Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.12.1989, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ VtÐSKBn/AlVlNNULÍF nl i/ t '1'/M Mö ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 Tölvur Þriðjungur ríkis- stofiiana hefur skipt um tölvutegund MEIRIHLUTI ríkisstofnana sem tekið hafa einmenningstölvur í notk- un á undanfornum árum hefur ekki látið gera úttekt á rekstrinum til að meta þörfina fyrir tölvurnar. Rúmlega þriðjungur stofnananna hefúr skipt um tölvutegund á þeim stutta tíma sem einmenningstölv- ur hafa verið í ríkisstofhunum. Þetta kemur fram í grein Atla Arason- ar rekstrarráðgjafa í Skýrr-fréttum þar sem hann gerir grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar á undirbúningi og framkvæmd tölvu- væðingar með einmenningstölvum í opinberum stofnunum. í könnuninni kom fram að um helmingur starfsmanna á hefð- bundnum ríkisstofnunum hefur einkatölvu á skrifborði sínu. Hefur það hlutfall tvöfaldast á þremur árum. Telur Atli líklegt að árið 1992 verði 70% starfsmanna á hefð- bundnum ríkisstofnunum með tölv- ur á eigin borði. Ástæðan fyrir því að þriðjungur þeirra 33 stofnana sem könnunin náði til hafa skipt um tölvutegund telur Atli að sé vegna þess sem ■ hann kallar hina síðari og betur undirbúnu tölvuvæðingu sem flest- ar ríkisstofnanir virðist þurfa að fara í gegnum til þess að ná ár- angri með tölvuvæðingunni. Atli segir að undirbúningi starfs- manna með þjálfun og kennslu, áður en ráðist var í tölvuvæðing- una, virist um margt hafa verið ábótavant og það sé oft skýringin þegar illa hefur tekist til. Einnig sé lítið sem ekkert hugsað um end- urmenntun starfsmanna. Enn ein niðurstaða könnunarinn- ar er sú að einmenningstölvuvæð- ingin hafi haft í för með sér mikinn vinnusparnað og um leið aukin af- köst starfsmanna. En hún hefði hins vegar ekki leitt til fækkunar starfsfólks. NYTT HUSNÆÐI — Kaupþing hf. flutti þann 13. nóvember sl. í eigið húsnæði í Kringlunni 5. Húsnæðið er alls um 1150 fermetrar að stærð en þar af eru 260 fermetrar í útleigu. Verðbréfamiðlun og ráðgjöf fer fram á jarðhæð þar sem Kaupþing deilir afgreiðslusal með Sjóvá — Almennum tryggingum hf. og SPRQN. en á 6. hæð hússins er kröfukaupadeild, fjárvarsla, varsla verðbréfasjóða, innheimtudeild og útgáfa Vísbendingar. Að sögn Andreu Rafnar, markaðsstjóra Kaupþings, skapast aukin hagkvæmni í rekstri fyrirtækisins í nýja húsnæðinu jafnframt því sem unnt verður að bæta þjónustu við viðskiptavini en starfsem- in hefur verið á tveimur stöðum sl. tvö ár. Þá verður aukið við þjónustuna með því að bjóða viðskiptavinum gerð greiðsluyfirlita og verðbréfavörslu. Á myndinni er hluti starfsfólks Kaupþings í hinu nýja húsnæði. Verslun Ekki húist við sam- drætti íjólatréssölu REIKNA má með að rúmlega 30 þúsund jólatré verði til sölu um þessi jól. Um 15.000 jólatré verða til sölu hjá Skógrækt rikisins og Landgræðslunni, sem eru stærstir í jólatréssölu yfir landið. Þar af eru um 5.000 innflutt tré frá Danmörku, að því er Kristinn Skærings- son hjá Skógræktinni segir. Aðrir stórir aðilar eru Alaska, Blómav- al og íyálparsveit skáta. Einnig eru nokkrir aðrir aðilar s.s. íþrótta- félög, Lionskiúbbar, sem selja jólatré. Innflutt tré eru í meirihluta. M..U1.I.I.I.III.J Nýtt kerfi mælir kostnað af farsímanotkun HUGTAK hf. hefúr sett á markað nýtt kerfi, Venus, sem gerir kleift að sundurliða kostnað vegna notkunar farsíma um borð í fiskiskip- um. Farsímar hafa orðið algengir í fiskiskipaflotanum á undanfornum árum. Til að reikna út kostnað við notkun þeirra hefúr þurft að flokka símtöl niður á skipverja eftir reikningum Pósts og síma eða láta þá skrá símtöl í þar til gerða bók. Þetta hefúr krafist töluverðr- ar fyrirhafhar sem að mestu ætti að vera úr sögunni með Venus. Kristinn segir að íslensku jóla- trén séu ræktuð víðast hvar af landinu og sjái hvert umdæmi um sitt svæði, nema Skógrækt ríkisins í Reykjavík þjóni Vestfjörðum og Vestmannaeyjum. Innlendu trén eru aðallega rauðgreni og stafa- fura. Normansþinur er fluttur inn frá Danmörku, en Danir hafa sér- hæft sig í ræktun jólattjáa og selja tré m.a. til Noregs, Þýskalands, Ítalíu og fleiri Evrópulanda. Kristinn kvaðst ekki reikna með minni jólatréssölu í ár, þrátt fyrir Mímisbrunnur gefur möguleika á frekari hagnýtingu tii úrvinnslu gagna við rekstur fiskiðnaðarfyrir- tækja eins og t.d. ákvarðanalíkön, tölvustýrða framleiðslu, samskipti á milli fyrirtækja, s.s. frystihúsa og sölusamtaka o.fl. