Morgunblaðið - 23.12.1988, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. DESEMBER 1988
19
Karí Kairamo — einn þekkt-
asti iðnjöfiir Finna látinn
eftirErlend
Einarsson
Kari Kairamo, forstjóri Nokia,
stærsta iðnfyrirtækis Finnlands lést
snögglega á heimili sínu í Helsing-
fors sunnudaginn 11. des. sl., 55
ára að aldri.
Kari Kairamo var einn þekktasti
iðnjöfur Finnlands. Hann hafði
gegnt forstjórastarfínu í 11 ár, en
á þeim tíma varð Nokia stórveldi í
finnskum iðnaði.
Þegar Kari Kairamo tók við for-
stjórastarfinu 1977, þá 44 ára, lét
hann þessi orð falla: „í þessu starfi
endist maður ekki lengur en 10 ár,
— eða kannnski 10 til 15 ár.“ Þetta
urðu sannarlega orð að sönnu. Eft-
ir 11 ára forstjórastarf var Kari
Kairamo allur.
Þetta er mikið áfall fyrir Nokia
samsteypuna og reyndar ekki það
eina á þessu ári, því fyrr á árinu
lést framkvæmdastjóri rafeindafyr-
irtækis samsteypunnar. Það var
einmitt þama sem stærsti vaxtar-
broddurinn var og það var rafeinda-
fyrirtækið sem átti stærstan þáttinn
í því að gera Nokia að stórveldi á
sviði hátækni.
Kari Kairamo fæddist í Helsing-
fors 31. desember 1934. Faðir hans
var forstjóri í Iðnaðarfyrirtækinu
Kemi. Afi hans var einnig iðnaðar-
maður. Kari var því vaxinn upp úr
jarðvegi iðnaðar. Hann gekk
menntaveginn, stundaði háskóla-
nám í verkfræði og útskrifaðist sem
„diplom“-verkfræðingur.
Arið 1957 giftist hann píanóleik-
aranum Aije Evu Solberg. Þtjú
böm þeirra eru nú uppkomin.
Kari hóf störf í Nokia árið 1970,
sem aðstoðarframkvæmdastjóri er-
lendra viðskipta. Hafði hann þá
fengið nokkra reynslu í erlendum
viðskiptum, m.a. sem starfsmaður
Metex-fyrirtækisins og um tíma
Kari Kairamo
sem framkvæmdastjóri dótturfyrir-
tækis þess í Brasilíu. Þá var hann
um tveggja ára skeið framkvæmda-
stjóri Madden Machine í Banda-
ríkjunum.
Kari Kairamo vann sig fljótt upp
í trúnaðarstörf fyrir Nokia. Árið
1977, þegar þáverandi' forstjóri,
Bjöm Wásterlund, lét af störfum
tók Kari við forstjórastarfinu. Þá
var fyrirtækið smærra í sniðum en
nú. Gúmmí-, pappírs-, kabals-, og
málmframleiðsla voru helstu _grein-
ar framleiðslunnar. Hér á Islandi
er Nokia-trúlega þekktast fyrir
Nokia gúmmístígvélin, en þetta
merki hefur verið hér á markaði í
lengri tíma.
Kari hafði ekki lengi setið í for-
stjórastóli Nokia, þegar hann hófst
handa um að gera framtíðaráætlan-
ir. Hátæknivæðingin var þá í aug-
sýn og það var einmitt á þessu
Simi Vuorilehto, nýr forstjóri
Nokia.
sviði, sem Kari Kairamo lagði
grandvöll að nýsköpun í starfsemi
Nokia. Það átti síðar eftir að koma
i ljós, að Kari hafði veðjað á réttan
hest. í dag er Nokia í hópi stærstu
fyrirtækja í Evrópu á sviði rafeinda-
tækni. Nokia hefur keypt fyrirtæki
erlendis til þess að styrkja stöðu
sína á markaðnum og er nú orðið
alþjóðafyrirtæki. Það sést best á
því, að lesa má auglýsingar frá
Nokia í heimspressunni um tölvu-
búnað og farsíma svo eitthvað sé
nefnt.
Hlutabréf Nokia, eru nú skráð í
kauphöllum í Helsingfors, Stokk-
hólmi, London, París og Frankfurt.
Slíkt gefur til kynna, að fyrirtækið
sé orðið alþjóðlegt. Eftir fráfall
Kari Kairamo lækkuðu hlutabréf
Nokia í verði á kauphöllinni í Hels-
ingfors. Þau hafa nú hækkað upp
í sitt fyrra verð.
