Morgunblaðið - 21.12.1988, Síða 32

Morgunblaðið - 21.12.1988, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21, JOESEMBER 1988 32 Premadasa sigurvegari kosninganna í Sri Lanka; Mótframbjóðandi við- urkennir ekki úrslitin Colombo. Reuter. LÝST var yfir því í gær að Ranasinghe Premadasa, forsætisráð- herra Sri Lanka, væri sigurvegari forsetakosninganna, sem fram fóru í landinu í fyrradag, og þegar úrslitin voru kunngerð vakti hann strax máls á þeim vandamálum sem að landsmönnum steðja; ofbeldi og fátækt. Talsmaður Sirima Bandaranike, helsta andstæð- ings Premadasa, lýsti þó yfir því að Bandaranaike viðurkenndi ekki úrshtm. í ræðu sem Premadasa flutti þegar úrslitin voru gerð opinber beindi hann meðal annars máli sínu „til þeirra sem enn hafa ekki fallist á lýðraeði" og átti við upp- reisnarmenn úr röðum tamíla og herskáa marxista í suður- og mið- hluta Sri Lanka. „Ég er tilbúinn til viðræðna um raunsæja lausn,“ sagði hann. „Þátttaka ykkar myndi gera okkur kleift að uppr- æta skelfinguna og fátæktina miklu hraðar en ella,“ bætti hann við. Premadesa, sem hefur verið for- sætisráðherra í tíu ár meðan Ju- nius Jayewardene hefur gegnt for- setaembættinu, hlaut 50,43 af hundraði þeirra atkvæða sem greidd voru í kosningunum, sam- kvæmt lokatölum sem birtar voru í gær. Frambjóðendur voru þrír. Kjósendum var gefínn kostur á að velja tvo þeirra, þannig að hefði enginn fengið meirihluta sem fyrsta val hefði þurft að telja at- kvæði hvers frambjóðanda sem annað val kjósenda. Talið er að helsti andstæðingur Jayewarde- nes, Bandaranaike, sem hlaut 44,9 af hundraði atkvæða, hefði hagn- ast á slíkri talningu. Frambjóðandi sósíalista, Oswin Abeygunase- kera, hlaut aðeins 4,9 af hundraði atkvæða. Talsmaður Bandaranaike, frambjóðanda Frelsisflokksins, sagði að hún hefði skrifað bréf til yfírkjörstjóraog beðið hann að birta ekki úrslit kosninganna vegna þess að ekki hefði verið leyft að greiða atkvæði á 65 kjörstöð- um. Þeim var lokað vegna of- beldisaðgerða vinstrisinnaðra öfgamanna. Bandaranaike, sem er 72 ára að aldri, sagði fyrir kosningamar að hún óttaðist að hlutleysis yrði ekki gætt í kosningunum og þær yrðu ekki fijálsar. Að minnsta kosti 18 óbreyttir borgarar og þrír hermenn týndu lífí og fjölmargir særðust á mánu- Líkt eftir sjóslysi Um 200 ættingjar fómarlamba mesta sjóslyss veraldar á frið- artímum brenna pappírseftirlíkingar af ferjunni Dona Paz og olíuskipinu Vector. Fólkið líkti eftir árekstri skipanna 20. desem- ber árið 1987, en um 3.000 manns fórust í sjóslysinu. Reuter Stuðningsmenn Ranasinghe Premadasa fagna eftir að kunn- gert var að hann hefði borið sig- ur úr býtum í forsetakosningun- um í Sri Lanka í fyrradag. Á milli þeirra er mynd af Premad- asa. dag í árásum, sem félagar í öfga- flokknum Þjóðfrelsisfylkingin eru taldir hafa staðið fyrir. Hundruð stuðningsmanna Premadasa fögn- uðu úrslitum kosninganna víðsvegar um höfuðborgina, Colombo, í gær en ekki bárust fréttir um átök í borginni. KRGN Malara KlNA i'dlandHnf Mengunin er orðin lífs- hættuleg í Mexikóborg Fuglar drepast og eitrað óson þrisv- ar sinnum meira en hættulaust er Mexikóborg. Reuter. MENGUNIN í Mexikóborg er orðin svo mikil, að læknar og aðrir sérfræðingar segja, að ástæða sé til að óttast um líf 1,5 milljóna manna, einkum aldraðs fólks og barna. Nú þegar veturinn er að ganga í garð mælist skaðlegt óson í andrúms- loftinu þrisvar sinnum meira en WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofh- unin, segir vera hættulaust. Fyrir löngu var vitað að hveiju stefndi en það var fyrst fyrir ári, að mönnum brá verulega í brún. Það var þegar fuglamir fóru að falla dauðir ofan af himn- inum — steindauðir eftir að hafa flogið inn í eiturskýin, sem grúfa yfír borginni. Þeir, sem koma með flugvél til borgarinnar, fínna eiturdauninn í nösunum og áður en flugvélin er lent er flesta far- ið að logsvíða í augun. Loftsíur og öndunargrímur eru meðal þess, sem best selst í Mexikóborg, og er ein tegundin kynnt sérstaklega með söngnum „Cielito Lindo“, „Fagra himni“, svona eins og til að minna á hvemig himinninn lítur út því að til hans sést yfírleitt ekki. Og ekki áð furða því að frá þrem- ur milljónum ökutækja og iðnað- inum berast árlega allt að sjö milljónir tonna af eiturefnum út í andrúmsloftið. Vegna þessa hafa skólastjómir verið beðnar að takmarka íþróttaæfíngar og trimmarar em varaðir við að hlaupa á morgnana. Var það meðal annars gert eftir að í ljós kom, að 70% trimmara í Chapul- tepec-garðinum hefðu hlotið óbætanlegan skaða á öndunar- fæmm. Mengunin er langmest á vet-. uma og stendur þannig á því, að þá lokar kalt loftlag eiturský- in inni í dalnum þar sem borgin stendur. í borginni em 35.000 verksmiðjur en 500 þeirra era langverstar. Frá þeim koma 80% brennisteinstvísýringsins. Bílamir em þó enn verri. Stór hluti flotans er kominn vel til ára sinna og frá honum koma 98% af kolsýringnum og 63% kolvatnsefnisins, þessara tve^gja efna, sem mynda ósonið. I nóvember var efnt til mót- mæla vegna mengunarinnar og um miðjan þennan mánuð kynnti ríkisstjómin til hvaða aðgerða hún ætlar að grípa. Á meðal annars að draga úr blý- og brennisteinsinnihaldi í bensíni og draga úr umferðinni með boðum og bönnum. Hefur þessum fyrir- huguðu ráðstöfunum verið fagn- að en umhverfísvemdarmenn em þó ekki sérlega bjartsýnir á framkvæmdina. Ríkisstjóm Miguels de la Madrid, fyrrver- andi forseta, var harðlega gagn- rýnd fyrir sinnuleysi í mengunar- málum en hætt er við, að þetta ástand geti orðið mál málanna fyrir núverandi forseta, Carlos Salinas de Gortari. Efiiahags- spár OECD París. Reuter. í eftirfarandi töfiu er að finna nýjustu spár Efnahags- og fram- farastofhunarinnar (OECD) um þróun vergrar landsframleiðslu í smærri aðildarríkjum stofnun- arinnar á næstu árum. Hvað ír- land og Tyrkland áhrærir er um verga þjóðarframleiðslu að ræða: 1988 1989 1990 Austurríki 3,50% 2,50% 2,25% Belgía 3,25% 2,75% 2,25% Danmörk 0,00% 2,75% 1,75% Finnland 4,00% 2,50% 2,25% Grikkland 3,25% 2,75% 2,50% ísland -1,507» -1,50% - írland 1,75% 2,50% 2,25% Lúxemborg 3,00% 2,75% 2,25% Holland 3,75% 2,50% - Noregur 2,50% 2,50% - Portúgal 4,25% 3,75% 3,50% Spánn 4,54% - 2,25% Tyrkland 6,50% 5,25% 5,00% Ástralía 3,00% 3,00% 2,25% N.-Sjáland 0,25% 1,50% 2,00% Mótor með 2000 tíma kolaendingu -20 ára notkun Þreföld ryksiun -mengunarlaus útblástur 10 lítra papfiírspoki -sá stærsti (og er ódýr) Kónískslanga =slíflast síður, eykur sogajlið stálrör, afbragðssogstykki, áhaldageymsla loftknúið teppasogstykki með snúningsbursta fœsl aukalega Nilfisk ernú með nýrri enn betri útblásturssíu "Mikro-Static-Filter". Hreinni útblásturen áður hefurþekkst. Þetta ergóð fréttfyrir asma ogofncemissjúka. js=onix HÁTÚNI 6A SÍMI (91)24420 Ní NHHSK A KYNNINGARVERDI óJ ' KVNNINGARVERD T(L JOLfl NÚMEDNVJUM ■ MOTOR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.