Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 31
Hallgrímskirkja: Náttsöng- ur og Bæn SÍÐASTI náttsöngur á vegum List- vinafélags Hallgrímskirkju að þessu sinni verðiir fluttur i kvöld kl. 21.00. Þar mun Mótettukór Hallgrímskiriq'u syngja undir stjóm Harðar Áskelssonar. Aðgangur að náttsöngnum er ókeypis. Fimmtudagskvöldið 22. desember kl. 20.30 mun Þjóðleikhúsið gangast fyrir flutningi íslenska dansflokksins á Bæn fyrir dansara sem byggð er á Hallgrímsversum, Ave María eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Faðir vor. Danshöfundur og stjómandi er Ivo Cramer. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju aðstoða við flutning- inn ásamt Amari Jónssyni leikara. Hér er um frumflutning þessa verks að ræða og einstakt tækifæri fyrir listunnendur að njóta trúarlegrar tjáningar danslistarfólksins. Að- göngumiðar verða seldir við inngang- inn. (Fréttatilkynning) MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 tH- 31 Mammútaþjóðin komin út Ný skáldsaga eftir Jean M. Auel VAKA-Helgafell hefur sent frá sér þriðju skáldsögu bandariska rithöfundarins Jean M. Auel. Bókin nefiiist Mammútaþjóðin og er sjálfstætt framhald af bókun- um Þjóð bjarnarins mikla og Dalur hestanna sem notið hafa vinsælda hjá islenskum lesend- um. í frétt frá Vöku-Helgafelli segir: „Jean M. Auel hefur vakið mikla athygli fyrir þessi skáldverk sín og hefiir meðal annars ferðast um heiminn til að kynna þau, en hingað Hótel Borg: Besti vinur ljóðs- ins með skáldakvöld SKALDAKVOLD verður haldið á Hótel Borg í kvöld kl. 21.00 á vegum Besta vinar ljóðsins. Megináhersla er lögð á að kynna verk ungra höfúnda, en auk þess eru kynntar nýútkomnar bækur. Eftirtaldir höfundar lesa á skáldakvöldinu: Jón Stefánsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Unnur Þóra Jökulsdóttir, Kristján Þórður Hrafnsson, Kristján Kristjánsson, Hrafn Jökulsson, Einar Melax, Eysteinn Bjömsson og Bragi Ól- afsson. Þá verður lesið úr nýrri bók Geirs Kristjánssonar, sem hef- ur að geyma þýðingar hans á rússneskum Ijóðum. Veitingasala Hótels Borgar Bragi Ólafsson Jón Stefánsson verður opin af þessu tilefni. Skáldakvöld Besta vinar ljóðsins hafa jafnan verið vel sótt. Kynnir er Viðar Eggertsson, leikari. Miða- verð er 350 krónur. til lands kom hún haustið 1987. Þykir með ólíkindum hvemig henni hefur tekist að skapa í þessum skáldverkum andrúmsloft grárrar fomeskju og gæða lífi og mannleg- um tilfinningum forvera okkar á jörðinni sem uppi vom fyrir tug- þúsundum ára. Auel leggur ómælda vinnu í undirbúning að skáldsögum sínum svo þær verði sem trúverðug- astar. í því skyni reynir Auel að byggja á haldbærum rannsóknum á lífi þess fólks sem hún fjallar um í bókum sínum og hún hefur verið í sambandi við fremstu vísindamenn á þessu sviði. Þá hefur Auel sótt háskólafyrirlestra og varið þúsund- um vinnustunda við heimildaskoðun á bókasöfnum ásamt því að ferðast á þær slóðir þar sem sögur hennar gerast. í nýju skáldsögunni, Mammúta- þjóðinni, er yrkisefnið sem fyrr líf og örlög fortíðarstúlkunnar Aylu sem er af kynstofni nútímamanns- ins en hlaut uppeldi meðal Neander- dalsmanna fyrir 35.000 árum. Ayla, sem nú er orðin fullþroska kona, heldur ásamt unnusta sínum úr Dal hestanna og þau setjast að hjá Mammútaveiðimönnum sem einnig eru af ættstofni nútíma- mannsins. Þar kynnist Ayla í fyrsta sinn kynsystrum sínum af eigin ætt. og hún þarf að beijast gegn fordóm- um og tortryggni vegna uppvaxtar- ára sinna á meðal Neanderdals- manna. Hjá Mammútaþjóðinni kynnist Ayla Ranec myndskera og líf hennar snýst brátt um miskunn- arlaust val á milli tveggja manna sem hún elskar hvorn á sinn hátt. Mammútaþjóðin er, eins og fyrri bækur höfundar, gædd þeirri magn- þrungnu spennu sem hrifið hefur milljónir lesenda víða um heim. Um þessar mundir vinnur Jean M. Auel að fjórðu skáldsögunni í ritröðinni sem væntanlega verður gefin út á næsta ári.“ Ásgeir Ingólfsson og Bjami Gunnarsson þýddu bókina sem er 618 blaðsíður. Arfiir til líknar- félaga TVEIMUR líknarfélögum, Sambandi dýravemdunarfé- laga íslands og Styrktarfé- lagi vangefinna, barst nýlega arfiir eftir Guðrúnu Sigurð- ardóttur, er siðast bjó að Fumgerði 1 í Reykjavík. Arf- ur til hvors félags nam rúm- lega 700 þúsund krónum. Guðrún var fædd að Sjávar- hólum á Kjalamesi 6. mars 1896 og andaðist í Reykjavík 10. maí síðastliðinn. Hún var gift Þorsteini Elíassyni, sem látinn er fyrir mörgum ámm og þjuggu þau lengst af í Reykjavík. Samband dýraverndunarfé- laga hefur ákveðið að vetja arfinum til fræðslu- og út- breiðslustarfsemi, en Styrktar- félag vangefinna hyggst nota sinn hluta til endurbóta og lag- færinga á sambýlum félagsins. V Fagurlega myndskreytt bók sem inniheldur alkunn íslensk bænavers og órímaðar bænir frá ótal löndum. Kjörbók þeirra sem vilja börnum sínuin það besta. VÍST ER ÉG FULLORÐIN eftir Iðunni Steinsdóttur. Bókin gerist í smábæ úti á landi upp úr 1950. Metsölu- höfundurinn Iðunn Steinsdóttir fer á kostum í þessari bók er fjallar um það „að verða full- orðin“. Bók sem á erindi til unglinga á öllunt aldri. BÖRN OG BÆNIR Sigurður Pálsson safnaði og þýddi. eymuhdssom NONNI eftir Jón Sveinsson. Eftirminnilegasta barnasaga sem út hefur komið á íslensku. Hún segir frá viðskilnaði Nonna við fjölskyldu sína og för hans út í heim. Nú hefur verið gerð kvikmynd um ævintýri þeirra bræðra Nonna og Manna. Barnaoö unglínlasögur AB HESTURINN OG DRENGURINN HANS eftir C S. Lewis. Gullfalleg og spennandi ævin- týri um hestinn Breka og dreng- inn Sjasta. Þeir lenda í ótrúleg- ustu ævintýrum og oftar en einu sinni reynir á þor þeirra og kjark.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.