Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.12.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 11 Að rogast um draumaheima Bækur Berglind Gunnarsdóttir Jón Stefánsson: Úr þotuhreyflum guða Eigin útgáfa 1989. Þetta er önnur bók höfundar og skiptist í fjóra tölusetta kafla. Sum ljóðanna eru meiri prósaljóð en önn- ur, stundum verða mörkin nokkuð óljós. í upphafi fyrsta Ijóðs, Slitur úr gömlum formála, er þessi yfirlýs- ing: „Ég hef ekkert/ að segja/ en ...“ og gefur tilefni til að spyrja: er Jón ef til vill í hópi þeirra ungu manna sem hafa að leiðarljósi lífsleiðann fræga, illræmda uppgjöf tímans? En tæpast er það svo ein- ^11540 Glæsil. fullbúnar íbúöir: Til sölu 2ja-5 herb. íb. vel staðsettar í Hafnarfirði. Einnig 2ja-7 herb. íb. v/Veg- hús í Grafarvogi. íb. skilast fullfrág. haustið 1990. Mögul. á bílsk. Byggað- ili: Byggðaverk, getur lánað allt að 40% af kaupverði til 4 ára. í Suðurhlíöum Kóp.: 2ja og 3ja herb. íb. við Trönuhj. Afh. tilb. u. trév. í sept. nk. Fallegt útsýni. Byggað- ili getur lánað 1,5 millj. til 4ra ára. Fagrihjalli: Skemmtil. 170fm parh. á tveimur hæðum ásamt 30 fm bflsk. Afh. fokh. að innan, tilb. að utan, strax. Vesturbrún: 264 fm tvfl. parh. á byggstigi. Áhv. 1,8 millj. byggsj. Bauganes: 190 fm efri sérh. í fjórbhúsi. íb. afh. fokh. innan, tilb. að utan. Áhv. 4,1 millj. byggsj. Einbýlis og raöhús Krosshamrar: 75 fm fallegt einl. parh. 3 svefnherb. Sökklar að gróður- húsi. Áhv. 2,4 mlllj. byggsj. Verð 7,1-7,3 millj. Valhúsabraut: 175 fm mjög gott tvfl. einbhús. 5 svefnherb. 73 fm bílsk. m/3ja fasa rafm. Fallegur garður. Hjallaland: 200 fm raðh. á pöllum. 4 svefnherb. 20 fm bílsk. Skipti æskil. á 3ja-4ra herb. íb. í Fossvogi eða nágr. Heiðarsel: Fallegt 216 fm tvíl. timbureinbh. 5 svefnh. Fallegar innr. Parket. 25 fm bílsk. 4ra og 5 herb. Álfheimar: Góð 100 fm íb. á 1. hæð. 3 svefnh. Verð 6,0 millj. Kópavogur: Mjög góð 4ra herb. íb. á 1. hæð í lyftuh. Stæði í bílhýsi! Flókagata: 90 fm góð íb. á efstu hæð í fjórbh. 2 svefnherb. Verð 7,0 millj. Hraunbær: Góð 120 fm íb. á 3. hæð. 4 svefnherb. Verð 7,5 millj. Vesturberg: Góð 100 fm íb. á 4. hæð (3. hæð). 3 svefnh. Glæsil. út- sýni. Laus fljótl. Bólstaðarhlið: Mjög góð 115fm ?b. á 4. hæð. 3 svefnherb. Mikið áhv. Bræðraborgarstígur: Mjög góð 115 fm íb. á 1. hæð. Saml. stofur, 3 svefnherb. Sérhiti. Suðaustursv. Verð 6,5 millj. Framnesvegur: Falleg110fm íb. á 1. hæð. Saml. stofur, 3 svefnherb. Parket. Þvottah. og búr innaf eldh. Verð 6,9 millj. Stóragerði: 100 fm góð íb. á 3. hæð. 3 svefnherb. Ákv. sala. 3ja herb. Rauðás: 105 fm íb. á tveimur hæð- um. Laus. Áhv. 3,1 millj. byggsj. Vesturgata: Góð 82 fm íb. á 4. hæð í lyftuh. Saml. stofur, 2 svefnherb. íb. er nálægt þjónustumiðstöð. Glæsil. útsýni yfir höfnina. Eskihiíð: 100 fm mikið endurn.íb. á 2. hæð ásamt herb. í risi með að- gangi að snyrtingu og herb. í kj. Þverbrekka: Mjög góö 3ja herb. íb. á 1. hæð. 2 svefnherb. Verð 4,8 millj. Laugavegur: 3ja herb. töluvert endurn. íb. á 2. hæð. Laus strax. Hagst. grkjör í boði. 2ja herb. Skólavörðustfgur: Mjög góö rúml. 50 fm stúdíóíb. sem er öll end- urn. Parket. Suðursv. Verð 3,0 mlllj. Njálsgata: Góð 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð m. sérinng. Verð 3,2 mlllj. Kóngsbakki: Mjög góð 65 fm ib. á 3. hæð. Þvottaherb. innaf eldh. Hús og sameign nýendurn. Verð 4,4 m. Ránargata: Nýl. endurn. 