Morgunblaðið - 21.12.1988, Side 30

Morgunblaðið - 21.12.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 BorgarafLokksmenn styðja bráða- birgðalög ríkissljórnarinnar ALLT bendir til þess að bráðabirgðalög ríkisstjómarinnar verði samþykkt í neðri deild Alþingis með fulltingi Borgaraflokksins, eða einstakra þingmanna hans. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir þing- maður flokksins lýsti því yfir við Morgunblaðið í gser að hún myndi gera það sem hún gæti til að koma í veg fyrir upplausn í stjómmálum nú, vegna þess að þjóðfélagið mætti ekki við því. Július Sólnes formaður þingflokks Borgaraflokksins sagði Morg- unblaðinu, að þær breytingar, sem stjórnarflokkamir hafa lagt til á ákvæðum laganna um Atvinnutryggingarsjóð, komi vemlega til móte við hugmyndir borgaraflokksmanna, og einnig væri þýð- ingarlitið að deila um það ákvæði laganna sem frysti samnings- rétt til 15. februar. Bráðabirgðalögin voru afgreidd með hraði úr ijárhags- og við- skiptanefnd neðri deildar í gær, og komu þar fram breytingartil- lögur við ákvæði laganna um At- vinnutryggingarsjóð, m.a. að At- vinnuleysistryggingarsjóður fái endurgreiddar 400 milljónir árin 1989 og 1990. Samkvæmt bráða- birgðalögunum á framlag til sjóðsins að lækka um 600 milljón- ir árlega árin 1988-1990 og sú fjárhæð fer í Atvinnutryggingar- sjóð. Þá er gert ráð fyrir að 1. janúr 1991 verði stofnuð sérstök deild í Byggðastofnun sem taki við hlutverki Atvinnutryggingar- sjóðs, og einnig verði Hlutafjár- sjóði Byggðastofnunar heimilt að kaupa hlutafbréf fyrirtækja í tengslum við fjárhagslega endur- skipulagningu þeirra. Atkvæðagreiðslu frestað Frumvörp til staðfestingar lag- anna voru tekin til annarar um- ræðu í gærkvöldi en atkvæða- greiðslu var frestað til klukkan 10 í dag, að ósk Borgaraflokks- ins. Júlíus Sólnes sagði við Morg- unblaðið að borgaraflokksmönn- um fyndist ríkisstjómin hafi kom- ið verulega á móts við þá í sam- bandi við bráðabirgðalögin, eink- um hvað varðaði Atvinnutrygg- ingarsjóðinn og fjármögnun hans. Hins vegar væru skoðanir nokkuð skiptar um þetta í flokknum og sumum fyndist lögin vera orðin flokknum að skapi og öðrum fynd- ist að gariga þurfi lengra til móts við flokkinn. „Við erum mjög ánægðir með að sjá, að það er búið að ákveða að endurgreiða Atvinnuleysis- tryggingarsjóði það, sem þaðan fór í Atvinnutryggingarsjóð. Það eru þó eftir atriði sem við erum ósátt við, og þess vegna vildum við fá að hugsa þessi mál svolítið betur. Einnig eru gerðar veiga- miklar breytingar á bráðabirðga- lögunum, sem koma á óvart, þar sem þær ganga lengra og eru töluvert öðruvísi útfærðar en Steingrímur Hermannsson lagði til í samningaviðræðum stjómar og stjómarandstöðu um helgina," sagði Júlíus. Breytingar stjórn- arinnartilbóta Aðalheiður Bjamfreðsdóttir, sem mikið hefur verið orðuð við stuðning við bráðabirgðalögin, sagði við Morgunblaðið að sér finndist miklu máli skipta að At- vinnuleysistryggingarsjóður fái endurgreitt það sem frá honum var tekið, en Aðalheiður á sæti í stjóm Atvinnuleysistryggingar- sjóðs. \ Hún sagði