Morgunblaðið - 04.05.1989, Side 45

Morgunblaðið - 04.05.1989, Side 45
 kostnaði, en fé í fjárlögum brúar bilið.Á hveiju námskeiði eru tveir námstjórar á vegum MFA auk leið- beinenda, en Félagsmálaskólinn hefur starfað síðan 1975. Það er ríkjandi skoðun að þetta starf eigi að efla og talsmenn þess innan vébanda ASÍ vilja að sett verði lög um skólann vegna þess að það sé eðlilegt að samfélagið standi að skóla fyrir launafólkið í landinu rétt eins og staðið er á bak við ýmsar skólastofnanir samfélagsins. Lögbundinn skóli gæti boðið upp á mun breiðara nám fyrir fólk sem af ýmsum ástæðum fór ekki í frek- ara nám að loknu skyldunámi. Tryggvi Þór sagði að vonir stæðu til að frumvarp til laga um skólann kæmi fram á Alþingi í vetur, slíkar hugmyndir væru að vísu ekki nýj- ar, því þær hefðu oft komið fram áður, en nú væri vonandi byr. Und- anfarna vetur hafa verið 4-5 tveggja vikna námskeið að vetrin- um og einnig væri tölvunám í skól- anum með sérstökum námskeiðum á svokölluðum tölvudögum í apríl- maí. Menningar- og fræðslustofnun Alþýðusambands íslands hefur möguleika á að standa fyrir marg- þættu starfi á vettvangi félagsmála. Starfsmenntunarnámskeið eru skipulögð. Hafin er ritun sögu ASÍ undir ritstjórn Stefáns F. Hjartar- sonar sagnfræðings og ritnefndinni stýrir Helgi Skúli Kjartansson. Von er á fyrra bindinu árið 1991. Þá kom það fram í samtalinu við Tryggva Þór að norrænt samstarf á vettvangi verkalýðssamtakanna fer vaxandi bæði með námskeiðum og menningardagskrám. Tryggvi Þór er nú formaður Norrænu fram- kvæmdanefndarinnar, en á þessum vettvangi opnast ýmsir möguleikar fyrir námskeið á Norðurlöndunum. Á vettvangi þessa starfs mun íslenskur sönghópur ferðast um öll Norðurlöndin í september og koma fram á vegum norrænu samtak- anna. Mikil þörf fyrir öflun þekkingar Fjórir starfsmenn eru í fullu starfi hjá MFA og einnig eru ráðn- ir menn til einstakra verkefna. Fyr- ir skömmu kom út á vegum MFA bókin Umheimurinn og áhrif okkar, þar sem eru greinar um umhverfis- mál, úttekt á norðrinu og suðrinu og eitt og annað fróðlegt og skemmtilegt. Segja má að starfsemi MFA sé hluti af fullorðinsfræðslu. Oft greiða verkalýðsfélögin vegna námskeiðanna en Tryggvi Þór sagði að í miklu meiri mæli en menn gerðu sér almennt grein fyrir tækju atvinnurekendur þátt í kostnaði og launatapi starfsmanna sinna sem sæktu þessi námskeið. Helgar- og kvöldnámskeiðin eru íjölsótt og Tómstundaskólinn dregur að sér fjölda fólks sem fyrr getur þannig að þörfin virðist vera mikil fyrir það hjá fólki að afla sér þekkingar eða lífsfyllingar á ýmiskonar námskeið- um. Þá er það eftirtektarvert að hlutur kvenna í þessu starfi fer hraðvaxandi. í öldungadeildinni í MH og Fjölbrautaskóla Breiðholts eru konur um 80% nemenda og í fræðsíustarfi MFA eru konur að jafnaði um helmingur, en á nám- skeiðinu sem við Morgunblaðsmenn heimsóttum voru konur í meirihluta. Tækifæri til þess að kynnast ólíkum sjónarmiðum Við ræddum við nokkra þátttak- endur Félagsmálaskólans og feng- um álit þeirra á starfseminni. „Eg hef ekki farið áður á svona nám- skeið hjá MFA,“ sagði Kjartan Kjartansson úr Reykjavík. „Eg hef hins vegar farið á ræðunámskeið hjá Dagsbrún og innan fyrirtækis- ins sem ég starfa hjá eru námskeið af þessu tagi, en það hefur komið mér á óvart hvað þessi breiði aldurs- hópur sem hér er hefur opnað sig. Sigtryggur Jónsson, sá „Kæri sáli“, hefur brotið hópinn vel upp til sam- vinnu. Ég fæ meiriháttar út úr þjálf- uninni í ræðumennsku, að geta tjáð sig og sagt sína meiningu. Maður lærir að móta betur og leggja fram skoðanir sínar og það er mikilsvert að fá tækifæri til þess að kynnast ólíkum sjónarmiðum fólks hvað- rí ÍAM .!