Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 1
72 SIÐUR B 278. tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Tékkóslóvakía: Hóta nýju alls- herjarverkfalli Prag. Reuter. RÚMLEGA 250.000 Tékkar söfnuðust saman á Wenceslas-torgi í Prag í gær til að krefjast lýðræðisumbóta og mótmæla því hversu marga kommúnista Ladislav Adamec forsætisráðherra hefur skipað í nýja ríkisstjórn sína. Mótmælendurnir kröfðust þess einnig að harðlínu- menn yrði sviptir embættum sínum og herlögreglusveitir leystar upp. Helstu samtök andófsmanna, Vettvangur borgaranna, krefjast þess einnig að kosningar fari fram þegar næsta sumar. Verkalýðsleið- toginn Igor Pleskot sagði á mót- mælafundinum að verkamenn ættu að búa sig undir allsherjarverkfall á Danmörk: Samið um flárlög Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaösins. mánudag tæki Ademec ekki sér- fræðinga, sem njóta stuðnings Vett- vangs borgaranna, inn í stjórnina. Forsætisráðherrann skipaði á sunnu- dag fyrstu ráðherrana, sem ekki eru í kommúnistaflokknum, frá því Var- sjárbandalagið réðst inn í landið árið 1968. Ráðherrar kommúnistaflokks- ins hafa þó bæði tögl og hagldir í stjórninni, eru 16 af 21. Umbótasinnar utan kommúnista- flokksins hafa krafist þess að Gustaf Husak segi af sér sem forseti lands- ins og hann kvaðst á sunnudag ekki leggja áherslu á að halda embætt- inu. Talið er að Alexander Dubcek komi ekki lengur til greina sem for- seti og eru hagfræðingurinn Valtr Komarek og leikritaskáldið Vaclav Havel taldir líklegir í embættið. Reuter Ungur tékkneskur hermaður myndar sigurmerki með fingrunum og syngur tékkneska þjóðsönginn ásamt hundruðum þúsunda manna, sem söfnuðust saman á Wenceslas-torgi í Prag í gær til að krefjast stjórnmálaumbóta. Fjölmennið á fundinum er talið sýna að enginn bilbugur sé á andófsöflum í landinu. Þáttaskil í mótmælaðgerðum Austur-Þjóðverja: Yfir 200.000 krefiast sam- einingar við V-Þýskaland Austur-Berlín, Brussel, Moskvu. Reuter og Daily Telegraph. Borgaraflokkarnir sex á danska þjóðþinginu hafa komist að samkomulagi um fjárlög fyrir 1990. Er þar með lokið því kreppuástandi sem ríkt hefur í dönskum sfjórnmálum um margra mánaða skeið. Að samkomulaginu stóðu ríkis- stjórnarflokkarnir annars vegar; íhaldsflokkurinn, Venstre og Rad- íkalir, og hins vegar Miðdemó- kratar, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Framfaraflokkurinn. Það var stuðningur Framfaraflokksins sem úrslitum réð um að samkomulagið komst í höfn. Fjárlagaupphæðin var skorin nið- ur um þrjá milljarða danskra króna (um 27 milljarða ísl. kr.), auk þess átta milljarða niðurskurðar sem fyrir var í fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar. Mestur verður niður- skurðurinn í opinbera geiranum, 5.000 stöðugildi verða lögð niður, einkum í skattheimtunni. AUSTUR-þýski kommúnista- fiokkurinn skoraði í gærkvöldi á ríkisstjórn landsins að hvetja þjóðina til að sýna stillingu og taka ekki lögin í eigin hendur. Mikil heift ríkir meðal almennings vegna hrikalegrar spillingar ráðamanna sem skýrt hefur verið frá í fjölmiðlum landsins. Á þriðja hundrað þúsund manns kröfðust sameiningar þýsku ríkjanna á úti- fiindi i Leipzig í gær og að aust- ur-þýski kommúnistaflokkurinn yrði leystur upp. Eftir fundinn reyndu mörg þúsund manns að komast inn í aðalstöðvar öryggislögreglunnar í borginni til að ná í skjöl er þeir telja geta sannað spillingu flokksbroddanna. Liðs- mönnum úr hreyfingum andófs- manna, sem óttast að skjölin týnist, tókst þó að vama flestum inngöngu. Lögregla hélt sig fjarri atburðunum. Á fundinum á Karl Marx-torginu í Leipzig hrópaði mannfjöldinn kröfur um sameiningu þýsku ríkjanna og nokkrir fundarmanna veifuðu fána Vestur-Þýskalands. Gífurleg fagn- aðarlæti brutust út er einn ræðu- manna krafðist þess að kommúnista- flokkurinn yrði lagður niður. „Við erum ekki að biðja um að skipt verði um menn í stjórnmálaráðinu. Við viljum að flokkurinn allur verði leyst- ur upp,“ sagði hann við þrumandi fögnuð viðstaddra. Á risastórum borða stóð einfaldlega: „Sameining," og á öðrum „Aðeins Kohl getur bjargað okkur.