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja að með samvinnu IBM og RT-Tölvutækni fari IBM á íslandi inn á nýjar brautir við hugbúnaðar- gerð. Húnbúnaðurinn sé sameign samdrátt í þjóðfélaginu. „Þetta er svo sjálfsagður hlutur, að fólk lætur jólatréð ganga fyrir öðru,“ sagði hann. „Og það er ekki svo mikill verðmunur á tijánum eftir stærð, að það skipti verulegu máli.“ Hjá Blómavali fengust þær upp- lýsingar að verð á Normansþin verði á bilinu 1.300—3.700, þ.e. frá ein- um upp í tvo metra. íslensku trén eru að byija að koma í verslanirn- ar. Blómaval býður einnig þá nýj- ung í ár að setja gervisnjó á trén og er greitt fyrir það aukalega. fyrírtækjanna og auk þátttöku við gerð kerfisins veiti IBM aðgang að sölukerfi sínu um allan heim. Kerfið sem hér um ræðir er sam- hæfður gagnagrunnur fyrir rekstr- arbókhald fyrirtækjanna ásamt tengingu við skráningarbúnað í framleiðslu og einnig við úrvinnslu- kerfi s.s. fjárhagsbókhald o.fl. Er kerfið byggt á AS/400 tölvu ásamt PS/2 og PC tölvum, sem tengdar eru við móðurtölvuna á IBM Tóka- JOLATRE -■ Tveirþriðju hlutar jólatijánna sem verða til sölu hjá Skógrækt ríkisins eru íslensk. neti, sem er hraðvirkt nærnet. Not- aður er OS/400 gagnagrunnur og Synon/2 hönnunarhugbúnaður. Að því er forsvarsmenn fyrirtækjanna segja er það hugbúnaður, sem vald- Tvö útgerðarfyrirtæki hafa þeg- ar tekið þennan búnað í notkun, Hvalur hf. og útgerð Jóns Finnsson- ar RE-506. Kerfíð hefur gengið áfallalaust og tekur nú aðeins hálfa klukkustund að reikna út kostnað eftir hveija veiðiferð samkvæmt upplýsingum frá Hugtaki hf. Kerfið er uppbyggt á þann hátt að við farsímann er tengd svokölluð ið hefur byltingu við hugbúnaðar- gerð, gert hana hraðvirkari og leitt af sér betri hugbúnað sem veldur iægri viðhaldskostnaði og stuðlar að langlífi búnaðarinins. safnstöð og kortalesari en auk þess þurfa notendur að hafa aðgang að einmenningstölvu. Við upphaf sjó- ferðar, eftir að gengið hefur verið frá áhafnaskrá, eru upplýsingar skráðar inn á safnstöð um hveijir megi nota farsímann. Þeim sem veitt er tilskilið leyfi er afhent kort sem er svipað að stærð og banka- kort. Á kortin er prentað nafn fyrir- tækis, nafn skipveija og einkennis- númer sem tengir skipverjann við símtöl. Kortinu er síðan stungið í kortalesarann þegar hringt er og kannar safnstöðin þá hvort kortið sé löglegt. Safnstöðin skráir síðan upplýsingar af kortinu og geymir upplýsingar um notandann, númer sem hringt er í, dagsetningu, tíma og lengd símtals. Að lokinni veiði- ferð sækir tölvan upplýsingar úr safnstöðinni og vinnur úr þeim þannig að hún tengir símtöl við notendur og reiknar út kostnað samkvæmt gildandi gjaldskrá. Að lokum er prentaður út listi yfir val- ið tímabil til yfirfærslu í launabók- hald. Einnig er hægt að prenta út ítarlegan lista fyrir sérhvern far- símanotanda þar sem öll símtöl eru tíunduð. Búnaðurinn þolir straumrof þar sem safnstöðir. hefur innbyggða rafhlöðu sem heldur uppi spennu á gagnageymslu í fleiri daga ef þörf krefur. Leiðrétting Misheyrn olli því að farið var rangt með föðurnafn Eyjólfs í E.E.-hús- gögnum og verðandi tæknilegan framkvæmdastjóra Axis-húsgagna hf. í viðskiptablaði sl. fimmtudag. Hann er Eðvaldsson en ekki Eð- varðsson, eins og þar sagði. Sjávarútvegur Nýr hugbúnaður fyrir fiskiðnað- arfyrirtæki NÝLEGA var undirritað samkomulag milli Haraldar Böðvarssonar og Co. á Akranesi, IBM á Islandi og RT-Tölvutækni hf. um fyrstu uppsetningu á Mímisbrunni, sem er hugbúnaður fyrir fiskiðnaðarfyr- irtæki, sem IBM og RT-Tölvutækni hafa unnið að. Forsvarsmenn fyrirtækjanna segja, að_ Danir hafi sýnt Mímisbrunni mikinn áhuga og megi vænta þess að útflutningur á íslensku hugviti geti þróast upp úr þessari samvinnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.