Morgunblaðið - 05.12.1989, Side 48

Morgunblaðið - 05.12.1989, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 Þistilfjörður: S valbar ðskirkj a endurbyggð Garði, Þistilfirði. Einhver á þessari mynd á um sárt að binda af völdum alnæmis — alnæmi er vandi okkar allra! legra þarfa alnæmisgreindra og sjúkra, neyðarbjöllur í öllum bað- herbergjum og ekki þarf annað en að lyfta símtólinu til þess að fá hjálp ef á þarf að halda. í Örkinni hans Nóa eru ennfremur aðstaða til fundahalda, leikfimisalur og kaffístofa og þar starfar bæði sér- menntað fastráðið starfsfólk og sjálfboðaliðar sem eru þjálfaðir sér- staklega til starfans. Rauði krossinn í Svíþjóð hefur tekið að sér að greiða allan kostnað við rekstur Noas Ark í þtjú ár og þessi starf- semi er nú komin til allra stærstu borganna í Svíþjóð. Ferðin til Stokkhólms var ákaf- lega lærdómsrík og við stöndum á tímamótum eftir þessa reynslu. Við höfum ákveðið að byggja starf hópsins upp á annan hátt en áður. Við ætlum að halda áfram að hitt- ast vikulega og efla fræðslustarfið, meðal annars með því að fá til okkar ýmsa fyrirlesara eins og lækna, sálfræðinga, næringarfræð- inga og fleiri. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann hafa stutt okkur fjárhagslega og ætla að gera það áfram. Við viljum líka fá fleiri til starfa, bæði gagnkynhneigða og homma, þá væri hægj; að vinna í smærri hópum sem síðan gætu unnið saman að sérstökum málum. Við viljum því hvetja alla sem greinst hafa jákvæðir til þess að koma og vinna með okkur. Fleiri gagnkynhneigðir greinast — færri hommar Það sem aðallega hefur hamlað starfsemi okkar er húsnæðisleysi. Við höfum engan stað til að hittast á og Samtökin ekki heldur, en þau hafa farið fram á það við stjórnvöld að við fengjum húsnæði sem við gætum notað sameiginlega. Lítið hús eða góð hæð miðsvæðis myndi henta okkur ágætlega og við trúum ekki öðru en að hægt sé að útvega okkur slíkt skjól. Áhugaleysi stjórn- valda á alnæmisvandanum er yfir- gengilegt og því alvarlegra sem vandinn eykst. Það er fyrirsjáanlegt að á næstu árum munu æ fleiri greinast jákvæðir og veikjast og reynslan í nágrannalöndum okkar er sú að alnæmi meðal gagnkyn- hneigðra hefur aukist á meðan heldur hefur dregið úr því meðal hommanna. Hér á landi er ekkert gert til að mæta þessum vanda, forvarnar- starfið er í molum og öll fræðsla hefur einkennst af fordómum og neikvæðu viðhorfi til kynlífs. Það myndi eflaust gefa betri raun að segja fólki að lifa ábyrgu kynlífi heldur en að segja því að hætta að lifa kynlífi. Það litla sem gert hefur verið sýnir ákaflega lítinn skilning á aðstöðu okkar, sem erum jákvæð- ir, því það er sífellt verið að minna okkur á að við séum dauðans matur. Tannlæknaþjónustan sérkapítuli Inni á spítölunum reyna menn að gera allt sem í þeirra valdi stend- ur en það eru aðallega tveir læknar sem sinna jákvæðum og sjúkum og vinna mikið og gott starf við afar bágbomar aðstæður. Auður, fé- lagsráðgjafinn okkar, var hrakin úr sínu starfi af skilningslausum heilbrigðisyfirvöldum. Það var ekki hægt að finna skrifstofukompu fyrir hana, þannig