Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 27
I eða ekki, það er lóðið. Ég bið lesand- ann að veita því athygli að öðnlm þræði er þetta afar hversdagsleg hugsun. Ég hef sjálfur, eins og íjöldinn allur af fólki, nokkra hneigð til þess á viðkvæmum stundum að reyna að lýsa því hvemig mér líður. En svo sagði einhver við mig í rúm- inu fyrir skemmstu: „Ekki segja neitt! Bara gera það!“ Hann hefði líka getað sagt: „Ekki hugsa neitt! Bara gera það!" Þetta virðist vera einfaldasti hlutur í heimi. Það þarf karl eins og Shakespeare til að taka þennan einfalda hlut og gera úr honum nokkra lausn á gátu lífs og dauða. Ég vil þýða niðurlag eintalsins einhvem veginn svona: Svo vitundin er tómur heigulsháttur á heilbrigt litaraft hins sterka vilja slær mejrjafölva ef veiztu af veröld þinni, og verk sem hnita hæst með fálkans rögg að þessu leyti — röstin ratar ekki — hætta að heita athöfn. Ég get ekki útlistað þetta betur hér í Morgunblaðinu en ég gerði í sam- diykkjunni: Kenning Hamlets er: sönn athöfn gerist ekki með vitund heldur með vilja. Þessa kenningu verður svo að skilja í ljósi þess sem áður er fram komið. Hann var að hugleiða Iff eftir dauðann, þann mögu- leika að eftir dauðann blakti vitundin á skari eins og í draumi. í niðurlagi ræð- unnar afneitar hann ekki þessum mögu- leika. En hann veit að þótt vitundin kunni að blakta höfum við þar fyrir enga von um að viljinn blakti. Hann kemst svo að þeirri niðurstöðu að í öðru lffi — f vitundarlífinu yfirleitt — gerirðu ekki neitt: það sem þú gerir það gerirðu hér og nú, með vilja og án þess að vita af því. Lffíð eftir dauðann er ekki at- hafnalíf, og vitundarlífið fyrir dauðann ekki heldur. Það er sjúkleg kvika á röst sem ekki ratar. IV Þegar ég gef til kynna, eins og ég hef gert, að þessar tiltölulega eindregnu efasemdir um annað líf kunni að vpa skoðun Shakespeares sjálfs, og/ekki Hamlets eins, hef ég einkanlega í huga þriðju són- hendu hans, en hana hygg ég að hann kveði í eigin nafni. Hún er tignarlegt kvæði og hljóðar svo: Look in thy glass, and tell the face thou viewest Now is the time that face should form another, Whose fresh repair if now thou not renewest Thou dost beguile the world, unbless some mother. For where isshe so fair whose unear'd womb Disdains the tillage of thy husbandry? Or who is he so fond will be the tomb Of his self-love to stop posterity? Thou art thy mother’s glass, and she in thee Calls back the lovely April of her prime; So thou through windows of thine age shalt see Despite of wrinkles this thy golden time. But if thou live remember'd not to be, Die single, and thine image dies with thee. Ég er ekki viss um að það sé hægt að þýða þetta kvæði á íslenzku. Að minnsta kosti er ég ekki maður til þess; kannski Helgi sé það. Ég get reynt að endursegja kvæðið í óbundnu máli: Littu í spegil þinn, og segðu ásýndinni sem þar blasir við þér að nú sé timinn til að hún myndi aðra. Ef þú endumýjar ekki ferskleika hennar, bregztu veröld- inni og neitar einhverri móður um alla blessun. Því hvar er sú fögur kona með óplægðan móðurkvið sem mundi Iftils- virða handarverk búmennsku þinnar? Eða hver er slíkt fól að vilja verða gröf sjálfselsku sinnar og stöðva niðja sína? Þú ert spegill móður þinnar, og hún sér I þér