að allar breytingart- illögur ríkisstjómarinnar væru til bóta, m.a. um að Atvinnutrygg- ingarsjóður færðist inn í Byggða- stofnun. Þá skipti miklu máli sú breyting, sem gerð var á lögunum í efri deild Alþingis, þegar tekið var út ákvæði sem bannaði verk- fóll. „Ég tel verkfallsréttinn gmndvallarmannréttindi og þar sem sá réttur er ekki fyrir hendi, þar er fólk kúgað og beitt allskon- ar órétti," sagði Aðalheiður. Deilt um keisarans skegg Borgaraflokkurinn stendur að breytingum á ákvæði bráða- birgðalaganna um frystingu samningsréttarins, í neðri deild ásamt Kvennalista og Sjálfstæðis- flokki. Aðspurður um þetta sagði Júlíus Sólnes að talið hefði verið rétt að gera þetta, eins og í efri deild, en í millitíðinni hefðu m.a. komið fram yfirlýsingar frá for- sætisráðherra um að hann myndi beita sér fyrir því, að samninga- viðræður milli aðila vinnumarkað- ar hefjist strax eftir áramótin. „Það þýðir í reynd að samninga- viðræður heijast þá strax, og þá fer þetta að verða deila um keisar- ans skegg," sagði Júlíus Sólnes. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði um þetta að ríkisstjómin hefði í hyggju að óska eftir viðræðum við fulltrúa verkalýðssambanda og vinnuveit- enda um atvinnumálin og launa- málin á breiðum grundvelli og stuðla þannig að því að viðræður geti þá hafíst á milli vinnuveit- enda og launþega. Þegar Steingrímur var spurður hvort til greina kæmi að gefa alla samninga lausa 15. febrúar, sagði hann að setja yrði lög til að heim- ila riftun samninga, og ólíklegt væri að vinnuveitendur yrðu hrifnir af því. Júlíus Sólnes var að lokum spurður hvort leggja mætti þann skilning í afstöðu Borgaraflokks- ins til bráðabirgðalaganna, að á móti kæmi að ríkisstjómin tæki upp viðræður við flokkinn um inn- göngu í ríkisstjómina eftir ára- mót. Morgunblaðinu er kunnugt um að fulltrúar ríkisstjómarinnar hafa orðað þennan möguleika við fulltrúa Borgaraflokksins og einn- ig við fulltrúa Kvennalistans á viðræðufundum undanfarið. Júlíus sagði alla sjá að ríkis- stjómin gangi ekki svona áfram. „Ég og fleiri emm þeirrar skoðun- ar að annaðhvort rjúfí þessi stjóm þing og efni til kosninga, eða hún verði að íhuga það, hvort hún getur myndað nýja stjóm með þingmeirihluta. Við höfum ekki fengið endanleg svör frá ríkis- stjóminni í þeim efnum; hún verð- ur að svara því til," sagði Júlíus Sólnes. N-Vestra N-Eystra Austurland v- ' Sfe Skýrsla útvarpsréttarnefiidar: Hefiir veitt 80 leyfi frá upphafi Um 80% landsmanna ná útvarpsstöðvum í einkaeign Útvarpsréttarnefiid hefiir frá því hún tók til starfei 1. janúar 1986 veitt 80 aðilum leyfi til útvarps- og sjónvarpsreksturs. 