Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTF1R PÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ ívar Webster átti góðan leik gegn fyrrum félög- um sínum hjá Haukum. 82 : 80 > íslandsmótið [ körfuknattleik, úrvalsdeild. íþröttahúsið við Hagaskóla, 1. desember 1988. Gangur leiksins: 10:10, 17:16, 32:22, 38:35, 38:39, 45:45, 54:54, 72:63, 72:71, 80:80, 82:80. KR: ívar Webster 36, Ólafur Guðmundsson 18, Matt- hlas Einarsson 11, Jóhannes Kristbjömsson 11, Hörð- ur G. Gunnarsson 4, Lárus Valgarðsson 2 stig. Hauknr: Pálmar Sigurðsson 23, Jón Amar Ingvarsson 17, Tryggvi Jónsson 13, Henning Henningsson 13, ívar Ásgrfmsson 8, Reynir Kristinsson 4, Eyþór Áma- son 2 stig. Dómarar: Gunnar Valgejrsson og Kristinn Alberts- son. Þetta var erfíður leikur að dæma og komust félag- amir stórslysalaust I gegn um ólgusjó þar til í lokin. Sjá nánar texta. Ahorfcndur: Um 100. KR—HAUKAR Þór-ÍS 78 : 64 íþróttahöllin á Akureyri. íslandsmótið í körfuknattleik, fimmtudagur 1. des- ember 1988. Gangur leiksins: 5:6, 17:15, 30:22, 38:28. 46:32, 54:42, 70:50, 78:64. Stig Þórs: Guðmundur Bjömsson 19, Kristján Rafnsson 18, Konráð óskars- son 17, Jóhann Sigurðsson 11, Eiríkur Sigurðsson 5, Aðalsteinn Þorsteinsson 2, Þórir Guðlaugsson 2, Birgir Karlsson 2, Bjöm Sveinsson 1. Stig ÍS: Páll Amar 18, Jón Júlíusson 15, Valdimar Guðlaugsson 8, Þorsteinn Guðmundsson 6, Sólmundur Jónsson 6, Gísli Pálsson 6, Guðmundur Jó- hannsson 5. Dómarar: Indriði Jósafatsson og Sig- urður Valur Halldórsson. Áhorfendur: 88. Dómari í aðalhlutverki er KR lagði Hauka Segið svo að það sé ekki Iff í tuskunum íheimi fþróttanna. Það gátu menn séð í íþrótta- húsí Hagaskólans f gærkvöldi, er KR sigraði Hauka með 82 stigum gegn 80 í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Leikurinn var æsispennandi, en því miður var það dómgæslan sem lék aðalhlutverkið í lokin og svipti Hauka síðasta tækifærinu til að knýja fram jafntefli og fram- lengingu. Þannig var að Haukar byggðu upp sókn á síðustu sekúndunum og er síðustu sekúndurnar runnu út, brunaði Pálmar Sigurðsson undir körf- una, en er hann hann ætlaði að skjóta var brotið greinilega á honum, svo greinllega að það vakti furðu og reiði flestra er dómarinn undir körfunni, Krist- inn Albertsson dæmdi ekkert. Leiktfminn rann út og KR-ingar fögnuðu sigri, en þeir geta þakkað Kristni hann að hluta. Leikurinn var annars hörku- spennandi, liðin skiptust á um að hafa forystu, sem náði stundum 8-10 stigum, en var svo horfin eins og dögg fyrir sólu. Guðmundur -Var mikill hraði, Guðjónsson mikil barátta og skrifar ýmist góð hittni eða afleit. Þó virkuðu Haukar ívið heilsteyptari ef eitthvað var þrátt fyrir ósigurinn. Eitt veig- amikið atriði var þó í ólagi og það var harkan sex í fráköstum. Undir báðum körfum voru það KR-ingar sem höfðu þar yfirburði. telur sá er þetta ritar að ef jafnræði hefði verið í þeirri deild hefði Haukasigur ívar Webster, KR, Pálmar Sigurðsson, Haukum. Jón Arnar Ingvarsson, Hauk- um, Ólafur Guðmundsson, KR, Kristján Rafnsson, Þór. orðið