Morgunblaðið - 21.12.1988, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988;
B86! H3SM382KI .IS 3U0AQUHIVQIM jðlQAJHi'íUDÍiOH
^Öl^UNSLS^B^T^VnclJDAGUR 21. DESEMBER 1988
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Öngþveiti
í stjórnmálum
Nú fer að koma að því að
úrslit fáist í ýmsum mái-
um á Alþingi. Þótt reynslan
af samstarfí núverandi stjóm-
arflokka sé ekki mikil enn sem
komið er, fer auðvitað ekki á
milli mála, að töluverður
skoðanamunur er þeirra í milli.
Það þarf engum að koma á
óvart. Þegar ríkisstjómin var
mynduð var forráðamönnum
hennar ljóst, að þeir höfðu
ekki tryggt sér starfhæfan
meirihluta á Alþingi. Þeir
töluðu á þann veg í upphafí,
að nú mundi reyna á, hvort
hægt væri að koma málum
fram í þinginu með sama hætti
og tíðkast á öðrum Norður-
löndum, þar sem minnihluta-
stjómir semja við stjómarand-
stöðu um framgang mála.
Formlegar viðræður stjóm-
arflokka við stjómarandstöðu
hafa ekki skilað árangri. Á
hinn bóginn sýnist augljóst,
að sfjómin gerir sér vonir um
eitthvert liðsinni frá einstökum
þingmönnum Borgaraflokks-
ins til þess að koma málum
fram nú fyrir jól eða áramót.
Þá er ekki ólíklegt, að for-
svarsmenn stjómarflokkanna
telji möguleika á að tryggja
stjóminni starfhæfan meiri-
hluta á Alþingi til einhverrar
frambúðar með formlegri
samningum við einhveija þing-
menn Borgaraflokksins.
Skoðanamunur milli stjóm-
arflokkanna hefur verið áber-
andi undanfamar vikur og
mánuði. Ef fjórði stjómmála-
flokkurinn eða einhver hluti
hans gengur til formlegs sam-
starfs við ríkisstjómina, verður
það ekki til þess að auka á'
samstöðu stjómarflokkanna,
heldur verða samningaviðræð-
ur þeirra í milli flóknari og
erfíðari. Þess vegna er engin
ástæða til að ætla, að þjóðin
búi við sterkari stjóm í raun,
þótt ríkisstjóm Steingríms
Hermannssonar fái fleiri þing-
menn til liðs við sig.
Borgaraflokkurinn var auð-
vitað byggður upp fyrst og
fremst í kringum einn mann,
Albert Guðmundsson. Nú þeg-
ar hann hverfur af vettvangi
stjómmálabaráttunnar má al-
veg eins búast við því, að þessi
flokkur sundrist, einhveijir
þingmenn hans gangi til sam-
starfs við vinstri stjóm en aðr-
ir horfí til annarra átta. Borg-
araflokkurinn sótti mikinn
hluta fylgis síns í síðustu kosn-
ingum til Sjálfstæðisflokksins.
Bein eða óbein aðild flokksins
eða hluta hans að núverandi
ríkisstjóm er ekki líkleg til
þess að auðvelda Borgara-
flokksmönnum að halda því
fylgi-
Morgunblaðið harmar það
ekki. Hvort sem fólki líkar
betur eða verr er það augljós
staðreynd, að Alþingi íslend-
inga á erfíðara með að taka á
alvarlegum vanda þjóðarinnar
um þessar mundir vegna þess,
að gömlu stjórnmálaflokkamir
hafa veikzt svo mjög. Nýir
aðilar á þingi hafa ekki sýnt
þann styrk sem þingið þarf á
að halda til þess að rækja
skyldur sínar. Það hefur ekki
orðið þjóðinni til farsældar, að
stjórtimálaflokkum hefur
fjölgað.
Núverandi ríkisstjóm hefur
ekki enn gert þjóðinni grein
fyrir því, hvemig hún hyggst
taka á vandamálum atvinnu-
veganna. Væntanlega kemur
það í ljós, fljótlega eftir ára-
mótin. En óneitanlega getur
að því komið fyrr en síðar, að
þjóðin spyiji, hvort nokkur
kostur sé á að leysa þá sjálf-
heldu sem í þinginu er á annan
hátt en með kosningum.
