Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 40
40 Sr. Arelíus áritar Sr. Árelíus Níelsson áritar ævi- minningar sínar Horft um öxl af Hálogalandshæð í Hagkaupi, Kringlunni, í dag kl. 15—17 og í Hagkaupi, Skeifunni, kl. 17.30—19. Á morgun, fímmtudag, áritar sr. Árelíus í Kaupstað í Mjódd kl. 16—18 og á Þorláksmessu í Mikla- garði við Sund kl. 16—18. (Fréttatilkynning) Einar Már áritar í dag í Eymundsson EINAR Már Guðmundsson mun árita bók sína „Leitin að dýra- garðinum" i Bókaverslun Sigfus- ar Eymundssonar í dag, 21. des- ember frá klukkan 14.00—16.00. Háskóli íslands: Erindi um fjármögn- un háskóla- starfsemi DR. ÞÓRARINN Stefánsson, að- stoðarforstöðumaður Eðlisfræði- stofnunar Verkfræðiháskólans i Þrándheimi heldur erindi um Qármögnun og stjórnun háskóla- starfsemi í kennslusal 101 í Odda i dag, miðvikudag, klukkan 16.15. Erindið nefnist „Breytt viðhorf í §ármögnun og stjómun rannsókna og kennslu við háskóla í Noregi." í frétt frá Háskóla íslands segir að miklar breytingar eigi sér nú stað í fjármögnun háskólastarfsemi í Noregi og að svipaðra breytinga megi vænta hér á komandi árum. Þórarinn mun lýsa því sem gerst hefur í Noregi, meðal annars með dæmum frá Þrándheimi. Athugasemd Vegna fréttar af fyrirspumum Ríkisendurskoðunar til dómsmála- ráðuneytis vegna viðgerða á lög- reglubílum af landsbyggðinni vill Sigurður Helgason, sýslumaður í Norður-Múlasýslu, að fram komi að bflar lögreglu í sýslunni hafí aldr- ei verið sendir suður til viðgerðar. Halldór Páls- son í Heita pottinum Saxófónleikarinn Halldór Pálsson treður upp í Heita pottin- um í kvöld, miðvikudag, ásamt kvartett Arna Scheving. Halldór hefur undanfarin 14 ár verið búsettur í Svíþjóð, Þar starfar hann við kennslu og hljóðfæraleik en kunnastur er hann fyrir störf sín með ABBA og stórsveit Leif Kronlund. Tónleikamir hefjast kl. 21.30. (Fréttatilkynning) Leiðrétting Misfarið var með nafn Benedikts Blöndal hæstaréttardómara í frá- sögn af dómi Hæstaréttar um at- vinnuleyfí leigubifreiðarstjóra í blaðinu hér í gær. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Aldrei írýs á Stebba stál STEBBI stál er þessi litli álfur kallaður sem stendur og sprautar vatni i miðri tjöm í garðinum á Fjólugötu 10. Stebbi litli fær bara kalt vatn en veðráttan hefur verið slík í vetur að vatnið hefur aldrei frosið. Fjárhaldsslj órnin heimsækir Hofsós Fá dæmi fyrir störfum neftidarinnar NÝSKIPUÐ gárhaldsstjórn Hofsósshrepps heldur norður í dag til viðræðna við heima- menn. Sýslumaður Skagafjarð- arsýslu hefur veitt Hofsós- hreppi greiðslustöðvun til þriggja mánaða frá og með síðastliðnum mánudegi. Hreppsnefnd Hofsóshrepps ósk- aði eftir aðstoð félagsmálaráðu- neytisins vegna greiðsluerfiðleika sveitarféiagsins. Félagsmálaráðu- neytið fól endurskoðunarfyrirtæki að rannsaka fjármál sveitarfélags- ins og skilaði það skýrslu um nið- urstöður sínar. I kjölfar þess ákvað félagsmálaráðherra að svipta hreppsnefndina fjárforráðum og skipaði fjárhaldsstjóm. Hlutverk hennar er að koma fjármálum sveitarfélagsins á rétt- an kjöl, að sögn Húnboga Þor- steinssonar, formanns fjárhalds- stjómarinnar. Húnbogi sagði að nánast engin fordæmi væm fyrir störfum fjárhaldsstjómar sem þessarar. Mál Kaldrananesshrepps fyrir 30 ámm - þegar sveitarstjóm var síðast svipt fjárforráðum - væri ekki alveg hliðstætt og störf fjárhaldsstjómar byggðust á sveit- arstjómarlögum frá 1986. Sjálfsbjörg minnir ráðherra á loforð SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á fundi fyrir skömmu að minna á Akureyri og nágrenni, ákvað heibrigðis- og tryggingaráð- ■ herra á ákvæði stjórnarsáttmál- ans um endurskoðun almanna- Yfir 50% framleiðslu- aukning hjá Istess Unnið að samn- ingi um útflutn- ing á 3.000 tonn- um til Noregs á næsta ári en ekki hefðu verið teknar ákvarð- anir um hvort ráðist yrði í frekari framkvæmdir. Hann segir að fyrirtækið sé rek- ið með tapi en vonast til að hagn- aður fáist af rekstrinum á næsta ári. Verið er að auka hlutafé íst- ess. tryggingalaga. Félagsfundur Sjálfsbjargar samþykkti tillögu þar sem skorað er á heilbrigðis- og tryggingaráð- herra „að sjá svo um að staðið verði við það ákvæði í stjómarsátt- málanum að endurskoðun á al- mannatryggingalögunum fari fram innan sex mánaða, eins og þar er ákvaðið." Fundurinn var haldinn að Bjargi þann 12 desember. Söngtónleikar Barböru ÍSTESS hf. í Krossanesi seldi rúmlega 9.000 tonn af fiskifóðri fyrstu ellefu mánuði ársins. Eigin framleiðsla verksmiðj- unnar var 7.500 tonn þessa mánuði en nokkuð flutt inn til viðbótar. Veruleg framleiðslu- aukning er hjá Istess því allt árið 1987 voru framleidd tæp 5.000 tonn i verksmiðjunni. