Morgunblaðið - 21.12.1988, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988
63
In Memoriam:
Jón Símon %rist-
jánsson írá Isafírði
Fæddur 3. desember 1936
Dáinn 10. desember 1988
Nú er hann horfínn og margir
sakna hans. Þa,ð þótti öllum vænt
um hann, sem þekktu hann eins og
hann var í eðli sínu.
Jón Símon var alla ævi eins og
unglingurinn í skóginum — hann
gat ekki orðið gamall eða hrörleg-
ur. Hvorki hann sjálfur né aðrir,
sem blönduðu geði við hann, gátu
hugsað sér, að hann yrði gamall í
sálrænum skilningi. Sumir fara að
verða gamlir þegar á unga aldri —
það er önnur saga.
Jón Símon — allir muna eftir
honum, sem eitt sinn sáu hann.
Hann stendur ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum sem nemandi í
gamla M.A. — Menntaskólanum á
Akureyri — unglingur að vestan,
sem ekki var físjað saman. Það
fylgdi honum góður kraftur og sér-
stakt viðmót. Hann fór ævinlega
sínar eigin leiðir, en snemma fékk
hann orð fyrir að vera góður félagi
— félagi, sem aldrei brást. Hins
vegar var hann ekki allra. Hann
var einn þeirra. manna, sem
snemma á ævi eignaðist nána vini,
af því að hann var gæddur réttu
siðferði, kunni óskráð hörð lög í
stríðsfélagsskap lífsins út í yztu
æsar — það sannaðist svo oft í sam-
skiptum við hann.
Símon skipti um skóla og varð
stúdent frá Menntaskólanum á
Laugarvatni 1958 — og þar eignað-
ist hann líka góða félaga eins og í
M.A. Hann var af þeirri kynslóð,
sem fæðist rétt fyrir stríð, mótaður
af lífsbaráttu feðranna og mæðr-
anna — og því hafði hann tileinkað
sér hugarfar, sem einkenndist af
sjálfsvirðingu og þar sem einkunn-
arorðin voru að viðhalda sinni reisn,
hvað sem tautaði og raulaði.
Eftir stúdentspróf fór hann beint
út í lífíð. Hann sóttist ekkert.eftir
vegtyllum — hann var laus við sýnd-
armennsku, enda þótt hann væri
ekki fjarri því að vera gæddur innri
metnaði, sem er í lífsstíl margra
Vestfírðinga.
Hann gekk í augun á „betra
kyninu“ — stúlkunum svo mjög, að
eitt sinn, þá er hann var í M.A.,
höfðu skólasystur hans komið sér
saman um að velja hann úr hópi
vaskra og gjörvilegra sveina og
krýna hann og sæma hann titlinum
„fegurðarkóngur M.A.“. Engin
væmin keppni hafði farið fram í
stíl við öldurhúsin Broadway og
Hollywood nú á dögum — þær gerðu
þetta með leynd og mjúklega eins
og kvenna er háttur. Jóni líkaði
þetta stórum illa — því að hann var
laus við allan hégóma (hugsaði eins
og karlmenni) og virtist ekki hafa
minnstu hugmynd um, hve vel hann
væri gerður og hve vel hann liti
út. Hann barst aldrei á, enda þótt
á stundum gætu fylgt honum mikil
veður og stórir sjóar eins og með
feðrum hans úr Amarfirði og Dýra-
fírði, sem voru annálaðir skipstjóm-
armenn, hvalaskyttur og víkingar
til allra athafna. Jón Símon varð-
veitti manndómsútlit sitt til hinztu
stundar þrátt fyrir éljagang lífsins.
