Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 48
A 48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Matfiskeldi- lax á villigötum ' eftírBjörn Jóhannesson Inngangsorð Höfundur þessa greinarstúfs hef- ur um árabil haft áhuga á þróun ísiensks laxaiðnaðar og hefur í þessu sambandi birt í tímaritum og dagblöðum nálega 60 greinar um þessi efni. Annars vegar um grund- vallarrannsóknir á náttúrlegum umhverfisþáttum og könnun á að- stöðu til laxahafbeitar. Hins vegar vamarorð gegn offramleiðslu sjó- gönguseiða og óarðbæru matfisk- eldi í sjó- og strandkvíum. Eg hafði raunar ákveðið að Ieggja af „blaðamennsku" varðandi laxaiðnaðinn, en eftir að hafa á dögunum rekist á tvær tímarits- greinar um þessi efni tel ég rétt að endurskoða þessa afstöðu og birta eftirfarandi athugasemdir. Fyrst vil ég endurtaka það sem ég og fleiri hafa oftlega vakið at- hygli á, nefnilega að aðstaða til laxahafbeitar er betri við ísland en i nokkru öðru landi við norð- anvert Atlantshaf. Bersýnilega ætti því að leggja megin áherslu á laxahafbeit hér við land, þar sem við erum fyllilega samkeppnisfærir við önnur laxalönd. Varnaðarorð um __ matfiskframleiðslu á Islandi og samanburður við erlenda keppinauta 1. Samanburðaraðferð. Megin tilgangur þessa greinar- stúfs er að reifa aðstöðu íslands á vettvangi matfískframleiðslu. En fyrst tel ég gagnlegt að skilgreina þá grundvallaraðferð sem skyn- samlegt er að viðhafa við hag- fræðilegt mat á hvers konar framleiðslustarfsemi. Hér verður jafnan spum: Hvað kostar að framleiða vömna og hve mikið fæst fyrir hana? Sé markaðs- verð hærra en framleiðsluverð, þá er um ábatasama starfsemi að ræða, en um tap ef framleiðsluverð- ið er hærra. En slíkur samanburður er ætíð tímabundinn og óáreiðan- legur þegar til lengri tímabila er litið, einkum ef um erlenda mark- aði er að ræða. Framboð á vör- unni, tollar og gengisbreytingar hafa meðal annarra þátta mikil áhrif í þessu sambandi. Trúverðugasti mælikvarðinn á hagkvæmni framleiðslu tiltekinnar vöm er sá, að bera saman fram- leiðsluaðstöðu fyrir viðkomandi vöm eða viðkomandi stað við að- stöðu keppinautanna, hvar svo sem þeir kunna að fyrirfínnast. Slíkur samanburður er nefnilega að mestu óháður þeim tímabundnu sveiflum , er að framan vom tilgreindar. Já- kvæður samanburður fyrir heima- land eða heimastað mælir með því að ráðist verði í framkvæmdir. Nei- kvæður samanburður mælir gegn r ■ ■ KAUPFELOGIN slíku. í þessu sambandi er fráleitt og villandi að bera saman fram- leiðsluaðstöðu tiltekinnar vöm við framleiðslu alls óskyldrar vöm. T.d. myndi fáránlegt að bera saman framleiðsluaðstöðu fyrir eldislax hérlendis og framleiðslu á bama- fatnaði eða sultu. í ljósi þess sem að framan er rakið skal gerður samanburður á aðstöðu við Islands strendur til matfiskeldis og á aðstöðu annarra landa sem stunda framleiðslu af þessum toga. Lang mikilvægust í þessu sambandi em hitaskilyrði sjávar. Þessu næst, að eldiskvíar séu vel varðar gegn öldum og ágangi sjávar. í þriðja lagi, að um hentuga og hrausta laxastofna sé að ræða. 2. Sjávarhiti við íslandsstrend- ur. Hiti eldisvatns hefur gagnger áhrif á vaxtarhraða laxa, en í þessu efni er aðstaðan afleit við íslands strendur vegna lágs sjávarhita, nema við suðurströnd landsins. En því miður fínnst þar viðhlítandi skjól fyrir eldiskvíar aðeins á einum stað, nefnilega í Vestmannaeyjahöfn. Okkar laxasérfræðingar hafa staðið sig afspyrnu laklega hvað varðar mælingar og birtingu gagna um vaxtarhraða lax í sjókvíum við ís- land. Framleiðendur eldislax vilja segja sem minnst um vaxtarhrað- ann, en ýkja hann eftir getu til að gylla framleiðslumyndina fyrir lána- og tryggingarstofnunum; flestir þeirra telja vaxtarhraðann viðunandi mikinn. Um þetta atriði hef ég komist yfir eftirfarandi sam- anburðartölur: Björn Jóhannesson „Megpí forsjónin vernda íslenska skattborgara gegn afleiðingum þeirra „úrlausna“, sem Guðmundur G. & Co. kunna að uppgötva í þeirri viðleitni að halda líftórunni í íslenskum laxa-matfískiðnaði.