Morgunblaðið - 23.12.1988, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988
Jólaboðskapur
kynningarslj órans
Nokkur orð í tileftii jólahugvekju kynningarstjóra Sam-
bandsins með samvinnukveðju til Svalbarðseyringa
eftír Svein Snorrason
Kynningarstjóri Sambands
íslenskra samvinnufélaga, Her-
mann Sveinbjömsson, ritar í Morg-
unblaðið í dag 20. desember 1988
grein, sem ber heitið „Um sam-
vinnumál á Svalbarðseyri, félags-
lega ábyrgð og fleira". Það er næsta
erfítt að gera sér grein fyrir því
hvaða hvatir ráða því að kynningar-
sijóri Sambandsins sér ástæðu til
þess að senda félagsmönnum Kaup-
félags Svalbarðseyrar, sem þó áttu
um ærið sárt að binda fyrir, svo
kaldar jólakveðjur í nafni samvinnu-
hreyfíngarinnar, sem grein hans er
og það því fremur, sem aðilar mála
þeirra er greinin ijallar um, vissu
ekki betur en að þau væru enn á
viðræðustigi. Varla getur það verið
sú samvinnuhugsjón og náunga-
kærleikur í verki, sem greinar-
höfundur leggur áherzlu á að geti
verið og eigi að vera grundvöllur
að lausn mála þessara.
Greinarhöfundur gerir í upphafi
grein fyrir því að á stjómarfundi í
Sambandinu 14. nóvember síðast-
liðinn, hafi verið samhljóða sam-
þykkt að koma til móts við þá sem
gengið höfðu á sínum tíma í per-
sónulegar ábyrgðir vegna skuld-
bindinga Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar, þannig að Sambandið greiddi
þeim lánastofnunum sem kröfumar
áttu einn þriðja hluta þeirra að því
tilskildu, að lánastofnanimar féllu
sjálfar frá þriðjungi en ábyrgðar-
mennimir greiddu þriðjung. Að
dómi greinarhöfundar var um
hreint lítilræði að ræða sem á
ábyrgðarmennina ætti að falla, eða
ekki nema kr. 200.000,- á ári næstu
15 ár á hvem þeirra. Þegar þetta
er nánar skoðað verður að sjálf-
sögðu að ætla að við þessa fjárhæð
bætist verðbætur og vextir og sjálf-
sagt getur almenningur sem þekkir
af reynslu undanfarinna ára hvem-
ig slík lán hlaða utan á sig, gert sér
í hugarlund greiðslubyrðina af
þriggja milljóna króna láni með
slíkum kjörum fyrir eina flölskyldu
ofan á þær byrðar er fyrir vom.
Hugsanlega valda launalq'ör kynn-
ingarsljórans því að mat hans er
annað í þessu efni en fjölskyldu-
manna norður í landi. Það var ekki
óeðlilegt að ijölskyldumenn norður
í landi þyrftu nokkum umhugsunar-
frest, meðal annars til þess að ræða
við fjölskyldur sínar og jafnvel leita
lögfræðilegra ráðlegginga, áður en
þeir tækju á sig slíkar skuldbinding-
ar, sem í mörgum tilfellum var
ætlað að ná út yfír gröf og dauða
og falla á næstu kynslóð. Bersýni-
legt er að greinarhöfundur hefur
talið það þarflaust að „ábyrgðar-
mennimir" leituðu álits annarra
lögmanna en lögmanna Sambands-
ins og Samvinnubankans, áður en
þeir gengju að tilboði Sambandsins
og tækju á sig og Qölskyldur sínar
sextán milljóna króna skuldbinding-
ar til greiðslu á næstu 15 ámm,
sem greinarhöfundi virðist eins og
áður sagði vera lítilræði eða um kr.
200.000,- á ári á mann. En greinar-
höfundur segir að eftir að viðræður
hafí hafíst milli Sambandsins og
ábyrgðarmannanna um leiðir til að
létta byrðir af þeim, þá hafí lög-
menn ábyrgðarmannanna fengið þá
hugmynd, að ábyrgðarskjölum sem
Samvinnubankinn hafði undir hönd-
um væri formlega ábótavant, og
vegna þessara formgalla myndi
Samvinnubankinn ekki geta fengið
dóm á hendur ábyrgðarmönnum.
