Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 39
39 velja eina „mublu“ í öllu Þýskalandi til að hafa með sér til íslands, þá hefði „Das Grosse Fass“ komið sterklega til greina. Ómar var mik- ill gleðimaður, þó án þess að til vandræða horfði. Þegar til íslands kom, gerðist Ómar skólatannlæknir og stundaði það starf af alúð. Jafn- framt rak hann eigin tannlækna- stofu. Hann var vel metinn sem tannlæknir enda ákaflega nærgæt- inn að eðlisfari. Ómar kvæntist heitmey sinni og bekkjarsystur Helgu Brynjólfsdótt- ur og höfðu þau verið gift í rúm 30 ár, þegar kallið kom. Helga er dóttir hjónanna Brynjólfs Sig- tryggssonar, kennara í Krossanesi og Guðrúnar Rósinkransdóttur af Arnardalsætt. Helga er ein af þess- um konum, sem verða alltaf fal- legri og glæsilegri með aldrinum og var þó falleg fyrir. Ómar er sonur sæmdarhjónanna Þórhalls Friðfinnssonar klæðskera- meistara frá Borgum í Vopnafírði, f. 1911 og Guðrúnar Guðlaugs- dóttur frá Fellskoti í Biskupstung- um, f. 1907. Þau hjón eru bæði á lífí við ágæta heilsu. Bæði eru þau hin glæsilegustu á velli, þrátt fýrir háan aldur. Einkasystir Ómars er Kolbrún, f. 1936, gift Erling Aspe- lund, fv. framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum og núverandi fulltrúa forstjóra Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Mikið ástríki var með Ómari, foreldrum hans og systur, sem nú sjá á bak einkasyni og einkabróður svona langt fyrir aldur fram. Böm Ómars og Helgu eru Þór- hallur, f. 1959, kvæntur Rósu Gísla- dóttur, Guðrún, f. 1963 í sambúð með Pétri Arthurssyni og Ragnar f. 1965. Þau sjá nú á bak ástríkum föður sínum. Fyrir okkur bræðmnum, eigin- konu minni og fjölskyldu hennar er minningin um Ómar björt og full af þakklæti fyrir þá gleði sem hann hefur ævinlega skapað með návist sinni. Síðasta minningin er full af gríni og er að ég hygg ein- kennandi fyrir Ómar, sem lét sér ekkert óviðkomandi. En þannig var mál með vexti að Þórarinn bróðir minn var í sunnudagsgönguferð í Qömnni á sunnanverðu Seltjamar- nesi, þar mætti hann Ómari sem var þar með hundinn sinn í þeim erindagjörðum að kenna honum að gelta! Svona var Ómar. Hundar eiga að gelta á sama hátt og mennimir . eiga að tala. Og ef hundarnir kunna ekki að gelta þá verður að sjálf- sögðu að kenna þeim það. Mér finnst þessi minning um Ómar alveg óborganleg og lýsa betur en margt annað hvernig lífssnillingur var hér á ferðinni. Við Hanna vottum eiginkonunni traustu, börnunum, foreldmm og öðmm ástvinum okkar dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Eyþórs Ómars Þórhallssonar. Edgar Guðmundsson Eyþór Ómar Þórhallsson, tann- læknir, lést snögglega á heimili sínu miðvikudáginn 23. þ.m, 53 ára að aldri. Ómar fæddist í Reykjavík 28. janúar 1935, sonur hjónanna Þór- halls Friðfinnssonar, klæðskera- meistara, sem ættaður var frá Borgum í Vopnafirði, og Guðrúnar Guðlaugsdóttur frá Fellskoti í Bisk- upstungum. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni vorið 1957. Stundaði nám í tann- lækningum í Heidelberg og Kiel í Þýskalandi og lauk prófi í þeirri grein árið 1967. Að námi loknu gerðist hann skólatannlæknir í Reykjavík og gegndi því starfi alla tíð, síðast í Fossvogsskóla. Jafn- framt starfaði hann á tannlækna- stofu, fyrstu árin sem aðstoðartann- læknir m.a. hjá Gunnari Þormar, Jóni Hafstein og Ulfari Helgasyni. Sumrin 1968—1973 var hann tann- læknir í Ólafsvík. Frá 1975 rak hann eigin tannlæknastofu ( Kópa- vogi. Omar kvæntist árið 1959 Helgu Brynjólfsdóttur frá Ytra-Krossanesi við Akureyri, skólasystur sinni frá Laugarvatni. Þau eiga þtjú mann- vænleg böm. Kynni okkar Ómars eru þannig til komin að konur okkar, Sigrún og Helga, voru systur. Var alltaf MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 góður vinskapur milli heimilanna og tíðar heimsóknir, og stundum ferðuðumst við saman. Alltaf var jafn ánægjulegt að koma til þeirra Helgu og Ómars þar sem þau bjuggu að Tjarnarbóli 4 á Seltjarn- amesi. Ómar var óþreytandi að gera við tennur fjölskyldumeðlima, hvort heldur var á virkum degi eða frídegi, enda maðurinn einstaklega greiðvikinn og óeigingjarn. Það hygg ég að vandalausir geti borið um, sem leituðu til hans á tann- læknastofuna, að þeim hafi verið tekið af stakri ljúfmennsku og reikningar hafðir vel neðan við þau mörk sem gjaldskráin heimilaði. Enda var það ijarri Ómari að okra á náunganum eða safna fé í sjóði. A bernsku- og unglingsárum var Ómar tíðum í Fellskoti í sumardvöl hjá frændfólki sínu. Var auðheyrt að hann átti margar minningar þaðan. Er mér nær að halda að angan úr hvammi og niður í gili hafí gjaman fléttast við drauma hans síðan. Þau hjónin fóru iðulega í Fellskot og héldu tengslum við sveitina. Þegar árin liðu gengum við Ómar báðir í stangveiðifélagið Ármenn og hófum fljótlega upp úr því veiði- ferðir saman, oftast ásamt Bjama Kristjánssyni. Urðu þær ferðir æði margar áður en lauk, í Hlíðarvatn í Selvogi, Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal, VopnaQörð, Vatnsdalsá, Sogið og víðar. I slíkum ferðum kynnast menn náið. Það er ekki aðeins í amstrinu við veiðarnar og spennunni sem því fylgir heldur ekki síður þegar komið er í hús að kvöldi og slakað á eftir áreynslu dagsins. Við þremenningarnir átt- um margar góðar stundir í veiði- húsi þar sem sagðar voru skrýtnar sögur eða farið með kímilegar vísur. Stundum var gripið til seiðmagn- aðra ljóða töframanna í skáldlist- inni. Ómar kunni vel að meta slíka hluti. Það sem einkenndi hann kannski mest var fölskvalaus gam- ansemi, einlægni og alveg einstök hógværð. Omar hafði næmt auga fyrir náttúrunni og tók vel eftir fyrirbær- um hennar. Atferli fugla varð hon- um oft að umræðuefni. Það er áhrifamikið að sjá og heyra flota helsingja fljúga odda- flug inn Vatnsdal í rökkurbyijun síðsumars. Sú sýn gleymist seint. Eða virða fyrir sér endumar á Laxá þar sem þær iðka listir sínar í fluga- straumnum. Að ekki sé tala£ um þann titring sem fer um æðar og taugar þegar laxinn þrífur fluguna og hvín í veiðihjólinu. Þetta eru stakar myndir úr ferðum okkar. Handan við Okið er hafið grátt, heiðarfugl stefnir i suðurátt, langt mun hans flug áður dagur dvín, drýgri er þó spölurinn heim til mín. Svo kvað Jón Helgason. Erindið rifjaðist upp einhveiju sinni í veiði- ferð okkar þriggja, í það skiptið í Borgarfirði. Með þeim orðum kveð ég nú vin minn og félaga, Eyþór Ómar, þegar hann leggur upp í síðustu ferðina. Jón Erlingur Þorláksson Mig langar með fáeinum orðum að minnast Eyþórs Ómars Þórhalls- sonar tannlæknis, sem varð bráð- kvaddur á heimili sínu hinn 23. nóvember sl., langt fyrir aldur fram eða á 54. aldursári. Hann fæddist 28. janúar 1935 í Reykjavík. Foreldrar hans, sem lifa son sinn, eru Þórhallur Friðfinns- son, klæðskerameistari, ættaður úr Vopnafirði, og kona hans, Guðrún Guðlaugsdóttir, ættuð