Morgunblaðið - 05.12.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 05.12.1989, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 Byggingafélag Gylfa og Gunnars sf.: Félagi eldri borg- ara afhent 71 íbúð Jón Þorvaldsson, formaður hússtjórnar, til hægri, tekur formlega við íbúðunum af Gylfa Héðinssyni og Gunnari Þorlákssyni. Byggingafélag Gylfa og Gunn- ars sf. afhenti Félagi eldri borg- ara í Reykjavík 71 íbúð í Ijölbýlis- húsi við Grandaveg 47 á laugar- dag. Við hönnun hússins voru þarfir eldra fólks hafðar í huga en í því er ýmiss konar sameigin- leg aðstaða og þjónusta og fiill- komið öryggis- og brunakerfi. Húsið er alls um 9.500 fermetrar og í því er 71 íbúð. Þær eru 2ja og 3ja herbergja, 62—144 fermetr- ar að viðbættri sameiginlegri að- stöðu. Á 10. hæð er rúmlega 200 fermetra samkomusalur með eld- húsaðstöðu, setustofa er á stiga- gangi á hverri hæð og sérgeymslur fyrir allar íbúðir í kjallara og á jarð- hæð. í húsinu er gufubað og í garði eru tveir heitir pottar. Byggingafé- lag Gylfa og Gunnars gaf Félagi eldri borgara þá aðstöðu, samtals 64 fermetra. Fullkomið öryggis- og brunakerfi er tengt við húsvarðaríbúð. Dyra- símakerfi er tengt við sjónvarp og er skjár í hverri íbúð. Þannig geta íbúar fylgst með öllum gestakom- um. Loftnetsdiskur, sem tekur við erlendu sjónvarpsefni allan sólar- hringinn, er.tengdur við allar íbúðir. Reykjavíkurborg keypti aðstöðu fyrir bókasafn og læknisþjónustu í húsinu og mun Vesturbæjarútibú Borgarbókasafns Reykjavíkur verða þar til húsa. Þá verða einnig í húsinu fótsnyrtistofa, sólbaðs- stofa, verslun með smávörur og sjúkraþjálfun sem verður rekin af Ellu Bjarnason og Jóhönnu S. Sig- urðardóttur. íbúðirnar í húsinu voru allar seldar í gegnum Félag eldri borgara. Húsið teiknaði Kjartan Sveins- son, burðarvirki var hannað á verk- fræðistofunni Ferli og lagnir voru teiknaðar á verkfræðistofu Þráins Karlssonaf. Valgeir Einarsson og menn hans taka Sæbjörgu í land eftir vel heppnaða ferð á þriðjudags- kvöldið. Með honum í ferðinni voru þeir Sigtryggur Pálmason, Sævar Sigurðsson og Sveinn Ein- arsson. Svala Lind KÓ 13 komin til hafn- ar í Sandgerði og gekk ferðin áfallalaust þrátt íyrir hvassviðri og slæmt sjólag. Morjrunblaðið/Bjöm Blöndal Björgunarsveitin í Sandgerði: Níutíu útköll á árinu Keflavík. BJÖRGUNARSVEITIN Sigurvon í Sandgerði bjargaði í síðustu viku 6 tonna bát, Svölu Lind KO 13, sem var vélarvana um 3 sjómílu frá innsiglingunni inn til Sandgerðis. Ekki liðu nema 18 mínútur frá því að hjálparbeiðnin barst og þar til þrír menn undir stjórn Valgeirs Einarssonar voru lagðir af stað á þjörgunarbátnum Sæbjörgu til móts við hinn hjálparvana bát og eftir hálftíma siglingu voru þeir komnir að bátnum. Ferðin til lands tók um klukkustund og allt fór vel að þessu sinni þrátt fyrir að hvasst væri og talsverður sjór. Miklar annir hafa verið hjá þeim björgunarsveitarmönnum í Sand- gerði það sem af er árinu. Alls hafa þeir verið kallaðir út um 90 sinnum í margvisleg verkefni og 30 sinnum hafa þeir farið til aðstoð- ar á björgunarbátnum Sæbjörgu. Að sögn Vaigeirs Einarssonar er mest um að smærri bátar biðji um aðstoð. Hann sagði að einnig kæmu stærri bátar