Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.05.1989, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C 99. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Argentína: Sovétríkin: Ríkissjóður er nær gjaldþrota Buenos Aires. Reuter. JUAN Carlos Pugliese, efnahagsmálaráðherra Argentínu, sagði ríkis- sjóð landsins nánast gjaldþrota er hann skýrði frá verðstöðvun, fljót- andi gengisskráningu australsins og öðrum ráðstöfunum, sem ætlað er að rétta hag ríkisins og draga úr verðbólgu. Frá því Pugliese tók við starfi fyrir mánuði hefur gengi australs- ins lækkað um nær helming. í febr- úar var dollar skráður á 17 austr- Grænland: Rækjukvót- ar handa EB? Kaupmannahöfh. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landstjórnin hefur fram til þessa ekki vik- ið frá þeirri stefiiu að Evrópu- bandalagið geti ekki fengið rækjukvóta í viðræðum um fiskveiðisamning við banda- lagið. Annar stjórnarflokk- anna, Siumut, hefur nú dregið í land og segir formaður flokksins, Lars Emil Johans- en, að til greina komi að í samningnum verði kveðið á um réttindi EB til rækjuveiða við austurströndina. Fiskveiðisamningurinn á að gilda frá 1990 til 1995. Fram- kvæmdastjóm EB hefur látið í ljós mikla óánægju með tilboð Grænlendinga í viðræðunum en bandalagið greiðir um 216 millj- ónir danskra króna (nær 1.600 milljónir ísl. kr.) árlega fyrir fiskveiðiheimildir við Grænland. Formaður og þingmaður flokksins Issitup Partiaa, Ni- kolaj Heinrich, sem áður var formaður sambands fiskimanna og veiðimanna, segir þetta slæma tillögu. Rækjuskip heimamanna séu svo afkasta- mikil að rækjukvótamir séu alls ekki til skiptanna. ala en 79 í gær er bankar opnuðu aftur eftir fimm daga lokun, sem ríkisstjórnin fyrirskipaði, vegna skorts á peningum. Seðlaprent- smiðjur hafa ekki annað eftirspurn eftir seðlum þó svo þær hafí verið starfræktar með fullum afköstum allan sólarhringinn. Af þeim sökum var sett hámark á úttekt úr bönkum í gær og miðast upphæðin við jafn- virði 6.300 dollara eða 334 þúsund ísl. króna á dag. Opinberar tölur um verðbólgu verða ekki birtar fyrr en í næstu viku en sérfræðingar sögðu í gær að hún hefði verið milli 35 og 40% í apríl einum og þrátt fyrir verð- stöðvun og aðrar ráðstafanir yrði hún ekki undir 40% í maí. Argentínumenn kjósa sér nýjan forseta 14. maí næstkomandi og sýndu skoðanakannanir, sem birtar voru í gær, að Carlos Menem, fram- bjóðandi perónista, nyti um 10% meira fylgis en Eduardo Angéloz, frambjóðandi stjómarflokksins. Meti fagnað Reuter Franski sægarpurinn Olivier de Kersauzon lyftir kampavínsflösku við komuna til Brest í Frakklandi í gærmorgun að lokinni 124 daga og 20 stunda siglingu einn sins liðs umhverfis hnöttinn á skútu sinni Un autre Regard eða Oðruvísi' leit. De Kersauzon sigldi um 50.000 kílómetra leið á skútu sinni, sem er þríbytna. Stéttarfélög fá verkfallsrétt Moskvu. Reuter. STEPAN Shalajev, leiðtogi hinna opinberu sovézku verkalýðssam- taka, sagði í gær að ný vinnu- málalöggjöf, sem nú væri í burð- arliðnum, gerði ráð fyrir því að sovézk stéttarfélög fengju verk- fallsrétt. „Verkfallsrétturinn er hugsaður sem neyðarúrræði í þeim tiivikum þar sem stjórnendur stofnana og fyrirtækja draga lappirnar við lausn vinnudeilna eða efna ekki gerða samninga," sagði Shalajev í sam- tali við dagblað verkalýðssamtak- anna, Trudz. Borizt hafa fregnir af skæru- verkföllum námamanna, bifreiða- stjóra og vefara víða um Sovétríkin sem krafizt hafa hærri launa og betri aðbúnaðar á vinnustað. Einnig fóru lögreglumenn í Leníngrad í mótmælagöngu 9. apríl sl. til þess að leggja áherzlu á margvíslegar kröfur sínar, að því er blaðið Sot- síalístítsjeskaja Industrý'a skýrði frá í gær. Shalajev sagði að drögin að nýju vinnumálalöggjöfinni