Morgunblaðið - 05.12.1989, Page 49

Morgunblaðið - 05.12.1989, Page 49
eeei 5ia!iw,a23a huo'agut/iiíI'T GiaAjanuoíiöM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 1989 49 Minning: Sigríður Guðmunds- dóttir, Bakkafírði Ég vil með nokkrum orðum minn- ast frænku minnar, Sigríðar Guð- mundsdóttur, sem lést 28. nóvem- ber sl. langt fyrir aldur fram, eftir heils árs harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Sigríður fæddist í Kolsholtshelli í Villingahóltshreppi, Árnessýslu, 24. júlí 1929, yngst af 6 börnum hjónanna Guðmundar Kristins Sig- uijónssonar og Mörtu Brynjólfs- dóttur er þar bjuggu. Systkini Sigríðar eru: Jóhann bóndi í Kols- holtshelli, kvæntur Gyðu Oddsdótt- ur og eiga þau 4 börn. Guðríður oddviti og fyrrv. skólastjóri í Skeggjastaðahreppi, Norður-Múla- sýslu, móðir undirritaðrar, gift Sigmari I. Torfasyni fyrrv. prófasti á Skeggjastöðum og eiga þau 6 börn. Kristín húsfreyja og starfs- maður Pósts og síma á Selfossi, sem lést fyrir tveimur árum, gift Sigur- geiri Gunnarssyni og áttu þau 4 börn. Siguijón pípulagningameist- ari í Reykjavík, kvæntur Svanfríði Jónasdóttur og eiga þau 4 börn. Brynjólfur bóndi á Galtastöðum í Gaulveijabæjat'hrepp kvæntur Arndísi Erlingsdóttur og eiga þau 2 syni. Það er því orðinn stór frænd- garður, sem kominn er út af þeim hjónum í Kolsholtshelli. Ég man fyrst eftir Siggu frænku eins og við kölluðum hana fyrir réttum 40 árum, þegar ég fór 5 ára gömul með foreldrum mínum og yngri systur til Reykjavíkur og austur í Flóa til afa og ömmu í Helli. Hún var þá enn í föðurhúsum og hjálpaði hún okkur systrum við ýmislegt meðan mamma dvaldi á sjúkrahúsi. Þegar við héldum heim var síðan afráðið, að Sigga kæmi með okkur austur á Bakkafjörð og yrði um veturinn til að hjálpa móð- ur minni. Við vorum þá orðnar fjór- ar systurnar og nóg að starfa á stóru sveitaheimili. Ferðin var að sjálfsögðu farin með strandferða- skipi og óvissa um ferðalokin, hvort veðrið yrði nú svo vont að skipið færi fraihhjá, hvort við yrðum höluð í körfu niður í uppskipunarbátinn eða þyrftum að klöngrast niður blautan og hálan kaðalstigann. Dvöl Sigríðar á Bakkafirði var þó lengri en áætlað var. Vorið eftir 20. maí 1950 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Pétri Árnasyni bifreiðastjóra og síðar rafstöðvar- stjóra í Bergholti, og hafa þau búið þar síðan. Fyrst í Bergholti í lítilli íbúð, sem Pétur byggði við hús for- eldra sinna, þeirra Árna Friðriks- sonar og Petrínu Pétursdóttur. Fyr- ir 10 árum reistu þau sér nýtt og fallegt hús á Brekkustíg 1 á Bakka- firði og hafa búið þar síðan. Pétur er mjög íjölhæfur og laginn maður, hann er listasmiður og vann einnig við þá iðn, auk þess er hann organisti við Skeggjastaðakirkju og hefur verið það um áratuga skeið. Þau hjón voru mjög samhent um alla hluti, vinmörg og gestrisin svo að af bar. Sigríður móðursystir mín var mikilvirk og dugleg húsmóðir og veitti gestum sínum af rausn og myndarskap. Hún gekk vasklega að hveiju því verki, er hún tók sér fyrir hendur og lék allt í höndum hennar, hvort sem um var að ræða matreiðslu, sauma eða handavinnu. Hún vílaði ekki fyrir sér að vaka fram á nætur