við sögu. Það væri rétt um vika síðan þeir hefðu farið með kafara til að skera úr skrúf- unni á bát sem var 35 sjómílur frá landi. Valgeir sagði að rekstur björgunarbátsins væri orðjnn þung- ur baggi á björgunarsveitinni og þeir væru farnir að taka gjald fyrir veitta aðstoð. „Málum er nú svo háttað að maður eyðir meiri tíma í björgunarsveitina en heimilið,“ sagði Valgeir Einarsson. Björgunarsveitin Sigurvon keypti björgunarbátinn Sæbjörgu árið 1986 og síðan hefur verið kaþpkost- að að búa hann sem bestum tækj- um. Nýlega var keypt talstöð í bát- inn og kostaði hún 120 þúsund krónur. Sæbjörg er knúin 160 hest- afla Volvo-vél og er mesti gang- hraði 28-30 sjómílur. BB Fjölbýlishúsið Grandavegur 47 sem Féiag eldri borgara í Reykjavík fékk afhent á laugardag. Sauðarkrókur: Eldur í feiti í verslun Sauðárkróki ELDUR kom upp í potti með kom slökkviliðið á vettvang og var feiti í versluninni Bláfeldi við Skagfirðingabraut rétt fyrir hádegi í gær. í versluninni er skyndibitastaður og bensínsala. Starfsfólk verslunarinnar hafið við hendina duftslökkvitæki og eldvamarteppi en ekki náðist að hefta útbreiðslu eldsins með þess- um áhöldum. Örsköm'mu síðar ■ RANGHERMT var í IVjorgun- blaðinu 2. desember síðastliðinn að Robin Canter óbóleikari og Rob- yn Koh sembal- og pianóleikari ætli að halda tónleika í kvöld, 5. desember, í Kristskirkju og föstu- daginn 8. desember í Listasafni Siguijóns. Hið rétta er að tónleik- arnir í kvöld verða haldnir í Listasafiii Siguijóns en á fóstu- daginn i Kristskirkju. Báðir tón- þá fljótgert með góðum tækjum þess að slökkva eldinn. Að sögn Ólafs Jóhannssonar verslunar- stjóra, er ekki ljóst hve miklar skemmdir eru en eitthvað mun ónýtt af eldunartækjum og nokkr- ar skemmdir af sóti og reyk. Eng- in slys urðu á fólki. - BB leikarnir heljast kl. 20.30. Þá var einnig sagt að þau kæmu hingað í boði tónlistarskólanna í Reykjavík, TónlistarfélagB Kristskirkju og Nýja Músíkhópsins en hið rétta er að þau koma hingað í boði Musica Nova og einstaklinga úr Tónlist- arfélagi kaþólskra. Ennfremur var sagt að þau væru hjón en svo er ekki. Fjölbrautaskóli Suðurlands: Brautskráning á annan í jólum Selfossi. NEMENDUR úr Fjölbrautaskóla Suðurlands verða að þessu sinni brautskráðir á annan í jólum. Stúdentsefhin tóku for- skot á sæluna og dimitteruðu fiinmtudaginn 30. nóvember. Hópurinn fór trallandi um skólann og heimsótti síðan stoíhan- ir og verslanir í bænum. Unga fólkinu var hvarvetna vel tek- ið þar sem það fór enda ekkert færi gefið á öðru. Þessi önn í Fjölbrautaskólan- um varð nokkuð aðþrengd vegna þess að kennsla hófst síðar en venja er vegna haustprófa. Að þessu sinni verður síðasti kennsludagur 7. desember, próf- dagar verða 9.-18. og braut- skráning 26. desember, á annan í jólum, klukkan 11 árdegis. Samið var um þennan óvenjulega brautskráningartíma við nem- endur en gert er ráð fyrir að 55 þeirra brautskráist frá skólanum á þessari önn. Á næstu önn er gert ráð fyrir að skólastarfið verði á réttu róli. — Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jðnsson., Hressileg sunnlensk stúdentsefiii í heimsókn í útibúi Búnaðar- banka íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.