ofan á. ívar Webster bar höfuð og herð- ar yfír félaga sína bæði í vöm og sókn, en auk hans voru það þeir Jóhannes Kristbjömsson, Matthías Einarsson og Ólafur Guðmundsson sem báru hitann og þungann af sigrinum. Pálmar Sigurðsson bar nokkuð af hjá Haukum þótt ekki gengi hann heill til skógar. Skoraði hann að minnsta kosti 4 þriggja stiga körfur þegar mikið lá við. Þá má til með að geta Jóns Arnars Ingvasonar, en þar er geysilega efnilegur leikmaður á ferðinni. Dýrmnt stig Þórs Kristján Rafnsson var maður leiksins þegar Þórsarar tryggðu sér tvö dýrmæt stig með að leggja ÍS að velli, 78:64, í léleg- WKKKKKKtU um le>k. Kristján Reynir sýndi skemmtilega Eiriksson spretti í byrjun skrifar seinni hálfleiksins og var maðurinn á bak við að Þór náði tuttugu stiga forskoti, 70:50, og unnu sigur. KNATTSPYRNA / ENGLAND Venebles hefur keypt leik menn fyrir 5.5 millj. pund Terry Venebles, framkvæmda- stjóri Tottenham t hefur verið með aðra höndina á buddunni allar götur síðan að hann kom til Totten- ham °S er það þó FráBob ekki svo ýkja langt Hennessy síðan. Annað hvort / Englandi til þess að reiða fram seðla, eða til að setja seðla ofan í fyrir selda leik- menn. Eru það nú orðnar álitlegar Qárhæðir sem farið hafa gegn um hendur stjórans, en við skulum riíja upp viðskiptin sem hafa blómstrað svo mjög í kring um Venebles og Tottenham. Fyrst skulum við nefna aðkeypta leikmenn, en fyrir þá hefur Vene- bles greitt hálfa sjöttu milljón. Það eru Terry Fenwick frá QPR, sem kostaði 550.000 pund, Paul Walsh frá Liverpool sem kostaði 500.000 pund, Paul Stewart frá Manchester City sem kostaði litlar 1,7 milljónir punda, Paul Gascoign frá New- castle sem kostaði gott betur, 2 milljónir sléttar, Bobby Mimms frá Everton sem kostaði 375 pund og Peter Guthrie frá Waymouth sem kostaði 100.000 pund. Auk þess hefur Venebles leigt tyrkneska leik- manninn Nayim frá Barcelona. Og þá eru það sölurnar. Clive Allen til Bordeaux fyrir 1 milljón punda, Nico Claessen til Antwerp fyrir 600.000 pund, Steve Hodge til Nottingham Forest fyrir 575.000 pund, Neil Rudduck til Millwall fyr- ir 300.000. jiund, Johnny Metgod til Feyenoord fyrir 250.000 pund, Tony Parks til Brentford fyrir 60.000 pund, auk þess sem þeir Ossie Ardiles og John Choedozie fengu fijálsar sölur, sá fyrrnefndi fór til QPR, en sá síðarnefndi til Derby. Venebles hefur því keypt leik- menn fyrir 5,5 milljónir, en selt fyrir 2 milljónir 785 þúsundir. 57 Hinir vinsælu barnaskórfrá portú- galska fyrirtækinu JIP komnir aftur Stærðir: 18-24. Litir: Hvítt, bleikt, rautt og dökkblátt. Henta velfyrir íslenska barna- fætur, enda mælum við með þeim heilshugar Verðfrákr. 2.590,- Domus Medica. S. 18519. KRINGMN Kta newn S. 689212 21212 Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Sóleyjargata o.fl. Birkihlíð Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 o.fl. Skúlagata Laufásvegur 58-79 o.fl. Háteigsvegur Sæviðarsund K0PAV0GUR Kársnesbraut 77-139 o.fl. ARBÆR Þingás - jnt«9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.