Þessi sjálfhelda hefur verið
frá því að úrslit kosninganna
vorið 1987 urðu ljós. Þá var
ekki hægt að mynda meiri-
hlutastjóm nema með aðild
þriggja flokka. Án Sjálfstæðis-
flokksins var ekki hægt að
mynda starfhæfa meirihluta-
sljóm nema með aðild fjögurra
flokka. Núverandi stjórnar-
flokkar hafa horfzt í augu við
þennan vemleika að undan-
fömu. Þessi sjálfhelda hefur
leitt til öngþveitis á stjóm-
málasviðinu. Hér eru stjóm-
málamenn mjög fastir fyrir,
þegar um er að ræða samstarf
milli stjómar og stjómarand-
stöðu. Sú hefð, sem skapazt
hefur í þeim efnum á öðrum
Norðurlöndum er ekki til hér.
Þau vinnubrögð, sem tíðkast
þar, virðast ekki líkleg til
árangurs hér, þótt auðvitað
megi segja, að það sé full-
snemmt að fullyrða um það.
Þótt fólk sé áreiðanlega til-
búið til þess að Í>íða enn um
sinn og sjá hvers eðlis tillögur
ríkisstjómarinnar í málefnum
atvinnuveganna verða hljóta
stjómmálamenn í öllum flokk-
um að gera sér ljóst, að þolin-
mæði kjósenda getur þrotið
fyrr en varir.
4
Ólafur K. Magnússon
Vetrarsólstöður í dag
Vetrarsólstöður eru í dag, miðvikudag, en þá er sólargangur styst-
ur. Sólstöður eru á tímabilinu 20. til 22. júní og 20. til 23. desem-
ber. Nafhið sólstöður mun vísa til þess að sólin standi kyrr, það
er að segja hætti að hækka eða lækka á lofti, segir í Stjömu-
fræði Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
Tillaga í borgarráði:
Framleiðendum kynnt
skilyrði bjórviðskipta
60 aðilar fengu skilmálana senda
ÁFENGIS- og tóbaksverslun
rikisins hefur sent bjórfram-
leiðendum og umboðsaðilum
þeirra bréf, þar sem kynntir em
almennir skilmálar sem versl-
unin krefst af þeim sem koma
til með að framleiða hinar fímm
útvöldu tegundir sem verða
munu á boðstólum í verslunum
ÁTVR. Um 60 aðilar höfðu haft
samband við Áfengisverslunina
og fengu þeir senda skilmálana,
segir Höskuldur Jónsson for-
stjóri ÁTVR.
Höskuldur sagði að síðan yrðu
bjórviðskiptin, það er með þessar
fímm tegundir, boðin út meðal
þeirra sem uppfylla skilmálana.
Engin tímamörk hafa verið sett á
svörin, en Höskuldur sagði að
tíminn sem til stefnu er sé orðinn
það knappur að ekki megi lengi
bíða.
Meðal skilmálanna er að fram-
leiðendur geti útvegað bjórinn á
dósum, flöskum og á kútum fyrir
veitingahús. Ennfremur að dósim-
ar verði úr áli og með föstum flipa
og að þær komi þannig pakkaðar
að hægt sé að afgreiða sex saman.
Um leið og útboðsgögn verða
send út þarf að hefja samningavið-
ræður meðal annars um flutninga
út um land. Einnig er eftir að
ákveða hvemig afgreiðslu til veit-
ingahúsa verður háttað, en Hös-
kuldur segir að fram til þessa
hafí útkeyrsla verið eingöngu á
afgreiðslutíma verslana ÁTVR.
Hins vegar sé ekki útilokað að
afgreiða bjór til veitingahúsa utan
þess tíma, til dæmis um helgar.
Skólamáltíðir tíl að minnast frumheijanna
LAGÐAR hafa verið fram í borgarráði tillögur frá nefiid, sem skipuð
er til að minnast þess að áttatíu ár eru liðin frá því konur tóku fyrst
sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Telur nefiidin brýnt að teknar verði
upp máltíðir í skólum til að minnast frumherjanna. Jafiiframt fer
nefhdin fram á 500.000 króna fjárveitingu.
Nefndin leggur til að þegar næst
verða valin götuheiti í nýju hverfi
í borginni séu þau tengd nöfnum
þeirra kvenna, sem fremstar stóðu
í réttindabaráttu kvenna fyrir og
eftir síðustu aldamót og fyrstu árin
eftir að konur voru kosnar í bæjar-
stjórn.
Jafnframt mun nefndin leita eftir
tillögum frá fjórum listakonum,
tveimur myndhöggvurum og tveim-
ur í myndvefnaði, en einni þeirra
yrði síðan falið að vinna listaverk,
sem táknrænt gæti verið fyrir þessi
fyrstu ár. Listaverkinu verði komið
fyrir á áberandi stað í borginni,
utan húss eða innan.