yndislega aprfldaga blóma sfns. Eins muntu sjá um glugga aldurs þfns, þrátt fyrir hrukkur, þessi þfn gullnu ár. En ef þú lifir til að gleymast, skaltu deyja einhleypur, og mynd þfn deyr með þér. Það er enginn endir á dýrð þessa kvæðis, en mér er um megn að fjöl- yrða um hana. Ég vildi bara mega benda á tvennt. Hið fyrra er að niðurstaða kvæðisins er sú að mað- ur eigi aðeins einn kost á öðru llfi, og sá er að lifa í niðjum sínum sjálf- um og minningu þeirra; þetta er sama sannfæringin og Strindberg eignar söguhetju sinni í Föðumum. Hið síðara er að meira en hálft líkingamál kvæðisins snýst um spegil og spegilmynd. Spegillinn er auðvitað vitund manns, sjálfsvit- undin sem Shakespeare jafnar hér til sjálfselsku. Mín kenning er sú að orðið conscience í Hamlet III, i, 83 merki þessa sömu vitund, þenn- MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 as^7 an sama spegil. Það er svo alveg eftir Vilhjálmi að hafa Hamlet ekki eins vissan í sinni sök um örlög þessarar vitundar og Vilhjálmur var sjálfur, ef mér skjátlast ekki um sónhenduna. V Ég var svo heppinn að ná því sunnudagskvöldið 1 lta desember að sjá í Iðnó síðustu sýningu Leik- félags Reykjavíkur á Hamlet í svið- setningu Kjartans Ragnarssonar. Ég fór auðvitað með ungri stúlku í leikhúsið; nánar tiltekið er hún íjórtán ára. Við vorum bæði berg- numin og táruðumst að minnsta kosti hundrað sinnum hvort, eins og sjálfsagt er og eðlilegt. Þó finnst mér það frásagnarverðast sem hún sagði mér í leigubflnum á heimleið- inni. „Það var svo mikið af flottum setningum,“ sagði hún, „sem ég ætlaði að muna, en þær voru alltof margar til að það væri minnsta von til þess. Ein var varla búin og þá var komin ný. Eins og þegar Ham- let kastar flautunni í Gullinstjömu og segir við hann: Þó þú getir blásið á mig, geturðu ekki leikið á mig. Svo er maður vanur því um svona frábærar setningar," bætti hún við, „að það sé svolítið seinlegt að skilja þær. En þessar setningar í Hamlet eru svo auðskildar að ég veit ekki af hveiju ég hef ekki hugsað þær sjálf fyrir löngu." Svona eiga leik- dómar að vera. Eins eiga íslenzkar þýðingar á heimsbókmenntum að vera eins og þýðingar Helga Hálf- danarsonar á Shakespeare, og íslenzkar leiksýningar eins og sýn- ing Leikfélagsins á Hamlet. Ég þakka fyrir okkur. Helgi biðst í grein sinni 7da des- ember undan rökræðum um sýru- dauða Snorra Sturlusonar sunnan- lands, og vísar því máli öllu til Hrólfs Sveinssonar og býður mér að kýta við hann um það. Ég er til í allt. Ég gæti til dæmis hugsað mér að við Hrólfur færum saman á klósett milli jóla og nýárs, og tækjum þar þetta efni til gagngerr- ar rannsóknar. Ljóðabók efltir Guð- rúnu J. Þorsteinsdóttur ÚT ER komin ljóðabókin „Þankar á flugi“ eftir Guð- rúnu J. Þorsteinsdóttur, myndskreytt af Margréti Birg- isdóttur. Þetta er fyrsta ljóða- bók höfimdar. í bókinni eru 35 Ijóð Guðrúnar og 9 teikningar eftir Margréti. Guðrún er bamfæddur Reyk- víkingur. Hún er píanóleikari og hefir stundað píanókennslu um árabil. Ljóðin eru ort á síðastliðn- um 3 árum. Margrét Birgisdóttir er út- skrifuð úr Myndlista- og handí- ðaskóla íslands og hefur einkum unnið að grafíkmyndum. Guðrún J. Þorsteinsdóttir bmFRITT Sanitas tKKlSTKM'l j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.