Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 60
NÝTT S/MANUMER 606600 Mk FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR. Sjón sem heyrir nú væntanlega sögunni til; ráðherrabílar í röð fyrir framan Alþingishúsið og öll- um ólöglega lagt. Ráðherrabílar við Alþingishúsið: Borgarráð synjaði beiðni um undanþágu frá stöðubanni Verða dregnir burt ef þeir valda hættu, segir gatnamálastjóri BORGARRÁÐ hefur synjað beiðni forseta Alþingis um að ráðherrar og þingforseti verði undanþegnir stöðubanni, sem í gildi er framan við Alþingis- húsið. Stöðuverðir munu nú ganga hart fram í þvi að halda lögum og reglu við Kirkjustræt- ið eftir að hafa haldið að sér höndum á meðan borgin hafði bón þingforseta til meðferðar. Bifreiðastöður hafa lengi verið bannaðar fyrir framan Alþingis- húsið. Þingmenn, einkum ráðherr- ar, hafa hins vegar stundað það að leggja bílum sínum þar. Eftir að stöðuverðir hófu störf í mið- bænum hefur rignt sektarmiðum yfir ráðherrabílana og kvörtuðu ráðherrar yfir þessu, að sögn Inga Ú. Magnússonar, gatnamálastjóra. Forseti Alþingis sendi svo fyrir skömmu beiðni til umferðamefndar Reykjavíkur um undanþágu frá stöðubanninu. Nefndin samþykkti beiðnina, en borgarráð hefur hins vegar hafnað henni. Að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra taldi ráðið engin efnisleg rök fyrir því að samþykkja beiðnina. „Al- þingi hefur gríðarlegan fjölda stæða í Miðbænum og ráðherrar ótrúlegan fjölda bílstjóra til að standa með sér. Það verður eitt yfir alla að ganga í þessum efn- um,“ sagði Davíð. „Ég hef sagt stöðuvörðum að sama verði að gilda um alla og bílar ráðherra verði áfram sektaðir ef þeim verður lagt þama,“ sagði gatnamálastjóri. Hingað til hefði ekki verið gripið til þess ráðs að draga bflana burt, en nú yrði geng- ið fram í því ef bílamir yllu vegfar- endum hættu. „Ef þeir leggja aftur á gangbrautina yfir Kirkjustræti, eins og stundum hefur bmgðið við, verða þeir hirtir eins og aðrir." Þrá' niilljai'ð- aránæstaári Hækkar byggingar- og framfærsluvísitölu ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra reynir nú að afla frumvarpi um hækkun vörugjalds fylgis meðal stjórn- arliða, áður en hann leggur það fram. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins felur frnmvarp ráðherrans í sér hækkun vöru- gjalds úr 14% í 20%, en vöru- gjald á sælgæti og gosdrykkjum hækki úr 14% í 25%. Þannig gerir fjármálaráðherra sér von- ir um 3 milljarða auknar tekjur í ríkissjóð á næsta ári. Ráðherra sagði i gærkvöldi að hann hefði ekki tekið endanlega ákvörðun um hækkunina eða hvenær frumvarpið verði lagt fram og fyrr vildi hann ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gerir frumvarpið ráð fyrir nýju vörugjaldi á mest allt bygg- ingarefni, svo sem innréttingar, timbur, sement, steypu, pípulagn- ingarefni og fleira upp á 10%, sem hefði það í för með sér að bygging- arvísitala myndi hækka um 3 til 4% og framfærsluvísitala um 1 til 2%. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að þessi tekjuöflunarleið fjármálaráðherra muni mælast misjafnlega fyrir innan stjórnar- flokkanna, og hafi ráðherrann því kosið að bíða með framlagningu, á meðan hann reynir að afla frum- varpinu fylgis sérhvers stjórnar- liða. Hreingerning á síðustu stundu Það var handagangur í öskj- unni í Kringlunni 4, nýrri versl- unarmiðstöð við Kringluna í Reykjavík, áður en hún var formlega opnuð almenningi í gær. Hér þurrkar verslunar- maður framkvæmdarykið af rúðu sýningarglugga rétt í þann mund sem fyrstu við- skiptavinirnir létu sjá sig. Sjá frétt á bls.4. 