Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 21.12.1988, Qupperneq 60
h f WcmpMV&w, ^ÐyffcupAGyy Stefán Guðmundsson, Garðabæ - Minning Fæddur 18. júlí 1921 Dáinn 14. desember 1988 Foreldrar hans voru Sigurlaug Sig- urðardóttir og Guðmundur Guð- mundsson, Litla Kambi í Breiðuvík- urhreppi. Stefán var fæddur að Þæfusteini í Neshreppi en ólst upp að Litla Kambi. Breiðuvík er ein fegursta sveit á Snæfellsnesi. Frá Kambi liggur veg- ur um Kambsskarð að Fróðarheiði sem kunnugt er úr Eyrbyggju en þá bjó þar Bjöm Breiðvíkurkappi sem kunnugt er. Þama átti Stefán sín æskuspor og ólst þar upp í stór- um systkinahópi í skjóli dugandi foreldra sinna. Sem fleiri ungir menn fór Stefán snemma að heiman og vann hin ýmsu störf á sjó og landi. Stefán giftist eftirlifandi konu sinni, Kristrúnu Sveinsdóttur frá Ólafsvík, hinni mætustu konu. Þau eignuðust fimm böm sem öll em gift og bú- sett og em mjög efnilegar manneskj- ur. Fljótlega eftir að þau giftust fóm þau að búa í Garðahreppi sem þá hét svo. Byrjuðu þau að byggja sér hús og var þá allt unnið með handverkfæmm, en ungu hjónin vom dugleg og kjarkmikil og létu ekki erfiðleikana vaxa sér í augum þó vinnudagurinn væri langur. Stef- án var hagur maður og ákaflega verklaginn til allra verka og húsið þeirra reis þama skammt frá Vífils- staðalæknum sem rennur í gegnum byggðina í Garðabæ. Þau vom ein af þessum kjarkmiklu landnemum í Garðabæ þar sem á þeim tíma var engin þjónusta en byggðin óx og fólki fjölgaði og nú er Garðabær stór byggðarkjami hér á höfuð- borgarsvæðinu. Stefán var einn uppáhalds frændi og er mér því ljúft að minnast hans með þessum fátæklegu orðum. Sú vinátta sem fólk bindast í bemsku og á æskuámm yljar manni ævi- langt. Margar em minningamar um Stefán frænda minn allt frá því að ég var lítil telpa. Ætíð var hann sami ljúfi frændinn og hafði ætíð tíma til að sinna okkur krökkunum. Hann hafði fágaða framkomu, ákaf- lega hógvær og trúverðugur yfir öllu sem hann tók að sér. Um ára- bil var hann í félagi við vin sinn og nágranna, Helga Bjömsson, við ýmis störf í hinni rísandi byggð og unnu þeir störf sín af samviskusemi sem var einkennandi fýrir þá félaga. Fyrir nokkmm ámm veiktist Stefán af þeim sjúkdómi sem leiddi hann til dauða. Löngu og erfiðu sjúk- dómsstríði var lokið er maðurinn með ljáinn hjó á hans veika lífsþráð og veitti honum lausn frá sínum þrautum. í þann mund sem jólin em að ganga í garð og við sem viljum trúa því að við lifum áfram eftir Iíkamsdauðann leiðum hugann að því að nú sé frændi minn\horfinn til æðri heima þar sem hans bíði sá jólafögnuður sem við viljum vona að bíði oss fyrir handan móðuna miklu. Þrátt fyrir það að Stefán hafi í raun haft þörf fyrir hvíldina er söknuður í huga okkar við fráfall þessa góða vammlausa drengs sem öllum vildi sannur drengur í raun reynast. Ég minnist frænda míns ævinlega með þakklæti og bið Guð að blessa alla ástvini hans. Svanborg Tryggvadóttir Að síðustu langar mig að þakka henni samfylgdina. Hún var trúuð kona og óttaðist ekki dauðann og var viss um góða heimkomu hinu- megin. Megi Guð geyma hana. Megi Guð styrlq'a bömin hennar, bamaböm og aldraða móður. Elísabet Einarsdóttir Sigríður Sigurðar- dóttir — Minning Fædd 25. nóvember 1930 Dáin 12. desember 1988 Hinn 12. desember sl. andaðist tengdamóðir mín eftir stutta baráttu við þungbæran sjúkdóm. Hann reyndi á manneskjuna í okkur en umfram allt á manneskjuna í Síu eins og