Árið 1986, þegar Nokia hafði náð
því að verða „koncem" (fyrirtækja-
samteypa) var Kari Kairamo gerður
að aðalforstjóra (koncemchef).
Hann gegndi niargvíslegum öðram
trúnaðarstörfum bæði heima í Finn-
landi og erlendis. Var í heima-
landinu talinn einhver litríkasta
persóna viðskiptalífsins. Hann fékk
heiðursdoktorsnafnbót sl. haust.
Hafði á hendi trúnaðarstörf innan
OECD, var lqörinn í stjóm Volvo í
fyrra og einnig var hann félagi í
„The Roundtable of European Ind-
ustrialists", sem er félagsskapur
stærstu iðjuhölda í Evrópu.
Kari Kairamo hafði mikinn
áhuga á efnahagssamvinnu innan
Norðurlandanna og svo innan Evr-
ópu. Hann og Pehr Gyllenhammar
hafa einmitt undanfarið látið í sér
heyra á opinberam vettvangi varð-
andi stöðu Norðurlanda gagnvart
Efnahagsbandalaginu, þegar ártal-
ið 1992 nálgast óðum. Báðir þessir
menn hafa sfjómað alþjóðlegum
fyrirtækjum og hafa komið fyrir
hluta af starfseminni utan sinna
heimalands. Tilgangurinn er að
sjálfsögðu að ná sterkari aðstöðu á
markaðinum.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast náið Kari Kairamo, eftir að
Gyllenhammar-hópurinn . tók til
starfa fyrir tæpum fímm árum, en
Kari var annar af tveimur fulltrúum
Finnlands i hópnum. Hann lét mik-
ið að sér kveða innan starfshóps-
ins, ekki síst, þegar rætt var um
samstarf Norðurlandanna á sviði
hátækni. Það kom einmitt í hlut
Kari Kairamos að undirbúa stofn-
unina NORIT (Nordiskt Institut för
Informationsteknologi) sem hefur
það hlutverk að efla upplýsinga-
tækni innan Norðurlanda. Þessi
stofnun tók til starfa 1. sept. 1987.
Það era fyrirtæki á Norðurlöndum
sem geta gerst aðilar að stofnun-
inni. Þegar era nokkur af stærstu
fyrirtækjum Norðurlanda aðilar.
Gyllenhammar-hópurinn kom á fót
þessari stofnun.
Það er athyglisvert, að kynni
Pehr Gyllenhammars af Kari Kair-
amo í samstarfshópnum verða svo
til þess, að Kari er kjörinn í stjóm
Volvo. Þetta er einmitt öraggur
vitnisburður um hina miklu hæfí-
leika Kari Kairamo sem stjómanda
fyrirtækja.
Ég kem til með að sakna Kari
Kairamo. Hann var óvenjulegur
maður enda hefur hann afrekað
miklu á ekki lengri ævi. Mér verður
sérstaklega minnisstætt, þegar við
voram saman í Gautaborg á fundi
Gyllenhammars-hópsins sumarið
1986. Eftir fundinn bauð Pehr Gyll-
enhammar okkur í siglingu út í
skeijagarðinn á báti sínum. Það
vakti eftirtekt mína, að Kari hafði
meðferðis sérkennilega leðurtösku.
Ég þurfti þó ekki lengi að bíða
þess hvað hér væri á ferðinni.
Skömmu eftir að við voram komnir
um borð opnar Kari tösku sína og
kom þá í ljós að innihaldið var
farsími. Kari var nefnilega í fullu
starfí að stjóma Nokia á meðan á
siglingunni stóð. Hann var í stöðugu
símasambandi við skrifstofu sína í
Helsingfors.
Þannig vann Kari Kairamo, alltaf
á fullri ferð, oft fljúgandi í einka-
þotu um allan heim og þá í stöðugu
símasambandi við aðalstöðvar Nok-
ia, hvort sem var á sjó, í lofti eða
á landi. En þrátt fyrir allt annríkið
gaf hann sér tíma til þess að koma
til íslands að sumri til og renna
fyrir lax. Þar fann hann hvíld og
afslöppun.
Eftirmaður Kari Kairamo sem
aðalforstjóri Nokia hefur verið ráð-
inn Simo Vuoriletho. Hann hefur
starfað hjá Nokia síðan 1976. Þeg-
ar hann tjáði mér fráfall Kari Kair-
amo lét hann þess getið að stjóm
Nokia mundi fylgja eftir þeim
framtíðaráætlunum, sem Kari Kaa-
iramo hafði þegar mótað.
