Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 21.12.1988, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1988 4 Sími fyrir heyrnarlausa Til Velvakanda. Mállausir og heymarlausir eru einangraðir í þjóðfélaginu og geta lítil samskipti haft við aðra en sína nánustu. Með þessum línum vil ég koma á framfæri tveimur hugmyndum, sem auðvelt er að hrinda í fram- kvæmd, en gætu eflaust komið þeim að miklu gagni. Texti með táknmálinu Þegar fréttir era lesnar á tákn- máli í sjónvarpinu væri æskilegt að hafa einnig ritaðan texta með. Þá gætu þeir sem áhuga hefðu á, séð hvað táknin þýddu, og smátt og smátt lært „að tala" við mál- og heyrnarlausa. Það kæmi sér vel fyrir þá sem umgangast heymarlaust fólk og sá hópur sem það gæti tjáð sig við, kærhi til með að stækka. „Sími fyrir heyrnarlausa" Eflaust hljómar þessi fyrirsögn undarlega, en svo er tækninni fyrir að þakka, að nú geta heymarlausir einnig notið símans. Starfsmenn Pósts og síma hafa vart undan að setja upp myndsendi-tæki (telefax) hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þetta er í raun ljósritunarvél, sem tengist annarri með síma, þannig að sett er blað, (prentað mál, hand- skrifað eða teikning) í tækið, síðan er hringt í númer annarrar vélar, og ljósrit af blaðinu kemur þar út. Þetta skeður á nokkram sekúndum, og enginn þarf að vera viðstaddur til að taka á móti myndinni, og það kemur sér vel t.d. þegar sent er um hálfan hnöttinn og nótt hjá móttak- anda. Þessi tæki era glöggt dæmi um það sem var „óþekkt í gær, er ómissandi í dag“. Ef heymarlausum yrði gert auðvelt að eignast þessi tæki, gætu þeir fyrst og fremst haft miklu meiri samskipti sín á milli og einnig gætu tækin opnað þeim leið að sívaxandi fjölda fyrir- tækja og stofnana sem era að taka þau í þjónustu sína. Allar póstaf- greiðslur landsins hafa myndsendi- tæki og því hægt að senda bréf beint á pósthús t.d. úti á landi óháð samgönguerfíðleikum. Við sem njótum fullrar heymar og getum óhindrað tjáð okkur eigum bágt með að setja okkur í spor þeirra sem dæmdir era til að lifa í þöglum heimi. Það ætti því að vera okkur gleðiefni að geta hjálpað heyrnar- lausum að njóta, þótt í litlum mæli sé, þeirra þæginda sem síminn veit- ir okkur í sívaxandi mæli. Það sem þarf að gera er þetta 1. Forsvarsmenn mállausra og heyrnarlausra þurfa að fara þess á leit við sjónvarpið að gerð verði a.m.k. tímabundin tilraun með að birta texta með táknmálinu. Það þarf hvorki að kosta mikið fé né fyrirhöfn. 2. Forsvarsmennimir þurfa að kynna sér þá möguleika sem umrædd tæki búa yfír og fara fram á við viðkomandi ráðu- neyti að skjólstæðingar þeirra sem gætu haft gagn af þeim, fengju þau, og afnot af þeim við mjög lágu gjaldi. Hér er um skírt afmarkaðan hóp að ræða, svo ekki þarf að vera hætta á misnotkun, en að sjálfsögðu þurfa stofnanir þeirra einnig að fá tæki. Ég vona að viðkomandi aðilar taki þessar ábendingar til athugun- ar og hrindi þeim í framkvæmd sem fyrst. Óskar Jóhannsson Verða kettir bannaðir líka? Kæri Velvakandi. Að undanfömu hefur mikið verið skrifað um hundahald og sýnist sitt hverjum. Sumir láta jafnvel að því liggja að banna ætti allt dýrahald í þéttbýli og fínnst mér slík sjónar- mið bera vott um ofstæki. Sjálfur hef ég jafnan verið mikið fyrir dýr, oft langað til að eiga hund en ekki lagt í það vegna óvildarinnar sem margir sýna hundaeigendum og jafnvel dýranum líka. Og það tel ég miður að hundurinn, sem verið hefur tryggur félagi okkar hér á landi allt frá landnámi, skuli nú útlægur hér í Reykjavík. Fyrir skömmu las ég eina af þess- um fjandsamlegu greinum. Þar var ekki látið nægja að hnýta í hunda- eigendur heldur fengu kattaeigend- ur líka sinn skammt. Við ættum nú ekki annað eftir en gera köttinn útlægan líka, þessa einu skepnu sem getur bjargað sér nokkurn