Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 JltarjgmiMaMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson," Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Innanmein stj órnar- samstarfsins Síðustu vikur hafa nokkrir stjórnarþingmenn haft uppi ágreining við ríkisstjórnina um ýmsa meginþætti í stefnu henn- ar. Þingflokkar stjórnarinnar hafa haft ólíkar áherzlur, að ekki sé sterkar að orði kveðið, um ýmis meginmál, eins og framkvæmd virðisaukaskatts- ins, svokölluð Evrópumál, orku- frekan iðnað, könnun á gerð varaflugvallar fyrir alþjóðaflug o.fl. Framvindan í þjóðmálunum hefur og verið neikvæð, eins og fram hefur komið í gjaldþrotum fyrirtækja, atvinnuleysi fólks, rýrnandi kaupmætti, byggðar- öskun og votti af landflótta. Það kom því fáum á óvart þegar fram var borin vantrauststillaga á ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar. Vantraustsumræðan sjálf, sem ljósvakar færðu inn á heim- ili fólks, kom því hinsvegar í opna skjöldu. Hún var, satt bezt að segja, lítt til þess fallin að auka á virðingu Alþingis. Meiri hluti ræðumanna hélt sig að vísu við málefni og rökræður, sem er sjálfsögð háttvísi við fólkið í landinu. Aðrir, þar á meðal sum- ir ráðherranna, gengu þvert á sjálfsagða háttvísi gagnvart hlustendum þegar þeir þeystu á orðfákum inn á heimili lands- manna. Uppistaðan í ræðu eins ráð- herrans var að líkja ríkisstjórn- inni við slökkvilið - en stjórnar- andstöðunni við eins konar brennuvarga í samfélaginu, er kyndi eyðingarelda sem mest þeir megi. Samlíking af þessu tagi er einkar ósmekkleg. En spyija má að gefnu tilefni: Hvort kyndir „slökkviliðið“ eða kæfir þá elda verðbólgu og skatt- heimtu, sem almennur kaup- máttur í landinu brennur nú á? Annar ráðherra skjaldaði ríkisstjórnina og vinnubrögð hennar með svo 'óviðfelldnum, persónulegum árásum á for- mann Sjálfstæðisflokksins, að slíkt á sér fá fordæmi í þjóð- málaumræðu síðustu áratugi. Varnarræður af þessu tagi lýsa ekki sterkum málstað. Ráðherr- ar og þingmenn ættu að temja sér annars konar og hófsamara orðfæri, a.m.k. þegar þeir tala til alþjóðar á öldum ljósvakans. Ríkisstjórnin hélt velli í at- kvæðagreiðslu um vantrauststil- löguna, sem reyndar var vitað fyrir fram. Það fór hinsvegar ekki fram hjá neinum, sem hlýddu á greinargerðir stjórnar- þingmanna við atkvæðagreiðsl- una, að alvarlegar sprungur eru í stjórnarsamstarfinu. Þetta kom hvað gleggst fram í máli Hjör- leifs Guttormssonar, fyrrverandi ráðherra Alþýðubandalagsins. í fyrsta lagi sagðist Hjörleifur hafa greitt atkvæði gegn stjórn- araðild Borgaraflokksins. I ann- an stað sagði hann þá ríkisstjórn ekki að sínu skapi, sem hefði innanborðs utanríkisráðherra er stefndi að forkönnun á „nýjum hernaðarflugvelli“. í þriðja lagi sagði hann stjórnina á afdrifa- ríkum villigötum í svokölluðum Evrópumálum: „Eg er andvígur þeirri stefnu sem ríkisstjórnin markaði í gær í þessu stóra máli og tel hana ekki aðeins varhugaverða heldur hættu- lega,“ sagði þessi „stjórnar- sinni“. Loks staðhæfði hann að „málstaður sá, sem Alþýðu- bandalagið hafi lengst af staðið fyrir, ætti í vök að veijast í þess- ari ríkisstjórn. Það hefur hallað undan í vaxandi mæli.