Hann kvæntist aldrei og það var
synd. Hann var öðmm þræði við-
kvæmur í lund eins og allir, sem
þekktu hann náið, geta borið vitni
um. Á sama hátt og hann var rækt-
arsamur við vini og kunningja hefði
hann örugglega orðið góður faðir
og heimilisfaðir — hann var sagður
bamgóður og ennfremur elskaði
hann dýr, sem á sama hátt og böm-
in geta verið fullorðnum fyrirmynd
— dýrin svíkja aldrei fremur en
óspillt böm. I hvert sinn sem Jón
var hittur að máli var gott að gleðj-
ast með honum og deila með honum
andlegum verðmætum, en þau
kosta sjaldnast peninga.
Eins og fyrr segir ólst Jón Símon
upp á ísafírði. Hann átti til góðra
að telja, manndómsfólks í hvívetna
og ólst upp á frægu menningar-
heimili á „gamla góða ísafirði" eins
og sumir kalla þann stað. Hann var
af austfírzku bergi brotinn í móður-
legg, kominn af kröftugu bænda-
fólki. Móðir hans Katrín Anna Sig-
fúsdóttir, fædd 1905 og því 83ja
ára er á lífí og em; býr nú í
Reykjavík. Hún var fædd á Galta-
stöðum í Hróarstungu á Fljótsdals-
héraði, en foreldrar hennar vom
Margrét Bjömsdóttir og Sigfús
Magnússon, bóndi. Sverrir heitinn
Kristjánsson sagnfræðingur talaði
stundum um Austfirðinga sem þjóð
með „ákveðin góð einkenni". Katrín
Anna móðir Jóns Símonar vann
veturinn 1930—31 á heimili for-
eldra minna fyrir norðan, var þeim
til trausts og halds, og einmitt þá
um vorið var undirskráður skírður.
Katrín Anna naut virðingar allra á
ísafírði, og eins og alkunna er, þá
gera vestfirzkir kröfur til mann-
kosta. Hún er ljóðelsk og sögð
kunna flest ljóð Davíðs frá Fagra-
skógi. Hún er listræn eins og dóttir-
in Margrét, læknisfrú úti í júess,
sem er eina systkin Jóns heitins —
en Margrét er brautskráð úr Verzl-
unarskólanum; lærði útstillingar og
hefur stundað slíkt auk listmálunar
og teiknunar. Eiginmaður hennar
er íslenzkur læknir í Minneapolis.
Faðir Jóns Símonar var ein af
þessum karlmannlegu kempum, hét
Kristján Hannes Jónsson, f. 1900;
fyrst stýrimaður og síðar skipstjóri,
kaupmaður og forstjóri Hektors á
ísafirði. Faðir Kristjáns (afí Jóns
Símonar) var Jón Pálsson, f. 1859,
d. á ísafírði 1923; hann var kallað-
ur skipherra, fyrst í Stapadal og
síðar í Álftamýri í Amarfirði
1890—95 — síðan skipstjóri í
Hnífsdal og á ísafírði. Kona hans
var Símonía, f. 1860, d. á ísafírði
1943, Kristjánsdóttir, bónda að
Hvammi í Dýrafirði, Jónssonar á
Rauðsstöðum, Sumarliðasonar á
Sveinseyri í Dýrafirði. Jón Pálsson
og Símonía vom systkinabörn, því
móðir hennar, kona Kristjáns í
Hvammi, var Sigríður Símonardótt-
ir frá Dynjandi, sem hinn frægi
Dynjandisfoss er kenndur við —
margir telja hann hrikafegurri en
Niagara Falls. Svo mikið er víst,
að þessi amfirzki foss minnir alltaf
á skapið og geðslagið í Stapadals-
og Álftamýrarættinni.
Kristján Hannes var síðustu ár
þeirra hjóna á ísafírði hafnsögu-
maður, en þau hjón fluttust til
Akraness 1966. Kristján Hannes
dó 1972.