Næst kemur kafli í greininni sem
er ætlað að sýna fram á hvað Sam-
vinnubankinn er miklu kærleiksrík-
ari en Iðnaðarbankinn, því það sé
ljóst að Samvinnubankinn hafí ekki
viljað lögsækja ábyrgðarmennina
til greiðslu á skuldbindingum
þeirra, en Iðnaðarbankinn hafí gert
fjámám í persónulegum eignum
þeirra vegna skuldbindinga við
þann banka. Gefur greinarhöfundur
Frá Svalbarðseyri við Eyjafjörð.
síðan í skyn, að hvað svo sem form-
skilyrðum líði, þá hljóti stjómendum
kaupfélagsins að vera það ljóst, að
þeir beri ábyrgð gagnvart þessum
stofnunum.
Svo sem að framan getur, þá tel
ég að það hafí ekki aðeins verið
eðlilegt, að stjómendur leituðu álits
um réttarstöðu sína í þessu máli,
heldur hafí það verið þeim beinlínis
skylt vegna fjölskyldna sinna. Við
þá athugun kom í ljós, að lögmenn
ábyrgðarmannanna töldu að ýmis-
legt orkaði tvímælis um rétt fyrr-
greindra lánastofnana. Þar á móti
kemur fram af greininni að lög-
fræðingar Sambandsins og Sam-
vinnubankans velkjást ekkert í vafa
um rétt þeirra stofnana. Eðli máls-
ins samkvæmt hljóta þeir að leggja
höfuðáherzlu á þau lagaákvæði sem
helzt geta orðið til rökstuðnings
hagsmunum umbjóðenda sinna. Við
hins vegar hljótum að leita að þeim
lagarökum, sem veilcja eða ónýta
þeirra rökstuðning og kröfur. Báðir
hafa hagsmuni umbjóðenda sinna
að leiðarljósi, báðir geta sagt með
nokkrum líkindum fyrir um það
hvemig úrlausn dómstóla yrði um
ágreiningsefni, en hvorki við né lög-
menn Sambandsins eða Samvinnu-
bankans geta verið dómarar í því
máli.
Hins vegar er augljóst, að grein-
arhöfundur er ekki sammála mér í
þessu atriði, því bæði telur hann
sjálfan sig og lögmenn Samvinnu-
bankans og Sambandsins beztu
dómara um úrlausn ágreiningsefna
þeirra, sem með aðilum eru.
Þar er því slegið föstu, að um
tvær leiðir sé að ræða og báðar
leiði til sömu niðurstöðu nefnilega,
að stjómendur kaupfélagsins beri
fulla ábyrgð gagnvart fyrrgreindum
lánastofnunum. Leiðimar tvær, sem
greinarhöfundur telur vera á því
fyrir Samvinnubankann að sækja
ótvíræðan rétt sinn eru annars veg-
ar sú að höfða víxilmál gegn þeim,
en hin að höfða almennt mál til
„Tel ég að það hafi ekki
aðeins verið eðlilegt, að
stjórnendur leituðu
álits um réttarstöðu
sína í þessu máli, heldur
hafi það verið þeim
beinlínis skylt vegna
jQölskyldna sinna.“
viðurkenningar á efni og inntaki
ábyrgðarinnar. Þar segir greinar-
höfundur: „Það leikur ekki vafí á
því hver niðurstaða þess málarekst-
urs yrði — ábyrgðimar yrðu í fullu
gildi."
Við skulum hyggja að þeirri leið
fyrst er varðar almenna dómstóla-
leið til viðurkenningar ábyrgðar-
skuldbindingum. Aðilamir eru ann-
ars vegar peningastofnun, sem hef-
ur á að skipa sérfræðingum á sviði
lánsviðskipta og hefur tekjur sínar
af slíkum viðskiptum. Hins vegar
bændur norður á Svalbarðsströnd,
sem kosnir hafa verið í stjóm sam-
vinnufélags á svæðinu, en ekki hafa
slíka sérþekkingu á lánsviðskiptum.