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri segir að útlit sé fyrir áframhaldandi aukningu. Hann segir að afkastageta verk- smiðjunnar sé að verða fúllnýtt og að væntanlega verði gerðar breytingar til að auka hana. Um 75% af framleiðslu ístess er flutt út, aðallega til Færeyja en einnig nokkuð til Noregs. Fjórð- ungur fer því á innanlandsmarkað. Guðmundur segir að gott útlit sé fyrir áframhaldandi útflutning. Til dæmis væri verið að vinna að samningi um útflutning á 3.000 tonnum til Noregs á næsta ári. Þá er útlit fyrir mikla aukningu á sölu innanlands vegna aukningar í fískeldinu. Guðmundur segir að aukin sala á innanlandsmarkaði sé þó háð því skilyrði að ^ fískeldisfyrirtækin greiði fóðrið. ístess eigi nú tugi milljóna útistandandi vegna sölu á þessu ári og valdi það fyrirtækinu erfiðleikum. Ekki væri hægt að auka þá lánastarfsemi. Standist áætlanir um aukna sölu á næsta ári verður verk- smiðja ístess í Krossanesi fullnýtt mest allt árið. Guðmundur sagði að væntanlega yrðu gerðar smá- vægilegar breytingar á verksmiðj- unni til að auka framleiðslugetuna og Jóhannesar um jólin BARBARA Vigfússon sópran- söngkona og Jóhannes Vigfússon píanóleikari halda tónleika á Dalvik, Akureyri, og á Breiðu- mýri í Reykjadal um jólin. Á tónleikunum flytja þau lög eftir bandariska tónskáldið Ge- orge Gershwin, Frakkann Fran- cis Poulenc og Svisslendinginn Othmar Schoeck. Fyrstu tónleikamir fara fram á Dalvík í Víkurröst á annan jóladag kl. 11. í samvinnu við Tónlistarfélag Dalvíkur. Aðrir verða haldnir á sal Mennta- skólans á Akureyri miðvikudaginn 28. des. kl. 20.30 í samvinnu við Tónlistarfélag Akureyrar, og þeir þriðrju á Breiðumýri í Reykjadal fímmtudaginn 29. des. kl. 20.30. Hjónin Barbara og Jóhannes eru búsett í Sviss, og hafa þau haldið saman fjölda tónleika, bæði í Sviss, Þýskalandi, Bandaríkjunum og einnig á íslandi. Víða um heim var þess minnst á sl. ári að 50 ár voru liðin frá dánar- dægri George Gershwins, eins dáð- asta og vinsælasta tónskálds Bandaríkjamanna á þessari öld, en Barbara og Jóhannes flytja nokkur þeirra laga sem hvað mestrar hylli hafa notið, eins og „I got rhythm", „The man I love“, „Somebody loves me“ o.fl. Svissneska tónskáldið Othmar Schoeck (1886—1957) var mikils metinn í Sviss bæði sem tón- skáld, kórstjóri og hljómsveitar- stjóri. Auk óperu-, kór- og hljóm- sveitarverka þá samdi hann mikinn §ölda sönglaga sem njóta vaxandi vinsælda víða um heim. Franska Jóhannes Vigfússon. tónskáldið Poulenc (1899—1963) tilheyrði þeim hópi tónskálda sem nefnd voru „hinir sex“ og mikil áhrif höfðu á þróun tónsmíða í upp- hafí þessara aldar. Sönglög Poulenc hafa notið mikilla vinsælda og búa yfir einstökum töfrum og krafti. Barbara Vigfússon nam söng við tónlistarháskólann í Frankfurt hjá Elsa Cavelti og síðar við Tónlistar- háskolann í Ziirich þaðan sem hún útskrifaðist. Hún lagði síðan stund á framhaldsnám hjá Maria Stader. Hún tók einnig virkan þátt í nám- skeiðum hjá Irvin Gage og flutti Barbara Vigfússon. opinberlega ljóðaflokkinn „Mari- enleben“ eftir Hindemith í sam- starfí við hann. Hún hefur haldið flölda tónleika og sungið í útvarps- upptökum í Köln, Ziirich og í Reykjavík. Jóhannes Vigfússon var fyrsti nemandinn sem úrskrifaðist í píanó- leik við Tónlistarháskólann á Akur- eyri. Hann hélt síðan til Ziirich þar sem hann lagði stund á nám í eðlis- fræði og píanóleik. Jóhannes lauk doktorsprófi í eðlisfræði, og loka- prófi í píanóleik frá Tónlistarháskól- anum í Ziirich.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.