Þá hefur nefndin kynnt sér hver
fyrstu baráttumál kvenna í bæjar-
stjóm vom en þau vom að koma
upp leikvöllum, fá sundkennslu fyr-
ir stúlkur og koma á skólamáltíðum.
í greinargerð nefndarinnar kemur
fram að flestar tillögur þeirra hafi
náð fram að ganga og þyki sjálf-
sagðar. Þótt aðstæður séu aðrar
nú en í byijun aldarinnar er næring-
arástand skólabama enn óviðun-
andi. Nefndin telur því biýnt að
teknar verði upp máltíðir í skólum
borgarinnar. Þannig yrði fmmheij-
anna minnst á verðugan hátt.
Þessir skilmálar og útboð í
framhaldi af þeim taka einungis
til hinna fimm tegunda, þriggja
erlendra og tveggja innlendra, sem
verða í verslunum ÁTVR, enn
hefur ekkert verið ákveðið um þær
tegundir sem boðið verður upp á
í bjórbúðinni á Stuðlahálsi, þar
sem fleiri tegundir eiga að fást.
Evrópumót 20 ára
og yngri:
Þröstur vann
tvær fyrstu
skákirnar
ÞRÖSTUR Þórhallsson hefiir
unnið fyrstu tvær skákir sínar
á Evrópumeistaramóti 20 ára
og yngri, sem hófst i Árnhem í
Hollandi á mánudag. Hann er
nú efstur á mótinu ásamt 4 öðr-
um keppendum en alls tefla 32
skákmenn á mótinu.
I fyrstu umferð hafði Þröstur
hvítt og vann Austurríkismanninn ,
Topakian í 55 leikjum.
I annarri umferð, sem tefld var
í gær, vann hann svo Pólveijann
Kula í 33 leikjum.
Þriðja umferð af þrettán verður
tefld í dag og mætir Þröstur þá
annað hvort sterkasta manni
mótsins, Sovétmanninum Gelfand,
sem hefur 2 vinninga, eða Búlgar-
anum Deltsjev, sem hlotið hefur
IV2 vinning.
Jólapósturinn
til Hveravalla
HJÓNIN á Hveravöllum, Kristín Þorleifsdóttir og Kristinn Pálsson,
fengu jólapóstinn sinn og annan varning tilheyrandi jólunum um
helgina síðustu. Það var Hafþór Ferdinandsson sem flutti þeim vam-
inginn fyrir Veðurstofu íslands. Snjólétt hefiir verið á hálendinu og
því gestagangur mikill á Hveravöllum það sem af er vetri.
Hafþór er ekki með öllu ókunnur
á þessum slóðum, enda hefur hann
fengið viðumefnið Hveravalla-
skreppur í kunningjahópi. Þetta var
í sjötta skiptið sem hann fer með
jólavaming að veðurathugunarstöð-
inni á Hveravöllum fyrir Veðurstof-
una. Með Hafþóri í för að þessu
sinni var Þór Ægisson.
Hafþór sagði eftir þessa jólaferð
að snjólétt hafí verið á leiðinni og
hafí svo verið á hálendinu það sem
af er vetri. Gestagangur hefur því
verið óvenju mikill á Hveravöllum.
Ferðalangar gista í sæluhúsum á
Hveravöllum og segja þau Kristín
og Kristinn að umgengni um húsin
hafí verið góð.
Reglulegar veðurathuganir hóf-
ust á Hveravöllum árið 1965. Þau
Kristín og Kristinn hafa gegnt
starfí veðurathugunarmanna þar
Jólavamingurinn drifínn í hús.
Kristinn Pálsson og Kristín Þor-
leifsdóttir á tröppum íbúðar-
hússins á Hveravöllum fylgja
gestunum úr hlaði. Jólavarning-
urinn kominn í hús, nema jóla-
tréð sem bíður síns tima við hús-
gaflinn. Hafþór og Þór em að
leggja í hann aftur til byggða
og hjónanna á Hveravöllum bíður
jólahald í félagsskap Bangsa og
Höllu, heimilisdýranna.
síðan í ágúst 1987 og eru þau ell-
eftu hjónin sem þar dveljast. Haf-
þór segir að þau sjái Sjónvarpið en
ekki Stöð tvö. Þau ætla að reyna
að hafa eðlilegt jólahald rétt eins
og gert er niðri í byggð, með jóla-
tré og góðum jólamat. Ekki leiðist
þeim einveran því að hjá þeim eru
hundurinn Bangsi og kötturinn
Halla.