“ Fjölmennir fundir voru einnig í Erfurt, Schwerin og fleiri borgum þar sem krafist var sameiningar. Sovéska fréttastofan TASS sagði í gær að Moskvustjórnin væri tilbúin til viðræðna um hugsanlega samein- ingu þýsku ríkjanna. George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á fundi með leiðtogum ríkja Atlants- hafsbandalagsins í Brussel í gær, að óþarft væri að reyna að hraða sameiningu þýsku ríkjanna og fleiri leiðtogar tóku í sama streng. Öll miðstjóm og stjórnmálaráð austur-þýska kommúnistaflokksins sagði af sér á sunnudag vegna kröfu almennings um að fyrrverandi vald- hafar fái makleg málagjöld. 25 manna nefnd umbótasinna í flokkn- um stjómar til bráðabirgða og á Hans Modrow forsætisráðherra sæti í henni. Á neyðarfundi flokksins um helgina var samþykkt að reka Erich Honecker, fyrrum flokksleiðtoga, og helstu samverkamenn hans úr flokknum og jafnframt að hefja málsókn á hendur þeim fyrir spill- ingu. Sjá ennfremur: „Kommúnista- flokkur í upplausn... “ á bls 26. George Bush greinir frá niðurstöðum Möltufiindarins: Brottför Bandaríkjahers undir Evrópubúum komin Sovétríkin fordæma innrásina í Tékkóslóvakíu 1968 Brussel. Moskvu. Reuter og Daily Telegraph. GEORGE Bush Bandaríkjaforseti gerði grein fyrir fiindi sínum með Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta á leiðtogafimdi Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Brussel í gær. Sagðist Bush vera til við- ræðu um meiri niðurskurð hefðbundins herafla Bandaríkjanna og kjarnorkuvígbúnaðar en hingað til en fullvissaði evrópska banda- menn sína um að bandarískur her yrði í Evrópu jafh lengi og þeir kærðu sig um. I Moskvu greindi Gorbatsjov bandamönnum sínum frá árangri Möltufundarins. Leiðtogar Varsjárbandalagsríkjanna fordæmdu í gær „tilefiiislausa" innrás Sovétríkjanna og bandalags- ríkja þeirra í Tékkóslóvakíu árið 1968. Er þetta í fyrsta skipti sem sovésk stjórnvöld fordæma innrásina með svo formlegum hætti. „Eg lýsti því yfir að Bandaríkin yrðu mikilvægt herveldi í Evrópu jafn lengi og bandamenn okkar óskuðu þess,“ sagði Bush á frétta- mannafundi í Brussel. Það kom á óvart að Bush tjáði sig opinskátt um framtíð Evrópubandalagsins (EB) á leiðtogafundinum. „Ég tel að atburðir samtímans krefjist þess að ríkin tólf samlagist enn frekar og að þau verki þannig sem hvati á umbætur í Austur-Evr- ópu,“ sagði Bush. Margaret Thatc- her, forsætisráðherra Bretlands, sem lagst hefur gegn því að Bret- land afsali sér forráðum mála sinna í hendur EB, var greinilega undr- andi og sagði hugmyndir Bush svo viðamiklar að ekki væri hægt að bregðast við þeim þegar í stað. Leiðtogafundur NATO í gær stóð í fimm tíma. Fyrir íslands hönd sátu fundinn Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Reuter Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, heilsar Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada. George Bush Bandaríkjaforseti fylgist með. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra. I ræðu sinni sagði Steingrímur m.a. að það ylli íslend- ingum vonbrigðum að afvopnun á höfunum skyldi ekki vera á dag- skrá hjá NATO. Sjá fréttir á bls. 28-29.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.