að nú vinnur hún með okkur af einskærum áhuga. Tannlæknaþjónustan er svo kapítuli út af fyrir sig. Við höfum fengið þau svör hjá tannlæknum að þeir hafi ekki nógu góða sótt- hreinsunaraðstöðu til að gera við okkar tennur. Við erum þeirrar skoðunar að þeir ættu þá að loka sínum stofum því þeir hafa ekki hugmynd um hveijir eru smitaðir og hveijir ekki. Það er hart að fá þessi viðbrögð þegar maður sýnir þá ábyrgð að skýra frá því að maður sé jákvæður þó að tannlækn- ar eigi að sjálfsögðu að bera ábyrgð á því að fólk smitist ekki í stólunum hjá þeim. Það ber þó að geta þess sem vei er gert og það hefur einn tannlæknir nógu góða sótthreinsun- araðstöðu til þess að taka á móti okkur. Aðstandendur þurfa hjálp Við erum þó ekkert á því að láta deigan síga og komum fílefldir af ráðstefnunni. Margir okkar hafa lent í því að finnast við eitraðir og mengaðir og hræðslu- og dauða- áróðurinn sem hefur verið rekinn hér hefur ýtt undir þá tilfinningu. Þátttakan í ráðstefnunni jók sjálfs- traustið og það getur hugsanlega leitt til þess að einhver þori að stíga fram enda kom það skýrt fram á ráðstefnunni að það gerist ekkert í okkar málum fyrr en einhver kemur úr felum. Það er hins vegar ekki hlaupið að því vegna þess að fordómarnir og þekkingarleysið er svo mikið. Við höfum líka gengið í gegnum það áður að koma úr felum sem hommar, oft eftir margra ára sálarstríð, og vitum á hvetju við getum átt von. Við verðum líka að taka tillit til fjölskyldna okkar og annarra aðstandenda og þótt sumir okkar séu tilbúnir til að stíga fram er ekki víst að fjölskyldu r okkar séu tilbúnar. Sumir okkar hafa ekki sagt sínum nánustu frá og eru fram í rauðan dauðann að reyna að hlífa sínu fólki. Við vitum að margir aðstandend- ur búa við mikla vanlíðan og þeir sem hafa misst ástvini sína úr al- næmi þjást oft af mikilli sektar- kennd og sorg yfir því að hafa ekki sýnt sínum ástvini þann stuðning og kærleik sem þeir vildu hafa gert. í nágrannalöndum okkar eru starfandi hópar fyrir aðstandendur og það er mikil þörf á því að slíkir hópar verði myndaðir hér á landi. En þá rekum við. okkur enn og aftur á veggi aðstöðuleysis ökkar, við höfum ekkert húsnæði, engan síma og erum búnir að missa fé- lagsráðgjafann okkar. En við látum örugglega í okkur heyra um leið og úr rætist. Viljum fá fleiri í hópinn Það er líka heilmikil beiskja og sorg í mörgum okkar. Fyrst þurft- um við að sætta okkur við að vera hommar og þola það að litið væri á okkur sem annars flokks þjóð- félagsþegna og nú lifum við með þeirri vitneskju að við berum þetta smit og erum aftur komnir í felur. En við ætlum ekki að gefast upp, við sáum úti í Stokkhólmi hvað hægt er að gera ef viljinn er fyrir hendi. Við viljum fá samskonar þjónustu hérna og ætlum ekki að láta okkar eftir liggja til að svo megi verða. Og við viljum enn og aftur hvetja alla jákvæða til að koma og vinna með okkur því það er ekkert verra en það að sitja einn heima í skáp.