Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 29 Nefiidarálit: Byggmgarlist verði kennd hér á landi NEFND sem Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðlierra, skipaði í ársbyijun, leggur til að þegar verði hafín kennsla í byggingar- list, eða arkitektúr, hér á landi. Um verði að ræða þriggja ára fyrri hluta nám fyrir um 20 nem- endur i árgangi og samninga leit- að við erlenda skóla um seinni hluta nám. Nú er engin kennsla í byggingar- list hér á landi, en um 100 Islend- ingar nema hana erlendis og tekur námið að öllu jöfnu fimm ár. Náms- aðstoð til þeirra á síðasta skólaári nam rúmum 33 milljónum króna, sem er um 10,7 milljón krónum hærra en ef þeir væru við nám á Islandi. Nefndin leggur til að „kennsla í byggingarlist verði skipulögð sem sjálfstæð eining í tengslum við sjón- listarkennslu á háskólastigi." Stef- án Stefánsson, formaður nefndar- innar telur að kennslan ætti betur heima í sérstökum listaháskóla en í Háskóla íslands og Svavar Gests- son, menntamálaráðherra, ætlar að láta nefnd sem gera á tillögur um stofnun listaháskóla fá niðurstöður þessarar nefndar til umsagnar. Barnagull Jóns Arna- sonar Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefúr gefið út bókina Barnagull, en efiii hennar var tekið saman um miðja 19. öld af Jóni Árna- syni þjóðsagnasafnara. Útgefandi kynnir Bamagull þannig á bókarkápu: „Bamagull hefur að geyma stuttar, þýddar sögur og ævintýri af ýmsu tagi frá mörgum löndum, én tillaga um út- gáfu slíks rits kom frá Reykjavíkur- deild Bókmenntafélagsins. Skyldi ritið vera lestrarbók handa bömum og unglingum, þeim til fróðleiks og skemmtunar. Fyrirmyndir vom danskar og þýzkar lestrarbækur fyrir börn, sem út komu á fyrri hluta 19. aldar. íslenzka útgáfan kom aldrei út og hefur handritið varðveitzt í Landsbókasafni. Bamagull er gefið út undir um- sjón dr. Huberts Seelow, þýzks fræðimanns í Munchen, sem talar og ritar íslenzku. Hann fjallar einn- ig um verkið, ritar athugasemdir og skýringar, og minnist sérstak- lega þýðandans, Jóns Árnasonar, en hinn 4. september 1988 var öld liðin frá dauða hans. Bamagull er með teikningum eftir Sigurð Örn Brynjólfsson myndlistarmann. Þótt Bamagull sé upphaflega hugsuð sem lestrarbók fyrir börn og unglinga, á ritið erindi til allra lesenda." Bamagull er 264 blaðsíður að stærð. Kápu gerði Sigurður Öm Brynjólfsson. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Rún hf., en bókband annaðist Bókagerðin. Ný bók um Samma IÐUNN hefúr gefið út nýja bók um Samma. Nefúist hún Mamma mætt í slaginn og er eftir Berek og Cauvin. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Dag nokkum verða þeir Sammi og Kobbi fyrir algjöru reiðarslagi. Mamma hans Kobba er væntanleg til borgarinnar og ætlar að setjast upp hjá þeim. Þetta væri svo sem ekki svo alvarlegt ef Kobbi hefði ekki alltaf talið henni trú um að hann hefði komið sér vel fyrir og væri moldríkur — en það er nú öðm nær. Svo nú liggur mikið við að blekkja þá gömlu. En hún veit lengra nefi sínu og tekur fljótt til sinna ráða. Og áður en yfir lýkur geta þeir kumpánar hrósað happi yfír að fá mömmu gömlu í slaginn." Síöumúia 29 • Sími 6-88-300 Bókin um Bryndísi Schram er nákvæmlega eins og söguhetjan hefur alltaf verið: HISPURSLAUS og HRESS! Ólínd Porvarðardóttir kemur glaðværð Bryndísar og einlægni skemmtilega til skila þegar hún ræðir um sjálfa sig, fjölskyldu sína, samferðamenn á mörgum sviðum þjóðlífsins og það afl sem hún segir mestu skipta í lífi sínu - ástina. Bryndís hefur komið ótrúlega víða við. Leikhúsmál, skólamál, stjómmál, margvísleg störf á fjölmiðlasviði og ótal margt fleira kemur við sögu þegar lífshlaup Bryndísar er rakið. Oft er einnig vitnað í dagbækur hennar og fjölmargir kaflar úr bréfum Bryndísar og ýmissa annarra eru birtir. Pessi bók skyggnist á bak við þá mynd sem þorri almennings hefur hingað til séð af Bryndísi Schram. Þetta er bók sem iorj0:imibtoí«iS> Metsölublað á hverjum degi!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.