Morgunblaðið - 21.12.1988, Page 53

Morgunblaðið - 21.12.1988, Page 53
53 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 í aíahúsi feer g’óða dóma Stefán Baldursson leikstýrði verki Enquists í Álaborg Stefán Baldursson leikstjóri er nýkominn heim frá Danmörku þar sem hann leikstýrði nýjasta leik- riti sænska rithöfundarins Per Olovs Enquists í Borgarleikhúsinu í Álaborg. Leikritið heitir „í afa- húsi“ (I morfars hus) og var þetta Danmerkurfrumsýning verksins, en það var frumsýnt á Dramaten í Stokkhólmi fyrr á árinu. Enquist þykir einn fremsti leikritahöfund- ur Norðurlanda og hafa leikrit hans verið sýnd víðar um heim en verk nokkurs annars núlifandi Norðurlandahöfundar. Hann fékk sem kunnugt er bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs á sínum tíma. Hér á landi hafa tvö leikrit hans verið sviðsett: Nótt ástmeyj- anna, sem tjallar um sænska leik- skáldið Ágúst Strindberg, var sýnt í Þjóðleikhúsinu og leikritið „Úr lífi ánamaðkanna", sem fjall- ar m.a. um H.C. Andersen, var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Leikritið „í afahúsi" er mjög frábrugðið fyrri verkum Enquists. Það gerist á geðsjúkrahúsi á einu kvöldi og eru persónur aðeins þijár, ungur piltur, sem hefur myrt miðaldra hjón, reynt að fýr- irfara sér og drepið kött, sem hann hefur fengið að hafa á sjúkrahúsinu. Hinar persónurnar eru tvær konur, sú yngri er með- ferðarsérfræðingur, hin eldri prestur. Verður kvöld þetta af- drifaríkt fyrir alla aðila, ekki síst prestinn, sem segir af sér emb- ætti eftir 18 ár í þjóðkirkjunni eftir að hafa hlýtt á sögu drengs- ins af því, sem gerðist í afahúsi. Leikritið og sýningin í Álaborg hlutu afbragðsgóðar viðtökur. Telja sumir gagnrýnenda, að hér sé komið besta verk Enquists til þessa en öðrum þykir það í strembnara lagi og eiga erfitt með að kyngja „boðskap" höfundar, en leikritið fjallar í raun um kær- leikann og trúna, þörf mannsins fyrir þetta tvennt í lífinu. Efnið spannar ótal svið, bæði sálfræði- lega, trúarlega og heimspekilega, en er ótrúlega sterkt og áhrifam- ikið og hlutverk drengsins er án efa stærsta og besta hlutverk, sem Enquist hefur skrifað. Stefán Baldursson hlaut mjög góða dóma fyrir leikstjóm sína, svo og aðrir aðstandendur sýning- arinnar, ekki síst hinn ungi leik- ari Jesper Vigant í hlutverki drengsins, sem sannarlega má segja að hafi „slegið í gegn“ í hlutverkinu. Leikmynd gerði Pia Maansen, en auk Jespers leika í sýningunni Bodil Sangill (prestur- inn) og Githa Lehrmann (sálfræð- ingurinn). Hér á eftir fara nokkrar tilvitn- anir í blaðadóma um sýninguna: Virtasti leikgagnrýnandi Dana, Jens Kistrup í Berlinske Tidende, segir í fyrirsögn: „í afahúsi" skil- að á framúrskarandi hátt í Ála- borg.“ Síðan segir hann um hlut- verk drengsins: „Dásamleg per- sóna — aldrei hefur Per Olov Enquist komist nær innstu leynd- ardómum mannssálarinnar en hér. Dásamlegt hlutverk — erfitt í leik, en hrein gjöf fyrir þann, sem getur leikið það. Og það getur Jesper Vigant í Borgarleik- húsinu í Álaborg. Hann hefur fullt vald á persónunni, ekki bara tæknilega, heldur býr hann líka yfir þessu tvöfalda augnaráði út á við og inn á við, sem samstund- is gerir okkur skiljanlegt, að hann hefur séð og lifað eitthvað, sem við hin með takmarkaðri skynsemi Jesper Vigant í hlutverki sínu. okkar höfum ekki séð. Hann leik- ur hlutverkið með einkennilegu samblandi af