“ Undirrituð tekur undir þessi hvatningarorð og efast ekki um að starfið innan jákvæða hópsins sé jákvætt, því fyrir utan það að vinna saman að sameiginlegum vanda- málum jafnast ekkert á við góðan félagsskap. Sjálf átti ég einstaklega ánægjulegan dag með þessum já- kvæða hópi sem glatar ekki kímni- gáfunni þótt sitthvað bjáti á. Höfundur er einn af stjórnenduni kvikmyndafélagsins Nýja bíós hf. i Reykjavík. MESSAÐ var í Svalbarðskirkju sunnudaginn 19. nóvember en kirkjan hefur nú verið endur- byggð að mestu. Séra Ragnheið- ur Erla Bjarnadóttir sóknar- prestur á Raufarhöfn þjónar Svalbarðssókn í Qarvegu séra Ingimars Ingimarssonar sem er í ársleyfi. Svalbarðskirkja var reist 1848 og er elsta kirkjan í prófastsdæm- inu. Séra Vigfús Sigurðsson prestur á Svalbarði lét smíða hana. Hún þykir vandað og merkilegt hús og hefur þjóðminjavörður haft hönd í bagga með endurbyggingunni. Hún er nú sem næst í upphaflegri mynd hið ytra en nútíminn hefur bætt í hana rafljósum og rafhitun. Þá hefur kirkjugarðurinn verið stækk- aður til muna. Nú eru í Svalbarðssókn 130 en voru 350 þegar kirkjan var vígð. Formaður sóknarnefndar, Sig- tryggur Þorláksson bóndi á Sval- Hvammstanga. Á HVAMMSTANGA var slátrað á þessu ári 38.881 kind, þar af 4.233 fullorðnum kindum. Fækk- un sláturfjár frá fyrra ári er 849 kindur. Vænleiki fjár var meiri en á síðasta ári. Hjá Kaupfélagi V-Húnvetninga var slátrað 35.154 dilkum og 3.530 fullorðnu fé, samtals 38.684 kind- um, sem er nokkur fækkun frá fyrra ári. Fallþungi dilka var 14,93 kg, sem er 170 g hærri en í fyrra. Slátrað var 654 kindum á vegum Framleiðnisjóðs og einnig nokkrum fjölda fullorðins fjár skv. samningi við Sláturfélag Suðurlands, en það kjöt mun vera utan fullvirðisréttar sauðfjárafurða. Hjá sláturhúsinu Ferskum afurð- um var slátrað 3.727 kindum, 3.024 dilkum, 424 fullorðnu fé og að auki 279 fullorðnum kindum, skv. samn- ingi við Sláturfélag Suðurlands. Er fjölgun sláturfjár frá fyrra ári 1.530 kindur. Meðalþyngd dilka var 14,98 kg- Fróöleikur og skemmtun fyrirháasem lága! Morgunblaðið/Björgvin Þóroddsson Svalbarðskirkja. barði og kona hans Vigdís Sigurðar- ^ dóttir orgelleikari, hafa að mestu * séð um og framkvæmt endurbygg- ingu kirkjunnar og garðsins. Björgvin Hjá Ferskum afurðum er slátrað á mun lengri tíma en venja er, eða frá júlí til nóvember. Stærsti hluti innleggsins er seldur ófrystur á Reykjavíkurmarkað og er bændum greitt fullt verð innan skamms tíma. Sláturtíð hjá Kaupfélaginu er hins vegar með hefðbundnum hætti. - Karl Steypu- hrærivélar OÞOR! Aríviljlati SPECK Lensi-, slor-, skolp-, sjó-, vatns- og hoiræsa-dælur. Útvegum einnig dælu- sett meö raf-, Bensín- og Diesel vélum. IlL iaMirllaiiiiDMir 4)éiniss®Jii & ©@ M. Vesturgotu 16 - Slmar 14680-132» JOLAFUNDUR félagsins verðurfimmtudaginn 7. desember í Hoiliday Inn kl. 19.30. Jólahlaðborð, happdrætti og fleira. Munið að tilkynna þátttöku. Stjórnin. KVENNA ATHVARF „Flestar konur langar undir niðri til að láta nauðga sér“ Þetta er ein fjölmargra goðsagna um nauðganir. í kvöld kl. 20.15 stendur ráðgjafarhópur um nauðgunar- mál fyrir opnum fundi í Gerðubergi. Allirvelkomnir. Sauðfj ár slátrun á Hvammstanga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.