hún var kölluð meðal vina og ættingja. Minningin um góða tengdamóður geyma er okkur hugg- un nú þegar þessari baráttu er lok- ið. Það er þungbært að þurfa að setjast niður og skrifa minningar- grein því mann langar að segja svo margt í fáum orðum. Síu kynntist ég þegar ég var að læra hárgreiðslu 18 ára gömul, hún kom alltaf í lagn- ingu þar sem ég lærði en þá vissi ég ekki að hún ætti eftir að verða tengdamóðir mín. Um þetta leyti sem ég kynnist Síu breytast hlutim- ir hjá henni og ég kynnist henni og flytur hún þá til Trínidad þrem árum eftir að ég kynnist henni og bjó hún þar í þrettán ár. Síðan flytur hún til íslands og bjó hún hjá okkur og var hún ein af fjölskyldunni. Þetta var yndislegur tími fyrir okkur öll. Síðan flytur hún til Svíþjóðar og bjó þar hjá dætrum sínum sl. tvö ár. Hennar helstu eiginleikar voru ljúft og þægilegt viðmót og var hún alltaf að hugsa fyrst og fremst um aðra. Ég mun sakna hennar hlýja viðmóts og þarf að venjast því að hún er ekki á meðal okkar lengur. Eftir situr söknuður og von um að eitthvað gotti taki við. Laugavegi164, sími 21901 er afar skemmtilegt leikfang. Bíllinn gengur fyrir rafhlööum en framan ábrautinni er stýri og gírar, sem hægt er aö „ 1 stjórna honum meó. Tæki í takt viö tímann. Minning: Kristján Elíasson fv. ritstjóri Fæddur 6. ágúst 1911 Dáinn 12. desember 1988 Okkur langar að minnast Krist- jáns Elíassonar, fyrrum ritstjóra Stjómartíðinda og Lögbirtinga- blaðs, með fáum orðum. Það var árið 1975 að við hófum störf hjá Stjómartíðindum og lög- birtingablaði. Yfírmaður okkar, Kristján Elíasson, tók okkur ein- staklega vel, setti okkur inn í starf- ið og leiðbeindi okkur. Þar sem um fámennan vinnustað var að ræða, kynntumst við mjög vel, Kristján hældi okkur óspart og hvatti og var þakklátur fyrir allt sem við gerðum. Einnig var honum mjög umhugað um velferð okkar jafnt í starfi sem einkalífi. Við höfðum ekki starfað lengi með Kristjáni þegar við komumst að hinum gífurlega áhuga hans á bókum. Hann vissi nákvæmlega hvaða bækur fengust hjá hveijum bóksala, einnig hvenær von var á nýrri sendingu. Ef okkur vantaði heimildir vegna náms eða einhvers annars var best að leita til Krist- jáns, hann var ekki lengi að útvega heimildimar. Næsta dag mætti hann til vinnu með bækur úr sínu eigin safni, sem er veglegt, og lán- aði okkur heim til að vinna úr. Okkur er kunnugt um að fleiri en við nutu góðs af bókviti Kristjáns. Alltaf var létt yfir Kristjáni og margt rætt, hann sagði okkur frá Elliða, bústað þeirra Guðnýjar, á Snæfellsnesi, en þar dvöldu þau hjón í fríum sínum og þær vom ófáar helgamar sem þau Guðný bmgðu sér vestur. Kristján var mjög bamgóður og hlýr maður, spurði um líðan og þroska bama okkar og lét síðan gjama fylgja með sögu af Guðnýju litlu Einarsdóttur sem fór oft með afa sínum og ömmu vestur á Snæ- fellsnes. Við minnumst Kristjáns með virðingu og sendum Guðnýju og öðmm aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Lísbet Grímsdóttir, Þuríður Kristjánsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Sb. 1886 - V. Briem) Mig langar til að minnast móður- bróður míns Kristjáns Elíassonar, sem lést 12. desember síðastliðinn. Hann verður jarðsettur í dag 21. desember. Kristján var af þeirri kynslóð íslendinga sem lifað hefur meiri þjóðfélagsleg umbrot, á sínum LITGREINING MEÐ CROSFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF lífsferli, en flestar aðrar kynslóðir. Kristján