veg- inn uppá eigin spýtur í þéttbýli. Kötturinn hefur jafnan verið besti leikfélagi bamanna og ekki hefði ég viljað missa af vináttu kattarins í minni bemsku. Ef það á að fara að banna kettina líka þá segi ég stopp, þá flyt ég úr borginni fyrir fullt og allt. Hvað á svo að fjand- skapast útí þegar hvorki hundar né kettir fyrirfinnast í borginni? Kattareigandi Víkverji skrifar essa öra þróun í vexti einkafyr- irtækja sem annast þjónustu Víkvetja þótti fróðlegt að hlusta á Svavar Gestsson mennta- málaráðherra lýsa því yfír í sam- talsþætti á Stöð 2 á dögunum, að hann væri fylgjandi fijálsri fjölmiðl- un, það er hann væri andvígur ein- okun ríkisins á útvarpsrekstri. Ef Víkveiji man rétt var Alþýðubanda- lagið undir formennsku Svavars Gestssonar gegn því á sínum tíma að ríkiseinokuninni yrði aflétt. Nú segir Svavar að sú þróun sem síðan hefur orðið hafi verið óhjákvæmileg vegna tækninnar. Það verði ekki snúið til einokunar á ný. Tækniframfarir hafa verið á öðr- um sviðum en þessu, þó er enn tal- ið nauðsynlegt við nýjar aðstæður að halda áfram ríkisrekstri á þeim sviðum. Þar má sérstaklega nefna póst og síma. Opinberar símstöðvar hafa verið seldar til dæmis í Bret- landi. Póstdreifing er að færast æ meira í hendur einstaklinga eins og svonefnd hraðsendingar-fyrirtæki sýna. í Bandaríkjunum hefur vöxtur þeirra verið undarverður á síðustu áram og eitt hið stærsta Federal Express er ef til vill að færa út kvíarnar hingað til lands með kaup- um á flugfélaginu Tiger, sem sótt hefur um aðstöðu á Keflavíkurflug- velli. XXX sem-^ður var í höndum hins opin- þera má ekki síst rekja til þeirrar /staðreyndar, að þjónusta opinberra Stofnana er almennt verri en einka- aðila og hinir opinbera aðilar sem oft hafa verið byggðir upp í skjóli einokunar era seinir að bregðast við breytingUm. Þá er einnig til þess að líta, að verslun og viðskipti era að breytast á þann veg, að það færist æ meira í vöxt, að menn geta keypt ýmsan varning án þess að þurfa að fara í verslanir. Þeir sjá þá auglýsingar eða fá senda pöntunarseðla eða pöntunarbækur og hringja eða senda inn skriflegar pantanir og staðfesta greiðslu með því að tilgreina númerið á greiðslu- kortinu. Með aðstoð hraðsending- ar-fyrirtækja lofar síðan seljandi að varan verði komin í hendur kaup- anda innan fáeinna daga. Þessir viðskiptahættir hafa eink- um ratt sér rúms í Bandaríkjunum og þar hafa fyrirtæki eins og Feder- al Express vaxið og dafnað. Eftir að Evrópubandalagið verður eitt markaðssvæði eins og að er stefnt kann að verða svipuð bylting þar á þessu sviði og orðið hefur í Banda- ríkjunum, þótt ólík tungumál og þjóðarsiðir setji þar ávallt sinn svip á þróunina. xxx Alþjóðleg hraðsendingar-fyrir- tæki hafa útibú hér á landi. Kynni Víkveija af starfsemi þeirra era ekki mikil en þó hefur hann fengið sendingar frá útlöndum með milligöngu þeirra. í síðasta tilvikinu barst sendingin einum degi síðar en sendandi hafði ráðgert og kenndi hraðboðinn flugfélagi um þá rösk- un. Sérkennilegasta nýja boðleiðin sem Víkveiji hefur kynnst af eigin raun er sú, að kunningi hans í Noregi, sem á einkatölvu hafði sam- band við samskiptaþjónustu (auð- vitað einkarekna) fyrir tölvueigend- ur í Bandaríkjunum og sendi þang- að tölvupóst til Víkveija. Tölva þessarar þjónustu breytti þessum tölvupósti síðan í telefax sem rann út eins og bréf í faxtæki Morgun- blaðsins. Með þessum hætti opna tölvumar eigendum sínum sem hafa til þess nauðsynlegan búnað nýjan heim. Kannski eigum við eftir að senda jólapóstinn með þessum hætti í framtíðinni? Kalla hann fram á tölvunni heima hjá okkur eða fá hann út úr faxtæki á heimili okk- ar. Þau undratæki eiga vafalaust eftir að verða jafn útbreidd og síminn, þegar fram líða stundir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.