Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 1

Morgunblaðið - 04.05.1989, Síða 1
88 SIÐUR B/C 99. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Argentína: Sovétríkin: Ríkissjóður er nær gjaldþrota Buenos Aires. Reuter. JUAN Carlos Pugliese, efnahagsmálaráðherra Argentínu, sagði ríkis- sjóð landsins nánast gjaldþrota er hann skýrði frá verðstöðvun, fljót- andi gengisskráningu australsins og öðrum ráðstöfunum, sem ætlað er að rétta hag ríkisins og draga úr verðbólgu. Frá því Pugliese tók við starfi fyrir mánuði hefur gengi australs- ins lækkað um nær helming. í febr- úar var dollar skráður á 17 austr- Grænland: Rækjukvót- ar handa EB? Kaupmannahöfh. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landstjórnin hefur fram til þessa ekki vik- ið frá þeirri stefiiu að Evrópu- bandalagið geti ekki fengið rækjukvóta í viðræðum um fiskveiðisamning við banda- lagið. Annar stjórnarflokk- anna, Siumut, hefur nú dregið í land og segir formaður flokksins, Lars Emil Johans- en, að til greina komi að í samningnum verði kveðið á um réttindi EB til rækjuveiða við austurströndina. Fiskveiðisamningurinn á að gilda frá 1990 til 1995. Fram- kvæmdastjóm EB hefur látið í ljós mikla óánægju með tilboð Grænlendinga í viðræðunum en bandalagið greiðir um 216 millj- ónir danskra króna (nær 1.600 milljónir ísl. kr.) árlega fyrir fiskveiðiheimildir við Grænland. Formaður og þingmaður flokksins Issitup Partiaa, Ni- kolaj Heinrich, sem áður var formaður sambands fiskimanna og veiðimanna, segir þetta slæma tillögu. Rækjuskip heimamanna séu svo afkasta- mikil að rækjukvótamir séu alls ekki til skiptanna. ala en 79 í gær er bankar opnuðu aftur eftir fimm daga lokun, sem ríkisstjórnin fyrirskipaði, vegna skorts á peningum. Seðlaprent- smiðjur hafa ekki annað eftirspurn eftir seðlum þó svo þær hafí verið starfræktar með fullum afköstum allan sólarhringinn. Af þeim sökum var sett hámark á úttekt úr bönkum í gær og miðast upphæðin við jafn- virði 6.300 dollara eða 334 þúsund ísl. króna á dag. Opinberar tölur um verðbólgu verða ekki birtar fyrr en í næstu viku en sérfræðingar sögðu í gær að hún hefði verið milli 35 og 40% í apríl einum og þrátt fyrir verð- stöðvun og aðrar ráðstafanir yrði hún ekki undir 40% í maí. Argentínumenn kjósa sér nýjan forseta 14. maí næstkomandi og sýndu skoðanakannanir, sem birtar voru í gær, að Carlos Menem, fram- bjóðandi perónista, nyti um 10% meira fylgis en Eduardo Angéloz, frambjóðandi stjómarflokksins. Meti fagnað Reuter Franski sægarpurinn Olivier de Kersauzon lyftir kampavínsflösku við komuna til Brest í Frakklandi í gærmorgun að lokinni 124 daga og 20 stunda siglingu einn sins liðs umhverfis hnöttinn á skútu sinni Un autre Regard eða Oðruvísi' leit. De Kersauzon sigldi um 50.000 kílómetra leið á skútu sinni, sem er þríbytna. Stéttarfélög fá verkfallsrétt Moskvu. Reuter. STEPAN Shalajev, leiðtogi hinna opinberu sovézku verkalýðssam- taka, sagði í gær að ný vinnu- málalöggjöf, sem nú væri í burð- arliðnum, gerði ráð fyrir því að sovézk stéttarfélög fengju verk- fallsrétt. „Verkfallsrétturinn er hugsaður sem neyðarúrræði í þeim tiivikum þar sem stjórnendur stofnana og fyrirtækja draga lappirnar við lausn vinnudeilna eða efna ekki gerða samninga," sagði Shalajev í sam- tali við dagblað verkalýðssamtak- anna, Trudz. Borizt hafa fregnir af skæru- verkföllum námamanna, bifreiða- stjóra og vefara víða um Sovétríkin sem krafizt hafa hærri launa og betri aðbúnaðar á vinnustað. Einnig fóru lögreglumenn í Leníngrad í mótmælagöngu 9. apríl sl. til þess að leggja áherzlu á margvíslegar kröfur sínar, að því er blaðið Sot- síalístítsjeskaja Industrý'a skýrði frá í gær. Shalajev sagði að drögin að nýju vinnumálalöggjöfinni gerðu