjammikið og fram- stætt líf í sambýli við náttúrana, sem lifað var í Breiðafjarðareyjum á öldinni sem leið, heyrir nú sög- unni til. Bergsveinn Skúlason, sem er orðinn maður aldurhniginn, á lof skilið fyrir allan þann fróðleik sem hann hefur dregið saman frá þessum átthögum sínum. „Nú er komiim tími tíl“ KOMIN er út á vegum Ráðherra- nefiidar Norðurlanda bókin „Nú er kominn tími til“ eftir Drude Dahlerup í íslenskri þýðingu Hildar Jónsdóttur. Bókin ber undirtitilinn leiðarvisir fyrir kon- ur í stjórnmálum og gerir grein fyrir hlutdeild kvenna í stjórn- málum Norðurlanda og baráttu þeirra fyrir að auka sinn hlut. Á blaðamannafúndi í tilefni af út- komu bókarinnar kom fram að hlutur islenskra kvenna í stjórn- málum er sá minnsti á Norðurl- öndum og taldi Jóhanna Sigurð- ardóttir, félagsmálaráðherra, stjómvöld hér mikið geta lært af þeim aðferðum sem beitt hefúr verið á hinum Norðurlöndunum til að auka hlut kvenna í stjórn- málum og lýst er í bókinni. Það er Almenna bókafélagið sem sér um dreifingu á bókinni hérlendis og mun allur ágóði renna til Kvennasögusafns Islands. Höfundur bókarinnar, Drude Da- hlerup, er lektor í stjórnmálafræðum við Háskólann í Árósum og hefur stundað kvenna- og þjóðfélagsrann- sóknir. Hún er um þessar mundir í forystu fyrir norræna BRYT-verk- efninu, sem er tilraunaverkefni á vegum Ráðherranefndarinnar sem hefur það að markmiði að þróa og reyna aðferðir sem vænlegar era til að uppræta kynskiptingu á vinnu- markaðnum. Hún sagði á blaða- mannafundinum að konur hefðu se- tið nógu lengi og beðið eftir því að fá jafnréttið á silfurfati. Þær hefðu sýnt það á síðustu 10—20 árum að unnt væri að knýja fram breytingar en frekari aðgerða væri þörf þar sem iangt væri í land að konur hefðu náð sömu stöðu og karlmenn í stjórn- málunum. Hún sagði að á Norður- löndunum væri nú runnið upp það skeið sem kalla mætti varaform- annstimabil kvennanna þar sem mjög víða hefðu konur fengið vara- formannsembætti. Þetta mætti túlka á tvennan veg, annað hvort væra þetta skilaboð til kvenna: „hingað og ekki lengra" eða áfangi á þróun- arbraut sem leiddi til þess að form- annsembættin kæmu í kjölfar vara- Morgunblaðið/Bjarni Drude Dahlerup formannsembættana. Það væri ekki nóg að konur „fengju að vera með“ í stjórnmálunum, þær yrðu að hafa áhrif. Aðspurð hveijar hún teldi skýr- ingamar á lágu hlutfalli kvenna í íslenskum stjórnmálum sagði Drude Dahierup að hér væru svo fá þing- sæti að slást um að það gætti meiri tregðu en á hinum Norðurlöndunum að eftirláta þau konum. Augu kvenna á öðrum Norðurlöndum beindust að íslandi vegna kvenna- verkfallsins 1975, kosningu Vigdísar Finnbögadóttur og framboða Kvennalistans, en þeim gengi illa að skilja hversu fáar konur ættu sæti í ríkisstjórn, á alþingi og í nefndum og ráðum hins opinbera. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, sagði að starfandi væri nefnd til að endurskoða jafn- réttislögin og einnig hefði verið sam- þykkt í ríkisstjóminni að beina því til fyrirtækja og stofnana hins opin- bera að setja sér ákveðin markmið varðandi laun, stöðuveitingar og hlunnindagreiðslur með tilliti til jafn- réttis. Jóhanna sagðist ennfremur stefna að því að auka hlut kvenna í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins. Ættarbók eftir Tryggva Emilsson ÚT er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Sjómenn og sauða- bændur eftir Tryggva Emilssson. í fréttatilkynningu Máls og menningar segir: „Bók þessi er í senn ættarskrá og aldaspegill. Höf- undur rekur þær ættir sem að hon- um standa og segir sögu forfeðra sinna allt að þijár aldir aftur í tímann. Flestir vora þeir sjómenn og sauðabændur og fær lesandinn hér merka innsýn í lífshætti al- þýðufólks fyrr á tímum. Fyrri hluti bókarinnar er að mestu bundinn við norðursýslur landsins, síðari hlutinn við Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Tryggvi rekur móðurætt föður síns til Grímseyjar og er saga eyjarinnar og þess fólks sem hana byggði rak- in í ítarlegum kafla. Fjölmargt fólk kemur við sögu og ættarskráin er þannig skrifuð að jafnframt manna- nöfnum og ártölum er sagt frá landsháttum og öðra því sem snert- ir daglegt líf fólksins, svo sem ýmsum fyrirbæram af völdum náttúrannar og ráðstöfunum valds- manna." Sjómenn og sauðabændur er 432 blaðsfður að stærð, prentuð í Prent- stofu G. Benediktssonar. Bókfell sá Tryggvi Emilsson um bókband. Kápumynd gerði Guð- jón Ketilsson. Jana með snyrtiað- stöðu Módelskólinn Jana opnaði ný- verið snyrtiaðstöðu í húsakynn- um sínum í Hafnarstræti 15, ann- arri hæð. í snyrtiaðstöðunni er boðið upp á andlitsböð, húðhreinsun, hand- og fótsnyrtingu, vaxmeðferð, var- anlega háreyðingu, meðferð við c háræðasliti, fórðun, ásamt litgrein- u ingu og snyrtinámskeið. Einnig Ihefur Módelskólinn Jana til sölu snyrtivörur og veitir ráðgjöf um . notkun þeirra. Eigendur eru Anna Gunnars- dóttir og Jón A. Siguijónsson. ' Starfsmenn auk eigenda era Huld 1 Ringsted snyrtifræðingur og Auður Ólafsdóttir listfræðingur. Anna Gunnarsdóttir t.v. og Huld Ringsted í nýopnaðri snyrtiaða- (Fréttatilkynning) stöðu Módelskólans Jönu. Alfræðibók um skák IÐUNN hefúr gefið út Alfiræði- bókina um skák eftir dr. Ingimar Jonsson, fyrrverandi forseta Skáksambandsins. í kynningu Iðunnar segir m.a.: „í Alfræðibókinni um skák er ítar- lega sagt frá fjölmörgum stórmeist,- uram og öðrum skáksnillingum, íslenskum jafnt sem erlendum, og Qallað um á sjöunda hundrað ein- staklinga sem á einn eða annan hátt tengjast tafli, sögu þess eða starfi skákhreyfingarinnar. Einnig er sagt frá öllum helstu skákbyijunum, vörnum og afbrigð- um þeirra á þann hátt að lesandinn eigi auðvelt með að glöggva sigá þessum þætti skákfræðinnar. í bók- inni er jafnframt að finna upplýs- ingar um ýmsa skákviðburði, tafl- tegundir, algengustu skákhugtök og margt fleira, og veitir hún því svör við flestum þeim spurningum Ingimar Jónsson sem upp kunna að koma þegar skák er annars vegar.“ Bókin er 367 blaðsíður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.