Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESÉMBER 1988 23 Mývatnssveit: Fjölmenni í jólakaffi Björk, Mývatnssveit. KÍSILIÐJAN hf. bauð starfsfólki fyrirtækisins, mökum og gestum í svokallað jólakaffi í Hótel Reynihlíð síðastliðinn sunnudag. Veitt var af rausn. Framkvæmdastjórinn, Róbert Agnarsson, bauð viðstadda, sem voru á milli 70 og 80, velkomna. Hann kvað rekstur Kísiliðjunnar hafa gengið þokkalega á yfirstand- andi ári og var bjartsýnn á framtíð- ina. Kísiliðjan er ákaflega mikil lyfti- stöng fyrir íbúa Mývatnssveitar, ekki síst þegar þess er gætt að atvinna hefur dregist saraan víða um land og mörg fyrirtæki eiga nú í rekstrarerfiðleikum. Er þá vissu- lega ánægjulegt að heyra að fram- leiðsla og sala á kísilgúr gengur vel og fjölmargir hafa þar örugga at- vinnu. Á meðan setið var við jólakaffí- borð Kísiliðjunnar söng Kirkjukór Reykjahlíðarsóknar nokkur jólalög undir stjóm Jóns Áma Sigfussonar. Kristján PHILIPS býður þessa fullkomnu samstaeðu á sérstæðu verði allt til jóla. - Geislaspilari, plötuspilari, tvöfalt snældutæki, útvarpsvið- tæki, magnari og tveir hátalarar. - PHILIPS er brautryðjandinn í gerð geislaspilara; gæði, frágangur og útlit í sérflokki. • Geislaspilari. 20 laga minni, fullkominn lagaleitari ásamt fínstillingu, stafrænn gluggi. Tekur bæði 5 og 3ja tommu diska. • Plötuspilari. Hálfsjálfvirkur, 2ja hraða, 45 og 33 snúninga. • Útvarpstækl. Stafrænt með 10 stöðva minni. FM sterio/mono. Sjálfvirkur leitari og flnstilling á hverri bylgju. • Tvöfalt snældutæki. Hámarks hljómgæði. Sjálfvirk stöðvun við enda á snældu. Teljari. Pása. sjálfvirk upptökustilling. • Magnari. 2x40músík-Wött. Graflskur tónjafnari. Hljómstilling á sleða. Steríójafnvægi á sleðastillingu. Stungur fyrir hljóðnema og heymartól. • Hátalarar. Stafrænir, 40músík-Wött. Láttu jólin hljóma með PHILIPS. Heimilistæki hf Sætúni 8 SlMI: 69 15 15 Hafharstræti 3 SÍMI: 691525 Kringlunni SÍMI: 69 15 20 i SOMUflgUM, Hrossin frá Svaðastöðum Bókmenntir Sigurjón Björnsson Anders Hansen: Svaðastaðahrossin. Uppruni og saga. 1. bindi. ísafold. Reykjavík 1988. 366 bls. Hér birtist sjónum mikil og veg- leg bók sem ég býst við að allir sem á einn eða annan veg sýsla um hross líti til með eftirvæntingu. Og er þetta aðeins fyrsta bindi. Menn þurfa ekki að vera ýkja vel að sér í hrossafræðum til þess að hafa heyrt getið um Svaðastaða- hross. Ásamt tveimur eða þremur öðrum hrossastofnum, Hindisvíkur- kyni og Hornafjarðarhrossum, er Svaðastaðastofn talinn til þekktasta og útbreiddasta hrossakyns hér á landi. En að sjálfsögðu er þó íslenskt hrossakyn eitt og hið sama, aðeins er um lítilsháttar staðbundn- ar breytingar að ræða. Ókunnugum skal tjáð að þetta merka kyn á rætur að rekja til Svaðastaða sem eru í Skagafirði austanverðum, nánar tiltekið í Viðvíkursveit. Allt frá því á síðustu öld voru Svaðastaðabændur þekktir að því að eiga góð hross, og frá því laust eftir síðustu aldamót var lögð áhersla á skyldleikaræktun þessara hrossa. Sfðan hafa þessi hross dreifst um allar jarðir. Víða hafa þau blandast öðrum kynjum, en sums staðar hafa þau verið rækt- uð sér — að vísu víðast með ein- hverri blöndun annars staðar frá. Slíka sérræktun kallar höfundur „línur“ og greinir frá fimm ættlín- um Svaðastaðastofnsins, þ.e. Kolkuósslínu, Axlarhagalínu, Hofs- staðalínu, Kirkjubæjarlínu og Sauð- árkrókslínu. í þessu bindi er fyrst rætt um upphaf Svaðastaðahrossa. Telur höfundur hugsanlegt að rekja megi ættir þessara hrossa allt aftur til 1760. Raunverulegur fjörkippur komst þó ekki í hrossarækt á Svaðastöðum fyrr en Pálmi Símon- arson tók við búi þar árið 1900, en bjó þar um langan aldur og var faðir Friðriks er þar býr nú. Er all- mikið sagt frá þeim Svaðastaða- bændum og kunnustu hrossum frá eldri tíð á fyrstu 40 bls. bókar. Þá kemur næst langur kafli (45 bls.) er nefnist Hólar í Hjaltadal: Svaðastaðahross ræktuð á eina hrossaræktarbúi ríkisins. Segir þar frá ræktun hrossa á Hólum frá því að hún hófst þar árið 1964. Er sú saga rakin vendilega, birt reglugerð Hólabúsins, gerð grein fyrir 21 stóðhesti frá 1964-1987 og 52 stofnhryssum. Höfundur telur að meðan Hólabúið ástundaði ræktun Svaðastaðahrossa eins og því var