“ um í septemberhefti tímaritsins Norsk Fiskeoppdrett 1988: Svo mikið er nú af óseljanlegum sjó- gönguseiðum framleiddum á þessu svæði, að tímaritið telur að um 90% Eldisstaðir Aldur laxa, mánaðaQöldi hrognatöku til slátrunar frá Meðalvigt Hvalfjörður og Norðfjörður 42 mánuðir 2,5 kg. Vestmannaeyjar 30 2,5“ Brithis Columbia (Coho lax)1 25“ 3-5“ Japan (Coho lax) 19“ 2,2“ 1 Coho lax er í álfka gæðaflokki og Atlantshafslax. Ég hef og aflað neðangreindra gagna um hlutfallslegan vaxtarhraða á eldis- laxi, sem sýna eflaust nokkurn veginn réttar stærðargráður. Eldisstaðir Hlutfallslegur Árlegur mánaðarhiti Norðíjörður vaxtarhraði 1 minnstur 1,6<4C mestur 6,7-^C Vestmannaeyjar 2 5,8“ 11,7“ V estur-Noregur 2 — — Tasmanía, Ástralía 4 10 16 Þá er það óhagræði við íslends strend- ur, að óvfða er viðhlftandi skjól fyrir eidiskvfar. Loks er hætta á vetrardauða á kvfaeld- islaxi fari sjávarhiti niður fyrir núll, svo sem raunin varð f Hvalflrði og á norðan- verðu Snæfellssnesi veturinn 1987-'88. Sökum framangreindra annmarka er eðlilegt að álykta þannig: Laxaframleið- endur annarra Ianda — þeim sem hafa til að bera lágmarks þekkingu og dóm- greind — myndu ekki láta sér koma til hugar að stofna til kostnaðarsamrar matfiskframleiðslu við jafii afleitar um- hverfisaðstæður og eru á íslandi. 3. Vaxtarhæfni fslenskra laxastofna. fslenskir laxastofnar mega kallast ónot- hæfir til sjókvfaeldis, vegna þess hve fljótt þeir verða kynþroska. Þá hætta þeir að vaxa og verða um leið að kalla ósöluhæfir sem matfiskur. Þeim mun lélegri er tiltek- inn laxastofn til eldis sem stærri hluti hans er smálax. Af þessu má álykta: Laxafram- leiðendur annarra landa myndu ekki láta sér til hugar koma að nýta til kvfa- eldis stofiia sem verða jafii fijótt kyn- þroska og fslenskir laxastofnar. Um offramleiðslu sjógönguseiða Fyrir alllöngu mátti vera ljóst, að til frambúðar myndu engir er- lendir markaðir fyrirfinnast fyrir íslensk sjógönguseiði. I Morgun- blaðsgrein frá maí 1987 fórust mér svo orð: „Nú er spurn: Hvernig má það vera, að 2.500 milljónum króna sé varið til að gera mannvirki fyrir óarðbært matfískeldi svo og til að reisa eldisstöðvar til framleiðslu á laxaseiðum sem eru óseljanleg?“ En hópur 10 íslenskra „laxasér- fræðinga“, sem heimsóttu Noreg haustið 1986, rak áróður fyrir sölu á íslenskum seiðum til Noregs og hólgreinar um ágæti íslenskra laxa- stofna fengust birtar í norskum blöðum. Einnig voru farnar seiða- söluferðir til Irlands. En allt ,kom fyrir ekki. Nú, tveimur árum eftir umrædda Noregsför, er ástandið í Norður-Noregi, þangað sem ætlun- in var að selja íslensku seiðin, eins og hér segir, samkvæmt upplýsing- af seiðaeldisstöðvum á svæðinu séu raunverulega gjaldþrota. Þessi um- framseiði eru nú að jafnaði um 150 g að þyngd og eru verðlögð á tæp- lega 30 ísl. krónur, sem er langt fyrir neðan framleiðslukostnað. Norðmenn gera ráð fyrir, að 5-10 milljónir gönguseiða frá í ár muni ekki seljast. í þessu sambandi er tvennt at- hyglisvert. í fyrsta lagi, ólíkt því sem á sér stað hérlendis um þessar mundir, gera norsk stjómvöld ekk- ert til að „bjarga“ umframseiðum frá eyðileggingu. í öðru lagi hefur eldismönnum í köldu umhverfi Norður-Noregs tekist að framleiða gönguseiði, sem þeir telja fyrsta flokks, þótt þar fyrirfinnist enginn jarðhiti. Um efiii tveggja tímaritsgreina 1. Grein Jeffrey Cosser: „Aqaculture in the Swim.“ Efni þessarar greinar, sem birtist Skip Rainbow Navigation í vandræðum SKIP Rainbow Navigation lenti í vandræðum austur af Ný- fundnalandi nýlega er eldur kom upp í vélarrúmi skipsins. Skipið var í venjulegri áætlunarsiglingu frá Islandi til Bandaríkjanna. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsaðila skipsins hér á landi sprakk olíuleiðsla og í kjölfar lekans kviknaði eldur. Skipverjum tókst að ráða niðurlögum hans og var skipið fært til hafnar á Nýfundna- landi. Þar var gert við leiðsluna og ferð skipsins hélt áfram. Þetta óhapp mun engin áhrif hafa á sigl- ingar Rainbow Navigation hingað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.