Morgunblaðið - 05.12.1989, Page 16

Morgunblaðið - 05.12.1989, Page 16
Yl 16 68et aaaMaeaa. .a tjijpAciutŒM. aia/uiaKUDaoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 Vinningstölur laugardaginn 2. des. 89 VINNINGAR FJÖLDI 1 VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA -J 1. 5af 5 2 6.185.503 o Z. 4af5l gp\ 10 119.243 3. 4af5 332 6.195 4. 3af 5 11.238 427 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 20.418.802 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Myndbrot og þverstæður Bókmenntir Erlendur Jónsson Sigfus Bjartmarsson: ÁN FJAÐRA. 101 bls. Mál og menn- ing. Reykjavík, 1989. Sigfús Bjartmarsson er kominn á blað sem ljóðskáld. Aftan á kápu þessarar bókar gefur að líta umsögn eða kynningu frá útgefanda. Ekki þykir tiltökumál þó þar kunni eitt- hvað að vera ofsagt þar sem það er í raun og veru auglýsing. Eitt hygg ég þó muni vera hárrétt í umsögn þeirri, að: »ljóðmálið ber keim af skáldskap frumkvöðla nútímaljóða- gerðar á íslandi.« Ljóð Sigfúsar minna á hitt og annað sem fyrir augu bar á dögum atómskáldskap- arins til að mynda sem auðvitað sótti kraft sinn í erlendar fyrir- myndir. Þess háttar ljóðlist olli þá háværum deilum, fór enda fyrir brjóstið á mörgum þjóðlega þenkj- andi manni. Nú er sá tími útþrykki- lega liðinn. Varla tjóir að leita að ljóðrænni hrynjandi né samfelldu efnií ljóðum Sigfúsar Bjartmarssonar. Því er líkast sem þar sé raðað saman myndbrotum einum. Ljóðin lúta sjálfs lögmáli fyrst og fremst. Vandvirkni'skáldsins lýsir sér þá í því hversu hann byggir verk sitt Sigfus Bjartmarsson upp samkvæmt þeirri forskrift. Málinu er beitt á allt annan hátt en í daglegum orðaskiptum eða hefð- bundnum skáldskap. Þetta er lokuð ljóðlist. Lesandinn verður að hverfa inn í heim Ijóðsins og lúta rökvísi þess sjálfs. Og dæma síðan sam- kvæmt því. Skáldið sýnist t.d. leggja metnað sinn í að notast sem minnst við hefðbundið líkingamál. Þar að auki er Sigfús spar á orðin enda þótt hann fari að vísu vítt og breitt um svið málsins í orðavali, allt frá málvöndunarstíl til daglegs talmáls. Og andstæður (erp þær ekki aðal skáldskapar?) kallar Sigf- ús fram með þversögnum sem allt eins geta kallast öfugmæli. Sem sýnishorn má taka Leikið um lof- orð, að mínu viti dæmigert fyrir ljóðlist Sigfúsar: að í loforði sé alltaf eitthvað mikið allavega endalaus svikin þetta var ekki svo lítil trú og hverfandi ómögulegur yndisleiki andstæðu þeirra og þvíumlíkt vafðist um tungu og tönn roðnandi við tilhtígsun raðir mögulegra minninga gesti á frumsýningu lokanna . Fyrir einu ljóðinu velur Sigfús mottó eftir Megas. Kynlegt má það þykja við fyrstu sýn, svo ólíkur sem kveðskapur þeirra virðist þó vera fljótt á litið. Þegar betur er að gáð kunna þeir samt að eiga nokkuð sameiginlegt. Hætt er við að ljóð Sigfúsar Bjartmarssonar höfði ekki til hvers sem er. Þetta eru sérhæfð form sem skírskota til skálda og annarra áhugamanna fyrst og fremst. En ekki þarf Án fjaðra að vera verri fyrir það. fnprum Okkur Síwsw™rookka'' KAUPSTAÐUR /VIIKLIG4RÐUR ÍMJÓDDOG EDDUFELLI MARKAÐUR VIÐSUND ■ VESTURÍBÆ ENGIHJALLA ■ MIÐVANGI Bók um Árna Helga- son í Stykkishólmi ÚT ER komin hjá Æskunni bókin Árni í Hólminum - Engum líkur!, æviþættir Árna Helgasonar í Stykkishólmi, fréttaritara Morgunblaðs- ins og fyrrum sýsluskrifara og póstmeistara, en hann er einnig kunn- ur sem gamanvísnahöfundur. Eðvarð Ingólfsson skráði. Árni Helgason Eðvarð Ingólfsson I kynningu segir m.a.: „Árni Helgason er sérstæð persóna og engum líkur í bókstaflegri merkingu. Þeir sem líta hann augum í fyrsta sinn gleyma honum ekki eftir það. Útlit hans og allt fas festist í minni. Harin er einn af þeim sem er alltaf að koma á óvart með skemmtilegum tilsvörum, kveðskap og söng - en samt er alvaran stutt undan. í bókinni bregður Ámi upp mynd af umhverfi sínu og samferðamönn- um, lýsir dvöl sinni á Eskifirði og í Stykkishólmi og glæðir frásagnimar því lífi sem honum er einum lagið.“ Bókin er 229 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu- mynd tók Ragnar Th. Sigurðsson. Almenna auglýsingastofan hf. ann- aðist útlitsgerð. Útgefandi er Æsk- an. Rit Guðmundar Hjalta- sonar um uppeldismál FRJÁLST framtak hf. hefur gefið út bókina Um uppeldi eftir Guð- mund Hjaltason (1853-1919). Dr. Bragi Jósefsson bjó bókina til prent- unar og skrifaði inngangsorð og skýringar við texta. í umsögn útgefanda segir m.a.: Guðmundur Hjaltason var einn helsti frumkvöðull alþýðumenntunar á ís- landi og mikill baráttumaður fyrir því að almenningur ætti kost á menntun og skólagöngu. Guðmund- ur fór til Noregs og Danmerkur og stundaði þar nám við lýðháskóla. Þegar hann kom heim aftur hóf hann störf sem kennari og fyrirles- ari og fór víða um land. Hann var mikill uppeldisfrömuður og hafði ákveðnar skoðanir á því hvernig ætti' að ala upp börn og hvernig kennarar ættu að bera sig að við kennslu. Guðmundur lést árið 1919. Dr. Bragi Jósefsson hefur rann- sakað ritverk og kenningar Guð- mundar Hjaltasonar. Gerir hann grein fyrir þeim rannsóknum í inn- gangi bókarinnar. Um uppeldi er 130 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentstofu G. Benediktssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.