Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 35
____________________________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGyR.21. DESEMBER 1988________________________35. Evrópubandalagið: Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. NÝ framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins undir forsæti Jacques Delors tekur við um næstu áramót. Gengið hefur verið frá verka- skiptingu framkvæmdastjóranna sautján. Hefur athyglin helst beinst að embættum framkvæmdastjóra utanríkismála og EB-markaðarins en þeir sem gegna þessum embættum, Willy De Clercq og Cockfíeld lávarður, láta af þeim um áramótin. Martin Bangemann, viðskipta- stjóramir eru ekki sérlegir sendi- ráðherra Vestur-Þýskalands, tekur herrar eða fulltrúar aðildarríkjanna við embætti Cockfíelds og fer með heldur eru skyldur þeirra fyrst og málefni EB-markaðanns og Frans fremst við bandalagið sjálft og íbúa Andriessen, fyrrverandi fjármála- Evrópu í heild. ráðherra Hollands, tekur við emb- ætti De Clercq, utanríkismálum og samskiptum við Evrópuríki utan EB. Danski framkvæmdastjórinn, Henn- ing Christophersen, lætur af emb- ætti framkvæmdastjóra fjárlaga- gerðar og tekur við efnahags- og fjármálum, yfírstjóm byggðasjóða og hagstofíi EB. Leon Brittan, sem Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, tilnefndi í fram- kvæmdastjómina í stað Cockfíelds lávarðar, mun taka við samkeppnis- málum og fjármálastofnunum bandalagsins. Fjármálaráðherrann írski, Ray Macsharry, tekur við landbúnaðarmálum og byggðaþróun en Belginn Karel van Miert, sem tilnefndur var í stað Willy De Clercq, mun fara með samgöngu- og neyt- endamál. í nýju framkvæmdastjóminni eru í fyrsta skipti konur, Vasso Pap- andreou, tilnefnd af Grikkjum, gegnir embætti framkvæmdastjóra atvinnumála, félags- og mennta- mála. Christiane Scrivener, sem til- nefnd var í framkvæmdastjómina af Frökkum, kemur til með að fjalla m.a. um tollamál. Hin nýja framkvæmdastjóm sver embættiseið fyrir Evrópudómstóln- um í Lúxemborg. í eiðnum er lögð áhersla á að framkvæmdastjóramir séu engu háðir nema eigin sannfær- ingu en þær aðferðir sem aðildarrík- in beita við tilnefningu í fram- kvæmdastjómina hafa sætt tölu- 'verðri gagnrýni m.a. innan fram- kvæmdastjómarinnar sjálfrar. Að líkum lætur að Bretar hefðu kosið annaðhvort utanríkismál eða mál- efni innri markaðarins. Á hinn bóg- inn er ekki ósennilegt að Delors hafí lagt áherslu á það við verka- skiptinguna að minna ríkisstjómir aðildarríkjanna á að framkvæmda- Bretland: Dagblaðið The Post leggur upplaupana St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. DAGBLAÐIÐ The Post í eigu blaðakóngsins Eddy Shah hætti að koma út um helgina eftir 33 tölublöð. Ekki er talið, að neinn kaupandi fínnist að því. Eddy Shah stofnaði dagblaðið To Day fyrir þremur árum, en það hóf útgáfu 1986. Stofnun þess hafði mikil áhrif á önnur blöð í Bretlandi og losaði um kverkatak prentarafé- laganna á blöðunum. To Day gekk illa undir stjóm Shah, og hann varð að selja það fljótlega. Kaupandi var Lonhro-auðhringurinn, sem seldi það aftur Rupert Murdoch. Það selst nú að jafnaði í 600.000 eintök- um á dag. Shah hugðist nýta sér nýja tölvu- tækni við útgáfu The Post til að draga enn frekar úr útgáfukostn- aði. Blaðið þurfti að seljast í 370.000 eintökum á dag til að standa undir sér. En það náði sér aldrei á strik og seldist einungis í ríflega 100.000 eintökum. Þrjú vinsælustu dagblöð á Bret- landseyjum, The Sun, Daily Mirror og Daily Star seljast f um átta millj- ónum eintaka samanlagt á dag. The Post átti að brjóta sér leið inn á þann markað. 0 0 0 0 0 0 ) *; 0 0 0 s,,..... 0 Skattafrádráttur við kaup á hlutabréfum Iðnaðarbankans Þegar þú kaupir hlutabréf í Iðnaðarbankanum mátt þú draga kaupverð þeirra frá skattskyldum tekjum þínum upp að ákveðnu marki. Ef keypt eru hlutabréf fyrir kr. 70.000,- má draga sömu upphæð frá tekjum 1988. Því skiptir máli að fjárfesta í hlutabréfum Iðnaðarbankans fyrir áramót til að geta nýtt sér þessi skattfríð- indi. Dæmi: Ef keypt eru hlutabréf að nafnvirði kr. 70.000,- lækkar tekjuskattur þinn um 28% af þeirri upphæð eða um 19.600,- fyrir árið 1988. Arður Iðnaðarbankinn hefur alla tíð hugsað vel um hluthafa sína og starfsfólk bankans er meðvitað um hagsmuni þeirra. Fyrir árið 1987 greiddi Iðnaðarbankinn 9,5% arð til hluthafa. Þannig fékk einstaklingur sem átti hlutabréf að nafnvirði 100.000,- kr. í Iðnaðarbankanum í lok árs 1987 sendan tékka að upphæð kr. 9.500,- í april 1988, sem arð fyrir árið 1987. Auk þess fékk hann hlutabréf í Iðnað- arbankanum vegna verðlagshækkana á árinu 1987 að nafnvirði kr. 24.500,- en það er 24,5% hækkun, sem er sama og á vísitölu jöfnunarhlutabréfa. Fríðmdi Ýmis fríðindi fylgja því að vera hluthafi í Iðnaðarbankanum. Auk þess að vera þátttakandi í uppbyggingu nútíma banka fá hluthafar hærri vexti á Alreikningi. Á Bónusreikningi fá hluthafar strax vexti annars vaxtaþreps án tillits til inn- stæðu en það innlánsform ber stighækkandi vexti með auknum spamaði. Hlutabréfin eru seld í Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans, Ármúla 7 og úti- búum bankans. ©iðnaðarbankinn -mtim k>anK\ N Akveða verkaskiptingn framkvæmdastj órnar íkveikjur íBretlandi Hér sjást slökkviliðsmenn slökkva eld I stórverslun í borg- inni Plymouth i Suður-Englandi. Talið er að um íkveikju hafí verið að ræða og einnig mun ha£a verið kveikt í þremur öðr- um verslunum sem skemmdust minna, þar á meðal Harrods í Lundúnum. Lögreglan rannsak- ar nú hvort öfgamenn í dýra- verndarsamtökum eða hreyfíng stjómleysingja hafí staðið fyrir íkveikjunum. Óttast er að reynt verði að kveikja í fleiri verslun- um í Bretlandi fyrir jólin. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.