Hafþór Ferdinandsson kominn
að vegamótunum þar sem
Blöndudalur er á hægri hönd og
Heravellir tvo kílómetra beint
framundan.
AF ERLENDUM VETWANGI
eftir ÁKE SPARRING
Skattlagning mest í
Svíþjóð þrátt fyr- (
ir kerfisbreytingar
Sumir telja nýju skattalögin undirbún-
ing að inngöngu í Evrópubandalagið
Sviar hafa til þessa greitt allra þjóða mest í skatta og þeir hafa
einnig haft hæsta skatthlutfallið miðað við tekjur. Þær breyting-
ar, sem ríkisstjórn jafiiaðarmanna kynnti fyrir skömmu á skatt-
kerfínu, valda því hins vegar, að Danir taka forystuna hvað það
síðaraefnda varðar en eftir sem áður verða heildarskattgreiðslur
mestar í Svíþjóð.
Breytingarnar eru samt um-
talsverðar því að samkvæmt
þeim fellur niður tekjuskattur til
ríkisins á 90% launþega og hæsta
skattprósentan verður 30%. Jafn-
aðarmenn hafa hingað til verið
andvígir því að lækka skattpró-
sentuna en innan flokksins hafa
þó verið mjög skiptar skoðanir á
því. Það er einkum alþýðusam-
bandið, sem hefur sett sig á móti
breytingunum, en Kjell-Olof Feldt
fíármálaráðherra hefur hins vegar
barist fyrir þeim af mikilli hörku.
Afleiðingin var „rósastríðið" svo-
kallaða — rósin er tákn jafnaðar-
manna — sem borgaraflokkamir
höfðu skemmtun af fyrir kosning-
ar.
Skattatillögumar em því sigur
fyrir Feldt, að minnsta kosti að
svo komnu máli því að enn eru
þær ekki komnar í höfn.
Eftir miklar viðræður milli al-
þýðusambandsins og flokksins var
komist að samkomulagi um, að
launþegar, sem hefðu 200.000
skr., um 1.500.000 ísl., í tekjur á
árinu 1991, slyppu alveg við
tekjuskattinn. Utsvarið breytist
hins vegar ekki en það er um 30%
af tekjum í flestum sveitarfélög-
um. Það er þó nokkuð mismun-
andi og getur munað 7% á því
hæsta og lægsta.
Rekstur sveitarfélaganna er að
sjálfsögðu mjög bundinn ákvörð-
unum ríkisvaldsins en samt getur
munað miklu hvaða flokkur eða
flokkar fara með stjórn. Það er
þó jafnan svo, að sum sveitarfé-
laganna eru vel stæð en önnur
ekki.
Þeir, sem hafa meira en fyrr-
nefnda upphæð í tekjur, eiga
áfram að greiða tekjuskatt til
ríkisins en ríkisstjómin er enn
ekki búin að ákveða hve mikill
hann verður. Hefur Feldt kynnt
um það tvær tillögur. Samkvæmt
annarri skal greiða 50% skatt af
öllum tekjum yfír fyrmefndu
marki en í hinni er gert ráð fyrir,
að skatturinn verði 45% af tekjum
á bilinu 200-600.000 skr. eða upp
að 4.500.000 ísl. kr. en 60% af
tekjum þar fyrir ofan. Samkvæmt
núgildandi lögum er greiddur 75%
skattur af öllum tekjum fyrir ofan
1.500.000 kr.
Alþýðusambandið vildi, að
skattprósentan stigi ört hefðu
menn meiri tekjur en sem svarar
til meðallauna alþýðusambands-
félaga en ríkisstjómin þóttist
þurfa að taka tillit til annarra lfka,
til dæmis til samtaka skrifstofu-
og verslunarmanna, sem lengi
hafa beðið um lægri skattpró-
sentu. Þá hafði ríkisstjómin ekki
síður í huga hvað skattaokið hefur
haft slæm áhrif á skattasiðferðið
og það, að það verður æ erfiðara
fyrir Svía að búa við skattkerfi,
sem er mjög ólíkt því, sem gerist
og gengur í Evrópu. Sumir telja
raunar, að með breytingunum sé
Kjell-Olof Feldt fjármálaráð-
herra
Hefiir skattadraugurinn verið
lagður að velli eða er ekki allt,
sem sýnist?
aðeins verið stíga fyrsta skrefíð í
átt að inngöngu í Evrópubanda-
lagið en eins og kunnugt er á
innri markaður bandalagsins að
verða að veruleika árið 1992.