ráð fyr- ir nýju hlutverki og gjörbreyttum starfsaðferðum stéttarfélaga. Væri það í samræmi við umbótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs, Sovétleið- toga. Mótmæli kínverskra námsmanna hefiast á ný: Zhao hvetur Kínverj a til þess að afétýra glundroða Peking. Reuter. ^ LEIÐTOGI kínverska kommún- istaflokksins, Zhao Ziyang, hvatti Kínveija í gær til þess að afstýra glundroða i landinu eftir að námsmenn höfðu ákveðið að efna til frekari Qöldafunda til að krefjast umbóta í lýðræðisátt. Þúsundir námsmanna efiidu til mótmæla við háskóla í Peking í gærkvöld og fyrirhuguð eru frekari mótmæli í dag. Ársfimd- ur Þróunarbanka Asíu verður einnig settur í Peking í dag að viðstöddum rúmlega 2.000 hátt- settum embættismönnum. Thatcher á 10 ára starfsafinæii sínu: Andstreymið herti mig MARGARET Thatcher sagði í viðtali við brezku fréttastofuna Press Association í gær i tilefiii þess að áratugur er nú liðinn frá því hún tók við starfi forsætisráðherra, að linnulausar að- finnslur og gagnrýni stjórnarandstæðinga hefði hert hana í þeim ásetningi sínum að byggja Bretum betri framtíð. Sagði hún mik- ilsverðasta árangur sinn í starfi til þessa vera að hafa endur- reist orðstír Breta á alþjóðavettvangi. Thatcher sagði að það hefði kostað sig mikil átök að halda sannfæringu sinni og sigla fullum seglum undir merkjum hennar í stað þess að hleypa undan og sætta sig við málamiðlun vegna mótbyrs við stefnu hennar. „Mað- ur legði ekki á sig allt erfiði og vandamál, sem starfinu fylgja, nema maður hefði verðugt mark- mið og takmark til að sigrast á; það er betri framtíð þessarar þjóð- ar og annarra," sagði Thatcher. Hún sagði leiðina að því marki byggjast á því að beizla þann kraft, sem í einstaklingnum byggi- I grein í brezka dagblaðinu The Times segir Ronald Reagan, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna: „Málstaður friðar og frelsis sækir á vegna styrkrar handar hennar, hugsjóna og heilbrigðrar skyn- semi. Óbifanleg trú hennar á mannkynið hefur gert hana að fyrirmynd allra mikilla leiðtoga og hvarvetna fyllt fólk innblæstri. Hún hefur ekki einungis unnið Reuter Margaret Thatcher heldur á tveggja mánaða sonarsyni sínum Michael á tröppunum fyrir utan embættisbústað sinn í Dow- ningstræti 10. Við hlið hennar eru Mark sonur hennar og tengda- dóttirin Diana, sem er bandarísk. landi sínu gagn, heldur og heimin- um öllum. Já, heimurinn er betri sakir þess að Margaret Thatcher hefur verið forsætisráðherra í 10 ár.“ Sjá „Áratugur sannfæringar en ekki málamiðlana" á bls. 14 og „Efhahagsleg vel- gengni á Bretlandi“ á bls. 28. Borgaryfirvöld í Peking tilkynntu að Torg hins himneska friðar yrði lokað í ellefu klukkustundir meðan bankastjórar og fjármálaráðherrar Asíuríkja kæmu saman í Alþýðu- höllinni. Yang Shungkun, forseti Kína, flytur ávarp á fundinum, sem hefst sama dag og þess er minnst að 70 ár eru liðin frá því kínversk- ir náms- og menntamenn efndu til fjöldafunda til að krefjast umbóta í átt til lýðræðis. Zhao flokksleiðtogi sagði í sinni fyrstu opinberu ræðu eftir að mót- mæli námsmanna hófust fyrir þremur vikum að glundroði gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Kínveija. „Ef við glötum stöðug- leikanum verður okkur ekkert ágengt. Vonglaða Kína, sem á sér svo bjarta framtíð, yrði vondaufa Kína, land glundroða," sagði flokks- leiðtoginn. Leiðtogar námsmanna ákváðu í gær að efna til frekari mótmæla eftir að stjórnvöld höfðu hafnað viðræðum við óháðu námsmanna- hreyfinguna, sem þau telja ólög- lega. Nokkur þúsund námsmanna efndu til mótmælafundar við há- skóla í Peking í gærkvöld og gagn- rýndu ræðumenn stjórnvöld fyrir spillingu og fordæmdu opinbera fjölmiðla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.