45 fm einstaklfb. í kj. Laus. Verð 2,5 millj. FASTEIGNA MARKAÐURINN Óðinsgötu 4 11540 - 21700 Jón Guðmundsson sölustj., Leó E. Löve lögfr., Olafur Stefánsson viðskiptafr. falt enda kemur í ljós seinna í ljóðinu að skáldið er gætt ofurvaldi guð- anna, er sjálft svolítill guð: ég bryð kletta svo vindsamt auparáð konunnar feyki ekki blóðinu úr farvegi sínum ég er með handtökuheimild á eilífðina geri dauðann að sendisveini og á stefnumót við vindinn... ég hef ekkert að segja en verður stundum hugsað til þín sem hefur fundið tilgang lífsins og átt við fituvandamál að stríða... Hvort skyldi þá vera skárra að dvelja í goðkynjaðri einsemd háloft- anna eða meðal hinna lágu í mannfé- laginu þar sem hið hversdagslega rennur saman í eitt og ekkert rís upp úr formleysi tilverunnar? Það er nokkuð augljóst af þessum ljóðum og samt heldur skáldið kvíðafullt „inn í mannvana þögnina/ í leit að orðum“ eins og segir í ljóðinu Eftir miðnætti 1. Enda eins víst að guðinn sé á röngu róli. Þessi formlausa þoka virðist án enda nema ððru hvoru óvænt grillir í hvðss gráleit form brotin óreglulega af bláleitum geislum síðan líkt og hikandi staðnæmst við sjoppudyr þar sem unglingar velta kynhvötinni á milli sín og bíða eftir bílprófi kannski... (Steinn verður fjall) Og samt freistar að takast á við þetta allt og þetta ekkert, sem ekki er eins og sýnist. Því þegar inn í kjamann er komið verður ekki að- greint það sem virðist þó vera and- _ stæðan hrein. Jóhann Sipijónsson með einsemd þúsunda nátta í aupm sest hann á móti mér dustar tímann af öxlum og réttir mér bikar fullan af sorg Sorg sem er mín gleði Skáldið verður að samneyta hinu jarðbundna til að vera sjálft maður en sækir af eðlislægri nauðsyn ein- hvers konar fegurð eða fyllingu inn í draumaheima - og líka gleymsku - eins og sýnt er fram á í þessum ljóðum. Það dreymir „svarta fegurð himinsins" og sér jafnvel sjálft sig í draumi (hvar annars staðar?) „eins og mann sem stendur ógreinilegur í tímanum og segist eiga landið“. Og samt verður enginn skátd af því að flýja manninn í sjálfum sér og samfélaginu hvað sem öllum tál- sýnum líður; þessi tvö verða að fylgj- Jón Stefánsson ast að þrátt fyrir sambúðarraunir. Þess vegna er of einfalt og klisju- kennt að segja eins og gert er í kafla II: „ég þekki alltaf færri og færri menn/ enda hef ég lengi haft á þeim illan bifur.“ I bókinni er visst flæði en stöku meitlaðri ljóð finnast í bland, þetta knappa form sem tjáir eina hugsun, eina kennd, og stendur af sér allar tískur. Ljóðið um Jóhann Siguq'ónsson og draumþyngsl þykja mér góð og kallast raunar á í dálítið rómantískri upphafningu sinni. Það er víða kraftur í ljóðum Jóns og líka húmor sem léttir alvöruna undir niðri, gefur ævintýrinu byr þrátt fyrir ágengni hversdagsleikans. Ljóðin eru missterk en oftast gripandi. Kannski vaknar spuming um hnitmiðun; orð þurfa ekki síður að vera vel valin í mælskum ljóðum en knöppum. Orðin „vindsamur" og „i!lorðaður“ fannst mér dálítið dular- full. Aftur á móti „þungvot ský“ bæði myndrænt og skáldlegt. Annars