Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.12.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1988 7 Hafnarfjörður: Umferðarljós tekin í notkun á 3 gatnamótum UMFERÐARLJÓS verða tekin í notkun á þrem gatnamótum í Hafiiarfirði á morgun, laugar- dag, þ.e.a.s. gatnamótum Hafh- arfjarðarvegar og Flatahrauns, Reykjanesbrautar og Lækjar- götu-Lækjarbergs og Reykjavík- urvegar og Flatahrauns. Upp- setning ljósanna kostar samtals um Qórar milljónir króna. Umferðarljósin á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Reykjanes- brautar verða samtengd umferðar- ljósum á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ. Umferðarljósin á Hafnar- fjarðarvegi og Reykjanesbraut eru kostuð af Vegagerðinni en umferð- arljósin á Reykjavíkurvegi eru kost- uð af Hafnarfjarðarbæ, segir í fréttatilkynningu. Agæti og Þykkvabæjarkartöflur: Sameinast um pökkun og dreifingu kartafina TVEIR stærstu kartöfluheild- salarnir, Ágæti hf. og Þykkva- bæjarkartöflur hf., hafa sam- einast um pökkun og dreifíngu kartaflna.^ Pökkunin verður í aðstöðu Ágætis og þaðan fer dreifingin firam héðan í frá. Arnar Ingólfsson framkvæmda- sfjóri Ágætis segir að þessi sam- vinna gæti orðið fyrsta skrefið til sameiningar þessara tveggja fyrirtækja sem bæði eru í meiri- hlutaeigu kartöflubænda. Þá eru einnig að hefjast viðræður þessarra fyrirtækja við Sölufé- INNLENT lag garðyrkjubænda og Banana hf. um víðtæka samvinnu í dreifingu grænmetis og kart- aflna. Arnar segist hafa unnið að því að koma á friði á þessum mark- aði. Hann segir að ríkt hafi stríð en ekki samkeppni. Hægt væri að auka hagkvæmni dreifingarinnar án þess að slaka á gæðakröfum. Það kæmi til dæmis hvorki fram- leiðendum né neytendum til góða að 5-6 sendibílar ækju hver á eft- ir öðrum í verslanirnar. í frétt frá Þykkvabæjarkartöfl- um og Ágæti kemur fram að bæði fyrirtækin hafí orðið fyrir áföllum á undanförnum mánuðum vegna gjaldþrota og lokunar verslana. Sameining pökkunar og útkeyrslu dragi úr kostnaði en leiði ekki til lakari gæða eða þjónustu. Bæði vörumerkin verða notuð áfram. Morgunblaðið/Þorkell Davíð Oddsson, borgarsfjóri, klippir á borðann, sem strengdur var yfir aðalganginn á fyrstu hæð nýju verslunarmiðstöðvarinnar. Fjöldi manns var viðstaddur opnunarathöfiiina. V erslunarmiðstöð- in Kringlan 4 opnuð 120 verslanir í þremur húsum við Kringluna NY verslunarmiðstöð var opnuð í gær í Kringlunni 4 í Reykjavík. I byggingunni eru 20 verslanir á tveimur neðstu hæðunum, en einnig verða þar skrifstofiir á efri hæðum. Davíð Oddsson borgarsfjóri opnaði húsið formlega klukkan þijú í gær og að sögn aðstandenda hússins komu þúsundir manna að skoða sig um og versla í hinum nýju húsakynnum. Jónas Sveinsson, annar for- svarsmanna fyrirtækisins For- um, sem rekur Kringluna 4, sagði að þrátt fyrir samdrátt- artíma í byggingu verslunar- húsnæðis teldi hann að verslun- armiðstöðvar á borð við þessa ættu framtíðina fyrir sér. „Fyrir- tæki vilja vera fleiri saman. Það sparar auglýsingar og ýmislegt annað hagræði er að slíkum rekstri,“ sagði Jónas. Von bráðar verður opnuð við hlið Kringlunnar 4 Kringlan 6, þar sem verða 40 verslanir. Jón- as sagði að þegar að því kæmi yrðu við Kringluna þijár verslun- armiðstöðvar með samtals yfir 120 verslanir. GULLVÆGAR BÆKUR í SAFNIÐ Þrautgóðir ó raunastund Steinar J. Lúðviksson Björgunar- og sjóslysasaga íslands, 19. bindi Bókin fjollar um árin 1972—1974. Þá gerðust margir stórviðburðir. Togarinn Hamranes sökk út af Jökli 1972. Hörmuleg sjóslys urðu í skaðaveðrum 1973 þegar vélbátarnir María og Sjöstjarnan fórust. Einn- ig segir frá strandi Port Vale við ósa Lagarfljóts. Minningar Huldu Á Steffánsdóttur Skólastarf og efri ár Hulda segir frá Kvennask'ólanum á Blönduósi þar sem hún var skólastjóri og Húsmæðraskóla Reykjavíkur sem hún veitti forstöðu. ,,Mér finnst bókin msð hinum beztu, sem ég hef lesið þessarar tegundar" Þór Magnússon, þjóðminja- VÖrður um fyrstu minningabólr Huldu ( bréfi til hennar 10. jan. 1986. Þjóðhættir og þjóðtrú Skráð af Þórði safnstjóra i Skógum Þessi bók er árangur af samstarfi Þórðar Tómassonar safn- stjóra í Skógum og Sigurðar Þórðarsonar hins fróða af Mýrum í Hornofirði. Hér greinir frá lífi og starfi, þjóð- siðum og þjóðtrú. OR.LYGUR SlÐUMÚLA 11, SÍMI 8 48 66 VjS/Q’Sd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.