gerðu ráð fyr- ir nýju hlutverki og gjörbreyttum starfsaðferðum stéttarfélaga. Væri það í samræmi við umbótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs, Sovétleið- toga. Mótmæli kínverskra námsmanna hefiast á ný: Zhao hvetur Kínverj a til þess að afétýra glundroða Peking. Reuter. ^ LEIÐTOGI kínverska kommún- istaflokksins, Zhao Ziyang, hvatti Kínveija í gær til þess að afstýra glundroða i landinu eftir að námsmenn höfðu ákveðið að efna til frekari Qöldafunda til að krefjast umbóta í lýðræðisátt. Þúsundir námsmanna efiidu til mótmæla við háskóla í Peking í gærkvöld og fyrirhuguð eru frekari mótmæli í dag. Ársfimd- ur Þróunarbanka Asíu verður einnig settur í Peking í dag að viðstöddum rúmlega 2.000 hátt- settum embættismönnum. Thatcher á 10 ára starfsafinæii sínu: Andstreymið herti mig MARGARET Thatcher sagði í viðtali við brezku fréttastofuna Press Association í gær i tilefiii þess að áratugur er nú liðinn frá því hún tók við starfi forsætisráðherra, að linnulausar að- finnslur og gagnrýni stjórnarandstæðinga hefði hert hana í þeim ásetningi sínum að byggja Bretum betri framtíð. Sagði hún mik- ilsverðasta árangur sinn í starfi til þessa vera að hafa endur- reist orðstír Breta á alþjóðavettvangi. Thatcher sagði að það hefði kostað sig mikil átök að halda sannfæringu sinni og sigla fullum seglum undir merkjum hennar í stað þess að hleypa undan og sætta sig við málamiðlun vegna mótbyrs við stefnu hennar. „Mað- ur legði ekki á sig allt erfiði og vandamál, sem starfinu fylgja, nema maður hefði verðugt mark- mið og takmark til að sigrast á; það er betri framtíð þessarar þjóð- ar og annarra," sagði Thatcher. Hún sagði leiðina að því marki byggjast á því að beizla þann kraft, sem í einstaklingnum byggi- I grein í brezka dagblaðinu The Times segir Ronald Reagan, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna: „Málstaður friðar og frelsis sækir á vegna styrkrar handar hennar, hugsjóna og heilbrigðrar skyn- semi. Óbifanleg trú hennar á mannkynið hefur gert hana að fyrirmynd allra mikilla leiðtoga og hvarvetna fyllt fólk innblæstri. Hún hefur ekki einungis unnið Reuter Margaret Thatcher heldur á tveggja mánaða sonarsyni sínum Michael á tröppunum fyrir utan embættisbústað sinn í Dow- ningstræti 10. Við hlið hennar eru Mark sonur hennar og tengda- dóttirin Diana, sem er bandarísk. landi sínu gagn, heldur og heimin- um öllum. Já, heimurinn er betri sakir þess að Margaret Thatcher hefur verið forsætisráðherra í 10 ár.“ Sjá „Áratugur sannfæringar en ekki málamiðlana" á bls. 14 og „Efhahagsleg vel- gengni á Bretlandi“ á bls. 28. Borgaryfirvöld í Peking tilkynntu að Torg hins himneska friðar yrði lokað í ellefu klukkustundir meðan bankastjórar og fjármálaráðherrar Asíuríkja kæmu saman í Alþýðu- höllinni. Yang Shungkun, forseti Kína, flytur ávarp á fundinum, sem hefst sama dag og þess er minnst að 70 ár eru liðin frá því kínversk- ir náms- og menntamenn efndu til fjöldafunda til að krefjast umbóta í átt til lýðræðis. Zhao flokksleiðtogi sagði í sinni fyrstu opinberu ræðu eftir að mót- mæli námsmanna hófust fyrir þremur vikum að glundroði gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir Kínveija. „Ef við glötum stöðug- leikanum verður okkur ekkert ágengt. Vonglaða Kína, sem á sér svo bjarta framtíð, yrði vondaufa Kína, land glundroða," sagði flokks- leiðtoginn. Leiðtogar námsmanna ákváðu í gær að efna til frekari mótmæla eftir að stjórnvöld höfðu hafnað viðræðum við óháðu námsmanna- hreyfinguna, sem þau telja ólög- lega. Nokkur þúsund námsmanna efndu til mótmælafundar við há- skóla í Peking í gærkvöld og gagn- rýndu ræðumenn stjórnvöld fyrir spillingu og fordæmdu opinbera fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.