óhagganlegum innri styrk og fullkominni einfeldni. . . frammistaða hans er aðdáunar- verð, mjög aðdáunarverð. Reynd- ar er sviðsetning Stefáns Baldurs- sonar í heild framúrskarandi — skýr án þess að einfalda. Leik- mynd Piu Maansen kallar í ‘senn fram myndina af ömurlegu stofn- anaherbergi og himinhvolfinu fyr- ir norðan, þar sem afi bjó og þar sem drengurinn hlustaði á himna- hörpuna. Samhliða því að við sjáum í leikmyndinni bókstaflega þær hulur, sem hylja leyndarmál drengsins ... Leikritið „I afahúsi" nær upp í þær hæðir, þangað sem nútímaleikritun annars aldrei nær. Og sýningin í Álaborg stend- ur verkinu jafnfætist að formi og gæðum. Svo maður tali nú hreint út um það, sem eiginlega er ekki hægt að tala hreint út um.“ Aðrir gagnrýnendur taka mjög í sama streng: „Fallegt og óhugn- anlegt verk . . . leikhús Enquists er leikhús orðsins og Stefán Bald- ursson notfærir sér það til hins ítrasta. Þetta er falleg sýning en jafnframt óhugnanleg og ögrandi." (Beth Juncker, Politi- keri). Þess má að lokum geta, að þetta nýja verk Enquist er nú að koma á svið ýmissa leikhúsa víða um heim, enda höfðu 14 leikhús tryggt sér sýningarrétt á verkinu strax fyrir frumuppfærsluna í Svíþjóð í vor. TVEIR MEISTARAR ORDSINS Sígurður A. Magnússon •• BKKIIP ÆVIOGSrjWF \ Trúarkraftur og orðsnilld séra Sigurbjöms Einarssonar biskups hefur látið fáa íslendinga ósnortna. Að baki þessa meistara orðsins liggur svipvindasamur og fjölþættur æviferill, sem Sigurður A. Magnússon bregður hér ljósi á. Æviskeið séra Sigurbjöms hefur legið um kröpp kjör bemskuára í Meðallandi, erfið námsár í Reykjavík og Uppsölum, prestskaparár á Skógarströnd og í Reykjavík, kennsluár í Háskóla íslands og langan embættisferil á biskupsstóli. Inn í þá fjölskrúðugu sögu fléttast þættir úr þjóðvamarbaráttunni og baráttunni fyrir endurreisn Skálholtsstaðar. Höfundur bregður upp sérlega ljósri og blæbrigðaríkri mynd af séra Sigurbimi í þeim margvíslegu hlutverkum, sem hann hefur gegnt og bregður um leið birtu yfir marga málsmetandi samferðamenn hans. í bókinni em yfir 100 ljósmyndir. TVEIR FUUTRÚAR HEIMSBÓKMENNTANNA Nóbeisverðlaunahafinn Isaac Bashevis Singer: JÖFUR SLÉTTUNNAR Sagan gerist á löngu liðnum tímum á söguslóðum þar sem fólk er að feta sig út úr myrkviði hjátrúar, fáfræði og frumstæðra lifnaðarhátta. í heimi þess togast á lágar hvatir og háleit markmið. Pessi nýja saga Singers er sjöunda bók hans, sem Hjörtur Pálsson hefur þýtt. JÖFUR SLÉTTUNNAR staðfestir eftirfarandi ummæli bandaríska stórblaðsins NEW Y ORK TIMES: „Singer er höfundur, sem skrifar í anda hinnar miklu frásagnarhefðar. Þar er mitt á meðal vor ósvikinn listamaður, sem á erindi að gegna í bókmenntunum“ Verðlaunahafí Norðuriandaráðs AnttiTuuri: VETRARSTRÍÐIÐ Bókin segir frá því hvemig óbreyttur hermaður upp- lifir hinn skelfilega hildarleik þegar finnska þjóðin þurfti að verjast innrás sovétmanna veturinn 1939-40. Vetrarstríðið stóð einungis í 105 sólarhringa, en er ein- hver mannskæðasta og grimmilegasta orrahríð, sem háð hefur verið. Sagan sýnir á áhrifamikinn hátt æðmleysi þess manns, er leysir af hendi það hlutverk, sem honum er ætlað að gegna í þágu föðurlandsins, en að vísu er ekki laust við að kaldhæðni og beiskju gæti stundum frammi fyrir yfirþyrmandi ofurefli. Pýðandi sögunnar er Njörður P. Njarðvík. SETBERG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.