úr Biskups- tungum. Eyþór Ómar varð stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1957. Hann tók tannlæknapróf frá háskólanum í Kiel í Þýskalandi 1967. Hann var aðstoðartannlæknir og skólatannlæknir í Reykjavík til 1975, en vann á sumrin í Ólafsvík 1968—73. Eyþór Ómar rak eigin tannlæknastofti í Kópavogi frá ár- inu 1975. Eyþór Ómar kvæntist árið 1959 Helgu Brynjólfsdóttur frá Krossa- nesi í Eyjafirði. Þau voru samstúd- entar frá Menntaskólanum á Laug- arvatni. Börn þeirra eru Þórhallur, Guðrún og Ragnar. Ég kynntist Eyþóri Ómari fyrst árið 1970 en þá var hann bæði aðstoðarmaður minn og staðgeng- ill. Tókst með okkur góð vinátta, sem varð sífellt betri og einlægari með árunum. Síðan árið 1984 höf- um við verið samstarfsmenn. Mín reynsla af Eyþóri Ómari var sú að honum væri gott að treysta. Hann var mikill drengskaparmaður. Mér fannst hann hlédrægur og vildi láta lítið fara fyrir sér. Hann var greiðvikinn maður en þó án þess að vilja láta mikið á því bera að hann væri að gera greiða. Hann gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Þegar ég sé hann fyrir mér er hann glaður og reifur, glettnis- legur og gat verið hóflega stríðinn. Ég skrifa þessi orð til að þakka Ómari samveruna, vináttuna og öll okkar góðu samskipti. Ég votta ekkju hans, börnum hans og foreldrum innilega samúð mína og bið guð að blessa minningu hans. Úlfar Helgason Eyþór Ómar Þórhallsson tann- læknir er dáinn, langt um aldur fram. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu að kvöldi, 23. nóvember sl. Hann fór til vinnu að morgni en var dáinn að kveldi. Enginn veit nær kallið kemur. Eyþór Ómar var fæddur í Reykjavík 28. janúar 1935, sonur Þórhalls Friðfinnssonar, klæðskera og konu hans, Guðrúnar Guðlaugs- dóttur. Hann tók stúdentspróf frá Laug- arvatni 1957 og tannlæknapróf frá Kiel 1967. Hann réðsttil skólatann- lækninga Reykjavíkur strax eftir tannlæknispróf og vann þar sam- fellt til dauðadags eða í 21 ár og hafði lengstan starfsaldur þeirra tannlækna, sem þar unnu, þegar hann dó. Samhliða skólatannlækn- ingum rak hann sína eigin tann- lækningastofu. Eyþór Ómar kvæntist 28. mars 1959 Helgu Brynjólfsdóttur frá Krossanesi í Eyjafirði. Þau eignuð- ust þijú börn: Þórhall, fæddan 4. júní 1959; Guðrúnu fædda 12. ágúst 1963; og Ragnar fæddan 28. nóvember 1965. Eyþór Ómar var traustur maður og farsæll í starfi og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Hann var hlédrægur og tranaði sér ekki fram, en vann sín verk hljóðlátlega af vandvirkni og samviskusemi. Hann átti sér áhugamál sem hann iðkaði í tómstundum og tengdi það okkur traustum böndum. En það var stangveiði með flugu og fluguhnýtingar. Þegar við hittumst var meira talað um. veiðiskap en hið daglega brauðstrit. Hlíðarvatn í Selvogi, þessi perla meðal íslenskra veiðivatna, var okk- ur óþijótandi umræðuefni. Stund- um gefur það mokveiði en stundum litla sem enga. Bleikjan er aristókr- at og það þýðir ekki að bjóða henni annað en það sem hæfír umhverfinu og er tilreitt eftir hennar smekk. Sumir veiðimenn hafa gaman af að segja sögur, aðrir hafa meira gaman af að hlusta á veiðisögur. Þessar tvær manngerðir eru auðvit- að mjög háðar hvor annarri. Enginn segir sögur nema einhver hlusti. Því er einnig haldið fram að veiði- sögur séu sjaldnast sagnfræðilega réttar og tölum sé þar aldrei að treysta nema þá ártölum. Þetta er auðvitað rangt, en