13 aðilir hafa fengið leyfi til útvarps og 6 til sjónvarps. Leyfi til skóla- útvarps eru orðin 35 og leyfi til tækifeerisútvarps eru 26 talsins. hefði einnig verið með miklum ágætum þrátt fyrir að í hana hefðu verið skipaðir fulltrúar stjómmála- flokka, hver úr sinni áttinni. Lúxusgreiðsla Olafs Ragnars eftir Guðmund Magnússon í Morgunblaðinu í dag, þriðju- daginn 20. desember, segir að ríkis- sjóður greiði hótelreikninga ráð- herra, ráðuneytisstjóra og aðstoð- armanna ráðherra auk dagpeninga á ferðalögum erlendis. Aðrir ríkis- starfsmenn verði að greiða hótel- reikninga sína af dagpeningum sem þeir fá. Sé þetta gert sam- kvæmt ákvörðun ferðakostnaðar- nefndar, en hún starfar á vegum íjármálaráðherra. Undirritaður, sem var aðstoðar- maður menntamálaráðherra í tíð fyrri ríkisstjómar, kannast ekki við þessa reglu, þegar um aðstoðar- menn ráðherra er að ræða. í eina skiptið sem ég sá ástæðu til að fara utan í opinberum erindum (á þing Norðurlandaráðs 1988) greiddi ég hótelreikninginn í Osló af dagpeningum mínum. Mér var sagt að þetta væri venja og þótti ekki nema eðlilegt. Hinn hátturinn, að tvíborga hótelkostnað, er í mínum huga alveg fráleitur. Frétt Morgunblaðsins kom mér þess vegna á óvart. Hér hlýtur hinn nýi fjármálaráðherra, sósíalistinn Ólafur Ragnar Grímsson, að vera að verki. Þó hefur hann talað hátt Ólafúr Ragnar Grimsson um það í fjölmiðlum að draga úr risnu og ferðakostnaði ríkisins. Hin nýja lúxusgreiðsla til aðstoðar- manna ráðherra er ekki í samræmi við þann málflutning. Því miður virðist þetta enn eitt dæmið um að orð og verk ráðherra Alþýðu- bandalagsins fari ekki saman. Höfundur var aðstoðarmaður fyrrverandi menntamálaráð- herra. Þessar upplýsingar er að finna í nýútkominni skýrslu útvarpsrétt- amefndar um starfsemi nefmdar- innar frá upphafi. Á blaðamanna- fundi þar sem skýrslan var kynnt sagði Kjartan Gunnarsson formað- ur nefndarinnar að nú þegar þrjú ár eru liðin frá gildistöku nýrra útvarpslaga næðu 80% landsmanna útvarpsstöðvum í einkaeign og 85-90% ná sjónvarpsstöðvum í einkaeign. í máli hans kom fram að á þessu tímabili hafi nefndinni engar kærur borist vegna brota á útvarpslögun- um en nokkrar fyrirspumir og at- hugasemdir hafa borist um ýmis atriði eins og t.d. auglýsingar. í skýrslunni er að finna eina slíka fyrirspum frá Neytendasamtökun- um. Kom sú fyrirspum í mars s.l. og fjallaði um auglýsingar í miðjum dagskrárliðum annarsvegar og óbeinar auglýsingar hinsvegar. Hvað einstök mál varðar hafa nefndinni borist tvær umsóknir um sjónvarpssendingar um þráð en þær em óafgreiddar þar sem reglu- gerð skortir frá Pósti og síma og samgönguráðuneytinu um tilhögun þessa. Sú reglugerð mun í smíðum. Kjartan Gunnarsson nefndi einn- ig að menntamálaráðherra er að láta vinna að breytingum á núver- andi útvarpslögum og er stefnt að því að ljúka því verki á Alþingi fyrir næsta vor. Kjartan sagði að friður hefði skapast um störf nefndarinnar enda hefði hún gætt þess að setja sér einfaldar reglur til að fara eft- ir. Samstarf innan nefndarinnar Áritað í jólaösinni Ýmsir rithöfúndar hafa áritað bækur sínar í verslunum undan- farið. Það virðist orðin allvinsæl aðferð við sölu bóka að menn hafi tækifæri til að kaupa áritað eintak. Þegar ljósmyndari Morgunblaðs- ins átti leið í Kringluna í gær rakst hann á einn af yngri höfundunum, Ólaf Jóhann Ólafsson, þar sem hann áritaði nýja skáldsögu sína og smellti ljósmyndarinn af meðfylgj- andi mynd úr jólaösinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.