Það er alveg ljóst, að ekki aðeins
Nokia hefur orðið fyrir miklu áfalli
við að missa Kari Kairamo, heldur
einnig finnska þjóðin. Sárastur er
þó missir eiginkonu og bama. Þeim
hefí ég sent mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Fjölbrautaskóli Suðurlands:
Sá sem vill leita er
menntaður maður
31 nemandi brautskráður
Selfossi.
31 nemandi var brautskráður
frá Fjölbrautaskóla Suðurlands
þegar 15. starfsönn skólans
lauk með formlegum hætti
laugardaginn 17. desember.
Alls voru innritaðir 527 nem-
endur í dagskólann á haustönn
og 501 tók próf. 185 stunduðu
nám í Öldungadeild og þar
þreyttu 165 próf. Þá stunduðu
26 nemendur nám í deild skól-
ans á Litla Hrauni og þar tóku
9 nemendur próf. Alls störfuðu
52 kennarar við skólann þar
af 37 i fiillu starfi.
Upphaf skólaslitaathafnar Fjöl-
brautaskólans er ávallt með hefð-
bundnu sniði. Þá gengur kór skól-
ans syngjandi í salinn. Kórinn
syngur siðan nokkur lög milli at-
riða í dagskránni. Stjómandi kórs-
ins_ er Jón Ingi Sigurmundsson.
I máli Þórs Vigfússonar skóla-
meistara kom fram að vegna
fjölda nemenda hefur þurft að
leita eftir kennsluhúsnæði utan
skólans. Stöðugt er unnið að frá-
gangi fyrsta áfanga skólans. Búið
er að setja hlera, „gluggatjöld“,
fyrir gluggann á suðurhlið húss-
ins, þann stærsta á landinu. Unn-
ið er að því að ganga frá gólfi í
samkomusal skólans og gert er
ráð fyrir að fyrri áfangi skóla-
hússins verði fullbúinn árið 1990.
Viðstaddir skólaslitaathöfnina
vora meðal annarra 5 ára stúdent-
ar sem vora þeir fyrstu sem skól-
inn útskrifaði 18. janúar 1983
með tveimur undantekningum þó.
Sigþrúður Harðardóttir hafði orð
fyrir 5 ára stúdentum og afhenti
skólanum að gjöf allar orðabækur
ísafoldar.
Gauti Gunnarsson hafði orð
fyrir nýstúdentum og þakkaði
skólameistara og starfsfólki skól-
ans samverastundir í blíðu og
stríðu. Hvatti hann skólameistara
og hans menn til áframhaldandi
sóknar í þágu skólans.
Magnea Bára Stefánsdóttir náði bestum alhliða námsárangri.
Magnea Bára Stefánsdóttir frá *
Berustöðum í Ásahreppi hlaut við-
urkenningu fyrir bestan alhliða
árangur við námslok. Hún fékk
auk þess nokkrar aðrar viður-
kenningar frá skólanum fyrir
námsárangur. Hún sagðist vera
alveg óráðin hvað framtíðina
snerti. Kvaðst hafa mikinn áhuga
á íþróttum ög öllu sem að þeim
sneri. Þá væri stutt í áhuga á fjöl-
miðlum og vel gæti verið að hún
terigdi þetta eitthvað saman þegar
hún hugaði að frekara námi. Fyrst
væri þó að halda jólin heima, því
næst væri skólaferðalag á dag-
skrá og síðan vinna fram á haust
og ákvarðanir um framtíðina.
„Minningin um skemmtilega
samleið víst mun þó vakna er við
skiljum," sagði Þór Vigfússon
skólameistari meðal annars í
ávarpi sínu. Hann vék máli sínu
að 5 ára stúdentum og kvað til-
veru þeirra sýna að skólinn styrkti
æ betur rætur sínar í samfélag-
inu. Hann benti á að í hópnum
væru mæðgur sem væri enn eitt
dæmið um þá möguleika sem skól-
inn hefði opnað.
Þór vék að menntun í almenn-
um skilningi og gat þess að allt
sem fólk tæki sér fyrir hendur
veitti þjálfun á markaðstorgi
vinnu og lífs. Án staðgóðrar þekk-
ingar ætti mannkynið sér ekki von
til að komast af. Menntunin yki
þekkinguna en því væri aftur
þannig varið að enginn maður
hefði til að bera næga þekkingu.
„Sá sem vill leita er menntaður
maður, hvort sem sá kann meira
eða minna," sagði Þór er hann
beindi orðum sínum til hinna
brautskráðu og sleit 15. starfsönn
skólans. —Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hópur brautskráðra nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt Örlygi Karlssyni aðstoðarskóla-
meistara og Þór Vigfússyni skólameistara.