Morgunblaðið - 12.09.1989, Page 33

Morgunblaðið - 12.09.1989, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1989 33 Guðrún Guðmunds- dóttir - Minning, Fædd 21. mars 1894 ' Dáin 27. ág’úst 1989 Látin er nýlega í hárri elli á Borgarspítalanum Guðrún Guð- mundsdóttir, Hólmgarði 6, Reykjavík. Frá því ég fyrst man eftir mér var hún ein af nánustu heimilisvin- um foreldra minna og síðar okkar systkina frá Oddgeirshólum. Tildrög þess að hún kom á heim- ili foreldra minna voru þau að innan við fermingu réðst hún þangað og skyldi gæta ungs sonar þeirra. Var hann elsta og þá hið eina barn þeirra. En ekki kom til barnagæslunnar, því að drengurinn dó tæplega tveggja ára. Ekki var þó brugðið ráðningu telpunnar og er mér tryggð og vinátta hélst með þessum fjölskyldum um 80—90 ára skeið, eða frá fyrstu kynnum til þessa dags. Guðrún fæddist 21. mars 1894 að Úlfarsá. Móðir hennar Sigríður Jónsdóttir var frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi. Faðir hennar Guðmundur Sigurðsson var síðari maður Sigríðar. En ekki naut hún lengi umhyggju föður. Hún missti hann ung að árum og eina alsystur unga. Hálfsystkini hennar, allmiklu eldri en hún, voru: Sigurður E. Hlíðar dýralæknir á Akureyri, gift- ur Guðrúnu Guðbrandsdóttur, Guð- finna Einarsdóttir, sem gift var Páli Magnússyni, Reykjavík og Rannveig Einarsdóttir, gift Þorkeli Þorkelssyni fyrsta veðurstofustjóra íslands. Góð frændsemi var með þeim systkinum öllum. Meðal annars dvaldi hún sem unglingur á heimili Sigurðar bróður síns á Akureyri. Minntist hún oft á þá veru sína „fyrir norðan“ og var auðheyrt að dvölin þar var henni hugstæð. Guðrún, eða Gunna Guðmunds. eins og okkur var tamast að nefna hana, var lágvaxin og því stundum nefnd litla Gunna til aðgreiningar frá nöfnum sínum, sem jafnan eru nokkuð margar hvar sem leið liggur um landið. En það er eins og for- sjónin hafi viljað bæta henni upp lágan vöxt með því að gefa henní lífsförunaut sem var með allra hæstu mönnum og svaraði sér vel á allan hátt. Hann hét Bjarni Þórð- arson og höfðu þau kynnst í æsku á heimili foreldra minna. Bjarni var á yngri árum íþróttamaður eins og fleiri ættingjar hans. Bjarni var einn af þessum sam- viskusömu mönnum sem í engu máttu vamm sitt vita. Hjónin voru samhent og heimilisbragur léttur og glaðvær. Og ekkijjreyttist það þótt húsmóðirin færi að vinna utan heimilis, en hjá því varð ekki kom- Fallegar kristals- og postulínsvörur fyrir falleg heimili frá fallegri verslun. Höfum opnað nýja verslun að Álfabakka 14 í Mjóddinni. Við erum að sjálfsögðu í hátíðarskapi og bjóðum því viðskiptavinum okkar sérstakan afslátt út þessa viku: 20% afslátt við staðgreiðslu og 10% afslátt af kortaviðskiptum. SENDUM I PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. Veriö velkomin! ÁLFABAKKA14 • MJÓDD • SlMI 76622 OG TEMPLARASUNDI 3 ■ SlMI 19935 ist vegna kreppunnar illræmdu um og eftir 1930. Guði'ún lét ekki standa á því að fara í hverskonar vinnu ef með þurfti, og allstaðar komu hinir góðu hæfileikar hennar fram, svo að hún eignaðist vini hvar sem hún fór. Mestu réði þar lundarfar hennar og velvilji til allra. Svo sem áður segir var hún smávaxin, létt á fæti, létt í Iund, kná til allra verka og handlagin. Hún var vel greind og þótt hún hefði aldrei á skólabekk sest tileinkaði hún sér með sjálfs- námi margt það sem nú tekur mörg ár að koma til skila í skólum lands- ins. Meðal annars las hún dönsku og jafnvel fleiri Norðurlandamál. Þakkað hún það dvölinni hjá bróður sínum svo sem áður segir, en hann hvatti hana og studdi til dáða. Svo sem Guðrún var glöð á góðri stund kunni hún líka að bregðast við erfiðleikum. Minnisstæð er mér ró hennar og æðruleysi, þegar son- ur hennar ungur varð fyrir alvar- legu slysi, sem hann bjó að æ síðan. Þá má og minnast þess að Bjarni eiginmaður hennar varð á efri árum fyrir því að missa aðra höndina en gat þó áfram stundað vinnu sína en hann ók strætisvagni um árabil. - Eins og flestir sem ná svo háum aldri átti hún á bak að sjá vanda- mönnum og nánum ættingjum. Mann sinn missti hún 29. mars 1975. Börn eignuðust þau þijú. Elst var Sigríður sem gift var Gunn- ari Vagnssyni hann er látinn. Þá Kristín kona Guðmundar Guðjóns- sonar söngvara. Sonurinn Ásgeir var yngstur, giftur Unni Helgadótt- ir en þau eru bæði látin. Börnum hennar, barnabömum og öðrum ættingjum votta ég sam- úð. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Árnadóttir Tamura 5.16. 5 bæjarlínur og allt aö 16 innanhússiinur! Níbsterk en édýr símkerfi frá JAPAN Vegna mjög hagstæðra samninga beint við verksmiðju bjóðum við Tamura símkerfi á frábæru verði. Fjölmargir nútíma eiginleikar eins og skammvalsminni, innanhússkall- kerfi, símafundir innanhúss svo fátt eitt sé nefnt. Tækin eru verkleg og vel hönnuð og símtólið bæði létt og meðfærilegt. Tamura símkerftn kosta frá aðeins 58.400.- kr. ( móðufstöð + 3 símtæki.) Athygli skal vakin á að sparnaður getur hlotist af því að fjölga línum inn í fyrirtækið séu umframskref stór hluti símreiknings. Takmarkað magn tyrirliggjandi á þessu tilboðsverði. Hafíð því samband viö sölumenn okkar strax. Við bjóðum að sjálfsögðu uppá góð kjör auk þess sem upp- setning getur farið fram með skömmum fyrirvara á föstu verði. Tamura símkerfin frá Transit, - hagkvæm lausn fyrir vel rekin fyrirtæki. * * < jmmkL. IM Iransit hf. TRONUHRAUNI 8 220 HAFNAFIRÐI SIMI 652501 TELEFAX 652507

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.