Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 18 - ÞJÁLFARI Ungmennafélagið lieiknir, Fáskrúðsfirði, auglýsir eftir þjálfara fyrirtfmabilið frá maítilog meðágúst 1990. Nánari upplýsingar veitir Þröstur í síma 97-51220 eða 97-51221. SVO KOM AÐ ÞVÍ... Bókmenntir Jenna Jensdóttir Lis Berry: Eg get séð um mig sjálf. Nanna Rögnvaldardóttir þýddi: Iðunn 1989. Þetta er baráttusaga sem gerist í fátækrahverfi í einu af úthverfum London. Húsin eru hörleg og sum aðeins hreysi. Víðast eru engin bað- herbergi í íbúðum og sums staðar era aðeins útikamrar. Alls staðar er rusl og gamlir hlutir liggja, þar sem fólk hefur hent þeim utan dyra., þegar þeir urðu ónothæfir. Bílahræ liggja íbúðamegin við járn- brautagirðinguna. Félagsmálastofnun hverfisins er áhugalaus og hirðulítil um alla ytri og innri velferð íbúanna, sem eru þó flestir á hennar vegum. íbúarnir sjálfir eru sljóir og athafnalitlir gagnvart öllu því er lýtur að góðri umgengni og umhverfisvernd. Hér á aðalspersóna sögunnar, Mel, heima. Faðir hennar var verk- fræðingur í Skotlandi. Hann fórst í vinnuslysi, þegar Mel var ellefu ára. Þar sem eignir þeirra voru ótryggðar og engar dánarbætur voru greiddar, fluttu þær mæðgur til London. Þær settust að í þessu hverfi. Móðirin fékk stopula vinnu, en missir eiginmannsins hafði rænt hana andlegri heilsu. Svo fór að hún varð geðsjúklingur, sinnulaus og árásargjörn gagnvart dóttur sinni Mel, sem nú var orðin 17 ára. Mel reyndi að leyna því að lífið var orðið henni martröð í samveru við móðurina, sem daginn út raðaði í pappakassa blöðum og drasli, sem hún sankaði að sér og þóttist vera að flytja. Og þótt nágrannarnir vissu um raunir Mel, sýndu þeir henni enga hjálpsemi. Það hafði hver nóg með sig, basl og fátækt gerði þá bitra og hatursfulla í garð annarra. Mel gat ekki leitað til neinna. Ekki í skólanum, ekki til félagsmálastofnunar. Stundum var lífið svo vonlaust að hana langaði til þess að henda sér niður á braut- arteinana. En skyndilega breyttist allt, þeg- ar hún var dag nokkurn kölluð á skrifstofu yfirkennarans, rétt fyrir sumarfríið. Þar var komin kona frá félagsmálastofnun. Móðir Mel hafði verið flutt á geðsjúkrahús, þar sem sýnt þótti að hún ætti við geðræn vandamál að stríða. Nú voru allir tilbúnir að hjálpa Mel. Félagsmála- stofnun, skólinn, nágrannarnir. Mel lét ekki ráðskast með sig. Hún vildi ekki láta senda sig burtu. Hún vildi ljúka við skólann og vera í hverf- inu. Að lokum varð niðurstaðan sú að Mel flutti til litaðrar fjölskyldu, Miller, sem hafði reynst henni betur en aðrir. Þaðan gat hún hlaupið heim á kvöldin og byijað á þvi stór- virki að gera íbúð þeirra mæðgna að mannabústað. Umsjónarkennara hennar ungum, Keith Edwards, var falið að gæta hennar, og til hans átti hún að leita ef eitthvað bjátaði á. Hinn fjöllyndi kennari kom strax auga á þrýstin bijóst og fallegan ungmeyjarlíkama. Félagsmála- stofnun veitti henni ijárhagslegan styrk. Þegar sumarfríið hófst hafði hún hreinsað til úti og inni, og það sem meira var vakið hjá nágrönnum áhuga fyrir bættri umgengni innan húss sem utan. Þrýstingur fólksins á yfirstjórn hverfisins mátti sín nokkurs gagnvart óhreinu umhverfi sem henni bar að halda hreinu. Mell vann líka í skranbúð Lou gamla og kynntist þá Mitch, skóla- bróður sínum. Þau áttu saman fyrstu ástarnóttina hennar, án þess að hún vissi þá að hann var frægur gítarspilari í frægri hljómsveit. Hann reyndist henni mjög vel og var hjálpsamur við að endurbæta og prýða heimili þeirra mæðgna. Frá hans hendi var samband þeirra opinber alvara. ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Landhelgismálið í 40 ár - Það sem gerðist bak við tjöldin eftir Lúðvík Jósepsson, fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Lúðvík rekur hér sögu þessa hita- máls í 40 ár, allt frá útfærslunni i 4 mílur þar til íslendingar höfðu lögsögu yfir 200 mílum. Sjálfur var hann í eldlínunni í baráttunni fyrir 12 mílna og síðar 50 mílna land- helgi. Þegar markverðustu atburðir landhelgisbaráttunnar stóðu yfir var Lúðvík í betri aðstöðu en flest- ir aðrir til að meta það sem var að gerast á æðstu stöðum. Lúðvík setur landhelgismálið í samband við stjórnmálaeijur á hveijum tíma og lýsir því hvernig löngum þurfti að kljást við undan- hald íslenskra stjórnmálamanna vegna þrýstings erlendis frá. Hann byggir á gögnum sem hann hefur í sínum fórum og ekki hafa komið fyrir almenningssjónir áður, auk innlendra og erlendra blaða frá við- komandi tíma, fundargerða ríkis- Auðug móðir hans heimsótti Mel af því að hún trúði því að lífsham- ingja sonar síns vgeri fremur fólgin hjá Mel en hinum glæstu, áleitnu stúlkum sem þyrptust að honum og hljómsveitinni og eltu hvert sem fræðgarför þeirra lá. Það er brugðið upp æsilegri mynd af stórveislu hljómsveitarinnar og auðugs fræðgarfólks, þar sem allir fara í gönur og eftirköstin eru slæm. Erfitt er að segja neitt sérlega greinilegt um vel tvö hundruð blað- síðna bók í stuttum ritdómi. Sterk er lýsingin á því hvernig umkomuleysi og sár fátækt leiðir af sér sinnuleysi, örvæntingu og jafnvel hatur. Og hve átakamikið það er fyrir einstakling að rífa sig upp úr slíku. Eins hve þeir sem mega sín mikils og stjórna sjá það allt í röngu ljósi og láta sig litlu skipta. Saga þessi er áhugaverð og spennandi á köflum. Gott málfar er á þýðingu. Lúðvík Jósepsson stjórna, minnisblaða hans og dag- bókarblaða." Bókin er 333 bls., prentuð hjá prentsmiðjunni Odda. Auglýsinga- stofan Næst hannaði kápu. Lúðvík skrifar um landhelgismálið Úrrals amerískt sinnep með frönskuirafí Eitt það allra besta Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON & CO. Skúlatúni 4, Rcykjavík, sími 62 32 32

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.