Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 Áskriftarsíminn er 83033 Ráðagóða gagnaætan Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Jólasaga sjónvarpsstjórans Qy.. . blóm og gjafir Melanóra við Eiðistorg Símar 35408 og 83033 Ráðagóði róbótinn 2 („Short Circuit 2“). Sýnd i Sjörnubíói. Bandarísk. Leikstjóri: Kenneth Johnson. Handrit: S.S. Wilson og Brent Maddock. Framleiðendur: David Foster, Lawrence Turman og Gary Foster. Kvikmyndataka: John McPherson. Helstu hlut- verk: Fisher Stevens, Michael McKean og Cynthia Gibb. Fyrir tveimur árum gerði John Badham þokkalega gamanmynd um skemmtilegt vélmenni, Númer 5, sem smíðað var í hemaðarlegum tilgangi en fylltist mannlegum til- finningum og fór á flakk eftir að eldingu laust niður í það. Númer 5 bar myndina uppi að mestu leyti með athugasemdum sínum um lífið og tilveruna en fróðleik sinn hafði það að mestu úr ameríska sjón- varpinu. Nú er komin framhaldsmyndin, Ráðagóði róbótinn 2 („Short Circu- it 2“), sem sýnd er um jólin í Stjömubíói og segir frá gagnaæt- unni miklu í stórborginni. Gæði fyrri myndarinnar byggðust á ákveðnum frumleika og hraðri og ágætri frá- sagnargáfu Badhams en hvorugu er til að dreifa hér. Markið er sett mjög lágt og handbragðið er eftir því. „Róbótinn 2“ er ein af þessum framhaldsmyndum sem kemst ekki með tæmar þar sem fyrirrennarinn hafði hælana. Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Jólasaga („Scrooged“. Sýnd í Háskólabíói. Bandarísk. Leikstjóri: Richard Donner. Handrit: Mitch Glazer og Michael O’Donoghue. Fram- leiðendur: Art Linson og Richard Donner. Kvikmyndataka: Mic- hael Chapman. Tónlist: Danny Elfman. Helstu hlutverk: Bill Murray, Karen Allen, John For- sythe, Bobcat Goldthwait, Robert Mitchum og Alfred Woodard. Upphaf bandarísku gamanmynd- arinnar „Scrooged", sem er jóla- mynd Háskólabíós í ár, sýnir okkur á skoplegan hátt inní ógeðfelldan sjónvarpsheim ef menn eins og Frank Cross (Bill Murray) fá ráðið dagskrárstefnunni en Cross er yngsti sjónvarpsstjóri Banda- ríkjanna og nútímagerðin af hinum ómannúðlega nískupúka og jólahat- ara Ebenezer Scrooge eða Skröggi í jólasögu Charles Dickens. Jóla- mynd Cross, sem stjómar IBC- sjónvarpsstöðinni, heitir „Nóttin sem hreindýrið dó“ og segir frá blóðugri árás hryðjuverkamanna á vinnustofu Jólasveinsins á Norður- pólnum. Gömul kona fær hjartaáfall þeg- ar hún sér hrikalega auglýsinga- Úr myndinni Jólasaga, sem sýnd er í Háskólabíói; Murray i hlut- verki Skröggs. mynd af kórónu stöðvarinnar, Jóla- sögu Dickens, og Cross sér í því óendanlega möguleika til að nota í kynningunni. Þegar starfsmaður á í erfiðleik- um með að festa lítil hreindýrshom á mús, segir Cross: En að hefta þau við hana. Ef það er einhver sem vill ræna fólk jólunum er það Frank Cross. Hann er tilfínningalaus skepna frá toppi til táar og sniðin fyrir hrokann og yfirgangssemina í Bill Murray, sem nýtur sín svo augljós- lega í hlutverkinu að maður getur ekki annað en dáðst að honum og hrifist með. Þessi nýjasta mynd leikstjórans Richards Donners („Lethal Weapon“) er best þegar Frank Cross er verstur og fær mest af sínum lífsanda frá honum. Þegar Cross fer að sjá að sér eftir ábendingar þriggja drauga, sem vitja hans um jólin, og yfirborðsleg tilfinningasemi og væmni taka við undir lokin, dettur myndin niður. Ef hún á að töfra mann með hóp- söngnum og þögla drengnum sem fær málið, og kæmstunni (Karen Allen), sem snýr aftur, mistekst það jafn agalega og Cross áður heillaði mann með skepnuskapnum. Myndin teygir sig of langt eftir tilfinninga- seminni og skellur beint á nefið. Sögu Dickens er fylgt í grófum dráttum í handriti Mitch Glazers og Michaels O’Donoghue, sem er fullt af hnífbeittri kímni og grimmri kaldhæðni með sérstaklega geggj- aða sjónvarpsveröld Franks Cross í bakgrunni (yfirmaður hans, sem Robert Mitchum leikur, vill að hann fari að búa til sjónvarpsþætti fyrir gæludýr). Donner heldur uppi góðri keyrslu og framleiðandinn með hon- um, Art Linson (Hinir vammlausu), sér um að myndin líti alltaf vel og ríkmannlega út. Það er greinilegt að mikill peningur hefur verið sett- ur í vandaðan sviðsbúnað og tækni- brellur, sem eru talsvert góðar og þjóna hlutverki sínu vel. Það verður ekki af henni skafið að Jólasaga er ekta jólamynd. Bill Murray hefur ekki leikið gamanhlutverk síðan hann var í Draugabönum fyrir fimm árum. Endurkoma hans er kærkomin og kraftmikil. Hann er Skröggur 20. aldarinnar; jólin eru til að græða á þeim og annað er heimska. En að auki er hann á sinn ýkta hátt sölu- maður ótta og örvæntingar, tilfinn- ingaleysis og skepnuskapar. Það er sérstakur galdur Murrays að geta gert þessa persónu bráð- skemmtilega mestallan tímann. Hlutverk kærustu hans, sem Karen Allen leikur, er bitlaust og smátt og aðrir leikarar eins og John Forsythe og Robert Mitchum eru skreyting á tertuna. Hún er gerð í einfeldningslegum þrjúbíóstíl af leikstjóra að nafni Kenneth Johnson, sem unnið hefur áður við sjónvarp. Hann á erfitt með að ákveða hvort myndin eigi að vera fyrir krakka eða fullorðna eða hvort tveggja; líklega ættu yngri krakkar að skemmta sér best á henni, sérstaklega í atriðum eins og því þegar þorpararnir fá fjar- stýrt flugvélarmódel í rassinn. Eina raunverulega fyndnin kem- ur uppúr Fisher Stevens í hlutverki indverska vísindamannsins og mál- villingsins, sem skapað hefur Núm- er 5. Ensk orðatiltæki veijast enn jafn skemmtilega fyrir honum og þau íslensku vefjast fyrir húsmóð- urinni á Brávallagötu. Cynthia Gibb, sem leikur kærustu hans, er jafn ósannfærandi leikkona og hún var í sjónvarpsþáttunum „Fame“. Og þá er gagnaætan Númer 5 eft- ir, sem kannski er besti leikarinn af þeim öllum þótt hann geri sig sekan um meinlega villu þegar hann segir að bílstjórinn sé morðinginn eftir að hafa hraðlesið söguna um Baskervillehundinn! Kannski hann hafi þurft að hlaða batteríin. Úr myndinni Ráðagóði róbótinn 2. Sóleyjargatao.fl. NORÐURBÆR Armúli KOPAVOGUR Laugarásvegur 39-75 Kársnesbraut 77-139 o.fl. Dyngjuvegur SUÐURBÆR GAMLIBÆRINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.