Morgunblaðið - 23.12.1988, Page 18

Morgunblaðið - 23.12.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988 Harpaflyturí nýtt húsnæði Málmngarverksmiðjan Harpa hf. hefur flutt alla starfsemi sína í 2.500 fermetra nýbyggingu á Stórhöfða 44, þar sem fyrirtækið fékk 8.000 fermetra lóð hjá Reykjavíkurborg. Harpa hefur verið tíl húsa á Skúlagötu 42 allt frá stofhun þess árið 1936. ístak hf. tók að sér að reisa hús Hörpu á Stórhöfða 44 sem alverktakar. Fyrirtæk- ið hannaði húsið, byggði það og gekk frá því að öllu leyti utanhúss og innan fyrir fast verð. Arkitektar hússins voru Ormar Þór Guð- mundsson og Örnólfur Hall. Samningur um verkið var gerður 29. febrúar síðastliðinn og sam- kvæmt honum átti verkinu að vera að fullu lokið 15. desember síðast- liðinn. Sú áætlun stóðst, segir í fréttatilkynningu frá Hörpu hf. Með tilkomu þessa nýja hús- næðis breytist öll vinnuaðstaða í verksmiðjunni mjög til batnaðar. Aður var framleiðslan á 7 gólfum en nú er hún á einni hæð. Jafn- framt var vélakostur fyrirtækisins bætttur verulega með nýjum tækj- um. Nýbyggingin er að miklu leyti flármögnuð með eigin fé, enda hafði Harpa selt tvær af húseignum sínum áður en framkvæmdir hóf- ust, segir í fréttatilkynningunni. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Málningarverksmiðjan Harpa er flutt í 2.500 fermetra nýbyggingu á Stórhöfða 44. Morgunblaðið/Sverrir Magnús Helgason forstjóri Hörpu hf. (t.v.) og Páll Sigurjónsson forstjóri ístaks hf. Séð inn í hið nýja húsnæði Hörpu á Stórhöfða 44. Búnaóarsamtök á íslandi 150 ára 1837- 1987 Afmælisrit Búnaóarfélags Islands Tvö bindi — um 1100 bls., yfir 900 myndir Saga íslensks laundbúnaóar frá miöii 18. öld til ok • Saga búnaðarframfara og búgreina á Íslandi. • Saga bændasamtakanna. • Saga rannsókna, tilrauna, leiðbeininga og löggjafar. • Saga landbúnaðarsýninga og bændaferða. • Annáll Búnaðarþinga, æviágrip og myndir 170 fulltrúa. • Yfir 900 myndir af persónum og merkum atvikum. • Rita-, mynda-, félaga- og nafnaskrár. • Upphafssaga landgræðslumála, saga húsbygginga bændasamtakanna, útgáfu- starfsemi, námskeið, starf búnaðarsambandanna, samstarf á erlendum vettvangi. Atvinnusagra, félagsmálasagra, persónusagra, staógott uppsláttaxrit. Stærsta framlagið til sögu íslensks landbúnaðar hingað til. Búnaóarfélag íslands, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík, sími 91-19200. Laugarneskirkja: N orsk j ólagnðsþj ónusta FJÓRÐA jóladag, miðvikudaginn 28. desember kl. 18.00 verður norsk jólaguðsþjónusta í Laugar- neskirkju, Reykjavík, á vegum félags Norðmanna á tslandi, Nordmannslaget. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sóknarprestur í Laugamespresta- kalli, sem 'bjó og starfaði í Noregi um tíma, messar á norsku og sungnir verða norskir jólasálmar. Organisti er Ann Toril Lindstad. Að guðsþjónustu lokinni verður Nordmannslaget með kaffvsamsæti fyrir félagsmenn í húsakynnum kirlqunnar. (Fréttatilkynning) Háskóli íslands: Tala háskólamenntaðra tvöfaldast árið 2000 NÚ ERU liðin fimm ár frá því að námskeiðahald endurmennt- unamefndar Háskóla fslands hófst. Þörfin fyrir endurmennt- un hefur á þessum tíma stöðugt aukist og heldur áfram að gera svo. Því er spáð að tala háskóla- menntaðra hérlendis tvöfaldist fyrir árið 2000. Sú spá ásamt sífellt örari tæknibreytingum og þar með úreldingu þekkingar og vinnubragða sýnir að trúlega verður símenntun stærri og stærri þáttur í islensku mennta- kerfi. Framangreindar upplýsingar er að finna í fréttatilkynningu frá Endurmenntunamefnd Háskóla ís- lands. Að nefndinni standa auk Háskólans, Tækniskóli Islands, Bandalag háskólamanna og þijú félög háskólamanna. Nú á fimm ára afmælinu er öll starfsemi nefndarinnar að flytjast í framtíðarhúsnæði á Tæknigarð Háskólans við Dunhaga. Á þeim fímm árum sem nefndin hefur starfað hafa verkefnin verið §öl- breytt. Reynt hefur verið að bjóða upp á fræðslu í flestum háskólagre- inum en mest hefur verið um nám- skeið á tækni-og tölvusviði. Kenn- arar á námskeiðum nefndarinnar hafa verið á þriðja hundrað, bæði úr Háskólanum og Tækniskólanum svo og menn með reynslu og þekk- ingu úr atvinnulífí hverrar starfs- greinar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.