> aKTOAQUTMDMTí ©SSUSÍíaOtfQW MÖRGUNBLAÐIÐ 'fÍMMTUDAGUR 4. MAÍ 1989 45 anæva af landinu, fólks sem spann- ar breitt svið innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Ef seinna námskeiðið er eins öflugt og þetta ættu þeir sem þau sækja að vera vel gjald- gengir fyrir sín félög til þess að koma hagsmunamálum þeirra á framfæri. Hvert félag er fólkið sjálft Jóhanna Pétursdóttir er frá Grindavík. Hún vann í rækjuverk- smiðju sem nú er búið að loka vegna átakanna við Greenpeace-menn að hennar sögn. „Ég hef lítið sótt nám- skeið áður,“ sagði Jóhanna, „sótti svokallaðan kvennaframa hjá Kaupfélögunum, en það var þriggja kvölda námskeið í Keflavík og fimm dagar í Bifröst. Mér fínnst þetta námskeið mjög gott,“ sagði hún, „maður kemst meira inn í félags- málin og álit mitt á sálfræðingum hefur gjörbreyst eftir tveggja daga kennslu eins slíks þar sem dregið var fram margt í okkur sjálfum sem þarf til þess að halda jafnvægi í hópvinnu og koma rétt fram gagn- vart öðrum samferðamönnum. Þá er félagsandinn hér mjög góður þótt aldurinn sé alveg frá 19 ára og upp í módel 1927.“ Jóhanna fór á sínum tíma á nokkrar síidarver- tíðir á hringnót. Það fannst henni líflegt starf, en hún og systir henn- ar urðu fyrstu kvenkokkar á togara þegar þær sóttu í karfann á Jóns- mið á Jóni Baldvinssyni, en þær systur voru í fríi þegar togarinn strandaði við Reylqanes og þar með endaði þeirra togaraferill. „Á þessu námskeiði er ekkert kynslóðabil," sagði Jóhanna, „og það er mér mikill akkur í að sækja hingað, en mér finnst að það þyrfti að kynna þetta starf betur innail félaganna, leggja áherslu á að félagið er fólkið sjálft og félagsstarfið og afl þess fer eftir fólkinu." Maður er orðinn útlærður Sigríður Pálsdóttir er frá Pat- reksfírði. „Námskeiðið er frábært,“ sagði hún, „mjög fróðlegt og það hefur komið mér á óvart hvað það er létt yfír þessu, en ég hef aldrei verið á svona námskeiðum áður. Þetta er bæði skemmtilegt og fróð- legt, maður er orðinn útlærður," sagði Sigríður og hló hressilega. „Leiðbeindurnir eru meiriháttar góðir og sama er að segja um hóp- inn allan. Auðvitað eru skiptar skoðanir og það er stór liður í starf- inu að rökræða, veija og sækja sitt mál með tilliti hver til annars. Fyrst voru allir feimnir, en nú fara allir hiklaust í ræðupúltið og þruma þar. Ég vissi satt að segja allt of lítið um MFA áður en ég kom hing- að og ég vil hvetja fólk til þess að sækja Félagsmálaskóla alþýðu, það verður enginn svikinn af því.“ ALÞJÓDLEG MATVÆLASÝNING IAIþjóölega matvælasýningin lcefood '89 hefst á morgun, föstudag 5. maí kl. 18.00. Sýningin stendurtil 12. maí n.k. Hér er á ferðinni átta daga fjölskylduveisla þar sem bryddaö verður m.a. upp á skemmtilegu kynningarefni, bragöbætt meö Ijúffengum mat og drykk frá fjölmörgum innlendum og erlendum fyrirtækjum. Á sýningunni kennir ýmsra grasa. Meðal annars sér Klúbbur matreiðslumeistara um sýnikennslu í sérstöku sviðseldhúsi alla sýningardagana frá kl. 18.30 til 21.30 (1/2 klst. í senn). Þar verða daglega uppákomur og m.a. koma þar fram tveir heimsþekktir matreiðslumeistarar, þeir Roland Czekelius og Bent Stiansen. Einnig bregða ýmis þekkt andlit úr íslensku þjóðfélagi á sig betri svuntuna og kenna landanum t.d. að sjóöa velling á nýstárlegan máta. Á hverjum degi verður dreginn út veglegur vinningur sem er kvöldverður fyrir tvo á góðu hóteli eða veitingastað fyrir upphæð allt að kr. 6.000,-. í lok sýningar verður dregið úr öllum seldum aðgöngumiðum og er í verðlaun stórkostleg sælkeraferðtil Parísar fyrir tvo. (tengslum við sýninguna verða eftirfarandi hótel og veitingastaðir meö sérstaka sjávarréttahátíð sem nefnist 'lceland seafood festival". Þau eru: Hótel Holt, Hótel Saga, Café Ópera, Livingstone Mávur, Gaukur á Stöng, Arnarhóll og Vetrarbrautin. Þess skal getið að Flugleiðir bjóða sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi (aðgöngumiði innifalinn). Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofunum, söluskrifstofum og umboðs- mönnum Flugleiða um land allt. Sýningin er opin almenningi sem hér segir: Föstudaginn 5. maí frá kl. 18.00 - 22.00. Laugardaginn 6. maí og sunnudaginn 7. maí frá kl. 14.00 - 22.00. Frá og með mánudeginum 8. maí til föstudagsins 12. maí verður sýningin opin almenningi frá kl. 18.00 - 22.00. „Et, drekk ok ver glaðr!“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.