fæddist 6. ágúst 1911 í Amartungu í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi. Faðir hans var Elías Kristjánsson frá Ytra-Lágafelli í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi Elíassonar frá Straumfyarðartungu Sigurðssonar. Móðir Kristjáns var Sigríður Guðrún Jóhannesdóttir, Magnússonar frá Skarfanesi í Landssveit. Elías og Sigríður bjuggu sín fyrstu búskaparár í Am- artungu, en 1921 fluttu þau að Elliða í Staðarsveit. Þau eignuðust níu böm og einn fósturson Arsæl Jóhannesson sem nú er bóndi á Ytra-Lágafelli. Sex barnanna kom- ust til fullorðinsára og var Kristján þeirra elstur, síðan komu Vigdís (lést 1965), Jóhanna, Hulda, Matt- hildur og Unnur. Sigríður móðir Kristjáns lést 1928. Arið 1932 hóf Elías, faðir Kristjáns, búskap með Söra Magnúsdóttur Friðrikssonar frá Patreksfirði. Þau bjuggu á Ytra-Lágafelli og eignuðust fyogur böm. Þau era Erla, Sigríður Guð- rún, Magnús og Elías Fells. Faðir Kristjáns lést 10. desember 1938 en það er einkennileg tilviljun að í dag 21. desember era nákvæmlega 50 ár frá því að hann var jarðaður að Staðarstað. Snemma kom í ljós að Kristján var mjög útsjónarsamur og þraut- seigur. Hann naut ekki langrar skólagöngu sem bam en farkennari frá Stykkishólmi kom heim að Elliða og kenndi saman bömun frá nokkram bæjum í Staðarsveit. Kristján var miklum hæfileikum búinn og fékk notið sköpunarhæfi- leika sinna á margan hátt. Sem dæmi um það má nefna að hann útbjó rafstöð í bæjarlæknum á Elliða til að hlaða útvarpsgeyma þegar Ríkisútvarpið tók til starfa 1930. Þá var hann aðeins 19 ára. Ekki leið á löngu áður en hann var einnig farinn að hlaða útvarps- geyma fyrir fólk á næstu bæjum. I ársbyijun 1931 flutti Kristján til Reykjavíkur. Hann bjó um vetur- inn hjá Jóhannesi móðurafa sínum sem hafði útvegað honum vinnu við höfnina en á þessum tíma var mjög erfitt um vinnu. Hann vann um veturinn við uppskipun úr toguram og alla almenna hafnarvinnu sem gafst. Hugur Kristjáns hafði lengi hneigst til náms og haustið 1931 sótti hann um skólavist í Laugar- vatnsskólanum. Þar var hann í tvo vetur. Námsárin á Laugarvatni höfðu mikil áhrif á Kristján og lífsviðhorf hans. Á Laugarvatns- skólanum vora nokkrir afar róttæk- ir ungir menn og taldist Kristján til þeirra. Hann varð mjög pólitísk- ur eftir vera sína á Laugarvatni og lét flest þjóðmál til sín taka þótt ekki væri það á opinberam vett- vangi. Skólavistin á Laugarvatni varð Kristjáni hvatning til enn frek- ara náms þó lítil væra efnin. Hann átti varla fyrir skólagjöldunum þeg- ar hann sótti um skólavist í Verzl- unarskóla íslands haustið 1934 en hann lauk verslunarprófi þaðan vorið 1936. Þetta bjargaðist þó á þann hátt að hann réð sig á síldar- bát norður í Hrísey sumarið 1934 með því skilyrði að í landlegum átti hann að spila á harmónikku fyrir dansi á böllum ,sem haldin vora í félagsheimilinu. Það hafði frést að sumarið áður hafði hann spilað á Siglufírði ásamt tveimur Norðmönnum, svo hann hafði nokkra reynslu á þessu sviði. Strax á unga aldri fékk Kristján mikinn áhuga á tónlist þó ekkert ætti hann hljóðfærið. Reyndar var fyrsta hljóðfærið sem hann spilaði á kirkjuorgelið í Staðarstaðarkirkju. Þangað laumaðist hann oft eftir messu þegar aðrir kirkjugestir nutu velgjörða hjá presthjónunum. Prestsfrúin komst að þessum áhuga Kristjáns á orgelleik og það varð að samkomulagi að hann mætti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.