“ Hjörleifur Guttormsson reri ekki einn á'báti „stjórnarand- stöðu“ innan stjórnarflokkanna. „Mér er ljóst að ýmislegt hefur farið úrskeiðis," sagði Karvel Pálmason, Alþýðuflokki. „Ég er ekki ánægður með það hvernig til hefur tekizt síðustu 14 mán- uði,“ sagði Skúli Alexandersson, Alþýðubandalagi. Þannig rétt- lættu stjómarþingmenn, ekkert síður en stjómarandstaðan, van- trauststillöguna, þótt þeir heykt- ust á fylgja því fram á borði sem þeir staðhæfðu í orði. Spmngur stjórnarsamstarfsins eru alþjóð augljósari eftir en áður að þessi umræða fór fram. Baráttu- dagur gegn alnæmi Fullveldisdagur íslendinga, 1. desember, var jafnframt alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi. 0,05% íslendinga hafa tekið þennan alvarlega sjúkdóm, 0,5% Bandaríkjamanna og 5,0% íbúa í Uganda, svo dæmi séu nefnd. Ef tíðni sjúkdómsins væri hin sama hér og í Uganda væru rúmlega 12.000 landsmenn sýktir. Tölur þessar tíunda þörf- ina á fyrirbyggjandi vörnum, hér sem annars staðar, viðvarandi fræðslu og varnaðarorðum. Heil- brigðisyfirvöld mega í engu slaka á því fyrirbyggjandi starfi, sem hér hefur verið byggt upp, gegn þessum hrikalega vágesti. Hluti loðnuflotans við Torfunefsbryggju á Akureyri. Fjölmennur fundur loðnusjómanna á Akureyri: Krafist aukimia hei til veiða á öðru en 1 Kröfu um síldarkvóta algjörlega hafiiað Akureyri. FLEST loðnuskipanna sem komu til hafnar á Akureyri á laugardag héldu á miðin við Kolbeinsey að loknum fundi loðnusjómanna í Al- þýðuhúsinu undir miðnætti á sunnudagskvöld. Inn á fundinn komu þær upplýsingar að Bjarni Ólafsson AK hefði fengið stóra og gullfal- lega loðnu á þessum slóðum og varð það mönnum tile&ii nokkurrar bjartsýni, en að öðru leyti voru sjómenn þungir á brúnina og fram kom á fundinum ótti vegna þess alvarlega afkomubrests sem menn stæðu frammi fyrir. Til fundarins var boðað í framhaldi af niðurstöð- um úr loðnurannsóknum, en Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri sagði að tveggja ára loðna hefði aldrei verið eins léleg og nú. Á sunnu- dagsmorgun ákvað Halldór Ásgrímsson að frekari loðnuveiðar skyldu stöðvaðar, en frestaði síðan framkvæmd þeirrar ákvörðunar í ljósi fréttanna af afla Bjarna Ólafssonar. 170 manna fundur Á fundinn á Akureyri komu Jak- ob Jakobsson forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu, Sveinn Sveinbjörnsson leiðangursstjóri og Jón B. Jónasson skrif stofustjóri sj ávarútvegsráðu- neytisins. Talið er að um 170 manns hafi verið á fundinum, en 15-17 loðnubátar komu til hafnar á Akur- eyri á laugardag og fram á sunnu- dag. Flestir þeirra héldu á miðin við Kolbeinsey strax að loknum fundi, en á fundinum var samþykkt áskorun til sjávarútvegsráðherra að fresta fyrirhuguðu banni við loðnu- veiðum þar til nýrra upplýsinga hefði verið aflað um ástand loðn- unnar í framhaldi af fréttum frá Bjarna Ólafssyni og fleiri loðnuskip- um. Engar tekjur frá því í marz „Mörg loðnuskipanna hafa ekki haft neinar tekjur frá því í mars og eru komin í algjört þrot. Hið sama má segja um áhafnir skip- anna,“ sagði Snorri Gestsson skip- stjóri á Gígju VE. Hann sagði að síldveiðar væru eina lausnin sem menn sæju. Hann ræddi þá ósk sjó- manna, að þeir fengju að veiða síld kæmi til þess að loðnuveiðar yrðu stöðvaðar og spurði Jakob Jakobs- son hveijar afleiðingar það hefði fyrir stofninn, veiddu loðnuskipin 45 þúsund tonn af síld fram til ára- móta. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands talaði um alvarlegan atvinnubrest, sem sjó- menn stæðu frammi fyrir. Á fundi á föstudag með sjávarútvegsráð- herra hefði niðurstaðan verið kynnt og sagt að fulltrúar hagsmunaaðila fengju tækifæri til að kynna sínum mönnum niðurstöðuna. Ákvörðun um bann við hefði því komið sé á óvart. Hann beindi því til fjölmiðla að í umfjöllun þeirra um loðnubrest- inn kæmi skýrt fram áfallið, sem sjómenn yrðu fyrir. Því væri oft haldið á lofti hve þessir sömu menn væru loðnir um lófana. Rétt væri að geta þess þá með sama hætti, þegar þeir stæðu uppi án tekna. Síldarstofiiinn um 400.000 tonn Jakob Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar sagði að talið væri að síldarstofninn væri um 400 þúsund tonn. Því marki hefði verið náð hægt og bítandi á síðustu 18 árum og væri ástand stofnsins- gott.„En ef menn veiða 45 þúsund tonn úr stofninum til viðbótar því sem úthlutað var, þá þýðir það auð- vitað að stofninn verður 45 þúsund tonnum minni," sagði Jakob. Hann sagði menn ekki miklu bættari þó þeir fengju að veiða þessi síldar- Seint á sunnudagskvöld ákvað sjávarútvegsráðherra að fresta banni við loðnuveiðum um einhvern tíma. Su ákvörðun byggðist á því, að Bjarni Ólafsson AK fékk um kvöldið 150 tonn af góðri loðnu vestan við Kolbeinsey. Loðnuskipin héldu strax út, en engrar teljandi loðnu varð vart um nóttina. Ekkert samband náðist við flotann í gær, en einhver skip munu vera með smá Nokkrir fundarmanna bera samai ráðuneytisstjóri, Sverrir Leósson, son, útgerðarmaður, Bjarni Bjarna framkvæmdastjori Farmanna- og f tonn. „Eg tel það ekki leysa núver- andi vanda og við myndum færa þrópnina til baka um nokkur ár.“ Á fundinum á sunnudagskvöldið færði Jakob mönnum þær fréttir að Bjarni Ólafsson AK hefði fengið gullfallega stóra loðnu vestan Kol- beinseyjar og léttist við það brúnin á fundarmönnum. „Mér þykir ótrú- legt ef ekki fer að birta til í þessum málum og það fyrr en seinna,“ sagði Jakob. Hæpið að beina loðnu- flotanum á síld Ámi Kolbeinsson ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu tók í sama streng og Jakob og taldi það slatta. Halldór sagði að nauðsynlegt væri að sjá hvað væri að gerast, fá úr því skorið hvort loðnan væri farin að ganga inn á svæðið. Þó gildistöku bannsins yrði frestað um einn dag eða svo, „ gæti það ekki verið til skaða. „Þessi staða er svip- uð og á síðustu loðnuleysisárum, 1982 og 1983. Þá tókst okkur að rífa okkur upp aftur og svo verðum Engar töfralausr —seg'ir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvej „ALGJÖR aflabrestur á loðnu er svo stórt dæmi, að það verður ekki fúllbætt og enginn mannlegur máttur getur ráðið við afleiðingar þess. Hver viðbrögð stjórnvalda verða, bregðist loðnan alveg, get ég ekki sagt um á þessari stundu. Sá skelfilegi möguleiki verður ræddur á næstu dögum, en það er ljóst ekki eru til neinar töfralausnir, veiðist ekkert," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.