Nýir skattar
í fljótu bragði sýnist mikið í
ráðist að fella niður tekjuskatt af
9 af hveijum 10 launþegum en
hafa ber í huga, að tekjuskattur-
inn er aðeins 18% eða 60 milljarð-
ar skr. af heildartekjum ríkisins.
Þessari fjárhæð ætlar Feldt að
ná aftur með ýmsum öðmm skött-
um:
* Virðisaukaskatt á að leggja á
fleiri vörur og þjónustu en nú er.
Það verður því dýrara að lifa.
* Hlunnindi ýmiss konar, sem æ
meira hefur farið fyrir á síðustu
ámm, verða nú skattlögð. Getur
það íþyngt vemlega þeim, sem
þau hafa, en mælist vel fyrir hjá
hinum.
* Skattur af fjármagnstekjum
verður aukinn og enginn greinar-
munur gerður á þeim og atvinnu-
tekjum. Þessi skattur getur haft
slæm áhrif á spamaðinn.
* Frádráttarliðir verða flestir
felldir niður eða minnkaðir vem-
lega. Algengastur frádráttur nú
er vegna lána á íbúðarhúsnæði
eða sumarbústöðum. Húsnæði
verður sem sagt dýrara vegna
þessarar breytingar.
* Skattur á fyrirtæki verður auk-
inn.
Ekki er ljóst hvort þessi nýja
skattlagning færir ríkissjóði 60
milljarðana aftur en Feldt vonast
til, að lægri skattprósenta hvetji
fólk í hlutastarfi til að fara að
vinna allan daginn. Við það gæti
skattgmnnurinn aukist.
Pólitísku htiðarnar
Að því er stefnt, að skattatillög-
umar liggi endanlega fyrir á
sumri komanda og geti orðið að
lögum árið 1990, í tæka tíð fyrir
kosningamar 1991. Það verður
hins vegar ekki túlkað nema sem
undanhald þegar jafnaðarmenn
leggja til, að skattprósentan verði
lækkuð, enda em fiestar tillögur
þeirra komnar frá borgaraflokk-
unum og samtökum háskóla-
manna. Að þær skuli lagðar fram
nú, tveimur mánuðum eftir kosn-
ingar, sýnir, að þær hafa þótt of
viðkvæmt mál í kosningabarát-
tunni.
Eins og áður hefur komið fram
eiga breytingamar ekki að
minnka heildarskattlagninguna.
Þær eiga að gera kerfið virkara
og koma í stað þess „úrkynjaða“
kerfis, sem nú er. „Úrkynjað" var
orðið, sem formaður alþýðusam-
bandsins notaði á blaðamanna-
fundi án þess að nefna hveijir
hefðu komið kerfinu á og stáðið
vörð um það.
Feldt sagði, að núverandi kerfí
hefði verið hætt að ganga sem
skyldi. Það hefði verið orðið svo
götótt að eitthvað varð að gera
og nýja kerfíð, sagði Feldt, mun
útrýma skattsvikum. Á því hafa
skattasérfræðingar þó enga trú
og varla nokkur annar. Núverandi
kerfí er algerlega búið að upp-
ræta það, sem eftir var af gamla
skattasiðferðinu.
Talsmenn borgaraflokkanna
segjast óttast, að breytingamar
geti orðið til að auka skattlagn-
inguna. Hafa þeir þá sérstaklega
í huga sveitarstjómarmennina,
sem gætu freistast til að hækka
útsvarið í skjóli þess, að fólk fengi
meiri peninga í launaumslaginu.
Sannast sagna veit þó enginn
hver útkoman verður enda eiga
tillögumar eftir að vellqast á milli
allra þeirra hagsmunahópa, 'sem
ríkisstjómin þarf að taka tillit til.
Þessi togstreita kemur vel fram
í umræðum á þingi. Kommúnistar
vilja alls ekki lækka skattprósent-
una og ef stefna græningja er
skoðuð ættu þeir að vera á móti
því líka. Miðflokkurinn, sem sæk-
ir sinn styrk til iandsbyggðarinn-
ar, er hlynntur því að lækka skatt-
prósentuna en vill, að sveitarfé-
lögin fái þá ftjálsari hendur við
að ákveða útsvarið. Þjóðarflokk-
urinn, sem var með svipaðar til-
lögur í kosningabaráttunni, hefur
slæma reynslu af fyrra samstarfi
við jafnaðarmenn og vill því ekk-
ert af því vita núna og Hægri-
flokkurinn er ekki til viðtals nema
um verði að ræða raunverulega
heildarskattlækkun.