30 fyrirtæki í sjávarútvegi: Greiddu um 2,8 milljarða í vaxtakostnað og genmsmun STAÐA fyrirtækja í sjávarútvegi, einkum útgerðar og frystingar, er samkvæmt útreikningum endurskoðenda á vegum sjávarútvegsráðu- neytisins, töluvert lakari, en kom fram í svokölluðu punktmati Þjóð- hagsstofiiunar fyrir nóvember. Þannig telja endurskoðendurnir að tap frystingar fyrir 9 mánuði ársins sé 10,9% að meðaltali, söltunar 1,1% og útgerðar 15,7%. Samsvarandi tölur Þjóðhagsstofiiunar eru 4,7% tap á frystingu, 1,8% á söltun og 4,6% á útgerð. Munurinn skýrist að miklu leyti af mismunandi aðferðum, þar sem Þjóðhagsstofnun notar svokallaða árgreiðslu, en endurskoðendumir fara nákvæmar í afskriftir og fjár- magnskostnað. Þeir styðjast við úr- tak 30 fyrirtækja, sem á þessu tíma- bili hafa greitt 2,8 milljarða króna í vaxtagjöld, verðbætur og gengis- mun, en á móti reiknast tekjur vegna verðlagsbreytinga upp á 1,4 millj- arða. Úrtakið er talið gefa góða mynd af heildinni. í frystingu eru teícjur af rekstri taldar 5,9 milljarðar rúm- ir, þar af söluverðmæti framleiðsl- unnar 5,9 milljarðar. Rekstrargjöld eru talin 5,6 milljarðar, þar af tæpir 3 vegna hráefniskaupa og 1,6 laun og launatengd gjöld. Hagnaður án afskrifta og fjármagnskostnaðar er 288 milljónir, afskriftir 290, vaxta- gjöld, verðbætur og gengismunur 1,3 milljarðar, en reiknaðar tekjur vegna verðlagsbreytinga 664 milljónir. Tap- ið nemur því 650 milljónum króna. Tekjur söltunar eru taldar 1,9 milljarðar, í raun allt vegna afurða- sölu. Rekstrargjöld eru 1,7 milljarð- ar, þar af hráefni 1,1. Hagnaður án afskrifta og fjármagnskostnaðar er því 218 milljónir króna. Afskriftir nema 55 milljónum, vaxtagjöld verð- bætur og gengismunur 344 og tekjur vegna verðlagsbreytinga 160. Tap tímabilsins er því 20,7 milljónir. Útgerðin er metin án frystitogara og tekjur því 3,2 milljarðar. Rekstr- argjöld eru 2,7, aflahlutir og launa- tengd gjöld 1,3 og annar kostnaður 1,4. Hagnaður án afskrifta er því 460 milljónir, afskriftir nema 377 milljónum, vaxtagjöld, verðbætur og gengismunur 1,2 milljarðar, en reiknaðar tekjur vegna verðlags- breytinga 570. Tap tímabilsins er því tali 502,6 milljónir króna eða 15,7%. Hreint veltufé þessara fyrirtækja hefur samkvæmt efnahagsreikningi rýmað um 700 milljónir, nálægt 25% á þessu tímabili. Morgunblaðið/Bjarni Endurskoðunarnefiid leiðbeiningaþjónustunnar; Búreikningastofa landbúnað- arins verði flutt að Hvanneyri NEFND sem endurskoðað hefúr framkvæmd leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði leggur til að stofhaðar verði fjórar leiðbeiningamiðstöðvar úti á landi og þar verði jafiiframt hluti af þeirri rannsóknastarfsemi sem nú eru á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Einnig er lagt til að búreikningastofa landbúnaðarins verði flutt að Hvanneyri og rekin þar í tengslum við búvfsindadeild Bændaskólans, jafnframt þvi sem rann- sóknastarf verði aukið við skólann. Steingrímur J. Sigfusson land- búnaðarráðherra segir að ýmsar af tillögum nefiidarinnar séu athyglis- verðar og ekki ólíklegt að þær komist til framkvæmda. Hann segist vera að athuga hvaða atriði tillagnanna eigi erindi inn í fjárlagaumræð- una fyrir næsta ár. Nefndarmenn leggja meðal annars til að komið verði á samstarfi búnað- arsambanda sýslanna um leiðbein- ingamiðstöðvar í öllum landsfjórð- ungum. Þar verði miðstöð ráðu- nautaþjónustunnar í viðkomandi landshluta, þó ráðunautamir geti verið búsettir víðar um svæðið og búnaðarsamböndin hafi sínar skrif- stofur áfram opnar. Þeir leggja til að athugað verði hvort ekki geti ver- ið hagkvæmt að flytja einhveija rannsóknastarfsemi til þessara mið- stöðva og rannsóknamennimir hafi þá aðstöðu til rannsókna hjá bændum á svæðinu. Hlutverk þeirra yrði m.a. að aðlaga erlendar rannsóknir að íslenskum aðstæðum. Nefndin telur skynsamlegt að bún- aðarsamböndin verði áfram grunn- einingar í félagskerfi landbúnaðarins og Búnaðarfélag íslands samnefnari þeirra. Einnig að ráðunautaþjónust- an fari fram á vegum þessara aðila en ekki á vegum einstakra búgreina- félaga eins og kröfur hafa verið um. Til að efla sambandið við bændur verði hins vegar komið upp fagráðum bænda í einstökum búgreinum til að móta stefnuna í leiðbeiningum, kennslu og rannsóknum í viðkomandi búgreinum. Fjármálaráðherra vill hækkun vörúgjalds:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.