er ágætur heildarsvipur á bókinni. Það hvílir ýmislegt á skáldinu þótt það segist hafa „ekkert að segja“. Enda ugglaust háð. Nema megi skilja orðin þannig að skáldskapur nái ekki lengur eyrum manna, enda hafi þeir þá að fullu skilið á milli gleði sinnar og sorgar. Að lokum þetta draum- kennda ljóð sem er býsna vel gert: Saga af manni Dreymi stundum svarta fegurð himinsins og logandi hendur sólarinnar að þurrka mann hafið af yfirborði jarðar áður en dagurinn lokast inní frostkaldri nótt Dreymi stundum gepum ljóshvirfil borgarinnar himinn sem er dyr eða sjónhverfing ofar tindóttum pllum sem smjúp gepum þunpot skýin og fugl að hverfa inní hnykluð klettabeltin meðan biekfylling tímans færir fjöllin til og líf mitt líður hjá eins og tilvíljunarkennt handtak Dreymi stundum mann sem stendur ópeiniiepr í tímanum og segist eiga landið Kammersveit Reykjavíkur. Schubert í Áskirkju Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Kammersveit Reykjavíkur hélt óvenjulega tónleika í Áskirkju sl. laugardag, þar sem flutt var að- eins eitt verk, Oktett, op. 166, eftir Franz Schubert. Kammer- sveit Reykjavíkur skipa Rut Ing- ólfsdóttir, 1. fiðla, Paul Zukofsky, 2. fiðla, Sarah Buckley, lágfiðla, Bryndís Gylfadóttir, celló, Richard Korn, kontrabassa, Sigurður Ingi Snorrason, klarinett, Rúnar Vil- bergsson, fagott og Joseph Ogni- bene, horn. - Algengt er að bera oktettinn og septett Bethovens, op. 20, sam- an en sá samanburður nær aðeins til kaflaskipunar, því innihald verkanna er mjög ólíkt, þrátt fyr- ir að heildarsvipur beggja beri mjög glögg einkenni þeirrar skemmtitónlistar, sem „díverti- mento“ voru á tímum höfund- anna. Léttleiki einkennir því fyrstu þætti verksins, sérstaklega skersóið, sem er glaðlegt og það er ekki fyrr en í síðasta kaflanum þar sem undiralda tilfinninganna þyngist. Það er eins og fyrri daginn, þar sem Paul Zukofsky leggur hönd að verki, vinna allir vel og svo var einnig í þetta sinn og ekki nóg með það, heldur náði hann að hrífa samflytjendur með sér í hrynskörpum, blæbrigðaríkum og tilfínningaþrungnum leik, eins og t.d. í inngangi síðasta kaflans og ekki síst í sérkennilegum til- brigðaþætti, sem sagnfræðingar telja þó lakasta þátt verksins, nema þá helst 6. tilbrigðið, þar sem minna ber á „akróbatísku" skrauti en í hinum tilbrigðunum. Aðrir kaflar verksins voru ekki síður vel leiknir og tónleikarnir í heild mjög góðir og það eina sem klaga má yfir er hversu sjaldan gefur að heyra slík verk sem okt- ettinn, því ekki vantar áhuga hlustenda, ef mark er takandi á aðsókn, en fullt hús var á tónleik- unum. Tónleikarnir voru helgaðir minningu Péturs Þorvaldssonar, cellóleikara, en hann var einn af stofnendum Kammersveitar Reykjavíkur. Pétur var traustur og góður tónlistarmaður og er mikill missir í slíkum manni, á besta starfsaldri, þá menn fara að njóta þess að hafa unnið vel. itarar itarar ítarar ítarar ítarar ítarar ítarar ítarar itarax" prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar prentarar | | i Tölvuprentarar í úrvali! VICTOR, MANNESMANN TALLY og fl, gerðír Verð frá kr, 19.800,- stgr. EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 686933
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.