meðan drengirnir hennar voru litlir, ef þurfti að ljúka því að sauma fat eða baka fyrir jólin. Hennar störf voru framanaf inni á heimilinu, en síðustu árin vann hún einnig við skrifstofustörf hjá fiskverkunarstöðinni Útveri hf. á Bakkafirði. Sá vaskleiki sem einkenndi verk Sigríðar einkenndi einnig fram- göngu hennar. Hún var hreinskiptin og lét í ljós skoðanir sínar umbúða- laust, var gædd miklu líkamlegu og andlegu atgervi og hélt því til hinstu stundar. Þau hjón áttu barnaláni að fagna, eignuðust 6 mannvænlega og dug- lega syni, en þeir eru: Árni Berg- mann, rafvirkjameistari á Akureyri, kvæntur Oddnýju Hjaltadóttur og eiga þau 3 börn. Kristinn, fram- kvæmdastjóri á Bakkafirði og þing- maður, kvæntur Hrefnu Högna- dóttur og eiga þau 2 börn. Bjart- mar, framkvæmdastjóri í Grimsby, sambýliskona hans er Aðalheiður Björnsdóttir og eiga þau 3 börn. Baldur viðskiptafræðingur í Reykjavík, sambýliskona hans er Salóme Viggósdóttir og eiga þau einn son. Brynjar sjúkranuddari í Grindvík, sambýliskona hans er Svanhildur Káradóttir. Yngstur er Ómar, stúdent sl. vor, unnusta hans er Sigrún Guðmundsdóttir. Við systkinin eigum margar góð- ar minningar frá uppvaxtarárunum tengdar Siggu og fjölskyldu henn- ar, sem voru okkar einu ættingjar austur þar. Milli þeirra systra móð- ur minnar og hennar var náið sam- band alla tíð. Það leið held ég sjald- an sú jólahátíð að allur hópurinn færi ekki í boð til Siggu og Péturs og þau kæmu til okkar. Eftir að við fórum að heiman var heimsókn- inni austur á Bakkafjörð ekki lokið fyrr en búið var að koma til þeirra. Fyrir allar liðnu samverustundir viljum við þakka að leiðarlokum. Við vottum Pétri, sonum hans, tengdadætrum og barnabörnum okkar innilegustu samúð og biðjum góðan Guð að blessa minningu Sigríðar frænku okkar. Fyrir hönd systkinanna frá Skeggjastöðum. Jóhanna I. Sigmarsdóttir + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Gullteig 12, sem lést í Borgarspítalanum að morgni 26. nóvember verður jarð- sungin miðvikudaginn 6. desember kl. 13.30 frá Laugarneskirkju. Sigurður Sveinbjörnsson, Sveinbjörg Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson, Karl F. Sigurðsson, Svala B. Jónsdóttir, Kristín Þormar, Andrea Þormar, Ólafur Þormar, Sveinbjörn Þormar, barnabarnabörn. LANDSLIÐSKAPPAR í LANDSBANKANUM og allir vita verður haldið hér á landi árið 1995. Nú stendur yfir samkeppni um hönnun merkis fyrir keppnina. Lands- banki íslands, heldur af því tilefni sýningu á eldri HM- merkjum í aðalbanka Lands- bankans, Austurstræti 11, dagana 6. til 8. desember. í tilefni af því að allt íslenska landsliðið í handbolta kemur nú saman, í fyrsta sinn eftir sigurinn frækilega í Frakklandi í febrúar síðastliðnum, verður „pressuleikur“ í Laugardalshöll á miðvikudco kvöldið kl. 20:00. Á miðvikudaginn kl. 14-15, ætla Kristján Arason og Alfreð Gíslason að heilsa upp á viðskipta- vini Landsbankans í aðal- banka og gefa eiginhand- aráritanir! Ágætu landsmenn! Sýnum HSÍ stuðning í verki og greiðum heimsenda happdrættismiða. Með baráttukveðjum frá HSÍ - landsliði allra landsmanna. L Lapdsbanki fslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.