Ymsar kynfylgjur eru í báðum
ættum Jóns Símonar, enda var hann
athyglisverður karakter. Hann var
í einu orði sagt karakter, sem gekk
einn um lífsins brautir og valdi leið-
ina sjálfur og lenti stundum í hálf-
gerðum sjóskaðaveðrum eins og
forfeður hans. Honum fylgdi líka
óhemjulegur dugnaður á köflum —
það geta allir vinnufélagar og
starfsbræður hans, sem vom hon-
um samferða, vitnað. Langur var
ferillinn. Hann var orðinn vel sjóað-
ur. Fyrst á togurum og bátum, sem
hafði látið honum vel. Svo vinna í
Mjólkárvirkjun í námunda við Dynj-
andi — á slóðum uppmnans — síðan
Búrfellsvirkjun um hríð; þessu næst
Sigalda — þar var hann lengst af.
Og í kjölfarið fylgdu Hrauneyjar-
foss; svo Sultartangi; þá Helguvík
og þá Blönduvirlqun og nú allra
síðast vinnandi við Byggung. Hann
var orðinn fastur maður við Orku-
stofnun ríkisins, orðinn verkstjóri;
hann þótti laginn við að stjóma
mönnum og sagði mönnum vel til
og gaf þeim sjálfstraust eins og
góðra kapteina er háttur. En hann
var einmitt lifandi dæmi um vest-
fírzkan kaptein, sem var orðinn
stéttlaus, en fremstur meðal jafn-
ingja og 'með gunnfánann hátt á
lofti í fremstu víglínu.
Það var gaman að hitta hann í
Sigöldu fyrir þrettán ámm, þegar
reynt var af lífs- og sálarkröftum
að gera á staðnum skyndimyndir
af þessum rosa-karaktemm, sem
unnu þar — jafnt útlenzkum sem
innlendum — og þessir Klondyke-
foglar látnir borga á borðshomið
eins og í „Wild West“ — já, þetta
var gert upp á líf og dauða til þess
að yfírstíga veraldlega örðugleika
og öðlast stundar-sjálfsvirðingu í
ögmnarstíl, sem var í stíl við hart
líf þar í fjöllunum. Menn eins og
Jón gáfu alltaf félögum sínum sið-
ferðilegan styrk í tvísýnum leik.
Jón Símon vann alla tíð í hörðum
lotum eins og á vertíðum. Vinir
hans höfðu það eftir honum, að
hann talaði utfi það í hvert sinni
sem honum var farið að leiðast að
vera lengi í litlu stórborginni
Reykjavík — dvölin gat stundum
spannað yfír þijá til fjóra mánuði
á ári hveiju — að nú yrði hann „að
fara á ijöllin" eins og hann orðaði
svo. Þar leið honum oft vel. Hann
var einn þeirra, sem fann hamingj-
una í vinnunni.
Og nú er hann aftur „farinn á
fyöllin" .. . þar sem frelsið er.
Að Hæðardragi,
Steingrímur St. Th.
Sigurðsson.
Kveðja:
Else A. Snorrason
Fædd 11. mai 1911
Dáin 14. nóvember 1988
Það var þungt högg að frétta að
Else Anny Snorrason væri farin frá
okkur. Hjartans þakkir flyt ég henni
fyrir allar okkar ógleymanlegu
æskustundir. Ég er búin að liggja
á spítala í margar vikur og gat
ekki fylgt henni síðasta spölinn.
Guð blessi Else Anny og varð-
veiti á nýjum leiðum. Innilegar sam-
úðarkveðjur til fjölskyldunnar.
Gulla
Lokað
Verkstæði og skrifstofa Sindrasmiðjunnar hf. verða lok-
uð fyrir hádegi miðvikudaginn 21. desember vegna jarð-
arfarar frú JAKOBÍNU ÞORÐARDÓTTUR.
Sindrasmiðjan hf.
t
Útför móður okkar,
JAKOBÍNU H. ÞÓRÐARDÓTTUR,
Háuhlíð 20,
er andaðist 16. desember fer fram frá Dómkirkjunni í dag, mið-
vikudaginn 21. desember, kl. 10.30.