Það voru ekki bændumir sem
ákváðu form ábyrgðarinnar heldur
lánastofnunin. Það var ákvörðun
lánastofnunarinnar að víxilformið
yrði notað með þeim réttindum,
skyldum, en jafnframt takmörk-
unum sem af því leiða samkvæmt
víxillögum. Þess vegna kemur held-
ur ekki til álita við úrlausn ágrein-
ings um rétt lánastofnunarinnar
annað en það ábyrgðarform, sem
hún hafði krafízt að notað yrði.
Þess vegna er sú leið ekki til stað-
ar, að höfða almennt mál til viður-
kenningar á ábyrgð, utan ábyrgðar
í því formi sem lánastofnunin hafði
krafízt, og gefín var.
Hin leiðin, er eins og greinar-
höfundur segir bæði einfaldari og
fljótvirkari, að reka málið á grund-
velli víxilréttar. En „gáttir allar,
áður gangi fram, of skyggnast
skyli".
Eins og greinarhöfundur segir
er það upphaf þessa máls, að á
árinu 1982 afhenti Kaupfélag Sval-
barðseyrar Samvinnubankanum
víxileyðublað með tilgreindri fjár-
hæð, £150.000,-. Víxileyðublað
þetta var áritað samþykki greið-
anda, Kaupfélags Svalbarðseyrar,
en gefið út og ábekt af fram-
kvæmdastjóra og stjómarmönnum
í kaupfélaginu, ásamt Jóni heitnum
Sólnes, fyrram bar.kastjóra og al-
þingismanni, og ári síðar annað
víxileyðublað, sem áritað var sam-
þykki kaupfélagsins sem greiðanda,
en gefíð út af kaupfélagsstjóra og
ábekt af honum og nokkrum stjóm-
armönnum. Var þetta gert að kröfu
Samvinnubankans til tiyggingar
sjálfskuldarábyrgð, sem bankinn
hafði tekið gagnvart Útvegsbank-
anum vegna láns til kaupfélagsins
að fjárhæð £150.000,-.
Víxlamir voru báðir óútfylltir að
því er varðar útgáfudag eða gjald-
daga og síðari víxillinn greindi ekki
fjárhæð. Nú er það svo, að víxil-
eyðublað, sem ekki er útfyllt um
gjalddaga eða útgáfudag eða §ár-
hæð, er ekki víxill í skilningi víxil-
laga. Þetta er grandvallarregla.
En svo sem greinarhöfundur
réttilega skýrir frá, þá hafa dóm-
stólar dæmt, þegar svipað stendur
á, að með afhendingu víxileyðu-
blaðs- eða blaða í tilvikum svipuðum
því er hér um ræðir, hafí falizt
umboð til handhafa víxilsins um að
fylla í eyður þessar. Talið var í
þeim úrlausnum, sem greinarhöf-
undur vitnar til, að handhafí víxils
hafi í þeim tilvikum ekki farið út
fyrir það umboð og með því að fylla
út víxilinn innan marka þess um-
boðs, varð víxilrétturinn virkur.
Þessu er að sjálfsögðu ekki mót-
mælt og er raunar staðreynd og
var bindandi úrlausn um það sakar-
efni sem um var fyallað í þeim
málum.
Hins vegar vora þau mál ekki
öldungis eins og það sem hér er
skoðað.
Fyrst hlýtur að vakna spurningin
um það, hvort slíkt umboð, sem til
staðar getur verið um að ræða skv.
10. gr. víxillaga, sbr. dómatilvitnan-
ir í grein Hermanns Sveinbjömsson-
ar, eigi að gilda út yfír gröf og
dauða eða gjaldþrot aðalskuldara.
Á slíkt rejmdi ekki við úrlausn
þeirra mála, sem tilvitnaðir dómar
í grein kynningarstjórans varða.
Víxileyðublöð þau era Samvinnu-
bankinn hefur í höndum voru síðast
er vitað var ekki útfyllt.