skylt skv. reglugerð, hafi góður árangur náðst. Nú telur hann hins vegar að horfi til verri vegar, ný og vafasöm stefna hafí verið tekin og hefur hann um það mörg orð og sum stór. Að þessum pistli loknum er farið að gera grein fyrir „ættlínum" og hefst sú greinargerð á frásögn af Kolkuósshrossum og ræktunar- starfí þar allt frá aldamótum og uns síðustu hrossin voru seld þaðan árið 1984. Þetta er geysilöng frá- sögn, 125 bls., og er víða komið við. Sagt er frá Kolkuóssbændum og athöfnum þeirra, mikill fyöldi hrossa er tilgreindur og þau eru ættfærð. Mest púðrið fer þó í stóð- hestinn Hörð 591, sem er eins og höfundur segir, „að öllum líkindum glæsilegasti og tilþrifamesti stóð- hesturinn, sem komið hefur fram í ræktun hrossa af Kolkuósskyni". Um þennan hest urðu hinar mestu deilur, mikil blaðaskrif, svívirðingar á báða bóga og jafnvel heilu blaða- greinamar. Og höfundur rennir sér ótrauður í slaginn og heldur uppi skeleggri vöm fyrir Hörð. En Kolkuóssannáll er aldeilis ekki búinn, því að nú er eftir að greina frá hvert allur sá mikli hryssufjöldi fór, sem ráðstafa þurfti þegar Kolkuóssbúið leystist upp. Sumir keyptu hross í stórum slump- um og hófu ræktun á eigin vegum. Er hér getið einna níu ræktunarbúa með stofni frá Kolkuósi, hross em talin, ættfærð o.s.frv. Þá fer nú að síga á seinni hluta bókar. Eftir er þó mikil umfjöllun um hrossaræktun Halldórs Sigurðs- sonar í Stokkhólma. Þann þátt nefnir höfundur Svaðastaðaræktun með blöndu 'Kolkuóss- og Kirkju- bæjarhrossa. Taldar em og ætt- færðar 43 stofnhryssur og lýst er gæðingum og stóðhestum. Sérstak- ur þáttur er um hinn fræga Stokk- hólma-Rauð 618, sem „er ásamt Herði 591 frá Kolkuósi fremsti stóð- hestur sem fram hefur komið af Svaðastaðastofni eftir 1960“. Fremur stuttur kafli er um hrossa- ræktun Leifs Þórarinssonar bónda í Keldudal í Hegranesi. Sú ræktun er ekki umfangsmikil og á sér ekki langan aldur, en árangur hefur þótt með ágætum og vakið mikla athygli. Og bókin endar á örstuttum þætti um hrossarækt á Áslandi og Barkarstöðum í Vestur-Húnavatns- sýslu. Margt mætti um þessa miklu bók segja, enda býst ég við að hesta- Anders Hansen menn og hrossabændur muni gera það. Eg mun hins vegar ekki lengja mál mitt úr hófi eftir þessa inni- haldslýsingu. Fyrst er þess að geta að bókin er sérlega vel gerð að ytra búnaði. Brot er stórt, letur gott, breiðar spássíur og pappír góður. Geysimik- ill fyöldi mynda er í bókinni, einkum af hrossum, eins og geta má nærri. Sumar þeirra eru í lit og afar falleg- ar. Bókin er barmafull af fróðleik um hross og ættir þeirra og eigin- leika — og ekki er kannski minnst um vert að lesandi fær glögga vitn- eskju um fjölmörg hrossaræktun- arbú og getur gert sér grein fyrir því hvers konar hross eru ræktuð þar. Þetta er þannig mjög dýrmæt uppsláttarbók, eða verður það, þeg- ar nafnaskrár koma. Verða vonandi tæmandi skrár yfir nöfn hrossa, manna og staða í lok síðasta bindis. Texti bókarinnar er yfirleitt lip- urlega skrifaður, þó að ekki sé hann ávallt hnökralaus. Þó nokkuð er um þarflausar end- urtekningar sums staðar. t.a.m. fínnst mér óþarflega oft minnst á að Pálmi á Svaðastöðum hafi girt alla landareign sína, svo að eitthvað sé nefnt. Þá finnst mér það ljóður að birta heilu blaðagreinamar bæði eftir bókarhöfund og aðra, einkum þar sem aðalefni þeirra er yfírleitt endursagt að mestu annars staðar í bókinni. Ekki dettur mér í hug að bera brigður á gæði Svaðastaðahrossa (auðvitað er þar musl innan og sam- an við). Samt sem áður þykir mér höfundur fara fullgeist í aðdáun sinni. Stundum er teflt á tæpasta vað að gera merkisgripi að Svaða- staðahrossum. T.a.m. fínnst mér vera fremur þunnt Svaðastaðablóð- ið í þeim Sörla 653 og Hrafni 802. Sörli gæti með sama rétti talist af Eiríksstaðakyni og Hrafn af Homa- ijarðarkyni. Annars ætla ég ekki að hætta mér frekar út í þessi við- kvæmu mál. Það er alkunna að mönnum hitnar einatt í hamsi, þeg- ar þau ber á góma, og síst vil ég eiga yfir höfði mér „barsmíðar", „handalögmál" eða „svipuhögg“. Hvað sem því líður las ég bókina mér til gagns og ánægju, mun öft líta í hana aftur og hlakka til næsta bindis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.