Ásgeir Einarsson,
Sigríður Einarsdóttir Zoega,
Ragnar Einarsson,
Þórður Einarsson,
Óskar Einarsson,
Björn Einarsson.
t
Eiginmaður minn.
sonur, faðir, tengdafaðir og afi okkar,
GUÐMUNDUR BJÖRNSSON
verkfrœðlngur,
Grenimel 49,
Reykjavfk,
sem andaðist þriðjudaginn 13. desember, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 22. desember kl. 15.00.
Guðlaug Ólafsdóttir,
Rannveig Gunnarsdóttir,
Borghildur Guðmundsdóttir,
Rannveig Guðmundsdóttir,
Björn Guðmundsson,
Guðrún Guðmundsdóttir,
Ólafur Guðmundsson,
og barnabörn.
Roger Stanton,
Bjarni Ólafsson,
Sigrún Guðjónsdóttir,
Bryndfs Birnir
t
Útför ástkærrar eiginkonu minnar,
STEFANÍU SIGRÚNAR STEINSDÓTTUR,
Hólsvegi 16,
er lést í Landspítalanum 13. desember sl. fer fram frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 21. desember nk. kl. 15.00.
Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra vandamanna,
Hörður Runólfsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og minn-
ingarathöfn um
KRISTIN RÚNARSSON
ÞORSTEIN GUÐJÓNSSON.
Hildur Björnsdóttir,
Guðrún Hafliðadóttir, Rúnar Guðbjartsson,
Björk Arngrímsdóttir, Guðjón K. Þorsteinsson
og fjölskyldur. S
t
Þökkum hjartanlega sýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls
sonar okkar, bróður og dóttursonar,
KJARTANS RAGNARS KJARTANSSONAR.
Margrót Kolbeinsdóttlr, Kjartan Kjartansson,
Guðmundur Ingvason, Guðrún Guðmundsdóttir,
Elfsabet Kjartansdóttir,
HalldórS. Kjartansson,
Pótur Ö. Guðmundsson,
Inga Björg Kjartansdóttir,
Guðrún Elfsabet Halldórsdóttir.
t
Hjartans þakkir til ættingja og vina fyrir þá samúð og hlýju, sem
þið sýnduð okkur við andlát og útför mannsins míns, föður okk-
ar, tengdaföður og afa,
VILHJÁLMS ÞÓRÐARSONAR
bifreiðastjóra,
Ofanleiti 27.
Helga Finnbogadóttir,
Svanur Þ. Vilhjálmsson,
Hlöðver Vilhjálmsson,
Erla Vilhjálmsdóttir,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
Viðar Vilhjálmsson,
Einar Þ. Vilhjálmsson,
og barnabörn.
Rósfna Myrtie Vilhjálmsdóttir,
Hrafnhildur Ásgeirsdóttir,
Skúli Jóhannesson,
Anna Johnsen,
Rósa Stefánsdóttir
Jóhanna Björnsdóttir
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför mannsins míns, föður okkar og afa,
SÆMUNDAR L. JÓHANNESSONAR
stýrimanns,
Hverfisgötu 52b,
Hafnarflrðl.
Sórstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á St. Jósepsspítala,
Hafnarfirði.
Sigurveig Guðmundsdóttir,
Hverfisgötu 52b, Hafnarfirði,
Guðrún Sæmundsdóttir,
Margrót Sæmundsdóttir,
Gullveig Sæmundsdóttir,
HJalti Sæmundsson,
Logi Sæmundsson,
Frosti Sæmundsson,
Jón Raf nar Jónsson,
Þorkell Erlingsson,
Stelnar J. Lúðvfksson,
Jenný Einarsdóttir,
Jóhanna Gunnarsdóttir,
Dagbjörg Baldursdóttir,
Margrót Thorlacius,
barnabörn og barnabarnabörn.