Jón G. Sólnes bankastjóri og al-
þingismaður, lézt hinn 8. júní 1986,
en bú greiðanda víxilsins og sam-
þykkjanda, Kaupfélags Svalbarðs-
eyrar, var tekið til gjaldþrotaskipta
20. ágúst 1986.
Lög nr. 7/1936 sbr. lög nr.
11/1986 fjalla um samningagerð,
umboð og ógilda löggeminga. Skv.
21. gr. laganna fellur umboð skv.
18. gr. þeirra niður við dauða nema
umboðsmanni sé ókunnugt um það.
Sama gildir skv. 23. gr. samninga-
laganna af þvi er varðar aðalskuld-
ara, Kaupfélag Svalbarðseyrar.
Umboð þess féll niður við upphaf
skipta 28. ágúst 1986.
Við upphaf skiptanna 28. ágúst
1986 féll skuldin skv. skuldabréfínu
og þar með ábyrgðarskuldbinding-
amar skv. víxlinum í eindaga. Innan
lögboðins kröfulýsingarfrests lýsti
Samvinnubankinn kröfum sínum
vegna ábyrgða hans leystra og
óinnleystra skv. skuldabréfinu við
Útvegsbankann alls kr.
13.115.642,05, skv. kröfulýsingu
nr. 389 11 liðir a-h og var þessi
krafa samþykkt sem rétt krafa í
búið. Skv. tilboði Sambandsins um
aðstoð við bændur við uppgjör
ábyrgðarskuldbindinga þeirra um
niðurfellingu á einum þriðja hlutá,
greiðslu bænda á Va og greiðslu
Sambandsins á Vs virðist skuld
Samvinnubankans þar vera reiknuð
á 20—27 milljónir nú í dag. Þegar
skuldin var fallin í eindaga við
gjaldþrot kaupfélagsins, gat Sam-
vinnubankinn leitað réttar síns skv.
víxilskuldbindingu ábyrgðarmann-
anna um þá fjárhæð sem lýst hafði
verið kr. 13.115.642,05 með því að
höfða víxilmál á hendur þeim til
greiðslu þeirrar fjárhæðar. Sá rétt-
ur fymtist hins vegar skv. ákvæð-
um víxillaga á einu ári frá upphafi
skipta. Gagnvart samþykkjanda
víxilsins fymist þessi réttur að jafn-
aði á 3 áram frá gjalddaga, en hins
vegar slíta gjaldþrotaskiptin fym-
ingu gagnvart honum. Samvinnu-
bankinn neytti ekki þess réttar sem
hann átti, og féll rétturinn því niður
fyrir vangeymslu.
í grein Hermanns Sveinbjöms-
sonar kemur fram að skuldin vegna
erlendu lántökunnar hafí frá upp-
hafí verið í vanskilum, og um það
hafí stjóm félagsins verið kunnugt.
Það má rétt vera, en hitt er engu
að síður staðreynd, að þrátt fyrir
vanskilin sýndi Samvinnubankinn
algjört tómlæti um að ganga að
ábyrgðarmönnunum eða tryggja
rétt sinn gagnvart þeim. Þegar frá
er talin tilkynning eða yfírlit um
þær ábyrgðir sem bankinn hafði
leyst til sín, með áskilnaði um inn-
heimtuskuldina hjá ábyrgðarmönn-
unum. Bankinn fylgdi ekki eftir
þessum áskilnaði sínum.
Kynningarsljórinn segir „Nú er
það ljóst að Samvinnubankinn hefur
ekki viljað lögsækja ábyrgðarmenn-
ina til greiðslu skuldbindinga
þeirra." Ég vil ætla að þetta sé
rétt. Bændumir töldu líka, að efnis-
leg rök lægju að baki því að bank-
inn vildi ekki ganga að ábyrgðar-
mönnunum. M.a. þessi: Kartöflu-
verksmiðja sú, sem m.a. hafði verið
fjármögnuð með 150.000,00 sterl-
ingspundaláninu var, þegar kaup-