það þarf kunn- áttu og æfingu til að fínna vísdóm- inn í sögunum líkt og tökufiskinn í hylnum. Góður áheyrandi „les“ söguna líkt og veiðimaður „les“ veiðivatn, finnur þannig vísdómskomin og gerir sér mat úr. Eyþór Ómar var oftar í hópi hlustenda. Hann barst lítt á í.veiði- skap, ræddi af háttvísi um veiði- bráð, deildi veiðigleði méð félögum sínum og var hæverskur áhorfandi, svo vitnað sé í siðareglur Ármanna. En hann veiddi oft meira en aðrir. Það verður öðruvísi en áður við Hlíðarvatn næsta sumar. í Foss- vogsskóla og Hamraborg 5 standa nú tannlæknastofur auðar. Stærst er þó breytingin að Tjarn- arbóli 4. En lífið heldur áfram og tímjnn reynir að græða sárin. Ég votta Helgu og börnunum mína dýpstu samúð. Stefán Finnbogason Útlit og heilbrigði Eplaedik er til margs gagnlegfr' Um margra áratuga skeið hafa menn trúað á lækningamátt epla- ediks — það hefur verið álitið eins- konar undralyf til nota bæði inn- og útvortis. Þessi trú á eplaedikið virðist engan veginn í rénun, og nú telja margir að það sé mjög gott við gigtarverkjum, þreytu eða sleni, harðlífi og til að koma jafn- vægi á sýrustig líkamans. Það er vegna kalíuminnihalds eplaediksins sem það er talið gott við gigt, því kalíum hefur áhrif á sýrustigið. Margir taka einnig tvær teskeiðar af eplaediki í glasi af vatni tvisvar á dag — fyrir mat. Það auðveldar líkamanum að vinna kalk úr fæðunni, og það á einnig að véra gott fyrir þá sem eru í megrun því það bætir brennslu næringarefnanna. Útvortis er eplaedik notað við kláða og skordýrabiti. Einnig er gott að setja svona tvær teskeiðar í skolvatnið eftir hárþvott. Það hreinsar burtu síðustu sápuleif- arnar og gerir hárið gljáandi. Gott eplaedik fæst bæði f kjör- búðum og í svonefndum heilsu- búðum. Hjólreiðar — beztar í hófi Hjá Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum hefur um margra ára skeið verið fylgzt með lifnaðar- háttum 17.000 manna í vísinda- skyni. Hafa þessar rannsóknir sýnt að þeir sem stunda hæfílegar líkamsæfíngar lifa lengur, og koma þær niðurstöður fáum á óvart. Eftir margra ára könnun komust vísindamenn að þeirri nið- urstöðu að þeir sem eru undir eðlilegri þyngd og stunda líkams- æfíngar í óhófi eru almennt skammlífari en hinir, sem halda eðlilegri þyngd og stunda líkams- æfíngarnar reglulega, en í hófí. Undirhökur Oftast myndast undirhökur í rúminu. Flest viljum við hafa kodda undir höfðinu þegar við sofum, sumir jafnvel tvo kodda. Þegar til lengdar lætur verður ekki hjá því komizt að þessir kodd- ar verði þess valdandi að pokar taki að myndast undir hökunni þar sem engir pokar eiga að vera. Bezt af öllu væri að sofa á sléttu rúminu, en það þykir flest- um mjög óþægilegt. Næst bezt er að sofa á koddarúllu („pullu"), og þar næst kemur að sofa á litl- um, samanrúlluðum kodda. Kodd- inn er þá settur undir hnakkagróf- ina svo neðri kjálkinn sé óhindrað- ur og afslappaður. Og fyrir alla muni, lofíð kjálkanum að síga svo munnurinn opnist lítillega. Það er reyndar ágætis ráð við svefn- leysi. Því fylgir mikil afslöppun að slaka vel á kjálkavöðvunum. Ef undirhakan er þegar tekin að myndast getur verið gott að gefa henni smá nudd. Bleytið handklæði litillega með köldu vatni eða andlits-baðvatni, haldið í sitt hvom enda handklæðisins og strekkið snöggt á því þannig að það sláist upp undir hökuna. Þetta örvar blóðrásina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.